Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 42

Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 42
42 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.20 B.i. 12Sýnd kl. 5.20 eee -M.M.J. Kvikmyndir.com eee -H.J. Mbl. eee -L.I.B.Topp5.is Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára FRÁ LEIKSTJÓRA GROUND- HOG DAY OG ANALYZE THIS Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna kl. 5.40, 8 og 10.20 Alls ekki fyrir viðkvæma Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr hversu langt myndir þú ganga til að halda lífihversu langt myndir þú ganga til að halda lífi Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGA- DAGSKVÖLD HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! BAD SANTA JÓLAMYND Í ANDA eeee Ó.Ö.H / DV Sími 564 0000Miðasala opnar kl. 15.30 Jólamyndin 2005 Upplifðu ástina og kærleikann Hún er að fara að hitta foreldra hans …hitta bróður hans …og hitta jafnoka sinn Jólamyndin 2005 Upplifðu ástina og kærleikann Hún er að fara að hitta foreldra hans …hitta bróður hans …og hitta jafnoka sinn Sara Jessica Parker tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára eee S.K. DV eee Topp5.is eee S.V. Mbl. Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 6 og 8 B.i. 16 ára KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGA- DAGSKVÖLD BAD SANTA JÓLAMYND Í ANDA eeee Ó.Ö.H / DV Sýnd kl. 6 B.i. 16 ára *** M.M.J. / Kvikmyndir.com “The Family Stone er bráðfyn- din en ljúfsár gamanmynd” ÞEGAR Brent Runyon var fjórtán ára gamall fór hann heim til sín úr skólanum, fór inn á bað í baðslopp með hettu, hellti yfir sig bensíni og kveikti í. Hvers vegna veit enginn og líklega ekki hann sjálfur, en af sögu hans sjálfs, sem kom nýverið út, má ráða að hann hafi eiginlega gert það til að komast hjá því að vera kallaður fyrir skólastjóra vegna óknytta – svo fáfengilegt sem það nú virðist. Runyon komst lifandi úr þessum skelfingaratburði, en naumlega þó, brenndist mjög illa á 85% líkamans og þurfti að liggja mánuðum saman á sjúkrahúsi og ganga í gegnum kvalafulla endurhæfingu áður en hann gat snúið aftur heim. Þessi atburður hafði að vonum mikil áhrif á líf Runyons og hefur enn. Hann náði að vinna upp árið sem hann eyddi á sjúkrahúsi og í endurhæfingu og ljúka grunn- skólanámi með jafnöldrum sínum. Þegar komið var í framhaldsskóla byrjaði hann síðan að velta fyrir sér atburðum æskunnar og setti saman stuttmyndir þar sem hann skeytti saman bútum úr gömlum fjöl- skyldumyndum og myndskeiðum af sér á spítala. Í framhaldinu tók hann síðan að skrifa minningaþætti sem fluttir voru í útvarpi og loks bókina sem hér er gerð að umtals- efni. The Burn Journals er ekki bein- línis skemmtilesning en þó þannig skrifuð að maður getur varla lagt hana frá sér. Runyon reynir greini- lega að segja söguna blátt áfram og án þess að reyna að réttlæta atferli sitt, en smám saman nær lesandinn að skyggnast inn í hugskot hans og sjá að þar var margt í ólagi áður en hann greip til þess örþrifaráðs að reyna að svipta sig lífi. Á yfirborð- inu var allt í lagi, fjölskyldan sam- heldin, bjó í eigin húsi við traustan fjárhag, Runyon vinmargur og vin- sæll í skóla. Innra með sér glímdi hann aftur á móti við tilfinningar sem hann gat ekki útskýrt og trauðla ráðið við. Bókin er skrifuð fyrir unglinga og þannig markaðssett, en full- orðnir hefðu ekki síður gaman og gagn af að lesa hana. Einkar vel skrifuð saga og forvitnileg sem hlýtur að rata á íslensku áður en langt um líður. Brennt barn The Burn Journals, minningabók eftir Brent Runyon. Penguin gefur út 2005. 374 síðna kilja. Árni Matthíasson HÁTÍÐARMÓTTAKA var haldin í Vetrargarðinum í Smáralind á laug- ardaginn þegar Ungfrú heimur 2005, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, kom til landsins en hún sigraði í keppninni sem fór fram í borginni Sanya í Kína fyrir rúmri viku. Fjöl- margir höfðu safnast saman til þess að fagna fegurðardrottningunni, þar á meðal forsætisráðherra Ís- lands, Halldór Ásgrímsson, og talið er að um 10 þúsund manns hafi beðið fegurðardrottningarinnar í Vetrargarðinum. Unnur virtist al- sæl með móttökurnar. Brosti hún breitt og sendi viðstöddum fing- urkossa. Unnur Birna hélt til Sanya í Kína 9. nóvember síðastliðinn og er því búin að vera í burtu í tæplega 6 vikur. „Þetta verður örugglega alveg æðislegt ár og þetta er tækifæri sem örfáir fá í lífinu. Ég er alveg í skýjunum,“ sagði Unnur Birna í samtali við Morgunblaðið. Unnur Birna er 21 árs og er á 1. ári í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún segist ekki vita hvaða áhrif sigurinn muni hafa á nám hennar í lögfræði en hún mun starfa á vegum keppninnar og ferðast til allra heimsálfanna og dvelja þar í um einn mánuð í senn en koma heim á milli. Unnur Birna fékk skeyti frá bæði forseta og forsætisráðherra og seg- ir hún að það hafi verið alveg gíf- urlegur heiður að fá þau. Morgunblaðið/Eggert Unnur Birna var hrærð yfir móttökunum í Vetrargarðinum. Hér er hún ásamt Juliu Morley, eiganda Miss World. Ungir aðdáendur Unnar Birnu fengu veggspjöld af fegurðardrottningunni. Unni Birnu vel fagnað í Vetrargarðinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.