Morgunblaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 18
Árangur fer eftir gæðum Hvaða Spirulina ert þú að taka? www.celsus.is 29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega · GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Súrefnistæmdar umbúðir vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaðir og hreinir, ræktaðir í ferskvatni eftir ströngum gæðastaðli. ISO9001 · ISO14001 V o ttað 100% lífræ nt Fæst í öllum apótekum. Greinilegur árangur eftir nokkra daga inntöku Aukið úthald, þrek og betri líðan Yggdrasill daglegtlíf ídesember SVEFN UM JÓLIN HOLLAR JÓLAGJAFIR Mér finnst skemmtilegtandrúmsloft myndastþegar fjölskyldan tekursér eitthvað sameig- inlega fyrir hendur og aðallega finnst mér gaman að baka pip- arkökur með börnunum mínum,“ segir Brynja Baldursdóttir.. „Stund- um hittumst við systurnar með börn- unum okkar og gerum piparkökur og einnig höfum við vinkonurnar stundum hist með börnunum okkar og bakað eða málað piparkökur. Að- alatriðið er að börnin séu með.“ Brynja kennir í Hagaskóla og stundar auk þess fram- haldsnám í Háskóla Íslands. Þrátt fyrir miklar annir er hún búin að baka með börnunum fyrir þessi jól. „Þau hafa mjög gaman af þessu og sjá um að minna mig á ef þeim finnst of langt liðið á aðventuna.“ Pipar í piparkökurnar Hún lumar á uppskrift að ekta piparkökum. „Þetta er eina upp- skriftin sem ég hef séð með pipar, svo þær eru alveg ósviknar,“ segir Brynja og hlær glaðlega. Ekta piparkökur Þetta er þægilegt deig, en best er að útbúa það 1–2 klukkutímum áður en kökurnar eru bakaðar. Það má jafn- vel geyma yfir nótt. 250 g hveiti 2 tsk kanill 1 tsk negull 1 tsk engifer 1⁄8 tsk pipar 1 tsk matarsódi 90 g smjörlíki 120 g sykur ½ dl síróp ½ dl mjólk Hveiti, krydd og matarsódi er sigt- að saman í skál. Smjörlíki er mulið út í og deigið hnoðað örlítið í hrærivél eða höndum. Þá er sykri, sírópi og mjólk blandað saman við og deigið hnoðað áfram þar til það er sprungu- laust. Deigið er látið í skál og plastfilma sett yfir. Kælt í ísskáp í 1–2 klukku- tíma, jafnvel yfir nótt. Svolitlu hveiti er stráð á borð og deigið flatt út. Þegar það er um þriggja mm þykkt eru skornar út fí- gúrur með piparkökumótum og kök- urnar síðan bakaðar í 10 mínútur við 175° hita. Glassúr til skrauts Flórsykur sigtaður og hrært saman við vatn þannig að úr verði fremur þykkur vökvi. Matarlit blandað sam- an við. Kökurnar málaðar eftir list- fengi hvers og eins, til dæmis með tannstöngli.  JÓLAHEFÐ | Brynja Baldursdóttir bakar ekta piparkökur Aðalatriði að börnin séu með Morgunblaðið/Þorkell „Ég tengi piparkökuilm við aðventu, enda alin upp við piparkökubakst- ur á þessum tíma,“ segir Brynja Baldursdóttir sem tók upp siðinn þeg- ar hún flutti úr foreldra- húsum. Brynja Tomer smakkaði á kökunum. Brynja Baldursdóttir ásamt börnunum sínum, Silju Rós og Valdimari Þór Ragnarsbörnum. SÁ SIÐUR að pakka inn jóla- gjöfum er 2000 ára gamall. Sam- kvæmt helgisögn- inni ferðuðust þrír vitringar til Betlehem til að færa Jesúbarninu gull, reykelsi og myrru. Í Evrópu voru ávextir og hnetur algengar jólagjafir. Hér á landi varð hins vegar til hefð fyrir því að gefa kerti í jólagjöf.  TÁKN JÓLANNA Gjafir Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson FYRSTU söngvarnir, sem vitað er til að sungnir hafi verið um fæð- ingu Krists, voru fluttir í jóla- leikriti sem heilagur Francis af Assisi stóð fyrir árið 1233. Fyrstu jólalögin voru blanda þjóðlaga og sagnakvæða en hátíðlegri jólalög komu fram á sjónarsviðið á 17. öld. Vitað er að jólalagið „Joy to the World“ var samið árið 1674. Enska jólalagið „The First Noel“ var einnig samið á 17. öld og „Hark the Herald Angels Sing“ var samið árið 1707.  TÁKN JÓLANNA Morgunblaðið/Þorkell Jólalög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.