Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 30
30 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Helgi Jósefsson
Vápni, fyrrverandi
mágur minn, er látinn
fyrir aldur fram. Hann
var sérstakur per-
sónuleiki. Sérstök
sköpun Guðs, aðeins eitt eintak,
hluti allrar annarrar sköpunar Guðs
almáttugs eins og við öll erum. Hann
er nú horfinn okkur á vit almætt-
isins, þess kærleiks- og skilningsríka
Guðs skapara, sem öllu ræður, fylg-
ist með sköpun sinni og hefir nú búið
Helga annan stað. Ég átti ekki mikil
persónuleg samskipti við Helga á
seinni árum m.a. vegna fjarveru
minnar erlendis mörg ár, en mig
langar til að minnast þessa sérstaka
samferðamanns með nokkrum orð-
um nú við lífslok hans og kveðju-
stund úr og frá þeim heimi sem við
eftirlifendur dveljum áfram í um
sinn.
Helgi var um margt eftirtektar-
verður persónuleiki. Ég minnist
hans fyrr á tímum sem umvefjandi
fjölskylduföður sem einnig var hald-
inn þörf fyrir sífellt meiri og fjöl-
breyttari þekkingu og fróðleik.
Helgi lauk kennaraprófi, einnig prófi
sem húsasmíðameistari og prófum í
Handíða- og myndlistarskóla Ís-
lands. Hann var vefari, átti vefstól
og óf m.a. áklæði í föt á fjölskylduna,
sneið fatnað úr áklæðinu og saumaði
síðan fötin. Helgi gerðist snemma
meðlimur Hvítasunnuhreyfingarinn-
ar og var um árabil einn forsvars-
manna safnaðar þeirra á Vopnafirði
þar sem hann stundaði kennslustörf.
Jafnhliða var hann meðhjálpari í
sóknarkirkju staðarins.
Eftir að fjölskyldan flutti til Ak-
ureyrar og Helgi hafði byggt henni
íbúðarhús réðst hann m.a. til
kennslu og leiðbeinandastarfa í þágu
þroskaheftra barna og í framhaldi af
því gerðist hann skólastjóri sérskóla
fyrir þroskahefta og heilaskemmda
er sá skóli var sofnaður við Suður-
götu í Reykjavík. Samfara því starfi
hóf Helgi djáknanám við guðfræði-
deild Háskóla Íslands og átti
skammt í lokapróf er hann lést.
Helgi var félagi í kór Akureyrar-
kirkju um árabil og eftir að hann
flutti til Reykjavíkur gerðist hann
félagi í kór Laugarneskirkju. Í ljósi
framangreindra upplýsinga, þar sem
aðeins er tæpt á stóru, má ljóst vera
að með Helga er farinn hæfileikum
prýddur samferðamaður og þeir sem
til þekkja bera vitni um einlægni
hans og dugnað til góðra verka sam-
fara sífelldri sannleiks-, skilnings-
og þekkingarleit. Kærleikur hans,
vinna og velvilji til þeirra er minna
mega sín virðist óumdeildur meðal
fagfólks og þeirra er til þekkja og
með honum störfuðu.
Síðla árs 2004 slitu þau samvistum
Arnbjörg systir mín og Helgi. Þegar
slíkt gerist er það að sjálfsögðu per-
sónulegt einkamál hjóna. Það hlut-
skipti sem Helgi gekk inn í og ákvað
að axla í heiðarleika innávið sem útá-
við framkallaði misjöfn viðbrögð hjá
viðkomandi sem og óviðkomandi að-
ilum. Hafa ber í huga og ljóst má
vera að hugsandi maður og sífellt
ígrundandi, eins og flest bendir til að
Helgi Jósefsson hafi verið, tekur
ekki stórar ákvarðanir hugsunar-
laust. Víst má telja að hann hafi lengi
haft grun um kynhneigð sína, átt í
mikilli innri baráttu vegna þess og
gengið sína þrautagöngu í leit að
leiðbeiningum, sannleika, niður-
stöðu, stuðningi og hjálp varðandi
tilfinningar sínar og síðast ákvarð-
anatöku. Fékk hann stuðning, fékk
hann viðhlítandi viðurkenningu fyrir
þann manndóm að koma hreint fram
í þeirri stöðu sem hann var í? Fékk
hann skilning og kærleiksinnihald-
andi hughreystingarorð frá hinum
HELGI JÓSEFSSON
VÁPNI
✝ Helgi JósefssonVápni fæddist í
Reykjavík 7. febr-
úar 1947. Hann lést
3. desember síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Laug-
arneskirkju 15. des-
ember.
,,kristnu“ vinum sín-
um eða var hann skil-
inn eftir nánast einn á
báti, dæmdur úr leik
af þeim aðilum sem í
einfeldni sinni og van-
þekkingu, jafnvel
vegna eigin upphefðar
og ágætismats, and-
legrar fátæktar og
skorts á mannlegu
innsæi og mannskiln-
ingi telja sig í stakk
búna til að taka ómak-
ið af þeim sem allt sér,
allt skilur, öllu ræður
og réttlátlega mun virða og dæma
persónulegar gjörðir og ákvarðanir
okkar breyskra manna og kvenna
skv. orðum Jesú Krists sjálfs? Krist-
indómur felst í trú á Guð almáttugan
sem elskaði manninn að fyrra bragði
óskilyrt og bauð einnig náð sína öllu
mannkyni óskilyrt. Náð Guðs er gjöf
til mannkyns og birtist í skírninni.
Helgi Jósefsson þáði þá náð Guðs
sem heldur í lífi og dauða. Framhald
trúarinnar á Guð almáttugan, höf-
und og frumhreifi alls lífs, er eftir-
fylgd við líf og starf Jesú Krists. Af
framangreindu lífi og störfum Helga
finnst mér mega ráða að hann hafi
stundað þá eftirfylgd af trú-
mennsku. Hvernig er háttað eftir-
fylgd þeirra aðila yfirleitt, sem taka
sér það vald sem Guði einum ber?
Öll erum við breysk á einn eða annan
hátt en getum við ekki sameinast um
að biðja þeirrar bænar að falla ekki í
þá gryfju að ,,kasta steinum“ í sam-
ferðafólk okkar? Dæmið ekki svo
þér verðið ekki sjálfir dæmdir sagði
Jesús. Dómur, sé ekki um brot á
samfélagslögum að ræða, er Guðs en
ekki manna. Okkur reikulu mann-
kyni, ber að styðja hvert annað og
aðstoða í þeim kringumstæðum sem
mæta okkur hverju og einu, hverju
sinni, til góðs.
Ég er þeirrar skoðunar að Helgi
Jósefsson hafi verið með ágætari
samferðamönnum, hæfileikaríkur,
velviljaður og sérstakur starfsmaður
Guðs almáttugs meðal okkar. Sé
hann Guði falinn um alla framtíð. –
Hér lokast dyr en aðrar opnast.
Börnum hans, ástvinum og syrgj-
endum öllum bið ég ljóss Guðs yfir
allar aðstæður. Megi Guð blessa
ykkur allar fagrar og góðar minn-
ingar sem Helgi Jósefsson lætur eft-
ir sig.
Ingimar Pálsson.
Kæri Helgi. Ég ákvað að skrifa
þér vegna þess að ég get ekki hringt
í þig þar sem þú átt heima núna hjá
Jesú í Himnesku Jerúsalem. Við
pabbi fréttum að þú værir farinn frá
okkur um miðnætti þriðja des. sl.
Pabbi ákvað að þeir Gísli, sem kom
með þessar sorgarfréttir, skyldu
draga mannakorn úr boxinu sem þú
gafst pabba og þar geymir hann
mannakornin hennar mömmu sem
fór heim til Jesú í Himnesku Jerú-
salem 1968. Orðið sem þeir drógu
var svo mikil huggun fyrir okkur. Þá
vorum við svo viss um að á síðustu
stundu lífs þíns gastu hrópað til Jesú
sem þú þekktir svo vel, um miskunn.
Orðið var úr 2. Samúelsbók 12:13.
„Þá sagði Davíð við Natan: „Ég hefi
syndgað móti Drottni.“ Natan sagði
við Davíð: „Drottinn hefir og fyrir-
gefið þér synd þína. Þú munt ekki
deyja.“ Nú ertu búinn að hitta
mömmu en hún var dáin áður en við
kynntumst þér og Örnu. Nú ertu líka
búinn að hitta alla góðu vinina
Heiðu, Billu, Svein og Tóta. Kannski
eruð þið Tóti búnir að taka saman
lagið „Vort líf, það er sigling á æð-
andi öldum“.
Vorið 1971 hringdir þú í pabba og
spurðir hann hvort þú gætir fengið
vinnu á Vopnafirði um sumarið.
Pabbi sagði: „Komdu bara.“ Þegar
hann var á leiðinni heim frá símstöð-
inni hitti hann Róbert Nikulásson og
spurði hvort hann vantaði mann í
smíðavinnu. Róbert sagði já og þar
með varst þú ráðinn. Þegar þú svo
komst til okkar sagðir þú okkur að
Hólmarnir væru kunnuglegir, þú
varst búinn að sjá þá áður. Guð hafði
gefið þér sýn og þú vissir þá að Guð
ætlaði að leiða ykkur Örnu á þennan
stað. Þetta sumar áttum við ekki bíl
en þú lést það ekki aftra þér og hjól-
aðir upp í sveit í frítímanum þínum
og heimsóttir alla sveitabæina og
kynntist mörgu fólki. Þú bauðst
þeim kristilegar bækur til sölu. Það
var það besta sem þú gast boðið
þeim, boðskapinn um Jesú Krist.
Arna kom og var hjá þér í sumarfrí-
inu sínu. Ég man eftir hvað hún var
glæsileg og falleg kona. Seinna flutt-
uð þið til okkar og þá voruð þið búin
að eignast dóttur sem heitir Aðal-
björg Stefanía eftir móðurömmu
sinni sem er frá Skjaldþingsstöðum í
Vopnafirði. Hún Adda ykkar er
Guðs gjöf. Fyrsta árið áttuð þið
heima í Reykholti. Eitt kvöldið
heimsóttu Steindóra og Sveinn ykk-
ur og á gólfinu voru fáeinir brauð-
molar sem þið ætluðuð að þrífa dag-
inn eftir. En þið þurftuð þess ekki
því óvæntir gestir sáu um að hreinsa
gólfið. Eftir þetta kölluðum við
Reykholt „Músabæ“.
Um jólin buðuð þið okkur alltaf í
kaffi því þá áttuð þið brúðkaupsaf-
mæli. Þið létuð það ekki nægja held-
ur buðuð þið okkur að vera hjá ykk-
ur um áramótin. Við komum til
ykkar strax þegar nýja árið var
byrjað og vorum oft langt fram á
nótt. Oft eftir samkomur buðuð þið
okkur í kaffi. Pabba fannst heimilið
ykkar vera sitt annað heimili. Pabba
þótti svo vænt um dúllurnar ykkar
Öddu, Sonju Dröfn og Þórdísi Ósk
sem Guð gaf ykkur eftir að þið flutt-
uð til Vopnafjarðar. Dúllurnar þínar,
þeim þótti líka svo vænt um pabba
og kölluðu hann afa. Þú sagðir mér
oft að þú litir á pabba sem þinn ann-
an föður þannig að tengslin við ykk-
ur eru mjög dýrmæt.
Þið pabbi náðuð svo vel saman. Þú
sást um safnaðarstarfið og Sunnu-
dagaskólann og pabbi sá um fjármál-
in. Við sungum oft saman Hörp-
ustrengi og fallegu kórana. Þú hafðir
svo fallega söngrödd og sameiginleg
vinkona okkar var búin að biðja þig
að syngja við útför sína: „Nafnið
Jesús, fagra nafnið Jesú. Fyrir nafn-
ið Jesú, á ég líf í dag.“ Núna verður
hún að finna annan söngvara því þú
fórst á undan henni en ég get ekki
séð neinn sem getur komið í staðinn
fyrir þig. Ég man eftir einu lagi sem
var í miklu uppáhaldi hjá þér og mér
líka. Það var sálmur úr Hörp-
ustrengjum nr. 438. Ég syng þennan
sálm stundum fyrir sjálfan mig því
sálmurinn er mér svo dýrmætur.
Textinn er svo innihaldsríkur.
1. Jesús hvað get ég þér gefið. Gleði, sem
vekja þér má? Reykelsi, roðagull, myrra.
Rýr væru iðgjöld og smá.
Kór: Jesús, þér gefst ég með gleði. Gott á
hver lærisveinn þinn. Þú skalt um eilífð mig
eiga. Elskaði Frelsari minn.
2. Jesús, þér vel má ég veita: Varir, sem
lofa æ þig. Fætur, sem fúslega ganga.
Friðarins heilaga stig.
3. Jesús, þér get ég og gefið. Glaðfúsa,
þjónandi lund. Einnig sem alfórn mitt
hjarta. Eigðu það dag hvern og stund.
Árið 1986 fórum við öll til Finn-
lands því Palli bróðir minn hafði
kynnst konu þaðan og þau buðu okk-
ur öllum í brúðkaupið sitt. Þegar svo
Astrid konan hans Palla flutti til
okkar til Vopnafjarðar náðuð þið svo
vel saman í starfinu. Þú sást um
Sunnudagaskólann og hún var með
þér til stuðnings. Hún sá um
Stjörnuhópinn = unglingastarfið og
þá mættir þú með gítarinn þinn og
hjálpaðir henni. Þínar stærstu tal-
entur sem Guð gaf þér var að heim-
sækja fullorðna fólkið og einnig að
hlúa að þeim sem áttu bágt. Ef ein-
hvers staðar var sorg og þú vissir
um það, þá varst þú þar. Þú leiddir
marga til frelsis og ég man eftir ein-
um vinnufélaga mínum sem þú baðst
með þegar hann var við dauðans dyr.
Hann sagði við þig eftir að hann
eignaðist fullvissu um að hann hafði
tekið á móti Jesú og væri á leiðinni
til Himnesku Jerúsalem: „Helgi, ég
er ekki hræddur.“
Þið pabbi, Sveinn, Palli og Ási
sáuð um viðhaldið á kirkjunni okkar
og þegar þið áttuð heima hér fórum
við út í miklar framkvæmdir. Þá var
byggður lítill salur niðri og innaf
honum lítið eldhús. Uppi bættust við
tvö svefnherbergi og bílskúr. Við
eigum svo skemmtilega mynd sem
þú tókst af Þórdísi Ósk og pabba.
Þau voru bæði að keyra með börur
fullar af möl. Fljótlega eftir þetta
fluttuð þið til Akureyrar því stelp-
urnar ykkar þurftu að fara í fram-
haldsskóla. Þið heimsóttuð okkur oft
og við fengum oft að gista hjá ykkur
þó að það væri troðið hjá ykkur eins
og síðast þegar Adda og Heiðar voru
með allan barnahópinn, þá tókstu
ekki annað í mál en að ég gisti hjá
ykkur.
Þú heimsóttir okkur til Vopna-
fjarðar í júní sl. Þú stoppaðir í
nokkra daga og við munum eftir
hvað þú varst þreyttur. Þú skrifaðir í
gestabókina okkar: „Kæru vinir Alli
og Rósa. Þökk fyrir kærleika ykkar
og góðar móttökur.“ Við urðum sam-
ferða frá Vopnafirði til Mývatns. Þar
stoppuðum við á Skútustöðum og þú
bauðst okkur velgjörðir. Við ætluð-
um að sitja við gluggann en við flýtt-
um okkur þaðan eins innarlega í sal-
inn eins og við gátum. Gluggakistan
var þakin af dauðu mýi og nóg var
um mý allt í kringum okkur. Þegar
við fórum frá Skútustöðum stoppuð-
um við á Mývatnsheiði og þar kvödd-
umst við. Þú ætlaðir að fara yfir í
Bárðardal því fjögur af barnabörn-
unum þínum voru þar í heimsókn.
Við vorum á leið til Ísafjarðar á sum-
armót. Það var afmælismót því fyrir
60 árum var Hvítasunnusöfnuðurinn
Salem stofnaður. Mamma var ein af
stofnendum og þess vegna langaði
okkur svo að vera með. Eftir að við
kvöddumst á Mývatnsheiði höfum
við ekki hitt þig.
Í síðasta sinn sem ég hringdi í þig
gleymdi ég að segja þér að ég hefði
fengið 9,5 í ritgerð um Michelangelo
di Buonarroti. Þú varst alltaf svo
áhugasamur um námið mitt og varst
svo hreykinn af mér því mér hefur
gengið vel. Eins varstu svo hreykinn
af henni Öddu. Þú sagðir mér að hún
hefði fengið 10.0 í ritgerð. Kennar-
inn hennar gaf aldrei 10.0 fyrir rit-
gerð en þarna varð kennarinn að
breyta reglunum sínum því ritgerðin
var algjör snilld. Mér gekk illa í
prófinu í myndlistarsögunni. Þá
varst þú farinn og ég viðurkenni að
ég var alls ekki upplögð að taka próf.
Hugurinn var annars staðar en við
myndlistarsöguna.
Ég veit að núna ert þú heima hjá
Jesú sem vann lausnarverkið fyrir
þig og mig. Þetta hafði ég í huga
þegar ég valdi blóm sem við trú-
systkinin á Vopnafirði ætlum að gefa
þér. Blómin eru rauð, hvít og gyllt.
Nú gengur þú um á strætum Him-
nesku Jerúsalem sem eru úr gulli.
Guð hefur gefið þér nýjan líkaman
og nú þjáist þú ekki meir. Ég veit að
fjölskyldan þín er mikið beygð og
þessi reynsla mun fylgja þeim alla
tíð. Allt er breytt. Ég veit það vegna
minnar reynslu þegar mamma dó.
Við höfum talað við allar stelpurnar
þínar í síma og þær eru búnar að
gráta mikið. Þú varst þeim frábær
pabbi og börnunum þeirra frábær-
asti afi sem hægt var að fá. Einnig
varstu okkur öllum tryggur vinur.
Við söknum þín öll.
Ég gæti skrifað miklu meira en
það er von mín og bæn að við megum
mætast seinna. Biddu fyrir okkur
sem þurfum núna að læra að lifa án
þín.
Kær kveðja.
Rósa Aðalsteinsdóttir,
Ási, Vopnafirði.
„Sannleikurinn mun gjöra yður
frjálsa.“ Þessi orð Drottins Jesú
Krists úr Jóhannesarguðspjalli 8.
kafla koma upp í huga minn, þegar
ég minnist Helga.
Helgi var hluti af ’68 kynslóðinni,
sem var um margt óvenjuleg og bylt-
ingarkennd. Þessi kynslóð skyldi
finna réttlætið og frelsið og brjóta
upp hefðir og reglur fortíðarinnar. Í
þá daga eins og nú mátti finna sanna
kennimenn í kirkjudeildum, er ekki
höfðu skipt á sannleikanum fyrir
lygina og sem boðuðu heilagt og al-
kröftugt fagnaðarerindi, sem frelsa
skyldi menn frá allri synd og löstum,
græða sár og lækna sérhvert mein
líkama, sálar og anda, er ennfremur
gaf fyrirheit um eilíft líf fyrir trúna á
Jesú Krist. Helgi átti því láni að
fagna að hlusta á slíka menn og finna
hið sanna réttlæti og frelsi, sem ’68
kynslóðin þráði í raun, hann upplifði
fagnaðarerindið. Helgi fann sann-
leikann, frelsið og fyrirgefninguna í
Jesú Kristi. Persónuleg upplifun
nærveru Heilags Anda gjörbreytti
lífi Helga Hann fékk nýjan kraft, líf-
ið gjörbreyttist og tók nýja stefnu
með ferskum vonum og þrám. Helgi
tók sig upp og fór til náms í biblíu-
skóla í Svíþjóð og varð leiftrandi
fagnaðarerindisboði, hvar sem hann
fór. Helgi hafði lært trésmíði, en
hann útskrifaðist einnig sem mynd-
listarmaður og kennari, stundaði
ýmiss konar sérnám á háskólastigi
til að geta hjálpað sem mest og best
fjölfötluðum einstaklingum og öðr-
um þeim, sem minna máttu sín. Lán-
ið lék við Helga og hann kynntist
Örnu sinni, sem alla tíð reyndist
honum vera hinn sterki og óhagg-
anlegi bakhjarl, góði og trúfasti lífs-
förunautur, sem ætíð studdi hann,
og sá til þess, að Helgi gat látið
drauma sína, langanir og þrár ræt-
ast, hvort heldur var í menntun,
starfi eða á öðrum sviðum mannlífs-
ins. Stuðningur Örnu var þannig
einn meginhornsteinn og lykilatriði í
öllu því, sem Helgi fékk áorkað í lífi
sínu og starfi.
Á vináttu okkar hjóna og Helga
um áratugaskeið bar aldrei skugga,
enda var hann einstakur mannvinur.
Hann var í senn einlægur, hlýr, til-
finningaríkur, viðkvæmur, hafði til
að bera örfína og næma sálarþræði,
listhneigður mjög, fullur af kærleika
og meðaumkun, fróðleiksfús og lagði
sig að fullu fram við allt, sem hann
tók sér fyrir hendur. Honum var
ekkert mannlegt óviðkomandi. Helgi
naut þess að hjálpa öðrum. Börn og
þeir, sem minna máttu sín af ýmsum
ástæðum voru helstu skjólstæðingar
hans. Akur Helga var því stór og víð-
áttumikill, Hann sáði fræjum fagn-
aðarerindisins í mörg mannshjörtun
í orði og lét ekki síður einnig verkin
tala. Helgi og Arna fóru m.a. fyrir
starfi hvítasunnukirkjunnar á
Vopnafirði um margra ára skeið. Þar
kenndi Helgi börnum Vopnfirðinga
og nærsveita og hélt uppi frábæru
sunnudagaskólastarfi, þar sem börn-
in fengu að kynnast elsku Jesú með
einfaldri og einlægri boðun ásamt
alls konar skemmtilegri tjáningu og
söng. Ég hef kynnst fólki á síðari ár-
um, sem naut þess sem börn að vera
í sunnudagaskólanum á Vopnafirði.
Þegar ég sagði þeim að ég þekkti
Helga og Örnu, skein gleðin úr aug-
um þeirra og bros færðist yfir andlit-
in, um leið og ég fékk að skyggnast
inn í einstaklega fallegar æskuminn-
ingar þeirra, þar sem sunnudaga-
skólinn var ávallt tilhlökkunarefni.
Sáningin í barnshjörtun sýnir því, að
góðir ávextir koma fram í lífi fólks á
fullorðins árum. Og áfram var haldið
á sömu braut mannkærleikans á
Akureyri, þar sem Helgi vann að
mikilli fórnfýsi við að laða fram hæfi-
leika og getu fjölfatlaðra einstak-
linga, en þolinmæði, þrautseigja og
alúð hans var einstök. Og nú síðustu
árin fengu margir einstaklingar með
geðræn vandamál í höfuðborginni að
njóta fórnfýsi og kærleika Helga, en
hann hafði lag á að kenna fólki, upp-
örva og fylla sjálfstrausti.
Ábyrgð okkar sem kristinna
manna er mjög mikil gagnvart
kristilegri trúarjátningu, samferða-
fólki okkar og trúsystkinum og síst
er hún minni sé um vígða kennimenn
að ræða. Orð Jesú um mylnusteininn
í hinum þremur samstofna guð-
spjöllum eru okkur skýr og alvarleg
áminning um það. Og þó að þekking
okkar sé í molum eins og Páll postuli
talar um í 13. kafla fyrra bréfs Páls
til Korintumanna, sem stundum er
kallaður óðurinn til kærleikans, bú-
um við þó alltaf yfir mikilvægustu
þekkingu á mesta kærleika allra
tíma, fagnaðarerindinu. Við verðum
því ávallt og í öllum kringumstæðum
að standa með og leiða fólk inn í hinn
mesta kærleika Drottins okkar og
skapara alls sem er, sem birtist okk-
ur í Jesú Kristi og fyrirgefningu
hans. Tilfinningar okkar og hugsan-
ir, sem oft eru svo takmarkaðar og
sveiflukenndar vegna ýmis konar
áreitis nútímaumhverfisins verða að
beygja sig undir það, að við getum
ekki fært fólki myrkur, þegar leitað