Fréttablaðið - 01.02.2003, Qupperneq 22
22 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR
Íslenska þjóðin deilir. Deilumálið er fyrirhugaðar fram-kvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjunar. Á Alþingi, í fjöl-
miðlum og á götum úti takast menn á. Gera má ráð fyrir
að stór hluti Íslendinga hafi ekki kynnt sér málið til hlít-
ar og því ekki gert upp hug sinn. En stöðugt bætist í hóp
þeirra sem hafa tekið afstöðu og fylkingarnar eru tvær,
með og á móti.
Stuðningsmenn virkjunar segja að ekki sé hægt að
mæla því í mót að framkvæmdin sé arðsöm. Þá sé virkj-
un umhverfisvæn því verið sé að endurnýta orku. And-
stæðingarnir telja fórnarkostnaðinn
of mikinn í ljósi þeirra miklu um-
hverfisáhrifa sem verði á hálendinu.
Ísland eigi að vera í forystu um-
hverfisverndar. Þjóðaratkvæða-
greiðslu er krafist.
Í lok ágústmánaðar tók sig saman
lítill hópur karla og kvenna og hóf
að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Kára-
hnjúkavirkjunar. Hópurinn kom saman klukkan tólf á há-
degi og stillti sér upp fyrir framan
styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austur-
velli. Þessi hópur hefur síðan þá haldið
uppi götumótmælum á sama tíma, á
sama stað, alls hundrað og einu sinni. Í
upphafi voru tuttugu manns mættir á
Austurvöll en á þriðjudag höfðu þrjú
hundruð manns safnast saman.
kolbrun@frettabladid.is
Tilboð
Varalitir 2 fyri 1
Naglalökk á ½ virði
Meðan birgðir endast
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR
„Fólk er í auknum mæli að átta sig
á hvers lags hryðjuverk eru að fara af stað
á hálendinu.“
Ragnhildur Gísladóttir:
Hryðjuverk
á hálendinu
Ragnhildur Gísladóttir söng-kona er á móti Kárahnjúka-
virkjun. Hún segir það vissulega
staðreynd að fólk hafi seint áttað
sig á mikilvægi þessara fram-
kvæmda frá umhverfissjónar-
miði. En það sé mikið gleðiefni
hversu margir hafi bæst í mót-
mælahópinn og eins hversu mikil
vakning sé nú að eiga sér stað
meðal landsmanna. „Fólk er í
auknum mæli að átta sig á hvers
lags hryðjuverk eru að fara af
stað á hálendinu með byggingu
Kárahnjúkavirkjunar. Ég er á
móti því að vera stimpluð hryðju-
verkamaður,“ segir Ragnhildur
ómyrk í máli. ■
Auður Laxness, eftirlifandieiginkona stórskáldsins
Halldórs Laxness, var stödd á
Austurvelli til að mótmæla fyr-
irhugaðri framkvæmd Kára-
hnjúka. Henni til halds og traust
voru dætur hennar Guðný og
Sigríður. Auður lét ekki snjó-
drífu aftra sér frá að taka þátt.
„Það er mikilvægt að mótmæla
þessari framkvæmd, leggja
málstaðnum lið og mæta,“ sagði
Auður aðspurð hvað henni væri
efst í huga. ■
Jökull Bergmann er andvígurframkvæmdum vegna Kára-
hnjúkavirkjunar. Hann segist
fullur gremju í garð Íslendinga,
hvort sem þeir séu fylgjandi
framkvæmdum við Kárahnjúka
eða andvígir. „Við eigum að vera
að mótmæla en gerum samt ekki
neitt. Persónulega vildi ég að Ís-
lendingar létu meira til sín taka
og að þeir létu meira í sér heyra.
Ég bjó lengi í Frakklandi og kann
ákaflega vel við þeirra aðferð
við að mótmæla hlutunum. Enda
eru það mótmæli sem skila ár-
angri.“ ■
Lítill hópur mótmæl-
enda kom saman í lok
ágústmánaðar á Austur-
velli til að mótmæla
Kárahnjúkavirkjun. Síð-
an þá hafa þátttakendur
stillt sér 101 sinni upp fyr-
ir framan styttuna af Jóni
Sigurðssyni. Þegar þau
byrjuðu voru þau tuttugu
talsins. Á þriðjudag voru
þau þrjú hundruð.
MÓTMÆLTU KÁRAHNJÚKAVIRKJUN
Hátt í þrjú hundruð manns voru á Austur-
velli til að mótmæla fyrirhugaðri fram-
kvæmd vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Auður Laxness:
Mikilvægt
að mótmæla
AUÐUR LAXNESS
Auður lét ekki snjódrífu aftra sér frá að taka þátt.
Jökull Bergmann:
Gremst fálæti Íslendinga
JÖKULL BERGMANN
„Við eigum að vera að mótmæla
en gerum samt ekki neitt.“
Mér er efst í huga hve mikið er íhúfi. Að þjóðin vakni til vit-
undar um gjörðir sínar og hafi ekki
eftir hið fornkveðna „þeir vissu
ekki hvað þeir gjörðu,““ sagði Ög-
mundur Jónasson, sem staddur var
á Austurvelli. Hann sagði vanga-
veltur manna um hvort barátta
væri um garð gengin fjarri lagi.
„Álver og virkjun eru eitt. Þessi
barátta sem nú hefur risið og þessi
mikla alda sem hefur risið í þjóðfé-
laginu til varnar náttúrunni er
mjög gleðileg,“ sagði Ögmundur að
lokum. ■
Ögmundur Jónasson:
Mikilvægt
að þjóðin
vakni
ÖGMUNDUR JÓNASSON
Mikið í húfi.
Mótmælafundur
númer 101 ALLIR SEM VETTLINGI GETA VALDIÐHrúga af vettllingum var á Austurvelli.Mótmælendur tóku sér einn vettling oglögðu fyrir framan Alþingishúsið. Þetta vargert til að leggja áherslu á að allir sem vett-lingi geta valdið mótmæli framkvæmdunum.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M