Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 8
8 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nú stendur yfirstarf nefndar ávegum sam-
gönguráðuneytisins og
Reykjavíkurborgar um
mat á Reykjavíkurflug-
velli og framtíð hans. Með
nefndinni hafa starfað
fulltrúar frá flugrekend-
um á Reykjavíkurflug-
velli. Nefndinni er ætlað
að gera flugtæknilega,
rekstrarlega og skipulags-
lega úttekt á flugvellinum.
Við umræðuna um
framtíð Reykjavíkurflug-
vallar hafa komið fram
ábendingar um nokkra aðra staði
þar sem mögulegt væri að setja
niður nýjan flugvöll. Þeir eru t.d.
Löngusker á Skerjafirði, Miðdals-
heiði, Sandskeið, Álftanes,
Hvassahraun og jafnvel fleiri, auk
þess sem varla þarf að minna á þá
hugmynd að leggja mætti niður
flugvallarrekstur á höfuðborgar-
svæðinu og hafa hana eingöngu á
Keflavíkurflugvelli.
Helgi Hallgrímsson, fyrrver-
andi vegamálastjóri, er formaður
nefndarinnar. Hann segir hlut-
verk hennar að meta hvaðeina
sem leggja megi til grundvallar
sameiginlegri niðurstöðu ríkis og
borgar um framtíð flugvallar í
Vatnsmýri eða hugsanlega flug-
starfsemi annars staðar. Hann
segir að könnuð verði framtíð
Reykjavíkurvallar sem einnar eða
tveggja brauta flugvallar, litið til
14 eða 15 annarra mögulegra flug-
vallarstæða sem nefnd hafa verið
og þess möguleika að færa flug-
starfsemina til Keflavíkur. Nefnd-
in hefur hist vikulega frá því
snemma á árinu og kallað til sín
ýmsa aðila í flugrekstri og leitað
víða eftir upplýsingum.
Rannsaka þarf veðurfar
Flugmálafélag Íslands hefur
fagnað því að vinna sem þessi er
hafin en jafnframt lýst ákveðnum
áhyggjum. Beinast þær að því að
verkefninu sé skammtaður of
naumur tími. Í nýlegri ályktun frá
félaginu segir m.a. að sambæri-
legar úttektir erlendis hafi tekið í
það minnsta nokkur ár og er t.d.
vísað í úttekt á Bromma-flugvelli í
miðborg Stokkhólms. Hún mun
hafa tekið þrjú ár.
Flugmálafélagið bendir einnig
á að frá árinu 2001 þegar kann-
aður var hugur borgarbúa til
Reykjavíkurflugvallar hafi engar
veðurfarsathuganir farið fram á
þeim stöðum sem nefndir hafa
verið sem hugsanlegt framtíðar-
flugvallarstæði. Notendur flug-
valla, flugrekendur og flugmenn
hafa í umræðunni bent á að það
sem skipti höfuðmáli við flugvöll
sé hvernig hann nýtist, sem ræðst
að miklu leyti af veðurfari. Tals-
menn Flugmálafélagsins benda á
að rannsóknir á veðurfari á hugs-
anlegu flugvallarstæði þurfi að
standa í það minnsta í heilt ár, þ.e.
taka til allra árstíða og jafnvel
lengur til að fá samanburð milli
ára. Flugmálafélagið telur líka að
eini raunhæfi kosturinn fyrir
framtíðarflugvöllinn sé núverandi
staðsetning í Vatnsmýrinni í
Reykjavík. Telur félagið óábyrgt
að tala um flutning þegar ekki
liggi fyrir hvert. Flugmenn benda
einnig á mikilvægi þess hversu
hátt flugvöllur er staðsettur.
Reykjavíkurflugvöllur er aðeins í
45 feta hæð en flugvöllur á Mið-
dalsheiði væri í rúmlega 600 feta
hæð. Það geti verið afdrifaríkur
hæðarmunur þegar lágskýjað er,
t.d. þegar sjúkraflug á í hlut.
Flugmenn sem rætt var við benda
einnig á að slíkt mannvirki sem
flugvöllur er muni standa í ára-
tugi. Því þurfi að vanda vel til
rannsókna og athugana á öllum
hliðum. Þeir benda ítrekað á að
veðurfarsathuganir hljóti að vera
grundvöllur ákvörðunar um hag-
kvæmni flugvallar.
Helgi Hallgrímsson segir að
nefndin hugi að veðurfari á þeim
stöðum sem nefndir hafi verið sem
flugvallakostir. Fram muni fara
frumathuganir en koma verði síð-
an í ljós hvort og þá hvar frekari
rannsókna sé þörf og segir hann
einnig hagkvæmni og mörg önnur
atriði koma til álita.
Of verðmætt land
undir flugvellinum?
Í umræðunni um Reykjavíkur-
flugvöll hefur verið bent á að
brýnt sé að fá þetta dýrmæta land
til bygginga. Ótækt sé að verð-
mætt land sé ekki betur nýtt.
Íbúðabyggð í Vatnsmýri muni
draga úr bílaumferð og því létti
mjög á umferðarþunga höfuð-
borgarsvæðisins með því að setja
þar niður nýtt íbúðahverfi.
Á móti hefur verið bent á að
starfsemi Reykjavíkurflugvallar
og mannvirkin þar séu líka verð-
mæt. Völlurinn sé verðmætur sem
fjölmennur vinnustaður með
mikla veltu. Þá hljóti flugvöllur á
öðrum stað að kalla á talsverða
umferð – ekki síst ef Keflavíkur-
flugvöllur verður ofan á. Muni þá
ekki margir þurfa að aka miklu
lengri spöl heldur en í dag? Spyrja
má líka hvort allir sem búa eiga í
Vatnsmýri muni vinna í næsta
húsi og aldrei fara neitt í bíl. Þá
mætti einnig spyrja sig út frá
þessu mati hvort ekki mætti verð-
leggja önnur svæði í borgarland-
inu á sama hátt og spyrja hvort
þau séu nógu vel nýtt úr frá verð-
mæti þeirra.
Fréttaskýring | Nefnd kannar kosti um
framtíð flugsins á höfuðborgarsvæðinu
Skoða ýmsa
möguleika
Brýnt að meta alla flugtæknilega,
skipulagslega og rekstrarlega kosti
Frá Reykjavíkurflugvelli.
Reynir að ljúka störfum
þegar líður á næsta ár
Nefnd samgöngu- og borg-
aryfirvalda sem meta á kosti um
framtíð flugvallar í Vatnsmýri er
ekki settur ákveðinn tímarammi
en formaður hennar telur unnt
að ljúka starfinu þegar líður á
næsta ár. Hún muni setja fram
þá kosti sem taldir eru fýsileg-
astir, nefna kosti þeirra og galla
og grófar kostnaðaráætlanir. Á
þeim grunni er síðan ætlunin að
yfirvöld taki ákvörðun um fram-
tíðarskipan flugvallarmála höf-
uðborgarsvæðisins.
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is
Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækjasjóð
Umsóknarfrestur til 16. janúar 2006
Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði
vegna rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði skal taka mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs.
Við úthlutun úr sjóðnum er tekið mið af eftirfarandi atriðum:
• Tækin séu mikilvæg fyrir rannsóknir umsækjenda og framfarir í rannsóknum á Íslandi.
• Tæki séu staðsett á rannsókna- og háskólastofnunum.
• Styrkir til tækjakaupa tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir.
• Fjárfestingin í tækjabúnaði skapi nýja möguleika.
• Samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana og atvinnulífs með fyrirsjáanlegum hætti.
• Áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar.
• Möguleiki sé að jafnaði á samfjármögnun þannig að framlag Tækjasjóðs greiði aðeins hluta
kostnaðar við fjárfestinguna.
Tækjasjóður starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003.
Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs markar úthlutunarstefnu sjóðsins. Fimm manna stjórn Rann-
sóknasjóðs sem skipuð er af menntamálaráðherra fer jafnframt með stjórn Tækjasjóðs. Fagráð
skipað formönnum fagráða Rannsóknasjóðs metur umsóknir í Tækjasjóð áður en stjórn sjóðsins
tekur þær til afgreiðslu. Ákvörðun stjórnar um úthlutun er endanleg. Rannsóknamiðstöð Íslands
annast umsýslu um Tækjasjóð sem heyrir undir menntamálaráðherra.
Nánari upplýsingar um Tækjasjóð og eyðublöð sjóðsins eru á heimasíðu Rannís www.rannis.is.
Nánari upplýsingar: Hans Kr. Guðmundsson.
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
sími 515 5800, www.rannis.is
Tækjasjóður
LITADÝRÐ náttúrunnar virðast engin takmörk sett.
Oft kemur það sjónarspil sem birtist okkur á himn-
um, þegar sólin eða tunglið litar skýin, á óvart og
gerir áhorfendur orðlausa, í það minnsta um stund.
Helgi Garðarsson ljósmyndari fangaði fagurt
augnablik á Austfjörðum á dögunum. Það sérstæða
við listaverk á himni sem þessi er að þau eru ein-
stök en skammlíf. Þau birtast jafnvel aðeins eitt
augnablik og hrífa alla með sem verða dýrðarinnar
aðnjótandi.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Náttúruleg litadýrð
FJÁRHAGSÁÆTLUN Seltjarnar-
ness var samþykkt við aðra um-
ræðu í bæjarstjórn í vikunni, en þar
kemur fram að álagningarhlutfall
útsvars lækkar í 12,35%, auk þess
sem álagningarstuðull vegna fast-
eignagjalda lækkar úr 0,32% í
0,30% og vatnsgjald lækkar í
0,115%.
Fram kemur í tilkynningu frá
Seltjarnarnessbæ að útsvarshlut-
fallið verði eftir breytinguna það
lægsta á höfuðborgarsvæðinu sem
og fasteignagjöld og vatnsgjöld.
Segir þar að lækkanirnar séu til
komnar vegna góðrar afkomu bæj-
arsjóðs undanfarin ár, en séu jafn-
framt viðbrögð við hækkandi fast-
eignaverði undanfarið.
Þjónustugjöld munu haldast
óbreytt í stað þess að hækka í takt
við verðlagsþróun.
Áætla 6,7% meiri
rekstrarhagnað
Áætlað er að rekstrarhagnaður
A-hluta bæjarsjóðs verði um 230
milljónir króna, og mun rekstrar-
hagnaður samstæðunnar aukast um
6,7% milli ára.
Áætlað er að langtímaskuldir
verði áfram greiddar niður, en mið-
að við veltufé frá rekstri getur bæj-
arfélagið greitt upp allar skuldir á
rúmlega einu ári miðað við óbreytta
afkomu bæjarsjóðs, segir í tilkynn-
ingunni.
Alls verður 485 milljónum króna
varið í fjárfestingar og nýfram-
kvæmdir á næsta ári, t.d. verður
lagður gervigrasvöllur, bókasafn
Valhúsaskóla endurnýjað, endur-
nýjun á sundlauginni lokið, upp-
bygging á Hrólfskálamel hefst,
o.s.frv.
Gætu greitt upp
skuldir á rúmu ári