Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 20
Það getur oft reynst svolítillhöfuðverkur að finna gjaf-ir fyrir vini og ættingjasem reynast nytsamlegar og falla í góðan jarðveg hjá þeim sem gjöfina á að fá. Málið getur því vandast enn frekar ef hollustu er bætt við myndina. „Heilsusamlegar“ gjafir sem falla að smekk hvers og eins eru hins vegar vel viðráðanlegt takmark svo framarlega sem per- sónuleiki og áhugasvið þess sem gjöfina á að fá er haft í huga – enda úr nógu að velja. Sviðið sem hugtakið heilsa nær yfir getur nefnilega verið vítt og hollur matur, hreyfing og slökun falla öll í þennan flokk – ásamt raunar flestu því sem bætt getur líðan okkar. Púlsmælir, hlaupaskór eða annar æfingabúnaður gæti t.d. reynst snið- ug gjöf fyrir þá sem gaman hafa af hreyfingu, góðum göngum eða ann- arri útiveru. Sama gjöf er hins vegar ólíkleg til að gleðja kyrrsetu- manneskju á sama hátt. Leynist hins vegar sælkeri eða nautnaseggur í kyrrsetumanninum gæti mat- reiðslubók full af hollum og góðum uppskriftum, dekurdagur með nuddi og öðrum streitulosandi meðferðum, nú eða þá gjafakarfa með annaðhvort heilsusamlegu góðgæti eða úrvali af slakandi eða hressandi olíum og bað- vörum reynst rétta gjöfin. Jógatímar eða slökunarspólur gætu þá fallið þeim andlega sinnuðu vel í geð, upp- fræðandi bækur um hollustu og heil- brigði bókaorminum og hátísku- íþróttafatnaður tískudrósinni. Áskrift að heilsurækt að eigin vali hvort sem það er dans, skokk, jóga eða bolta- íþróttir getur einnig reynst góður kostur ekki síður en loforð um stuðn- ing og jafnvel samfylgd í heilsurækt- inni. Þegar heilsugjafirnar eru valdar er þó vel þess virði að hafa í huga að að- gát skal höfð í nærveru sálar og þótt gefandinn setji hollt líferni og heilsu- samlegt mataræði í forsæti er ekki þar með sagt að sá sem gjöfina þigg- ur geri það sama og einhverjir gætu jafnvel brugðist ókvæða við og talið dylgjur um ágæti eigin lífsstíls felast í vel meintri gjöf. Gjöf er jú ætlað að gleðja þann sem hana þiggur og þegar kemur að heilsu og hollu líf- erni skiptir hvert skref í rétta átt máli, sama hversu lítið það er.  JÓLAGJAFIR  Bókaormarnirgeta svo byrjað aðkynna sér hreyfingumeð lestri bóka áborð við Líkama fyr-ir lífið fyrir konursem kom út á ís-lensku fyrir þessi jól.  Púlsmælir gæti verið góð gjöf fyr- ir alla þá sem hafa gaman af hreyf- ingu, hvort sem um ræðir röskar göngur, sprett- hlaup eða lóða- lyftingar. Útilíf. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mjúkur koddi fyrir baðið, slakandi lavender-nuddolía, hressandi blóðbergs-sturtusápa og handhæg nuddtæki þar sem tréperlur eru látnar vinna á stífum vöðvum og auka blóðrás. Gott fyrir dek- urdaginn. Body Shop.  Asics-hlaupa- skór ættu að henta skokk- aranum. Útilíf. Íþróttafatnaður að hætti Stellu McCartn- ey ætti að falla tísku- drósunum vel í geð. Adidasbúðin, Kringlunni.   Uppskrift abækur með fjölda h ollra og bragðgóðra rétta ættu að get a höfðað til sælkeran s eins þessi bók B arbara Kafka, Veg etable Love, sem f inna má í bókabúðum á höf- uðborgarsv æðinu sem og hjá netversl- un Amazon . Góð heilsa er gulli betri segir mál- tækið og hví ekki að huga að heils- unni um þessi jól og gefa vinum og ættingjum „heilsusamlegar“ gjafir?  DVD-diskur með æfingum, líkt og Pílat- es-diskur Jóhanns Freys Björgvinssonar, hentar vel þeim sem kjósa að æfa í einrúmi. Hollt og gott annaei@mbl.is 20 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur DAGLEGT LÍF UM JÓL og áramót eru sumir fjarri heimilum sínum t.d. í heim- sókn hjá ættingjum eða vinum. Margir snúa heim þreyttir og pirr- aðir, m.a. vegna svefnleysis, eins og fjallað er um á vefnum tim- esonline.co.uk nýlega. Svefnleysi getur haft áhrif á einbeitingu, minni og jafnvel talhæfni. Jim Horne, prófessor við svefnrann- sóknarsetur bresks háskóla, segir að lítill svefn í jólafríinu auki lík- urnar á að fólki finnist tengdafólk- ið pirrandi, verði óþolinmótt gagn- vart börnunum eða lendi í bílslysi. Líkaminn þarfnast aðlögunar Fyrsta nóttin á nýjum stað er oftast erfiðust, hvort sem um er að ræða fimm stjörnu hótel eða dýnu á gólfinu hjá tengdó. Kann- anir hafa sýnt að líkaminn þarfn- ast aðlögunar að nýju svefn- umhverfi. Dýnur sem fólk sefur á í jóla- heimsóknunum eru af öllu tagi en stundum dýnur sem húsráðendur eru hættir að nota og orðnar úr sér gengnar. Önnur umkvörtunar- efni gesta eru t.d. hitastig í her- berginu sem erfitt getur verið að stjórna. Horne prófessor segir þó að þegar fólk er komið yfir fyrstu nóttina á nýjum stað geti það auð- veldlega vanist hverju sem er ef hugarfarið er jákvætt. Streita vegna annars skapi vandamál, t.d. of mikil drykkja, pirringur eða of mikil sætindi handa börnunum. Snemma að sofa Hann segir tiltölulega auðvelt að vinna upp tapaðan svefn. Besta ráðið sé að fara mjög snemma að sofa þegar heim er komið og fá einnar nætur góðan svefn, t.d. tíu tíma. Svefn er oft vanmetinn. Hann er jafn mikilvægur og næring, vatn og loftið sem við öndum að okkur. Svefn- leysi í jólafríinu Morgunblaðið/Þorkell  HEILSA Ráð handa fólki sem gistir hjá ættingjum t.d. um jólin  Takið með eigin kodda og sæng, sérstaklega ef þið eruð með ofnæmi.  Takið svefnpoka með til vonar og vara ef rúmið er mjög slæmt, þá er hægt að sofa á koddum á gólfinu. Ef dýnan er hörð, setjið teppi eða sæng yfir til að mýkja undirlagið.  Reynið að fara að sofa og á fætur ekki seinna en klukkutíma síðar en venjulega.  Ef þú getur ekki sofnað eftir 20 mínútur, reyndu þá að lesa eða fáðu þér heitan mjólkurdrykk.  Æfðu hugleiðslu og djúpa öndun.  Reynið að forðast rifrildi í svefnherberginu, það ætti að vera eins hlutlaust og hægt er.  Ef allt bregst er hægt að fara á hótel. SÚ HEFÐ að gera hring- laga kransa úr greni- greinum er talin eiga rætur að rekja til þess heiðna siðar að nota greni sem tákn ódauð- leika og vorkomu.  TÁKN JÓLANNA Jóla- kransar Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.