Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands
Sparisjóður Mýrasýslu - 1. flokkur 2005
Nafnverð útgáfu og lánstími
Heildarnafnverð 1. flokks 2005 getur orðið allt að 1.000.000.000 kr.
Nú þegar hafa verið útgefin og seld skuldabréf að nafnverði 270.000.000
kr. Bréfin í flokknum eru til 10 ára, útgefin þann 1. október 2005 og
greiðast með 20 jöfnum afborgunum. Engin uppsagnarákvæði eru í
bréfunum.
Útgefandi
Sparisjóður Mýrasýslu (SPM), kt. 610269-5409, Digranesgötu 2, 310
Borgarnesi. Sími 430 7500, bréfsími 430 7501, heimasíða www.spm.is.
Skráningardagur í Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands hefur samþykkt að skrá þegar útgefin og seld skuldabréf
að nafnverði 270.000.000 kr. þann 23. desember 2005 enda uppfylli
bréfin öll skilyrði skráningar.
Skilmálar skuldabréfa
Skuldabréfin eru gefin út til 10 ára og greiðast með 20 jöfnum
afborgunum. Gjalddagar skuldabréfa þessara eru tvisvar sinnum á ári, 15.
apríl og 15. október ár hvert. Fyrsti gjalddagi afborgunar er 15. apríl
2006 og síðasti gjalddagi afborgana er 15. október 2015. Höfuðstóll
skuldarinnar breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölunni frá
grunnvísitölu til fyrsta gjalddaga og síðan í hlutfalli við breytingar á
vísitölunni milli gjalddaga. Skal höfuðstóll skuldarinnar reiknaður út á
gjalddaga, áður en greiðslur eru reiknaðar út. Skuldabréfin eru bundin
vísitölu neysluverðs, sem er reiknuð og birt af Hagstofu Íslands skv.
lögum nr. 12/1995, til verðtryggingar með grunnviðmiðun 246,9 stig í
október 2005.
Vextir af skuld þessari eru 4,20% fastir ársvextir af uppfærðum höfuðstól
skuldarinnar, sbr. að framan. Vextir reiknast frá 1. október 2005 sem er
útgáfudagur bréfsins og greiðast á 20 gjalddögum, þann 15. apríl og 15.
október ár hvert, í fyrsta sinn 15. apríl 2006 og í síðasta sinn 15. október
2015. Bréfin eru án uppgreiðsluheimildar og víkja ekki fyrir öðrum
skuldum útgefanda. Engin hlunnindi fylgja bréfunum.
Auðkenni skuldabréfaflokksins
Auðkenni skuldabréfaflokksins í kerfi Kauphallar Íslands er SPM 05 1.
Umsjón með skráningu
Sparisjóður Mýrasýslu (SPM), kt. 610269-5409, Digranesgötu 2, 310
Borgarnesi. Sími 430 7500, bréfsími 430 7501, heimasíða www.spm.is.
Skráningarlýsing og önnur gögn varðandi ofangreind skuldabréf liggja
frammi hjá Sparisjóði Mýrasýslu, Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi. Sími
430 7500, bréfsími 430 7501.
Umræðan
í dag
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
VESTURLAND
„ÉG ER ekki frá því að það sé á
við gott háskólanám að flytja til
Ástralíu með fjölskylduna og tak-
ast á við ný og spennandi verkefni
í annarri heimsálfu,“ segir Skaga-
maðurinn Hafsteinn Gunnarsson
en hann hefur búið í rúmt ár í
Ástralíu ásamt eiginkonu sinni
Kristjönu Jónsdóttur og þremur
börnum þeirra.
„Það er ekki hægt að bera sam-
an Ísland og Ástralíu þar sem
þetta eru gjörólík lönd, loftslagið
og hitinn í Ástralíu gera það að
verkum að íbúar landsins eru mik-
ið úti og við finnum mest fyrir
þeirri breytingu. Hérna á Íslandi
eru allir inni þegar veður er
vont,“ segir Hafsteinn. Hann er í
jólaleyfi hér á landi en ætlunin er
að fjölskyldan dvelji í Brisbane
borg næstu tvö árin en Hafsteinn
starfar sem tölvunarfræðingur hjá
Marel í Ástralíu. „Jú, verðlagið á
mat er einnig ofarlega á baugi eft-
ir að við komum heim í jólaleyfið.
Í Ástralíu er matarverðið oftast
þriðjungi lægra og helmingi lægra
í mörgum tilfellum,“ segir Haf-
steinn en hann sér ekki eftir því
að hafa flutt hinumegin á hnött-
inn.
„Við fengum tækifæri til þess að
láta drauminn rætast, og við
sjáum alls ekki eftir því að hafa
flutt. Reyndar er langt fyrir vini
og vandamenn að heimsækja okk-
ur en slík tækifæri gefast sjaldan
og um að gera að nýta sér það.“
Eru afslappaðir
Hafsteinn hefur unnið við upp-
setningu á tækjabúnaði við stóra
kjötverksmiðju sem Marel sá um
að setja upp frá A-Ö eins og hann
orðar það en um 10 manns vinna
hjá fyrirtækinu í Brisbane. „Borg-
in er í miklu skóglendi og dýralífið
er því magnað og margir þola
hreinlega ekki nálægðina við
skóginn. Froskar, pokadýr, keng-
úrur og slöngur eru daglegir gest-
ir í görðum borgarinnar og það
tekur tíma að venjast þessu.“
Hafsteinn og Kristjana eiga tvo
drengi, Albert sem er 9 ára og Jón
Gunnar sem er 7 ára en Rósa
Kristín er fædd í júlí á þessu ári.
„Það hefur því verið mikið um að
vera hjá okkur frá því við komum.
En Ástralir eru mjög afslappaðir í
heild sinni og það hefur komið
okkur gríðarlega á óvart og er
þeirra styrkleiki. Ef við erum með
stelpuna í stórmarkaði þá kemur
það fyrir að fólk kemur til okkar
og fer að spjalla um daginn og
veginn. Þeir kunna að lifa lífinu
og við erum kannski ekki svo ólík
Áströlum í hugsunarhætti. Reynd-
ar eru þeir miklir morgunhanar,
nokkuð sem ég hef ekki verið
þekktur fyrir í gegnum tíðina. Hit-
inn gerir það að verkum að menn
vakna um kl. 5 og eru farnir að
skokka eða ganga í morgunsárið,
og það er ekki óalgengt að hringt
sé í mann kl. 6 eða rétt fyrir 7 á
morgnana. Það er dónaskapur að
þeirra mati að hringja í fólk eftir
kl. 21 á kvöldin.“
Hafsteinn segir ennfremur að
íþróttaáhugi Ástrala sé almennt
mikill og vel sé fylgst með lands-
liðum þeirra í öllum keppnum.
„Knattspyrnulandsliðið tryggði sér
sæti í úrslitum Heimsmeist-
arakeppninnar eftir rúmlega
þriggja áratuga fjarveru og það
var allt á hvolfi þegar úrslitaleik-
urinn var gegn Úrúgvæ. Ég hef
líka fengið að kynnast aðeins ástr-
ölskum fótbolta eins og þeir kalla
það, en það er skemmtilegur og
taktískur leikur sem er leikinn á
risastórum velli með haug af leik-
mönnum inná.“
Íslenska fjölskyldan ætlar að
dvelja í allt að tvö ár til viðbótar.
„Það er ekki hægt að útiloka að
við verðum lengur en við eigum
íbúð á Akranesi og stefnum á það
að koma til baka – hvenær sem
það verður. Okkur líður vel enn
sem komið er en vissulega er
stundum erfitt að vera langt frá
fjölskyldu og vinum,“ sagði Haf-
steinn Gunnarsson.
Fimm manna fjölskylda frá Akranesi fór á vit ævintýranna
til Brisbane í Ástralíu
„Froskar, pokadýr, kengúrur
og slöngur eru daglegir gestir“
Kristjana Jónsdóttir, Hafsteinn Gunnarsson og börn þeira, Albert, Jón Gunnar og Rósa Kristín.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
SVEITARFÉLÖG á Vesturlandi
undirrituðu nýverið samstarfssamn-
ing um menningarmál sín á milli.
Samningurinn er í framhaldi af
menningarsamningi sem Samtök
sveitafélaga á Vesturlandi, sam-
gönguráðuneytið og menntamála-
ráðuneytið gerðu með sér í haust.
Helga Halldórsdóttir, formaður
Sambands sveitarfélaga á Vestur-
landi, segir öll sautján sveitarfélög-
in á svæðinu hafa skrifað undir
samninginn. „Í framhaldi af und-
irrituninni var skipað í menning-
arráð, við skiptum Vesturlandi nið-
ur í fjögur svæði og það var
tilnefndur einn frá hverju í ráðið.
Ráðið vinnur sjálfstætt og mun
ráða yfir fjármununum og stýra út-
hlutun þeirra.“
Samningurinn við ríkið er til
þriggja ára og fær Vesturland út-
hlutað 25 til 27 milljónum á ári í
þann tíma. „Menningarráðið mun
auglýsa eftir styrkumsóknum og
ákveða úthlutun. Sveitarfélög,
einkaaðilar og aðrir sem eru með
menningarviðburði á Vesturlandi
geta sótt um úthlutun úr sjóðnum,“
segir Helga. „Á móti verða sveit-
arfélögin með visst lágmark á heild-
arframlögum til menningarmála
sem þau verða að uppfylla.“
Helga segir þennan menningar-
samning auka möguleika aðila sem
hafa úr naumu fjármagni að spila
til menningarhalds. „Við sjáum
möguleika á að setja kraft í ýmis
verkefni með þessu.“
Svipaður menningarsamningur
milli ríkis og sveitarfélaga er á
Austurlandi og við Akureyrarbæ.
Sautján sveitarfélög í
menningarsamstarf