Fréttablaðið - 01.02.2003, Qupperneq 16
Risastórt hjarta, lýst bleikumneonljósum, er ef til vill ekki
það fyrsta sem manni dettur í hug
þegar forsetasetur ber á góma.
Einu slíku var þó komið fyrir í
kastalanum í Prag þar sem Vaclav
Havel, leikritaskáldið sem gerðist
forseti, ræður ríkjum þar til á
morgun. Hjartað lét hann setja
upp í nóvember síðastliðnum þeg-
ar haldið var upp á að 13 ár voru
liðin síðan kommúnistastjórnin í
Tékkóslóvakíu hrökklaðist frá
völdum. „Hjarta er tákn ástar,
skilnings og háttprýði. Það var
nokkuð sem fylgdi okkur í flauels-
byltingunni,“ sagði forsetinn frá-
farandi við það tækifæri.
Fjarlægur og íhugull
Ef til vill á enginn einstakling-
ur það frekar skilið en Havel að
teljast táknmynd umbyltingarinn-
ar þegar þjóðir Austur-Evrópu
brutust undan oki kommúnism-
ans, táknmynd tímans þegar hver
kommúnistastjórnin á fætur
annarri missti fótanna og lýðræð-
ið ruddi sér braut. Maðurinn sem
leiddi Tékka á braut nýrra tíma.
Leikritaskáldið gamla, heim-
spekingurinn sem hefur verið
nefndur sem einn af mikilhæfustu
Evrópumönnum 20. aldarinnar, er
nú 66 ára. Heilsa hans hefur verið
tæp síðan hann fór í aðgerð vegna
lungnakrabbameins og sjálfur er
hann orðinn fjarlægur og hneigð-
ur til sjálfsskoðunar, fyrirmynd-
arsamfélagið sem hann sá fyrir
sér er langt frá því að vera orðið
að raunveruleika.
Fyrir 13 árum bauð almenn-
ingur kommúnistaveldinu birg-
inn með því að mála slagorðið
„Havel í kastalann“ á húsveggi í
borginni. Nú er almenningur orð-
inn alvanur hversdagslegu þrasi
stjórnmálamanna eftir fall
kommúnismans, hagsveiflum
markaðshagkerfisins, verðhækk-
unum og atvinnuleit. Fáir veita
Havel mikla athygli og síður
draumi hans um hið fullkomna
lýðræði sem átti að koma í stað
40 ára einræðis kommúnista sem
hann nefndi fjarstæðulandið.
„Hættu að tala um alla ástina
sem býr í hjarta þér og út-
skýrðu fyrir mér hvers vegna
appelsínur eru svona dýrar,“
segir Jana Ciglerova, sem 13
ára gömul horfði á Havel
borinn til valda á öxlum
fólksins. Þá vöruðu foreldr-
ar hennar, staðfastir komm-
únistar, hana við því að þar
færi viðsjárverður maður.
Hún tekur ekki undir það en orð
hennar endurspegla nokkuð hug
margra Tékka sem finnst forset-
inn hafa fjarlægst veruleika al-
mennings um of.
Sneri aftur til jarðar
Stutt er síðan Havel sagðist
hafa lært mikilvæga lexíu. Jafn-
vel skáld á forsetastóli geta ekki
gert raunveruleikann að öðru en
hann er. „Mér var í raun slöngvað
inn í heim ævintýra og síðan, á
árunum sem fylgdu í kjölfarið,
varð ég að snúa aftur til jarðar,“
sagði hann í ræðu sem hann hélt í
háskóla í New York. „Mér var
ekki gefin vernd frá því harka-
lega falli til jarðar, úr hinum
spennandi heimi uppreisnar-
mannsins í hversdaglegan heim
stofnanaveldis og vana.“
Þegar hann var fyrst valinn
forseti var það sem forseti
Tékkóslóvakíu. Örfáum árum
síðar var landinu skipt í tvennt,
Tékkland og Slóvakíu. Sumir
þökkuðu Havel að það tókst að
gera það átakalaust. Aðrir kunnu
honum litlar þakkir fyrir að gera
ekki meira til að halda
Tékkóslóvakíu saman.
Öðruvísi forseti
Bókmenntaafrekin eru ekki
það eina sem hefur greint Havel
frá öðrum þjóðhöfðingjum. Þegar
hann kom sér fyrir í forsetahöll-
inni tóku hann og aðstoðarmenn
hans upp á því að fara á fleygiferð
um gangana á hlaupahjólum. Með-
al fyrstu gestanna sem hann tók á
móti var Frank Zappa heitinn,
sem hefði víst ekki þótt aufúsu-
gestur á mörgum öðrum forseta-
setrum. Og sennilega hefði engum
öðrum þjóðhöfðingja dottið í hug
að setja risastórt bleikt neon-
hjarta á forsetahöll sína. Það
gerði Havel þó. Þar hefur logað á
hjartanu en þó ekki lengur en til
morguns, þá verður slökkt á því
þegar leikritaskáldið hverfur af
forsetastóli. Sá hinn sami forseta-
stóll bíður auður um sinn
þar til þingmenn hafa
valið arftaka
Havels, verkefni
sem enn sem
komið er hefur
reynst þeim um
megn. ■
FITLANDI VIÐ BINDISHNÚTINN
Það hefur verið sagt að Havel kunni
betur við sig í afslappaðri klæðnaði,
finnist betra að vera klæddur galla-
buxum en jakkafötum. Það verður
þó ekki komist hjá því að klæð-
ast formlegum fatnaði þeg-
ar menn eru í opin-
berum heim-
sóknum.
16 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR
Tékkar og Slóvakar fylktu sér um Vaclav Havel í flauelsbyltingunni
1989 þegar þjóðir Evrópu brutust undan oki kommúnista. Á morgun
hverfur leikritaskáldið úr stóli forseta rúmum 13 árum eftir að þjóðin
hvatti hann til forystu.
Forseti flauels-
byltingarinnar
kveður SÍÐASTA ÁRAMÓTAÁVARP FORSETANSÞað hefur verið í mörg horn að líta hjá Havel að undanförnu. Hann hefur ferðast til fjölda
landa í nokkurs konar kveðjuferð sinni sem forseti.
FORSETINN MEÐ FUNDARHAMARINN
Havel heldur hér á fundarhamri sem hann
gaf framkvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins við upphaf fundar þess í Prag í
nóvember. Við lok kalda stríðsins taldi
Havel Atlantshafsbandalagið vera búið að
glata tilgangi sínum en síðar barðist hann
fyrir aðild Tékklands að bandalaginu.
Mér var í raun
slöngvað inn í
heim ævintýra og síðan, á
árunum sem fylgdu í kjöl-
farið, varð ég að snúa aft-
ur til jarðar.
,,
Útsala
Okkar vinsæla vetrarútsala er hafin - einstakt tækifæri
20-50%afsláttur
Silfurskart Gullskart Úr - klukkur
allt að 50% 15-20% 20-40%
Vinsæla postulínið allt að 50% afsláttur
Laugavegi 61
Sími 552 4910 úrad. 552 4930
Betra líf-Kringlunni
Paradís- Laugarnesvegi 82
Gigtarfélag Íslands- Ármúla 5
Heilsubúðin NLFÍ- Hveragerði
Sólveig Stolzewald-Hellu