Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 34

Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 34
34 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORLÁKUR SIGURÐSSON, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mið- vikudaginn 21. desember kl. 13.00. Elísabet Pétursdóttir, Eygló Þorláksdóttir, Michael Mather, Erla Þorláksdóttir, Erling Ásgeirsson, Sigurður G. Þorláksson, Ragnhildur Harðardóttir, Petra Þorláksdóttir, Örn Arnarsson, Ægir Þorláksson, Sólveig Stefánsdóttir, Særún Þorláksdóttir, Guðjón B. Sverrisson, Vignir Þorláksson, Sigrún Vilhelmsdóttir, Anna María Þorláksdóttir, Rafn A. Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN GUÐMUNDSSON símstöðvarstjóri frá Súgandafirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 20. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Sólrún Hermannsdóttir, Herdís Jóna Hermannsdóttir, Gísli Vilhjálmur Jónsson, Guðmundur Óskar Hermannsson, Bryndís Einarsdóttir, Halldór Karl Hermannsson, Hlöðver Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Dalalandi 6, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 30. nóvember, verður jarðsungin frá Kirkju Óháða safnaðarins mánu- daginn 19. desember kl. 13.00. Þórunn Jónsdóttir, Ólafur Ingi Friðriksson, Helga Erla Gunnarsdóttir, Halldóra Kristín Friðriksdóttir, Arnór Guðbjartsson, Friðleifur Ingvar Friðriksson, Hrönn Friðgeirsdóttir, Axel Þórir Friðriksson, Kristín Finnbogadóttir, Friðrik Gunnar Friðriksson, Anna María Gunnarsdóttir, Ólöf Jóna Friðriksdóttir, Guðni Þór Jónsson, Árni Friðriksson, Þóra Brynja Böðvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, SVEINN SVEINSSON, Bláhömrum 2, Reykjavík, andaðist á Landakotsspítala þriðjudaginn 13. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju í dag, mánu- daginn 19. desember, kl. 13.00. Soffía Sveinsdóttir, Guðmundur Sveinsson, Þórunn Hauksdóttir, Sveinn Sveinsson, Margrét Nilsen, Sigríður Sveinsdóttir, Stefán Jónsson, Guðjón Sveinsson, Ólafur Sveinsson, Halldór Sveinsson, Annette Petersson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Jan Eyþór Bene-diktsson fæddist í Reykjavík hinn 16. febrúar 1937. Hann var bráðkvaddur á Kanaríeyjum hinn 29. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Eyþórsson hús- gagnasmíðameist- ari, f. 1902 og Astrid Eyþórsson, f. 1903, þau eru bæði látin. Systkini Jans Ey- þórs eru Björg J., f. 1930, og Frank N., f. 1941. Jan Eyþór kvæntist 2. júní 1956 Jóhönnu Þ. Bjarnadóttur, f. 2. jan. 1936. Foreldrar hennar voru Bjarni J.G. Jóhannesson, f. 1908 og Jó- hanna Einarsdóttir, f. 1913, bæði látin. Jan og Jóhanna eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Benedikt Garðar, f. 18. apríl 1956, 2) Þórður Jó- hann, f. 20. ágúst 1957, 3) óskírður drengur, f. 9. okt. 1959, d. 29. des. 1959, 4) Arnar, f. 28. apríl 1963, maki Lára G. Vilhjálms- dóttir, f. 29. jan. 1961, og 5) Agnes, f. 9. ágúst 1968, maki Ólafur Þór Zoëga, f. 6. sept. 1963. Jan og Jóhanna eiga tólf barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Jan ólst upp í Reykjavík og var atvinnubílstjóri í 30 ár hjá Bif- reiðastöð Reykjavíkur (BSR). Síð- ustu 17 ár var hann bifreiðastjóri hjá Landsvirkjun. Útför Jans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15 Þegar sú harmafregn barst að Jan væri látinn kom það í opna skjöldu. Að vísu hafði Jan undanfarið ár átt við illvígan sjúkdóm að etja og hafði gengið í gegnum sársaukafullar meðferðir en maður hafði von um að lækningarnar hefðu náð þeim ár- angri sem að var stefnt. Til að létta af þeim drunga sem fylgir alvarleg- um veikindum ákváðu Jan og Hanna að fara í sólina á Kanaríeyjum sér til hressingar eftir alla erfiðleikana. Daginn áður en þau hjónin áttu að fara heim varð Jan bráðkvaddur. Viðbrögð hjá samstarfsfólki leyndu sér ekki, hópurinn var harmi sleginn og sýndi það vel tilfinningarnar til Jans. Sama má segja um fjölskyldu mína. Auk þess að vera kær sam- starfsmaður var hann einnig mikill vinur fjölskyldunnar og ávallt reiðubúinn að veita hjálparhönd ef þörf var á. Ég kynntist Jan fyrst þegar hann hóf störf hjá Landsvirkjun á árinu 1988 og leysti þar af Gísla Guð- mundsson bílstjóra í veikindum hans en hann lést á árinu 1989. Þá fannst manni að vandfyllt yrði í það skarð sem Gísli Guðmundsson skildi eftir sig. Þegar Jan tók við starfi Gísla eftir lát hans komu fljótlega í ljós þeir mannkostir sem hann hafði til að bera. Jan var afar trúr í starfi og sýndi Landsvirkjun mikla tryggð og vildi ávallt veg fyrirtækisins sem mestan. Eins og áður sagði var Jan afar hjálpsamur eins og samstarfs- menn hans geta borið vitni um. Hann var ákveðinn og lét menn heyra ef honum fannst ekki rétt að hlutum staðið og hlífði þá engum. Stundum er erfitt að fá gagnrýni en hjá Jan skein í gegn að henni fylgdi um- hyggja fyrir vinnuveitandanum og samstarfsfólki. Jan var afar vel að sér um atvinnu- tæki sitt sem alla tíð voru bílar. Þau voru mörg góðu ráðin sem þegin voru vegna þessara nauðsynlegu heimilistækja. Um margt fleira mátti spyrja Jan hvort sem það tengdist vinnunni eða öðrum þáttum og kom maður sjaldnast að tómum kofunum. Til skamms tíma átti Jan sumarbústað í Þjórsárdal á fallegum stað sem hann unni mjög. Það var mjög skemmtilegt að heimsækja Jan og Hönnu þar enda bar staðurinn og uppgræðslan skýran vott um dugnað og útsjónarsemi. Það lýsir Jan vel að þegar hann fann að líklega gæti hann ekki lengur séð um þennan unaðsreit sinn þá seldi hann bústaðinn og sagði að það væri betra en að láta órækt- ina ná yfirhöndinni. Þessi ákvörðun var án efa erfið fyrir þau hjónin. Lífið var Jan og Hönnu stundum erfitt. Þau urðu fyrir miklum og sár- um áföllum og þurftu bæði á miklum styrk og manndómi að halda til að vinna sig frá þeim. Nýlega lét Jan af störfum og fór á eftirlaun nokkru fyrr en þurfti vegna veikinda hans. Hann hefði án efa viljað nýta ævi- kvöldið til að sinna sínum hugðarefn- um, en svo fór ekki. Ég bið góðan Guð að blessa minn- ingu Jans og styrkja á þessum erfiðu tímum Hönnu, börnin, barnabörnin og aðra sem Jan voru nánir. Hans verður sárt saknað. Örn Marinósson. Desember er hálfnaður. Ys og þys mannlífsins nær hámarki í jólamán- uðinum og á stórum vinnustað þurfa verkefnin að klárast fyrir áramót. Allt eins og venjulega? Nei, ekki alveg. Góðs vinar og vinnufélaga er saknað. Jan Bene- diktsson bílstjóri er fallinn frá. Ekki hvarflaði að nokkrum manni þegar Jan heimsótti okkur á Háaleitis- brautina tveimur dögum fyrir brott- förina til Kanaríeyja að við værum að hitta hann í hinsta sinn. Hann leit vel út og ætlaði að ná í verðskuldaða hvíld eftir erfiða meðferð. Sú hvíld verður lengri en ætlunin var. Jan hóf störf sem bílstjóri hjá Landsvirkjun 1988 eftir að hafa ekið leigubifreiðum um áratuga skeið. Fólst starf hans í því að aka með bæði fólk og sendingar af ýmsu tagi milli starfsstöðva fyrirtækisins og til ýmissa áfangastaða. Í þessu starfi nutu sín í ríkulegum mæli mannkost- ir Jans. Hann bjó yfir mikilli þjón- ustulund, hafði góða kímnigáfu og verulega gaman af því að segja sögur af samferðamönnum, bæði eldri og yngri. Það þarf því ekki að koma á óvart að á farsælum starfsferli hjá Landsvirkjun eignaðist hann marga góða kunningja og vini, bæði innan og utan fyrirtækisins. Jan var mikill „Landsvirkjunarmaður“ og lét sig miklu skipta velgengni og orðstír fyrirtækisins. Hann lá ekki á skoð- unum sínum við samstarfsmenn og yfirmenn. Hinir síðarnefndu máttu oft „vera á tánum“ í rökræðum við Jan ef þeir áttu ekki að verða illa undir. Ég hitti Jan fyrst er ég kom til starfa hjá Landsvirkjun 1992. Hög- uðu atvikin því þannig að ég varð yf- irmaður hans í tvígang, fyrst árið 1995 og aftur 2002 þar til að hann lét af störfum vegna veikinda í haust. Samvinna okkar var einstaklega góð öll þessi ár. Það skeði að vísu ein- hvern tímann í upphafi ferilsins að hann yrti á mig með einsatkvæðis- orðum um nokkurt skeið eftir að hafa talið sig vera órétti beittur. Hann stóð jú fastur á sínu. En það var stutt í góðmennið þegar bjátaði á hjá einhverjum og það fékk ég og svo margir aðrir að reyna líka. Nú er komið að leiðarlokum. Við vinnufélagarnir sendum Hönnu, eig- inkonu Jans, og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Stefán Pétursson. Samstarfsmenn Jans Benedikts- sonar hjá Landsvirkjun kveðja hann með söknuði. Vegna starfa sinna sem bílstjóri fór hann öðrum fremur á milli starfsstöðva fyrirtækisins og átti vini víða. Jan var hvers manns hugljúfi, hjálpsamur og greiðvikinn og gerði sér far um að leysa vanda starfsfélaga sinna af alkunnri útsjón- arsemi. Á skilnaðarstund minnast samstarfsmenn hans með hlýhug og senda ástvinum og ættingjum sam- úðarkveðjur. Friðrik Sophusson. Í dag kveðjum við hjónin kæran vin, Jan Eyþór Benediktsson. Okkur langar að minnast hans með örfáum orðum. Fyrstu kynni okkar urðu þegar Jan hóf störf hjá Landsvirkj- un 1988. Fljótlega tókst með okkur góður vinskapur sem jókst með ár- unum. Síðar fórum við hjónin að ferðast með Jan og Hönnu til út- landa. Voru þessar ferðir okkar ákaflega skemmtilegar og var hann ávallt hrókur alls fagnaðar. Jan var sérlega geðþekkur og rólegur maður og hvers manns hugljúfi. Hjálpsemi hans var rómuð af öllum hans sam- ferðamönnum. Öllum þeim sem leit- uðu til hans um greiða var alltaf tek- ið með bros á vör. Síðasta ferðin sem við fórum saman var til Kanaríeyja í nóvember sl. Áttum við saman tvær yndislegar vikur þrátt fyrir veikindi hans, og er ómetanlegt að hafa feng- ið að dvelja með honum og Hönnu þessa síðustu daga. Jan varð bráð- kvaddur 29. nóvember, daginn áður en ferðinni okkar lauk. Elsku Hanna mín, sendum þér og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar sorg. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sér horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Blessuð sé minning hans. Hrönn og Marinó. JAN EYÞÓR BENEDIKTSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.