Fréttablaðið - 01.02.2003, Page 44

Fréttablaðið - 01.02.2003, Page 44
44 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR ÍSLAND Það er óhætt að segja að áhrifa handboltans hafi gætt víða þegar íslenska karlalandsliðið atti kappi við Spánverja á fimmtudag um sigur í milliriðli heimsmeistara- mótsins sem fram fer í Portúgal. Fólk sat sem fastast fyrir framan sjónvarpsskjáina, hvort sem það var eitt heima eða safnaðist saman fyrir framan risaskjái á veitinga- stöðum og verslunarmiðstöðvum. Þúsundir manna voru saman komin í verslunarmiðstöðinni Smáralind til að fylgjast með leiknum og styð- ja við bakið á „strákunum okkar“. Afar fáir voru á ferli á meðan leiknum stóð og er sjaldgæft að þjóðarsálin sameinist um slíka við- burði ef undan eru skilin þau ár sem Ísland hefur haft þátttökurétt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Því miður fóru Spánverjar með sigur af hólmi og leika því í undan- úrslitum heimsmeistaramótsins. Ís- lenska landsliðið leikur um 5.-8. sæti keppninnar og leikur því gegn Rússum á hádegi í dag. Íslenska landsliðið hefur svo sannarlega náð góðum árangri þótt flestir hefðu viljað sjá það komast lengra í heimsmeistarakeppninni. Ljósi punkturinn við mótið er þó að Ísland er best Norðurlandanna í handknattleik. Svíar og Danir fóru heim með skottið á milli lappanna eftir slæmt gengi í milliriðlum. ■ NELLY Getur því miður ekki komið fram á Brit-verðlaunahátíðinni þar sem systir hans er veik. Nelly hættir við Brit- verðlaunahátíðina: Situr yfir systur sinni TÓNLIST Söngvarinn Nelly getur ekki komið fram á Brit-verðlauna- hátíðinni þar sem systir hans er alvarlega veik. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja að Nelly, sem hefur verið tilnefndur sem besti karlkyns tón- listarmaðurinn, sé staddur í Bandaríkjunum að huga að systur sinni. Í stað Nelly munu David Gray og Blue bætast í hópinn en fyrir eru Pink, Coldplay, Sugababes, Avril Lavigne og Justin Timber- lake. Bæði Ms. Dynamite og Tom Jones munu koma fram með óvæntum gestum á hátíðinni, sem verður í London þann 20. febrúar. Mikill áhugi er fyrir verð- launaafhendingunni og seldust miðarnir upp á einum og hálfum tíma. ■ SKRAUTLEGIR SKÓR Spænski skóhönnuðurinn Manolo Blahnik sýnir hér nýjustu afurð sína í Hönnunar- safninu í London. Á safninu stendur yfir sýning Blahnik en ferill hans spannar um 30 ár. Hann hefur unnið með hönnuðum á borð við Calvin Klein, John Galliano og Christian Dior. Pondus eftir Frode Øverli Sumir myndu kjökra eins og nýfæddir hvolpar... aðrir hefðu gefist upp fyrir fullt og allt... Þó að það sé kominn febrúar... SAMEINUÐ STÖNDUM VÉR Fjöldinn allur af fólki safnaðist saman í Smáralind til að fylgjast með leik íslenska landsliðsins gegn Spánverjum á risaskjá. Ætla má að um þúsund manns hafi verið þar saman komin. BEÐIÐ EFTIR SÍMTALI Starfsmenn Úrvals-Útsýnar í Smáranum voru tilbúnir við símann til að taka við bókunum ef íslenska landsliðið hefði kom- ist í undanúrslit heimsmeistaramótsins. En því miður fyrir íslensku þjóðina og við- skiptin hjá ferðaskrifstofum tapaði Ísland fyrir Spáni og leikur því um 5.-8. sæti heimsmeistaramótsins. KOMA SVO Einbeitingin skein úr andliti þeirra sem söfnuðust saman í Vetrargarðinum í Smáralind og var fólk ekki feimið við að tjá sig um leikmenn eða dómara. AUÐAR GÖTUR Það var ekki sálu að sjá á ferli þegar íslenska landsliðið lék við Spánverjar á heimsmeis- taramótinu í handbolta sem fram fer í Portúgal. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Sumir hefðu fleygt sér á hnén og grátbeðið um miskunn... en ekki ég... ónei... ÞÚ ERT MINN! Ísland - Spánn: Þjóðarsálin sameinaðist um þjóðaríþróttina Nánari upplýsingar á heimasíðu Búseta, www.buseti.is og á skrifstofu félagsins í Skeifunni 19, sími 520-5788. Íbúðir til leigu, allar stærðir, eins lengi og þú þarft! 2ja til 4ra herbergja 60 m2 – 98 m2 íbúðir. Verð frá 60.000 – 92.000. Húsaleigubætur geta lækkað verð umtalsvert. Umsóknarfrestur til 3. febrúar nk. Umsóknar- og greiðsluskilmálar: Allir geta sótt um sem geta gert boðgreiðslusamning um leigugreiðslur. Ef umsækjendur eru fleiri en íbúðir í boði er dregið um röð umsækjenda. Enn er möguleiki á að tryggja sér íbúðir til langtímaleigu. Í Þorláksgeisla eru lausar til umsóknar 60 íbúðir með sérinngangi sem afhendast í apríl, maí, ágúst og september. 38 tveggja herbergja 16 þriggja herbergja 6 fjögurra herbergja Allt innifalið nema rafmagn íbúðar, líka ísskápur!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.