Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 17
ERLENT
Washington. AP, AFP. | George W. Bush
Bandaríkjaforseti staðfesti um
helgina að hann hefði heimilað síma-
hleranir og aðrar njósnir innanlands
og sagði þær nauðsynlegar til að af-
stýra frekari hryðjuverkum í landinu.
Bush fór hörðum orðum um þá, sem
láku upplýsingum í fjölmiðla um
njósnir innanlands, og sakaði þá um
að hafa stefnt öryggi þjóðarinnar í
hættu.
„Bandaríkjamenn ætlast til þess að
ég geri allt sem í mínu valdi stendur,
innan ramma laganna og stjórnar-
skrárinnar, til þess að vernda þá og
réttindi þeirra og það er einmitt það
sem ég ætla að gera áfram svo lengi
sem ég er forseti Bandaríkjanna,“
sagði Bush í átta mínútna vikulegu
útvarpsávarpi á laugardag og virtist
sem honum væri heitt í hamsi á köfl-
um. Ávarpinu var einnig sjónvarpað
beint að þessu sinni.
Þingmenn í Washington hafa kraf-
ist skýringa á þessum njósnum Þjóð-
aröryggisstofnunar Bandaríkjanna
(NSA), sem dagblaðið New York
Times skýrði frá á föstudag, og einnig
því hvort heimilt hafi verið að hafa
slíkt eftirlit með fólki án sérstakrar
heimildar dómstóla og hvort það hafi
ekki verið brot á lögum um friðhelgi
einkalífsins.
Bush sagði áætlunina hafa verið
vandlega skipulagða og að hún sam-
ræmdist bandarískum lögum og
stjórnarskránni. Eftirlitinu væri ein-
ungis beitt til þess að fylgjast með al-
þjóðlegum samskiptum fólks sem tal-
ið væri tengjast al-Qaeda eða öðrum
hryðjuverkasamtökum með „greini-
legum hætti“. Farið er yfir árangur-
inn af þessari áætlun á 45 daga fresti
og ástandið metið af dómsmálaráðu-
neytinu, ráðgjöfum Hvíta hússins og
öðrum, að sögn Bush.
Heimildin endurnýjuð
oftar en 30 sinnum
Forsetinn sagði atkvæðamestu
þingmenn Bandaríkjanna hafa verið
setta inn í málið og þeir fræddir um
starfsemi NSA, en nefndi þó ekki
hvaða þingmenn það væru. Þeir
leyniþjónustumenn sem sæju um eft-
irlit með fólki hefðu hlotið þjálfun og
sæju til þess að ekki yrði brotið á lög-
um um friðhelgi einkalífsins. Hann
hefði endurnýjað heimild NSA oftar
en 30 sinnum frá því hryðjuverkin
voru framin í landinu 11. september
2001 og myndi halda því áfram svo
lengi sem þjóðinni stafaði ógn af
hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda
og öðrum þeim tengdum.
Bush sagði NSA hafa komist á
snoðir um og komið í veg fyrir mögu-
legar hryðjuverkaárásir á Bandaríkin
og önnur lönd. „Þær aðgerðir sem ég
hef heimilað auka líkur á því að morð-
ingjar, eins og flugræningjarnir sem
frömdu hryðjuverkin 11. september,
finnist í tæka tíð,“ sagði forsetinn.
Upplýsingarnar um eftirlit NSA
birtust um svipað leyti og öldunga-
deildarþingmenn demókrata reyndu
að koma í veg fyrir að gildistími „Föð-
urlandslaganna“ svokölluðu yrði
framlengdur. Andstæðingar laganna
segja þau brot á mannréttindum
Bandaríkjamanna. Öldungadeildar-
þingmaðurinn Russell Feingold sagði
ummæli Bush „fáránleg“. „Ég segi
það satt að hann er George Bush for-
seti, ekki konungurinn George Bush.“
George Bush sagði það ólöglegt og
óviðeigandi að leka upplýsingum um
njósnirnar í fjölmiðla. „Afleiðingar
þess nú eru þær að óvinir okkar hafa
fengið upplýsingar sem þeir áttu ekki
að fá,“ sagði Bush og bætti því við að
lekinn ógnaði þjóðaröryggi og stefndi
landsmönnum í hættu.
Bush forseti ver
njósnir innanlands
Segir upplýsingalekann stefna öryggi þjóðarinnar í hættu
AP
George W. Bush flytur ávarp í
Hvíta húsinu á laugardag.