Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 25
TALSVERÐAR umræður hafa
orðið um nýgerðan kjarasamning
Reykjavíkurborgar við Starfs-
mannafélag borgarinnar, Eflingu og
tæknifræðinga. Samtök atvinnulífs-
ins hafa fram til þessa ekki tjáð sig
um þann samning sérstaklega en
gert að umtalsefni þá
þróun að sveitarfélög í
landinu leyfa sér að
gera dýrari kjara-
samninga en bæði rík-
ið og almenni mark-
aðurinn. Spurt hefur
verið hvaða viðmið og
hvaða fjárhagslegu
forsendur liggi til
grundvallar í ljósi þess
að sveitarfélög í heild
eru rekin með tapi,
þótt staða einstakra
sveitarfélaga sé auð-
vitað mismunandi.
Samkvæmt uppgjöri
Hagstofunnar voru
sveitarfélög í heild rek-
in með rúmlega 10
milljarða króna halla á
síðasta ári, sem nemur
1,2% af landsfram-
leiðslu og hefur hallinn
ekki verið meiri á þann
kvarða síðan erf-
iðleikaárið 1994. Raunhækkun
gjalda milli áranna 2000 og 2004 var
30% en tekna 23%. Samkvæmt töl-
um Hagstofunnar hefur hallarekst-
ur sveitarfélaganna í heild verið
samfelldur í einn og hálfan áratug og
samkvæmt varfærnum forsendum í
þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins
mun hallareksturinn verða viðvar-
andi næstu ár.
Það verður að viðurkennast að
viðbrögð borgarstjóra við þessari al-
mennu framsetningu, að persónu-
gera umræðuna og víkja t.d. að und-
irrituðum vegna skoðana sem hún
gerir honum upp, koma á óvart og er
dapurlegt að borgarstjóri treysti sér
ekki í málefnalegar umræður um
kjaraþróun og efnahagsmál, en
heldur sig við gamalkunnar lýð-
skrumsaðferðir.
Dýrir samningar sveitarfélaga
Í stuttu máli er staðan sú að
kjarasamningar á almennum mark-
aði fela almennt í sér kostn-
aðarhækkun upp á um 16-20% á
fjórum árum. Lægri talan á við um
almenna samninga þar sem mark-
aðsaðstæður hafa áhrif á launin til
viðbótar ákvæðum samninga, en
seinni talan á við um samninga fyrir
eitt eða fá fyrirtæki þar sem launin
ákvarðast fyrst og fremst af samn-
ingnum. Samningar ríkisins hafa
verið mjög nærri hærri tölunni en
sveitarfélög verið hærri. Samningar
Launanefndar sveitarfélaga við
starfsmannafélög og ASÍ félög hafa
verið um 21% í þriggja og hálfs árs
samingum eða um 24% ef miðað er
við full fjögur ár. Einstakir samn-
ingar hafa verið talsvert dýrari. Þar
má nefna grunnskólakennara (30%),
leikskólakennara (20% í tveggja ára
samningi) og þennan nýja samning
Reykjavíkurborgar, en samkvæmt
upplýsingum á vef Eflingar er
kostnaðurinn við þeirra hluta samn-
ingsins um 30% á þremur árum.
Ýmsar skýringar eru nefndar á
dýrri samningsgerð sem stundum
hafa nokkuð til síns máls. Borg-
arstjóri hefur sagt að nýgerður
samningur sé dýr vegna þess að ver-
ið sé að lyfta konum með lág laun og
mætti helst ætla að samningurinn sé
fyrst og fremst við svokallaðar
umönnunarstéttir. SA gagnrýna í
sjálfu sér ekki að tekið sé á launa-
röðun afmarkaðra hópa í kjara-
samningum, en það verður ekki séð
af þeim upplýsingum sem hægt er
að nálgast um samninginn á vef Efl-
ingar, að þessar áherslur séu ráð-
andi um þá kostnaðarhækkun sem í
samningnum felst. Af heildarkostn-
aði upp á u.þ.b. 30% er 1,1% eða
3,6% samningskostnaðarins vegna
nýrrar launatöflu, sem er sú breyt-
ing sem sérstaklega snýr að lægstu
laununum. Helsta einkenni samn-
ingsins virðist því vera að allir eru að
hækka að lágmarki um 6 launa-
flokka í upphafi, sem eru tæp 10%,
óháð kyni og upphæð
launa. Það vekur at-
hygli að Reykjavík
hefur ekki birt neitt
haldbært kynning-
arefni um þessa samn-
ingsgerð, sem hlýtur
að teljast gagn-
rýnivert ógegnsæi í
starfsháttum opinbers
aðila. Engar fréttir
hafa borist af samn-
ingnum við tækni-
fræðinga. Eru þeir að
hækka svipað og Efl-
ing og hluti af hvaða
stefnumörkun myndi
það vera?
Þessi samningsgerð
hefur leitt til ótrúlega
yfirborðskenndrar
umræðu um hvenær sé
eiginlega hægt að
hækka „lægstu laun“
og hvort menn meini
almennt ekkert með
slíku tali. Þetta gerir ótrúlega lítið
úr þeim gríðarlega árangri sem
náðst hefur í þessum efnum á und-
anförnum árum á almennum vinnu-
markaði, en frá ársbyrjun 1995 til
þriðja ársfjórðungs þessa árs hækk-
aði kaupmáttur lágmarkslauna um
62,5%, samanborið við 29% kaup-
máttaraukningu að meðaltali á al-
mennum vinnumarkaði skv. launa-
vísitölu Hagstofunnar.
Leiðir til lífskjarabóta
Til lengdar getur það auðvitað
ekki staðist að þeir sem fara með
skattlagningarvald leyfi sér að
hækka laun meira en atvinnufyr-
irtæki rísa undir, sem þurfa að eiga
fyrir laununum þegar búið er að
greiða skatta. Launahækkanir verða
að taka mið af þeim veruleika á end-
anum. Það er staðreynd að okkur
myndi ganga betur að varðveita og
auka kaupmátt á Íslandi ef árlegar
launabreytingar (samningsbundnar
og launaskrið) væru um 3-4% sem
væri samrýmanlegt stöðugu verð-
lagi. Þangað hefur almenni mark-
aðurinn verið að reyna að komast í
sínum samningum en ekki tekist
enn. Ef opinberir aðilar slá þann tón
að laun eigi að hækka hér um 10%
eða meira á ári og almennur vinnu-
markaður neyðist til að fylgja því
fordæmi, er ljóst að verðbólga verð-
ur miklu hærri og kaupmáttur
minni. Þetta þekkjum við vel frá þar
síðasta áratug þegar 1.400% launa-
hækkanir skiluðu 4% rýrnun kaup-
máttar!
Það er líka staðreynd, sem engin
pennastrik stjórnmálamanna fá
breytt, að launahlutföll á milli hópa
eru mjög tregbreytanleg og þess
vegna er varanlegasta aðferðin við
uppbyggingu kaupmáttar að heildin
hækki í samræmi við það sem fram-
leiðniaukning í samfélaginu getur
staðið undir. Þar hefur ótrúlegur ár-
angur náðst á Íslandi á und-
anförnum árum. Við sjáum að verð-
mætari störfum hefur fjölgað á
kostnað láglaunastarfa og áhersla á
menntun og þjálfun tengist skuld-
bindingu vinnumarkaðarins gagn-
vart þeirri þróun. Stjórnvöld hafa
stuðlað að þessum framförum með
kerfisumbótum og þar geta ríki og
sveitarfélög enn lagt mikið af mörk-
um. Það mun hafa miklu meiri og
varanlegri áhrif á lífskjör almenn-
ings en innistæðulítil pennastrik
stjórnmálamanna.
Pennastriks-
aðferð
borgarstjóra
Eftir Ara Edwald
Ari Edwald
’Innistæðulítilpennastrik
stjórnmála-
manna bæta
ekki lífskjör al-
mennings. ‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.
fjárhagurinn leyfir. „Núverandi forseti
Tógó hefur beðið okkur að hætta ekki í
Tógó þegar verkefninu lýkur og hefur sú
hugmynd komið fram að fá byggingalóð við
hlið þeirrar sem við erum á núna. Þar vor-
um við að velta fyrir okkur að reisa hús sem
væru aðeins frábrugðin þeim sem við höf-
um núna, fyrir börnin þegar þau eru orðin
unglingar,“ segir Njörður og bætir við að
forsetinn hafi persónulega styrkt SPES um
sem nemur hundrað og fimmtán þúsund
krónum.
Einnig hafa samtökin verið beðin að
setja upp stofnun í Brasilíu en ekki hafa
neinar formlegar ákvarðanir verið teknar.
„Við höfum hóp af innlendu fólki í Rio de
Janeiro sem við getum treyst en þar er
einnig mikil þörf fyrir barnaþorp. Þá höf-
um við einnig velt fyrir okkur fleiri Afr-
íkuríkjum og einna helst Senegal,“ segir
Njörður en þau hjónin munu einmitt fara
til Senegal í næsta mánuði og skoða að-
stæður þar áður en þau halda til barna-
þorpsins í Tógó.
að afla fjár til áframhaldandi uppbygg-
ingar, sem verður að öllum líkindum enda-
laus því þegar þetta verkefni er búið verður
ráðist í það næsta. Hins vegar eru það
styrktarforeldrar en fé þeirra dugir fyrir
daglegum rekstri,“ segir Njörður en aðeins
eru tekin inn börn þegar búið er að finna
þeim styrktarforeldra. Hvert barn kostar
77 evrur á mánuði, eða um sex þúsund
krónur, en í því er allt meðtalið, s.s. laun
starfsfólks, sími, rafmagn, matur, lyf og föt.
Af þeim 52 börnum sem dvelja hjá SPES
eru tólf sem styrkt eru af íslenskum styrkt-
arforeldrum. Njörður og Bera styrkja sjálf
lítinn dreng að nafni Felix, sem kallar
Njörð Papa Spes.
Boð um að setja upp stofnun í Brasilíu
Áætlað er að framkvæmdum barna-
þorpsins ljúki að mestu leyti innan fjögurra
ára en það ræðst af því hversu vel gengur
að afla fjár. Segir Njörður að umræða sé
þegar hafin innan SPES um nokkur verk-
efni sem hægt er að ráðast í og jafnvel komi
til greina að hefja störf annars staðar áður
en núverandi verkefni er lokið – það er ef
mdir á næsta húsi sem var tilbúið í
su ári. Eldri börnin voru þá flutt
aftur gátum við tekið við fleiri
Nú eru þau orðin 42, eru tíu á leið-
ða þau því 52 um áramót,“ segir
n SPES lætur þar ekki staðar
nú þegar er undirbúningur haf-
gingu þriðja hússins sem á að
ð um mitt næsta ár. Þá á enn eftir
ö svefnhýsi, eldhús og matsal og
reyingar. Þegar framkvæmdum
allt að 120 til 140 börn dvalið í
Hins vegar er ekki hægt að taka
örnum fyrr en næsta svefnhýsi er
mun það kosta um 65 þúsund evr-
ingum fimm milljónir króna í
nnur beint til barnanna
r hugsjónafélag og allt stjórn-
unnið í sjálfboðavinnu og skrif-
msýslukostnaður er enginn. Til
ga stjórnarmenn sjálfir fyrir
l Tógó. Allt fé sem berst rennur
il barnanna. „Segja má að fjármál
nist í tvær áttir. Annars vegar er
velja 52 munaðarlaus börn á aldrinum tveggja til níu ára
ð að börnin fái
ðlilegustu lífi
Ljósmynd/Njörður P. Njarðvík
örn að jafnaði með einn kennara í hverfisskólanum. Margt þarf að lagast þar
rnin úr barnaþorpinu í einkaskóla. Ákvörðun um það verður tekin í janúar.
Eldri börnin dvelja í svefnhýsi sem tekið var í notkun í apríl síðasliðnum. Alls verða fjögur
slík svefnhýsi í barnaþorpi SPES og á að taka næsta hús í notkun um mitt næsta ár.
reldrar drengs að nafni Felix.
ógó, að jafnaði tvisvar á ári.
Í NÓVEMBER síðastliðnum var stofnuð Ís-
landsdeild SPES-samtakanna og segir
Njörður P. Njarðvík það hafa verið gert til
þess að létta honum og Beru, eiginkonu
hans, róðurinn en starf samtakanna hér á
landi hvíldi nær einungis á þeim tveimur.
„Einnig er ekki rétt að ég stjórni starfinu
hér þar sem ég er formaður samtakanna í
heild. Það er nefnilega ekki gott að vera yf-
irmaður sjálfs sín. Þess vegna fengum við
nú fleira fólk í lið með okkur.“ Össur Skarp-
héðinsson alþingismaður var kjörinn fyrsti
formaður Íslandsdeildarinnar en aðrir í
stjórn eru Eva María Gunnarsdóttir skrif-
stofustjóri, varaformaður, Lena Magn-
úsdóttir skrifstofustjóri, sem ritari, Bera
Þórisdóttir, fyrrverandi framhaldsskóla-
kennari, er gjaldkeri og Jón Sigurðsson
seðlabankastjóri er meðstjórnandi.
Njörður segir að um 85 félagar séu
skráðir í SPES hér á landi, bæði styrkt-
arforeldrar og félagar sem greiða þrjú þús-
und króna árgjaldið, en þar að auki hafi
samtökin fengið dálitla styrki frá íslenskum
fyrirtækjum.
Íslenskt vefsvæði SPES er í bígerð en
nánari upplýsingar er hægt að nálgast á
http://spesworld.free.fr. Einnig er hægt að
gefa peningagjöf á reikning 1151-26-2200,
kt. 471100-2930.
85 Íslend-
ingar skráðir
í SPES
andri@mbl.is