Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SIGURÐUR Gestsson frá Akureyri er nýkominn frá keppni á heimsmeistaramóti áhugamanna í vaxtarrækt. Sigurður, sem rekur líkamsræktarstöðina Vaxtarrækt- ina í íþróttahöllinni á Akureyri, hóf keppni í vaxtarrækt á fyrstu dögum hennar hérlendis fyrir um 24 árum og hefur verið í fararbroddi sem talsmaður líkamsræktar. Eftir að hafa unnið marga Íslandsmeistaratitla í vaxt- arrækt tók hann sér 14 ára frí frá keppni, en steig aftur á svið fyrr á þessu ári og er nú nýkominn frá keppni á heimsmeistaramóti áhugamanna í vaxtarrækt sem fór fram í Búdapest í Ungverjalandi. Keppendur á mótinu voru 210 talsins frá 37 löndum og keppti Sigurður í flokki þeirra sem eru undir 80 kg að þyngd í flokki 39–49 ára. Keppendur voru 30 í þeim flokki, 15 komust áfram í úr- slit en Sigurður var aðeins hársbreidd frá því og kveðst hann mjög ánægður með þann árangur. Að sögn Sig- urðar kom það honum skemmtilega á óvart að vera kom- inn svona nálægt toppbaráttunni en mótið segir hann undirbúning fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Markið er sett hátt á næsta ári og miðað við hversu vel hefur gengið undanfarið ár gerir Sigurður sér vonir um að ná lengra á þessu sviði. Á næsta ári ætlar Sigurður að keppa á allt að sjö mót- um af fullum þunga. Fyrsta mótið er í apríl í Noregi, viku síðar er Íslandsmótið á Akureyri, eftir það þrjú mót á Norðurlöndunum, tvö Grand Prix mót í Finnlandi og Danmörku og síðast en ekki síst heimsmeistaramótið sem haldið verður um haustið í Rúmeníu. Sigurður Gestsson er hér ásamt heimsmeistaranum í hans flokki, Luiz Carlos Sarmento frá Brasilíu. Sigurður Gestsson er nýkominn frá keppni á heimsmeistaramóti áhugamanna í vaxtarrækt. Kominn á fullt í vaxtar- ræktinni eftir 14 ára hlé ÍSFIRSKI silfursmiðurinn Pétur Tryggvi Hjálmarsson varð þess heiðurs aðnjótandi á dögunum að vera valinn í hóp 18 silfursmiða sem fjallað er um í bókinni Dansk sølv på Koldinghus en Koldinghus er safn í Kolding á Jótlandi. Á safn- inu er stærsta safn silfurmuna frá 20. öldinni í Evrópu auk fjölda annarra merkra gripa. Framlag Péturs Tryggva til bók- arinnar er silfurkanna sem er 36 cm há, með hanka úr 18 karata gulli. Að sögn Péturs Tryggva á safnið einnig mikinn fjölda muna frá fyrri öldum. Í bókinni Dansk sølv på Koldinghus eru einungis myndir og umfjöllun um verk silfursmiða frá síðustu öld. Þann- ig voru 24 verk valin frá þeirri öld sem þóttu mestu völund- arsmíðarnar, eftir 18 silfursmiði og hönnuði en þar af eru ellefu látnir. Meðal þeirra eru Georg Jensen, Henning Koppel og Carl Gustav Hansen. Verkin í bókinni gefa góða mynd af fjölbreytileika og lífskrafti silfursmiðanna. Pétur Tryggvi stundaði nám í Institut for Ædelmetal í Kaup- mannahöfn 1981–83 og setti upp eigið verkstæði í Kaupmannahöfn 1985 þar sem hann starfaði fram til ársins 2001 þegar hann fluttist heim til Ísafjarðar. „Það sem tog- aði mig heim var löngunin í breytingu á umhverfi,“ segir Pét- ur Tryggvi, sem er fæddur á Ísa- firði og dvaldi þar mörg sumur í æsku. „Veðrið hér á Ísafirði er mun þurrara en annars staðar á landinu og „alltaf“ logn. Það er umhverfið sem heillar, þetta er mjög notalegt umhverfi og sam- félagið er mjög aðgengilegt, stutt í alla þjónustu.“ Um helstu þætti sem mótað hafa listsköpun hans segir Pétur að æskuárin og sumardvalir á Vestfjörðum hafi án nokkurs efa haft ríkuleg áhrif á fegurðarskyn hans og hugmyndaflug. „Ég held að það hafi gríðarleg áhrif á mann, umhverfi manns frá sjö til sextán ára aldurs. Ómeðvitað fer maður að innbyrða gríðarlegt magn af umhverfi sínu á þeim tíma,“ segir Pétur. „Á þessum tíma var ég mikið á Jökulfjörð- unum og ég hef oft velt því fyrir mér að það eru oft að dúkka upp einhverjar myndir sem hafa fest í mér þá.“ Í vikunni fyrir jól verður Pétur Tryggvi í Epal, Skeifunni 6 og kynnir fyrir þeim sem þangað koma ýmsa silfurmuni, en þar er að finna mikið úrval m.a. af skartgripum eftir listamanninn. Ísfirskur silfursmiður sýnir gripi í Koldinghus á Jótlandi Sköpunargáfan mótaðist á Vestfjörðum Silfurkanna Péturs Tryggva, sem prýðir umfjöllun um hann í bókinni. Pétur Tryggvi Hjálmarsson MENNTARÁÐ Reykjavík- urborgar hefur samþykkt að leggja 30 milljónir króna í þróun- arsjóð skólanna í borginni, og er það viðbót við þær 45 milljónir sem þegar hafði verið ákveðið að leggja í sjóðinn. Verja á fénu í verkefni sem tengjast nýsköpun og þróun í grunn- og leikskólum borg- arinnar. Úthlutað verður til verkefna í lok janúar. Fram kemur í tilkynningu frá menntaráði að við úthlutun úr sjóðnum verði lögð áhersla á verkefni á leikskólum sem tengist fjölmenningu eða samstarfi leik- og grunnskóla. Í grunnskólum verður lögð áhersla á verkefni fyrir bráðger börn, tungumálanám yngri barna, auk þess sem lögð verður áhersla á að fá forystukennara til að inn- leiða verkefni sem þeir hafa öðl- ast sérþekkingu á í aðra skóla. Aukið fé í ný- sköpunarverk- efni í skólum ÚTTEKTARÁVÍSANIR sem stjórn Kaupfélags Eyfirðinga sendi fé- lagsmönnum sínum í síðasta mán- uði teljast til arðgreiðslna og bera því fjármagnstekjuskatt, að því er Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, mark- aðs- og kynningarfulltrúi KEA, upplýsir á vefmiðlinum akureyri.- net. Stjórn KEA tók um það ákvörð- un í apríl síðastliðnum að fé- lagsmenn fengju þrjár úttektaráv- ísanir að verðmæti tvö þúsund krónur hver, sem nota mætti í völdum verslunum á Akureyri og var ákvörðunin tekin í ljósi góðs gengis félagsins á árinu. Félagsmenn verða hins vegar að telja greiðslurnar fram, þar sem ráðstöfun fjármagns til fé- lagsmanna Kaupfélagsins, sem eru á áttunda þúsund, jafngildir ráð- stöfun fjár til eigenda og er þar af leiðandi ígildi arðs. Úttektar- ávísanir jafngildi arðs BORIST hefur eftirfarandi athuga- semd frá skrifstofu forseta Íslands: Í Morgunblaðinu sunnudaginn 18. desember er fjallað um kostnað við embætti forseta Íslands. Því miður er sú umfjöllun byggð á röngum forsendum. Í fyrsta lagi er lögð til grundvall- ar tala fyrir árið 1996 þar sem ein- göngu er talinn rekstrarkostnaður embættisins og hún borin saman við fjárlög komandi árs, en nið- urstöðutalan fyrir 2006 tekur bæði til rekstrarútgjalda embættisins og kostnaðar við opinberar heimsókn- ir. Upphæðin sem nefnd er fyrir árið 1996 tekur aðeins til rekstr- arútgjalda embættisins, þar sem kostnaður vegna opinberra heim- sókna var sérstakur fjárlagaliður á þessum árum. Því var ekki breytt fyrr en við fjárlagagerð ársins 1998. Í öðru lagi er brýnt að gæta þess þegar bornar eru saman tölur milli ára að það sé gert á sama verðlags- grundvelli svo samanburður verði raunhæfur. Þá þarf að taka tilliti til þess, að kostnaður við embætti forseta Íslands sveiflast frá einu ári til annars af ýmsum ástæðum. Þannig var kostnaður embættisins fyrir tólf árum, 1994, til dæmis 136 mkr., fjórum árum síðar um 110 mkr. og enn fjórum árum síðar, ár- ið 2002, 163 mkr. Allar þessar tölur er á sambærilegum verðlagsgrund- velli og sóttar í ríkisreikning. Í þriðja lagi er í umfjöllun blaðs- ins fullyrt að starfsfólki embættis- ins hafi fjölgað í tíð núverandi for- seta. Það er alrangt, sami starfsmannafjöldi er við embættið nú og var 1996. Í fjórða lagi er nauðsynlegt að hafa eftirfarandi í huga þegar rætt er um þróun útgjalda við embætti forseta Íslands á umliðnum árum: 1. Húsnæðiskostnaður embættis- ins hefur vaxið umtalsvert þar sem ríkisstjórnin ákvað árið 1996 að færa skrifstofu forseta úr Stjórn- arráðshúsinu í Staðastað við Sól- eyjargötu 1, en áður hafði rekstr- arkostnaður skrifstofuhúsnæðisins verið hluti af rekstrarkostnaði Stjórnarráðshússins. 2. Fasteignagjöld hækkuðu veru- lega í kjölfar endurbóta og upp- byggingar á Bessastöðum og flutn- ings skrifstofu forseta á Staðastað. 3. Alþingi breytti árið 2000 lög- um um launakjör forseta og hand- hafa forsetavalds (afnám skatt- frelsis), en sú ákvörðun hafði í för með sér umtalsverða hækkun á þessum liðum. Að lokum má benda áhugasöm- um lesendum á verðlaunagreinar Árna Þórarinssonar blaðamanns og rithöfundar um þróun þessara mála og fleiri í tíð núverandi for- seta. Greinarnar birtust í Tímariti Morgunblaðsins 2. og 9. maí 2004. Aths. ritstj. Sá tölulegi samanburður, sem forsetaembættið vitnar til í at- hugasemd sinni, var í orðréttri til- vitnun í vefritið andríki.is. Hefði forsetaembættið mátt geta þess í athugasemd sinni. Rangar forsendur Athugasemd frá skrifstofu forseta Íslands ORKUVEITA Reykjavíkur segir í umsögn sinni til iðnaðarnefndar Al- þingis um frumvarp iðnaðarráðherra um breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu að það samræmist engan veginn samkeppn- issjónarmiðum raforkulaga eða al- mennum sjónarmiðum um jafnræði og gagnsæi að yfirmaður tveggja raf- orkufyrirtækja á samkeppnismarkaði [iðnaðarráðherra] veiti einnig leyfi til rannsóknar og nýtingar. Gera þurfi breytingar á lögunum og færa leyf- isveitingar til annars aðila, sem sé óháður iðnaðarráðherra, ráðuneyti hans og undirstofnunum. Sækja um rannsóknarleyfi með forgang til nýtingar „Orkuveita Reykjavíkur gerir ekki athugasemdir við framlagningu frum- varpsins eða efni þess og telur til bóta að hægt verði að sækja um rannsókn- arleyfi á vatnsafli til raforkufram- leiðslu. Af því leiðir að hægt verður að sækja um rannsóknarleyfi með for- gang til nýtingar og síðan virkjunar- leyfi leiði athuganir í ljós að hag- kvæmt sé að virkja vatnsaflið til raforkuframleiðslu,“ segir í umsögn- inni sem undirrituð er af Hjörleifi B. Kvaran hrl. fyrir hönd OR. Bent er á að samkeppni hafi verið innleidd hér á landi í vinnslu raforku. Skv. lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu veiti iðnaðarráð- herra rannsóknarleyfi og leyfi til nýt- ingar. „Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir breytingu á þessu fyrirkomu- lagi. Iðnaðarráðherra er einnig yfir- maður Rafmagnsveitna ríkisins sam- kvæmt lögum 58/1967 og fer með hlut ríkisins í Landsvirkjun og skipar þar formann stjórnar samkvæmt lögum nr. 42/1983,“ segir í umsögn OR. OR gerir athugasemdir við frumvarp um rannsóknir og nýtingu á auðlindum Gagnrýna leyfisveit- ingarvald ráðherra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.