Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 21
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 21 Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska                       ! "#$%& '(  ' )*+%& ,-& ./ 0''  111!23+22!&  4 4 5 Allt fyrir píanóið Píanóbón fyrir glansandi og matta áferð Hreinsiefni fyrir nótur Massi fyrir yfirborðsrispur Píanóbekkir í miklu úrvali Parkethlífar undir píanó og flygla Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 Stillanlegir fótskemlar með pedölum ALLAR GERÐIR HREINSIEFNA FYRIR PÍANÓ Fæst í apótekum og heilsubúðum metasys@simnet.is • www.metasys.is 100% náttúrulegt Línurnar í lag með Metasys Ég hef tekið inn Metasys frá því febrúar 2005. Það kom til að því að ég sá mjög áhugvert viðtal við lækni dr. Satya í tímariti eldri borgara, Listinni að lifa. Þar greindi hann frá eiginleikum Metasys til þyngdarstjórnunar og einnig kom fram hversu andoxunarríkt og hressandi það er. Sem áhugamaður um heilbrigðan lífstíl kynnti ég mér málið frekar. Eftir að ég byrjaði að taka inn Metasys fann ég fljótlega fyrir auknum styrk og úthaldi. Síðdegislúrinn sem áður var ómissandi er nú óþarfur. Ég tek inn eitt til tvö hylki af Metasys á morgnana. Sigurður R. Guðmundsson, fararstjóri og fv. skólastjóri. Síðdegislúrinn er nú óþarfur. Þinn stuðningur í baráttunni við aukakílóin Það er alltaf eitthvað um aðfólk fái aðstoð við jólaþrif-in,“ segir Bergþóra Sig-urbjörnsdóttir sem er með hreingerningarþjónustu. „Þar eiga í hlut bæði hinir yngri og eldri. Það kom mér svolítið á óvart að unga fólk- ið notaði sér þessa þjónustu. Það læt- ur gjarnan gera hreina eldhúsinnrétt- inguna að utan og innan og bakarofninn sem mörgum er áhyggjuefni þegar á að fara baka fyr- ir jólin. Og svo lætur fólk margt hvert hreingera baðherbergið og taka síðan eina góð yfirferð yfir alla íbúðina, al- veg út í hornin. Margir vilja líka láta taka rúðurnar að innan. Þess má geta að þegar ég hreingeri fyrir fólk í heimahúsum þá sé ég um að færa allar mublur til og frá og taka myndir niður, þrífa þær og setja þær upp á ný. Fólk getur bara farið í jóla- innkaupin meðan ég þríf eða bara verið í sinni vinnu. Þessi má geta að fólk getur sparað með því að færa sjálft allt frá þannig að ég komist vel að. En ég er raunar mestan tíma árs- ins í flutningsþrifum fyrir almenning og iðnaðarþrifum fyrir verktaka, þótt hitt fylgi vissulega með,“ segir Berg- þóra. Mis óhreint hjá fólki Eru íslensk heimili óhrein yfirleitt? „Það er ákaflega misjafnt eins og það hefur vafalaust alltaf verið, við erum svo misjöfn í þrifnaðarstaðli. Óhreinast er yfirleitt ofan á skápum og bak við lausar eldavélar og ís- skápa. Eldri ísskápar sjúga mikið ryk á bak við sig og líka einskonar sót. En því er öðruvísi farið með nýrri ís- skápa, þeir soga ekki eins mikið ryk til sín. Ég er sjálf með nýjan ísskáp og síðast þegar ég ætlaði að þrífa bak við hann voru engin óhreinindi, ég varð steinhissa.“ Fer vel út í hornin fyrir jól Hvenær byrjaðir þú að gera hreint fyrir fólk og fyrirtæki? „Það eru liðin níu ár síðan. Ég var þá að hætta í rekstri sem ég var sjálf með og réð mig í ræstistörf hjá fyr- irtæki en þetta vatt upp á sig og smám saman færði ég mig upp á skaftið, fór að auglýsa flutningsþrif – ég var sú fyrsta sem auglýsti slíka þjónustu sér, það eru um fjögur ár síðan, nú eru margir fleiri um hit- una.“ Gerir þú hreint heima hjá þér fyrir jólin? „Ég ætla að taka rúður og rimlag- ardínur, hurðir og gerett og fara vel út í hornin. Þetta ætla ég að láta duga þetta árið, ég er í nýrri íbúð og tel ekki þörf á meiri þrifum.“ Eru jólahreingerningar kannski að minnka hér á landi? „Já, þær eru að mér virðist farnar að færast æ meira yfir á vorin. Áður fyrr voru bæði jólahreingerningar og vorhreingerningar og svoleiðis var það raunar ennþá þegar ég var að alast upp.“ Er fólk almennt hætt að setja hillu- pappír og hillubönd í eldhússkápana hjá sér? „Ég hef ekki séð hillubönd en hillu- pappír hef ég séð hjá ungu fólki í upp- runalegum innréttingum.“ Við fáum í lokin uppskrift að rauð- sprettu sem er tilvalin í matinn svona rétt fyrir jólin. Rauðspretta í ofni 3 flök af rauðsprettu 10 humrar svolítið af rækju sveppir sellerý spinat púrrulaukur mayzenarjómi Eftirlæti hafmeyjunnar frá Potta- göldrum, sitrónupipar, hvítlauksduft. Rauðsprettuflökin skorin í teninga og þeim raðað í eldfast mót, svolítið af olíu hellt yfir. Kryddinu stráð yfir bit- ana eftir smekk. Humarnum og rækj- unni bætt ofan á. Sveppunum velt hratt upp úr heitri olíu á pönnu og hvítlauksdufti stráð yfir, þeim síðan hellt yfir fiskinn. Smáttskorið sellery, spínat og svolítið af púrrulauk stráð yfir. Um tveimur glösum af mayzen- arjóma helllt yfir. Lokið sett á mótið og inn 150 gráðu heitan ofn. Bakað í 60 mínútur. Hægt er að velja það grænmeti sem fólki finnst gott, eins er um oliuna og rjómann. Borið fram með góðu salati.  AÐVENTAN Jólahreingerningar heima og heiman Jólahreingerningar eru kvíðvænlegar fyrir marga og þeim fjölgar sem láta gera hreint hjá sér fyrir jól og á vorin. Bergþóra Sigurbjörns- dóttir er með hreingerningarþjónustu. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við hana um hreingerningar fyrir jólin. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bergþóra við þrif á gardínum heima hjá sér. gudrung@mbl.is Skötuveisla á Flúðum Á Þorláksmessu verður skötu- veisla í golfskálanum á Efra-Seli við Flúðir. Boðið verður upp á skötu af ýmsum styrkleikum, saltfisk og viðeigandi meðlæti. Fyrir þá sem ekki leggja í fisk- metið verða seldar pizzur af matseðli. Það er orðin hefð fyrir því að halda skötuveislu í golfskálanum þennan dag og hafa viðbrögðin undanfarin ár verið mjög góð. Á Þorláksmessudag verður golfskálinn opinn frá kl. 11 til 22. Verð á mann í skötuhlað- borðið er 1.250 kr. m.v. 15 ára og eldri, frítt fyrir 14 ára og yngri og veittur er 10% af- sláttur fyrir eldri borgara og ör- yrkja. Afslöppun um jólin Bændagistingin að Hofi í Vatnsdal við Blönduós verður með opið um jól og áramót. Gistiaðstaða er í sérhúsi við sveitabæinn með sex tveggja manna herbergjum með baði og fjórum tveggja manna án baðs. Á staðnum er eldhús, setustofa og heitur pottur. Gisting er með morgunverði og möguleiki er á þriggja rétta kvöldverði. Spenn- andi fyrir þá sem vilja komast úr borgarljósunum um jólin og njóta hátíðanna í myrkri og ró- legheitum sveitarinnar. Nánari upplýsingar á: www.efra-sel.is Upplýsingar um Hof í Vatnsdal má finna á www.hof-is.com/ Icelandicguesthouse.htm og í síma 452-4077.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.