Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 27
UMRÆÐAN
ÉG ER Dani og hef búið í Dan-
mörku allt mitt líf.
Þegar ég var barn og gekk í skóla
í litlu þorpi, lærðum við margt um
Norðurlönd – þar á
meðal um Ísland sem
var mjög ólíkt hinum
Norðurlöndunum. Ég
hreifst af landinu og
sögunum. Í fram-
haldsnámi las ég Ís-
lendingasögurnar og
kynntist hinu forna
norræna máli. Þá
lærði ég um tengsl
Danmerkur og Ís-
lands. Allt þetta jók
áhuga minn á landinu.
Í águstmánuði sl.
fór ég svo í sjö daga
heimsókn til Íslands
ásamt vinkonu minni.
Þessi heimsókn var
mér mikil lífsreynsla.
Ég var yfir mig hrif-
inn af þessari stór-
kostlegu, fögru og
sumstaðar ógnandi og
skuggalegu náttúru.
Ég baðaði mig í heitri
laug, heimsótti marga
sögustaði, naut þrifn-
aðarins og reglusem-
innar sem var alstað-
ar. Ég sá og heyrði að
Íslendingar eru hrifn-
ir af listum og menn-
ingarviðburðum. Ég
fór í messu í Hall-
grímskirkju í Reykja-
vík og fannst mér þá
sem yfirráð danskra
væru enn á Íslandi.
Mjög margar kirkjur settu svip sinn
á landið þar sem við fórum um. Ís-
lenski maturinn var góður og
skyndibitastaðirnir voru eins og
allsstaðar í heiminum. ALLT var
bara miklu dýrara en í Danmörku.
Ég mætti bæði mikilli gestrisni
og fáleikum hjá Íslendingum. Fæst-
ir þeirra tala dönsku, þó svo að ég
hefði lesið áður en ég fór að heiman,
að danska væri skyldufag í íslensk-
um grunnskólum. Ég skil vel að
maður gleymi tungumáli sem mað-
ur notar sjaldan. Svona er það að
sjálfsögðu með dönskuna á Íslandi.
Aftur á móti tala allir ensku mjög
vel.
Ég fór frá Íslandi eftir viðburð-
arríka ferð og eftir heimkomuna hef
ég verið að velta fyrir mér sam-
félaginu þar og áherslum þess.
Það er athyglisvert að land með
svo erfið og sérstök lífskjör og fátt
fólk, geti komist svo vel af sem
sjálfstætt ríki í kröfuhörðum heimi.
Atvinnuleysi er ekkert, engir eitur-
lyfjaneytendur eða rónar á göt-
unum, ekkert sérstaklega feitt fólk,
engir inflytjendur sem líta öðruvísi
út en Íslendingar, engir Grænlend-
ingar frá stóra nágrannalandinu,
engar brotnar flöskur eða annað
rusl á götum Reykjavíkur á laug-
ardags- og sunnudagsmorgnum og
svona gæti ég haldið áfram.
Aftur á móti ber mikið á stórum
jeppum, vel klæddum börnum og
fólki, húsum í byggingu og húsum
og vegum sem unnið er að end-
urbótum á, hvarvetna eru notaðar
nýtísku vinnuvélar. Svo er að sjá að
menntun og menning sé í hávegum
höfð.
Hvernig er þetta hægt? hugsaði
ég.
Ég las þess vegna íslensku
grunnskólalögin, vegna þess að allt
hlýtur að byrja þar. Meginmarkmið
með lögunum er að börnin verði
nýtir þegnar í kristnu lýðræðisríki
(ég vil taka fram að íslensk börn
náðu svipuðum árangri og dönsk
börn í lestri og stærðfræði en stóðu
sig mun betur en dönsk börn í nátt-
úrufræðigreinum).
Er það skýringin á að á Íslandi
eru ekki fleiri innflytjendur frá
átakasvæðum heimsins? Eða að þar
eru ekki glæpir tengdir
Vítisenglum eða eit-
urlyfjum? Hvers vegna
er þar ekkert atvinnu-
leysi – ekki einu sinni
meðal þeirra sem ekki
hafa getu til að mennta
sig?
Er það vegna þess
að fólk sem getur ekki
bjargað sér sjálft fær
hjálp? Eru vandamál
einstaklinga leyst
þannig að þeir sem
geta ekki fylgt kröf-
unum frá því nýtisku-
lega samfélagi eru upp
á aðra komnir? Það er
að segja fá þeir vinnu
og tekjur frá þeim sem
betur eru settir í þjóð-
félaginu? Eru ráðnir
uppeldisfræðingar að
íslenskum grunn-
skólum til að tryggja
það að börnin læri ekki
eingöngu í námsbókum
heldur þroskist sem
sjálfstæðir ein-
staklingar? Eru verka-
lýðsfélögin virk og
tryggja þau að allt
starfsfólk hafi rétta og
löglega starfsamninga?
Er öruggt að ungu
fólki frá öðrum löndum
séu tryggð lágmarks-
laun þegar það stundar
vinnu á Íslandi? Eða
hvað?
Í mínum huga virðist mér Ísland
og Sviss líkjast nokkuð í félagslegu
og alþjóðlegu sambandi vegna þess
að í báðum löndum „er hver sinnar
gæfu smiður“. Er þetta rétt?
Ísland séð með
augum Dana
– eftir sjö daga
heimsókn
Henny Janum fjallar
um íslenskt samfélag
Henny Janum
’Getur verið aðÍslendingum
takist að koma
til skila út í
þjóðfélagið
þeirri meg-
ináherslu
grunnskólalag-
anna að gera
hvern ein-
stakling að nýt-
um þjóðfélags-
þegn.‘
Höfundur er fyrrverandi
skólastjóri í Danmörku.
EIN af forsendum byggðar í
landinu er aðgengileg, almenn
grunnþjónusta. Þetta á við um
verslun, síma, fjarskipti, póstþjón-
ustu, heilsugæslu, menntun og
jafnvel eldsneytistöku
á bíla og vélar. Fá
fyrirtæki geta starfað
nema þar sem hægt
er að afla fanga með
sæmilega auðveldum
og hagkvæmum
hætti. Búseta og
heimilishald krefst
þess sömuleiðis að
hafa góðan aðgang að
lágmarksþjónustu í
sínu nánasta um-
hverfi.
Það kann að virðast
einföld framkvæmd
að loka bensínafgreiðslu, lög-
reglustöð, pósthúsi eða fella niður
almenningssamgöngur, en með
slíku er í raun verið að auka
rekstrarkostnað bæði heimila og
fyrirtækja svo um munar. Mið-
stýring og aukin fjarlægð stjórn-
enda fyrirtækja frá því samfélagi
sem þeim er ætlað að þjóna er ein
mesta ógnunin við dreifbýlið. Það
virðist svo auðvelt að leysa málin
á skrifstofu í hundraða kílómetra
fjarlægð af stjórnendum sem jafn-
vel aldrei hafa stigið fæti í við-
komandi byggðarlag. En veruleiki
fólksins er annar. Greiðasemi eða
innri samfélagsvitund eru hugtök
sem dvínandi virðing er borin fyr-
ir, því miður.
Fjölþætt hlutverk
landpóstanna
Á tímum einkavæðingar og sölu
ríkisstofnana er hægt að fagna því
að Íslandspóstur hf. skuli allur
vera enn í þjóðareign. Samgöngu-
ráðherra hefur lýst því mjög af-
dráttarlaust að ekki standi til að
selja Póstinn. Þrátt fyrir ýmsa
hnökra eftir hlutafélagavæðinguna
hefur Pósturinn á síðustu miss-
erum reynt á ýmsan hátt að
standa undir nafni sem fyrirtæki í
almannaþjónustu.
Nú berast hins vegar fregnir af
breytingum á ferðum og þjónustu
landpóstanna við bæina í Ísafjarð-
ardjúpi. Til þessa hefur landpóst-
urinn komið með póstinn frá póst-
húsinu í næsta kaupstað,
Hólmavík eða Ísafirði og farið
heim á hvern bæ. Landpósturinn
hefur í raun verið lítið pósthús á
hjólum. Langt er á milli bæja við
Djúp og hundruð kílómetra frá
sumum þeirra til næsta þéttbýlis á
Hólmavík eða Súða-
vík. Landpósturinn
hefur því verið mik-
ilvæg tenging við
þessa bæi. Auk pósts-
ins hefur hann gjarn-
an sinnt smáviðvikum
svo sem að taka lyf
eða nauðsynjavöru,
jafnvel að taka far-
þega. En engar al-
menningssamgöngur
eru við Djúp. Sumir
hafa kallað það
greiðasemi, en aðrir
umhyggju fyrir
náunganum, hvort tveggja dyggðir
sem ætti að hlúa að frekar en hitt.
Af fréttum að dæma á að skera á
þessa tengingu landpóstsins. Póst-
urinn að sunnan á að koma að
næturlagi í skýli við þjóðveginn í
Djúpinu þaðan sem honum er
dreift á bæina daginn eftir. Þetta
mun vafalaust verða hagkvæmt
fyrir Póstinn, en ekki fyrir fólkið
ef marka má viðbrögð íbúanna.
Mikilvægt er að heimamenn geti
áfram gegnt störfum og þjónustu
landpóstanna.
Stöndum með byggðinni
við Ísafjarðardjúp
Víst er að kröfur íbúanna við
Ísafjarðardjúp til samfélagsins eða
einkaneysla þeirra kyndir hvorki
undir þenslu né þjakar þjóðfélagið
eða ríkisbúskapinn. En búseta
þeirra, verndun og nýting land-
gæða og menningararfs er okkur
öllum mikils virði. Samgöngu-
ráðherra er yfirmaður Póstsins og
ber einnig ábyrgð á almennings-
samgöngum í landinu. Hlutaðeig-
andi sveitarfélög, Hólmavík-
urhreppur og Súðavíkurhreppur
bera líka skyldur gagnvart íbúun-
um. Vegna sérstöðu byggðarinnar
við Djúp, dreifbýlis og mikilla
vegalengda er erfitt að leggja
þungar byrðar á þessi sveit-
arfélög. Hérna á samfélagið allt að
koma til og ég er fullviss um að sá
er vilji meginþorra þjóðarinnar.
Enginn er eyland í þessum efn-
um og þjónusta Íslandspósts,
landpóstsins er hluti af þessari
heild. Ég legg til að staldrað verði
við, breytingum slegið á frest.
Þessir aðilar allir sem ég hef
nefnt, eiga að taka sameiginlega
og formlega á málinu. Þar skal
haft að leiðarljósi hvernig megi
efla og bæta fjölþætta þjónustu
við byggðina, íbúana, í Ísafjarð-
ardjúpi en ekki hvað sé að lág-
marki hægt að bjóða uppá eða
komast af með. Samfélagsþjón-
ustan við íbúana í Ísafjarðardjúpi
kemur okkur öllum við.
Þjónusta landpóstanna við
íbúana í Ísafjarðardjúpi
Jón Bjarnason fjallar
um póstdreifingu ’Það virðist svo auðveltað leysa málin á skrif-
stofu í hundraða kíló-
metra fjarlægð af
stjórnendum sem jafn-
vel aldrei hafa stigið
fæti í viðkomandi
byggðarlag. ‘
Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður Vinstri
grænna í Norðvesturkjördæmi.
!" #!"
"$
!
%&' ())
"#$% &'() * +
#,% , - ** $ #..+
!!! "#$
! #
$%& &&$&&"
! "
#$%&&&%'
(
%)'
( &&) *&&"
&
% &$ &+, %$
( "- $ & && "
/0&-'0&*%$
# $.
)
( /#
&& &&"0 % $.& %
(
% )
11
""
2&3 1,%'0&*%$
, && 0 1 & & . )2,'0&*%$
4 1 /0 $
$ $&& "
,%'0&*%$
, & *&/,&&5 3,4'0&*%$
,1& . /
,&&51 "
5**% '0&*%$
0 1 $ 1 *
&&"
'&& &&
&
Fréttir á SMS