Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
amtökin SPES sem stofn-
uð voru árið 2000 reka
barnaþorp í Lomé, höf-
uðborg Vestur-Afríkurík-
isins Tógó. SPES stendur
fyrir Soutien Pout l’En-
fance en Souffrance, eða
stuðningur við þjáða
æsku, en latneska orðið
„spes“ þýðir von. Í barnaþorpinu eru 42
börn í dag á aldrinum 2 til 9 ára og fjölgar
þeim um tíu fyrir næstu áramót.
SPES er skuldbundið til að hafa börnin
til átján ára aldurs og fá þau heimili, mat,
föt, lyf og í raun allt sem þarf til að lifa eðli-
legu lífi ásamt því að barnalæknir fylgist
með heilsu þeirra. Börnin ganga í sama
leik- eða grunnskóla og önnur börn í hverf-
inu og af þeim börnum sem standa sig hvað
best í skóla eru flest í umsjá SPES.
Njörður P. Njarðvík, forseti SPES, segir
hins vegar efasemdir uppi vegna þess
hversu fátæklegur skólinn er. Um hundrað
börn eru í einum bekk með einn kennara og
eru námsgögn ófullnægjandi. Hvernig
leysa á það vandamál er ein þeirra spurn-
inga sem Njörður þarf að svara í næsta
mánuði þegar hann heldur til Tógó ásamt
eiginkonu sinni, Beru Þórisdóttur. „Ég
hefði kosið að reyna að bæta þennan skóla
en það þarf að fjölga kennurum og fá betri
skólagögn sem þau vantar ávallt. Þegar ég
fer þangað kaupi ég alltaf nokkra hluti í
Lomé, s.s. stílabækur, liti, kúlupenna og
annað slíkt og færi skólastýrunni,“ segir
Njörður sem einnig skoðar þann möguleika
að senda börnin í einkaskóla. „Það er einka-
skóli í hverfinu en okkur hefur ekki þótt
rétt að þau gangi í hann. Svo gæti þó farið
að við þurfum að endurskoða það.“
Byrjuðu í litlu einbýlishúsi
Aðdraganda stofnunar SPES má rekja
til ársins 1997 þegar Njörður var kosinn
stórmeistari alþjóða Sam-frímúrararegl-
unnar. Komu þá tveir reglubræður frá
Tógó á hans fund í París og ræddu um
ástand munaðarlausra barna auk þess sem
þeir bentu á að yfirmaður reglunnar hefði
aldrei komið til Afríku og spurðu jafnframt
hvort ekki ætti að breyta því. Njörður játti
því og fór ári síðar með eiginkonu sinni til
þriggja Afríkuríkja, Kamerún, Tógó og
Fílabeinsstrandarinnar.
Í Tógó var rætt um hvort ekki væri hægt
að gera eitthvað til að koma mun-
aðarlausum börnum til hjálpar. Var þar
hópur af fólki sem hafði mikinn áhuga á
verkefninu og voru m.a. innan hópsins pró-
fessor í læknisfræði, fæðingalæknir, fé-
lagsráðgjafi, lögfræðingur og aðstoð-
arbankastjóri. Vaknaði sú hugmynd að
stofna samtök sem tækju að sér mun-
aðarlaus börn og var þá grunnurinn að
SPES-samtökunum lagður.
„Í apríl árið 2001 byrjum við starfsemina.
Þá tökum við á leigu lítið einbýlishús með
stórum garði í Lomé, höfuðborg Tógó.
Byrjuðum þar með átta börn og vígðum
húsið með pompi og prakt og buðum fólkinu
í hverfinu að vera viðstatt. Athöfnin fékk
mjög góða umfjöllun fjölmiðla og kom í
dagblöðum og útvarpi,“ segir Njörður
sem tveimur dögum síðar var kallaður á
fund með forseta landsins, Eyadema.
Áttu samtökin þá í viðræðum við aðila um
kaup á framtíðarlóð fyrir SPES í höf-
uðborginni. Eyadema tók ekki í mál að
samtökin myndu kaupa lóð og sagðist
mundu láta þeim eina í té, það væri það
minnsta sem hann gæti gert þar sem sam-
tökin ætluðu að hjálpa nauðstöddum
börnum í landi hans.
Tveimur mánuðum síðar fékk SPES
skjal upp á núverandi lóð, hálfan hektara í
úthverfi Lomé, og ákveðið var að leita til
arkitekts frá Tógó til að skipuleggja hana.
Stakk hann upp á afrísku þorpi sem fyr-
irmynd.
Framkvæmdir enn í fullum gangi
Fyrsta húsið var tilbúið í október 2003
og voru börnin, sem þá voru orðin tutt-
ugu, flutt þangað en stærra húsnæði
þýddi einnig að hægt var að taka inn tíu
börn til viðbótar. „Þá hófust fljótlega
framkvæm
apríl á þess
þangað og
börnum. N
inni og ver
Njörður en
numið því n
inn að bygg
vera tilbúið
að reisa tvö
hús til afþr
lýkur geta
þorpinu. H
við fleiri bö
tilbúið og m
ur eða í kri
byggingu.
Allt fé ren
SPES er
arstarf er u
stofu- og um
dæmis bor
ferðalög til
því beint ti
okkar bein
Í barnaþorpi SPES-samtakanna í höfuðborg Tógó dv
Lagt upp með
að lifa sem eð
Uppbygging barnaþorps
SPES-samtakanna í Tógó
hefur gengið vonum fram-
ar og gangi allt að óskum
ætti framkvæmdum að
verða lokið innan fjögurra
ára. Þá geta samtökin gef-
ið um 120 börnum von um
bjartari framtíð. Andri
Karl ræddi við Njörð P.
Njarðvík, forseta SPES,
um uppganginn að und-
anförnu og framtíðarsýn
samtakanna.
Skólastarf í Tógó er fátæklegt og eru um eitt hundrað bö
og uppi hafa verið hugmyndir hjá SPES um að senda bör
Bera Þórisdóttir og Njörður P. Njarðvík eru styrktarfor
Þau reyna að heimsækja hann til Lomé, höfuðborgar Tó
MENNTUN OG FORVARNIR
Dagur B. Eggertsson, borgar-fulltrúi í Reykjavík, varpar framtalsvert róttækri hugmynd í við-
tali við Morgunblaðið í gær. Hann vill
ræða í alvöru þá hugmynd að skóla-
skylda verði til átján ára aldurs. Rök
Dags eru einkum þrenn; að þannig
mætti ná betri árangri í forvarnastarfi
með unglingum allt fram til sjálfræðis-
aldurs, að draga mætti úr brottfalli úr
skóla og hækka það hlutfall Íslendinga,
sem lýkur framhaldsskólaprófi, en það
er nú 60%, miðað við 90% í nágranna-
löndunum, að sögn Dags.
„Brottfall úr framhaldsskólunum á Ís-
landi er allt of mikið og nauðsynlegt er
að koma til móts við þann hóp sem ekki
finnur sig í framhaldsskólanum eins og
hann er, meðal annars með auknu náms-
framboði á sviði iðn- og verkgreina auk
þess sem starfsnám þarf að stórauka,“
segir Dagur í viðtalinu. „Frá sjónarhóli
forvarnar blasir við að þegar framhalds-
skólinn er brotalöm skiptir mjög litlu
máli hvaða árangri við náum í forvörnum
með börnunum meðan þau eru í grunn-
skóla ef þau eru síðan bara látin róa þeg-
ar þau eru sextán ára. Það er auðvitað
vendipunktur í lífinu hjá mjög mörgum.
Ég held að það sé fyllsta ástæða til að
ræða það hvernig við eigum að axla
þessa ábyrgð sem samfélag gagnvart
ungu fólki á framhaldsskólaaldri.“
Dagur bendir enn fremur á að taka
verði upp öflugri baráttu gegn brottfalli
úr framhaldsskóla. „Ég get ekki séð að
neitt sé fengið með því að 15–16 ára
krakkar hætti í skóla, fari út á vinnu-
markaðinn án nauðsynlegrar grunn-
menntunar sem býr þau undir framtíð-
ina. Þess vegna held ég að fyllsta ástæða
sé til að ræða jafnróttækar lausnir og
lengda skólaskyldu. Við núverandi
ástand verður ekki unað.“
Dagur bendir á að skólaskylda til 18
ára aldurs sé nú til umræðu í Finnlandi
og segja megi að í Svíþjóð sé hún í gildi í
reynd, þar sem öllum ungmennum sé
fylgt fast eftir til 18 ára aldurs og „sam-
félagið sættir sig einfaldlega ekki við að
krakkar flosni upp úr námi eins og við
erum ótrúlega umburðarlynd fyrir“.
Það verður að teljast ólíklegt að sam-
staða geti náðst um að lengja skóla-
skyldu á Íslandi fram til átján ára aldurs
eins og nú háttar til. Það er m.a. snúið
vegna þess að íslenzk ungmenni ljúka nú
almennt stúdentsprófi tvítug og áform
eru um að þau geri það nítján ára.
Hins vegar er það æskilegt markmið
að sem flestir ljúki framhaldsskólanámi.
Þarfir atvinnulífsins eru að sjálfsögðu
þær að sem flestir afli sér frekari mennt-
unar eftir að grunnskóla er lokið. Og það
er hárrétt hjá Degi B. Eggertssyni að
auka þarf veg iðn- og verkgreina og
starfsnáms til að mæta þörfum þeirra,
sem ekki finna sig á hefðbundnum bók-
námsbrautum, sem flestum er beint inn
á.
Jafnframt er það æskilegt út frá sjón-
armiði forvarna að ungt fólk sé í skóla
þar til sjálfræðisaldri er náð. Talsverðar
breytingar hafa orðið í framhaldsskólun-
um eftir að sjálfræðisaldurinn var hækk-
aður í 18 ár; þar er lögð meiri áherzla á
forvarnastarf og í mörgum framhalds-
skólum hafa orðið til foreldrafélög, sem
einu sinni hefði þótt fráleitt fyrirbæri.
Fleiri og fleiri foreldrar átta sig hins
vegar á að aðhald bæði foreldra og skóla
er nauðsynlegt til 18 ára aldurs til að
draga úr hættunni á að ungt fólk verði
eiturlyfjafíkn að bráð.
Dagur B. Eggertsson bendir réttilega
á að brottfall ungmenna úr framhalds-
skóla er samfélagsmein, sem þarf að
vinna gegn. Þeir, sem vilja draga úr
brottfalli, mættu gjarnan skoða muninn
á hinum hefðbundnu bekkjaskólum og
fjölbrautaskólunum. Staðreyndin er sú
að í bekkjakerfinu gengur miklu betur
að vinna gegn brottfalli en í fjölbrauta-
skólunum. Samt hefur verið þrengt að
bekkjakerfisskólunum með markvissum
hætti undanfarna áratugi og sér ekki
fyrir endann á því. Er það ekki öfugsnú-
ið?
MOGGINN OG MATURINN
Það má kallast fastur liður að þegarMorgunblaðið gagnrýnir ríkis-
styrki og ofurtolla í landbúnaði, svari
talsmenn landbúnaðarins með því að
tala um það hvað Morgunblaðið kosti.
Virðist sú umræða með einhverjum
hætti eiga að réttlæta þá staðreynd, að
íslenzkir skattgreiðendur greiði hæstu
landbúnaðarstyrki í heimi til þess að
geta svo keypt dýrustu landbúnaðarvör-
ur í heimi þegar þeir verzla í matinn.
Erna Bjarnadóttir, forstöðumaður fé-
lagssviðs Bændasamtaka Íslands, skrif-
aði þannig í grein hér í blaðinu sl. laug-
ardag: „Ævinlega er það svo að margar
hliðar eru á hverju máli. Get ég ekki lát-
ið hjá líða að nefna að sjálft Morgun-
blaðið kostar í lausasölu kr. 220 og er tíu
sinnum dýrara en Washington Post svo
dæmi séu tekin. Síðast þegar fréttist
kostaði WP 35 cent eða tæpar 22 krón-
ur.“
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra var á svipuðum slóðum í fréttum
NFS á laugardagskvöld er hann hélt á
Morgunblaðinu og appelsínu og sagði að
líklega væri „blessaður Mogginn“ – sem
hann fór annars um fallegum orðum –
hlutfallslega dýrasta blað í heimi.
Verð dagblaða lýtur reyndar talsvert
öðrum lögmálum en verð landbúnaðar-
afurða. Stór hluti tekna þeirra kemur
t.d. af auglýsingasölu og afar mismun-
andi hvernig blöð stilla af hlutfallið á
milli áskriftar-, lausasölu- og auglýs-
ingatekna. Þegar af þeirri ástæðu að
Erna Bjarnadóttir ber saman lausasölu-
verð dagblaða er sá samanburður mark-
lítill; yfir 90% upplags Morgunblaðsins
eru seld í áskrift og hægt að finna mörg
dæmi um bæði dýrari og ódýrari áskrift
að dagblöðum í nágrannalöndunum.
En hér skiptir eftirfarandi auðvitað
meginmáli:
Íslenzkir blaðaútgefendur starfa á
litlum og erfiðum markaði, rétt eins og
þeir, sem leggja stund á framleiðslu
landbúnaðarvara. Engu að síður biðja
þeir ekki um ríkisstyrki til blaðaútgáfu –
jafnvel þótt þeir tíðkist sums staðar enn
í nágrannalöndunum. Þeir biðja ekki um
tollvernd á útlend blöð eða bækur. Þeir
biðja ekki um innflutningskvóta á inn-
flutt prentefni. Þeir gera ekki með sér
samkomulag um að skipta á milli sín
markaðnum eða fela opinberum nefnd-
um að ákveða verðið á dagblöðum. Þvert
á móti er hörð samkeppni á íslenzkum
fjölmiðlamarkaði.
Og þetta á ekki aðeins við um íslenzk-
an fjölmiðlamarkað, heldur nánast allar
atvinnugreinar á Íslandi, nema landbún-
að. Í framleiðslu á brýnustu lífsnauð-
synjunum, matvælum, eru mestu höftin
á samkeppni og viðskiptafrelsi. Í frjáls-
ræðisþróun síðustu áratuga hefur land-
búnaðurinn setið eftir. Það þýðir ekki að
reyna að dylja þá staðreynd.