Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Glænýr Saab
Engar áhyggjur,
þetta er ennþá Saab.
Það er erfitt að trúa því að jafn sprækur bíll sé einn sá öruggasti á
götunni. Saab er hannaður fyrir skandinavískar aðstæður og því stendur
hann sig best þegar íslenski veturinn er hvað harðastur. Við kynnum
nýjan og stærri Saab 9-5. Rétti bíllinn fyrir veturinn í norðri.
Verð 2.980.000,-
Reynsluaktu nýjum SAAB 9-5. Hann er margverðlaunaður fyrir öryggi og hannaður fyrir akstur á norðurslóðum.
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00
SAGT er: „Trú er einkamál og
því eiga þeir sem stjórna landinu
ekki að tala um sín trúarbrögð.
Það veikir traust þeirra sem trúa
á annan hátt – eða
trúa alls ekki, á
þeim.“ Og þótt sumt
fólk staðhæfi það
kemur það alltaf upp
þegar rætt er um
„rétt eða rangt“ í sið-
ferðismálum.
Við hvað styðst
maður til þess að
greina á milli þess
sem er rétt eða
rangt? Svarið er ein-
falt, við styðjum okk-
ur við trúarbrögðin í
siðferðismálum.
Þessa dagana fer
fram umræða á opinberum vett-
vangi um það hvort samkynja gift-
ing sé „rétt eða röng“. Seinna
meir má svo búast við því að op-
inberir aðilar vilji ræða það hvort
það sé rétt eða rangt að fullorðnir
giftist börnum (í sumum löndum
er það löglegt). Það má leiða lík-
um að því að ef við höldum áfram
á þessari braut munu yfirvöld ein-
hvern tímann fjalla um það hvort
það sé „rétt eða rangt“ að giftast
fimm konum/karlmönnum og jafn-
vel hundi eða lambi. „Aldrei!“
segja sumir en afi minn sagði mér
einmitt að yfirvöld myndu aldrei
ræða það né setja lög sem leyfa
karli að giftast karli og öfugt.
Almenningur nýtir sér trúar-
brögð til þess að meta og dæma í
siðferðismálum. Þess vegna verður
að fara í saumana á því hvað „að-
skilnaður ríkis og kirkju“ þýðir í
raun og veru svo að fólk noti það
ekki sem vopn til þess að þagga
niður umræðu og raddir trúaðra.
Þýðir „aðskilnaður ríkis og
kirkju,“ að það sé rangt að kenn-
arar tali um Guð í skólanum,
rangt að biðjast upphátt fyrir?
Þýðir það að við þurfum að
hreinsa út allt sem minnist á að
Guð sé til? Á myndinni til vinstri
er Guð nefndur. Þýðir „aðskiln-
aður ríkis og kirkju“ að breyta
þurfi þjóðsöngnum sem segir „Ó,
Guð vors lands, Ó lands vors Guð
vér lofum þitt heilaga, heilaga
nafn“? Sumir vilja nota aðskilnað
ríkis og kirkju til að ná því fram
eins og svo mörgu öðru.
Engin trú á að vera þjóðtrú!
Engin trú (mannúðleg, íslömsk
eða kristin) á að njóta forréttinda
umfram aðra. Engu að síður er
mikið af mannúðlegu námsefni,
mannúðlegum rannsóknum og
mannúðlegum trúarbrögðum notað
til þess að þagga niður og draga í
efa allt sem trúaðir
menn segja. Er þetta
sá „aðskilnaður ríkis
og kirkju“ sem er í
boði?
Þingmenn og allir
þeir sem hafa lög-
gjafar-, dóms- og
framkvæmdavald
fengu það vald frá
kjósendum. Þar sem
lýðræði ríkir þurfa
þingmenn sem ekki
eru trúaðir að tala
fyrir kjósendur sem
eru það, svo rödd
þeirra megi heyrast.
Á hinn bóginn þurfa svo þingmenn
sem eru trúaðir að tala fyrir þá
kjósendur sem eru ekki trúaðir
svo rödd þeirra megi heyrast.
Sumir skilja og túlka „aðskilnað
ríkis og kirkju“ sem almenna
reglu sem merki um það að GUÐ
SÉ EKKI TIL og að þeir sem
trúa á Guð almáttugan eða hafi
aðra guði megi ekki tala op-
inberlega um sína trú. Hugmyndin
um „aðskilnað ríkis og kirkju“ er
afleit.
Það er ekki mögulegt að veita
öllum trúfélögum tækifæri til þess
að fjalla um sína trú í ríkisskólum.
En það á að vera leyfilegt að tala
um sína trú í skólanum. Aðskiln-
aður ríkis og kirkju má ekki verða
vopn til þess að banna fólki að tala
opinberlega um sín trúarbrögð,
þótt sumir vilji hafa það þannig.
Hvað þá um trú sumra vísinda-
manna? Þróunarkenningin kveður
á um að líf dýra, manna og jurta
hafi kviknað út frá einhverju efni
sem var ekki lifandi, þ.e. að þaðan
sé lífið komið og að sólkerfið hafi
myndast eftir mikla sprengingu.
Það er trú Darwins sem margir
trúa einnig á. Þessi kenning, eða
hugmynd, er ekki vísindi heldur
trú. Vísindamenn hafa einnig sagt
að það sem þeir „trúa“ um þróun-
arkenninguna þ.e. upphaf lífsins
og sprenginguna miklu sé ógerlegt
að sanna. Þannig að þetta er trú
og trúarbrögð sumra vísinda-
manna en ekki allra. Einstein og
Newton trúðu á Guð almáttugan.
Isaac Newton skrifaði um guð-
fræði kristninnar. Þróunarkenn-
ingin hefur verið vopn til þess að
draga í efa allt sem fólk trúir á.
Sumir vilja nota aðskilnað ríkis
og kirkju til þess að koma í veg
fyrir kennslu í vísindum, kennslu
um möguleikann á því að það gæti
hafa verið einhver skapari sem
skapaði alla hluti. Flokkunarfræð-
ingurinn, Carolus Linnaeus, sagði
eftir að hann bjó til kerfi til þess
að flokka lífverur að hann hefði
greinilega séð verk Skaparans í
flokkuninni. Í hans augum væru
vísindin mannanna verk til þess
eins að rannsaka allt það sem
Skaparinn hefur skapað og hvern-
ig megi nýta það sem best. Hvers
vegna heyrist rödd hans ekki
lengur í vísindaheiminum? Ætla
menn að nota aðskilnað ríkis og
kirkju til að þagga niður raust
hans að eilífu?
Það er alveg hægt að vera krist-
inn og tilheyra ekki þjóðkirkjunni.
Það á ekki að vera til „þjóð-
kirkja“. 62. grein stjórnarskrár-
innar segir ,,hin evangelíska lút-
erska kirkja skal vera þjóðkirkja á
Íslandi, og skal ríkisvaldið að því
leyti styðja hana og vernda“.
Breyta má þessu með lögum.
Vonandi mun „aðskilnaður ríkis
og kirkju“ þýða að yfirvöld munu
breyta stjórnarskránni svo ís-
lenska ríkið skilji sig frá lútersku
kirkjunni svo engin ein þjóðkirkja
verði til. Og með því að gera það
eflist og styrkist trúfrelsið svo það
verður ekki lengur aðeins orðin
tóm heldur trúfrelsi í raun og
veru.
Skrifað árið 2005 eftir Krists
burð.
Aðskilnaður
ríkis og kirkju
Patrick Vincent Weimer fjallar
um aðskilnað ríkis og kirkju ’Vonandi mun „aðskiln-aður ríkis og kirkju“
þýða að yfirvöld munu
breyta stjórnarskránni
svo íslenska ríkið skilji
sig frá lútersku kirkj-
unni svo engin ein þjóð-
kirkja verði til.‘
Patrick Vincent
Weimer
Höfundur er baptistaprestur og B.A. í
guðfræði og kirkjumálum.
ENN einu sinni hafa aðilar
vinnumarkaðarins staðið upp frá
samningaborðinu og
árangurinn er eins og
venjan er orðin í
seinni tíð: Mikill
kostnaður fyrirtækj-
anna en lítill ávinn-
ingur launamannsins.
Endalausir félags-
málapakkar, prósent-
ur hér og mótframlög
þar ásamt ein-
greiðslum, sem ríkið
hirðir að mestu leyti,
er niðurstaðan eins
og vænta mátti. Allt
skal geymt til elliár-
anna þó allsendis sé
óvíst hvernig það nýt-
ist þeim sem njóta á.
Aðalmálið verður
alltaf út undan,
þ.e.a.s. fleiri krónur í
launaumslagið. At-
vinnurekandinn horf-
ir á heildar launa-
kostnaðinn, sem
innifelur alla hunda-
skattana meðan laun-
þeginn lítur á útborguðu launin
sem hann þarf að láta endast
næsta mánuðinn.
Jarðsambandsleysi þessara
manna, sem að þessu koma, virðist
algjört. Kannski gengur verkalýðs-
rekendum illa að skilja sína skjól-
stæðinga vegna þess að þeir sjálfir
eru á margföldum verkamanna-
launum. Og hugsanlega vita for-
ystumenn samtaka atvinnulífsins
lítið hvað er að gerast hjá minni
fyrirtækjum vegna þess að þeir
umgangast aðallega forstjóra risa-
fyrirtækjanna.
Lítil og meðalstór fyrirtæki sjá
þó flestum launþegum þessa lands
fyrir vinnu.
Hvort þessar tilgátur eru réttar,
skal ég ekki fullyrða en sem fram-
kvæmdastjóri iðnfyrirtækis sl.
tuttugu og fimm ár veit ég fullvel
að öll þau gjöld og skattar sem á
launin leggjast eru komin fram úr
öllu hófi.
Sérstaklega hefur þetta farið úr
böndunum á sl. tíu eða tólf árum.
Mest munar þar um hina ósvífnu
skattheimtu sem ríkið leyfir sér að
viðhafa á lægstu launin, sem að
sjálfsögðu eru greidd í þeim at-
vinnugreinum sem við
mesta samkeppni búa.
Nú eins og oft áður
lofaði ríkisstjórnin að
greiða fyrir samn-
ingagerðinni með
ýmsu móti. Þetta kost-
ar ríkissjóð dágóða
upphæð en eins og
jafnan fyrr er ávinn-
ingurinn fyrir laun-
þegann í hæsta máta
óviss.
Nær hefði verið að
samningsaðilar hefðu
lagt á það höf-
uðáherslu að færa
skattleysismörkin að
hinum lögboðnu lág-
markslaunum eins og
var fyrir tólf árum síð-
an. Það hefðu verið
raunverulegar kjara-
bætur fyrir láglauna-
fólk en ekki orðið til
að auka byrðar sam-
keppnis- og útflutn-
ingsfyrirtækjanna,
sem við engu mega nú vegna hág-
engis krónunnar.
Hverjum hefði líka staðið það
nær að koma með afgerandi hætti
að þessu borði ef ekki ríkisstjórn-
inni, sem með þenslustefnu sinni
er næstum að takast að hrekja öll
fyrirtæki úr landi nema þau sem
stunda húsbyggingar, innflutning
eða fjármálabrask. Þetta virðist
enginn maður skilja á stjórn-
arheimilinu nema Einar Oddur
Kristjánsson og hafi hann heila
þökk fyrir að þora að segja sína
meiningu. Þess má að lokum geta
að höfundur þessarar greinar
skrifaði eitthvað þessu líkt eftir að
gengið var frá síðasta að-
alkjarasamningi og fékk fyrir
ákúrur frá forystumönnum úr
verkalýðshreyfingunni. Sýnist mér
nú að flest sem ég sagði þar hafi
fyllilega gengið eftir.
Kjara-
samningar
Þórir N. Kjartansson
fjallar um kjaramál
Þórir N. Kjartansson
’… veit ég full-vel að öll þau
gjöld og skattar
sem á launin
leggjast eru
komin fram úr
öllu hófi.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
iðnfyrirtækis.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn