Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2003, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 22.03.2003, Qupperneq 20
Ég er frá Axarfirði í Norður-Þingeyjarsýslu. Af bændum komin og hreykin af því,“ segir Gréta Ólafsdóttir kvikmynda- gerðarmaður sem hefur verið búsett í Bandaríkjunum í ríflega tuttugu ár. Hún stóð fyrir nokkrum árum að gerð heimild- armyndarinnar „The Brandon Teena Story“, sem vakti mikla athygli um heim allan, en sagan sem er sögð í þeirri heimildar- mynd – af hörmulegum örlögum stelpu sem klæddi sig og hagaði sér eins og strákur – varð síðar að kvikmyndinni Boys Don’t Cry. Gréta er stödd hér á landi um þessar mundir. Hún og sam- starfskona hennar og sambýlis- kona, Susan Muska, hafa nú gert aðra heimildarmynd í samein- ingu. Sú mynd fjallar um konur og stríð og ber nafnið Women: The Forgotten Face of War. Hún er gerð meðal annars með styrk frá Rockerfeller-stofnuninni í Bandaríkjunum, hefur farið víða og jafnan vakið mikið um- tal, enda á efniviðurinn mikið erindi við samtímann. Enginn hafði áhuga á Rúanda „Myndin er tæplega ársgöm- ul,“ segir Gréta. „Eftir að hafa klárað The Brandon Teena Story fórum við Susan að rannsaka þjóðarmorð og áhrif þess á líf kvenna. Við ætluðum upphaflega að gera mynd um líf kvenna í Rú- anda og á Balkanskaga eftir þjóðarmorðin þar. Við höfðum safnað miklu efni og áttum feik- inóg til þess að gera mynd. Síðan gerist það að við fengum styrk- inn, og þá er það akkúrat á sama tíma og árásir Nató á Serbíu og Kosovo eru að hefjast. Við ákváðum því að fara til Albaníu. Það reyndist líka vera lítill áhugi á mynd um Rúanda á þessum tíma og erfitt að fá viðbótar- styrki til að klára það dæmi. Fyrst um sinn tókum við viðtöl við ríflega hundrað konur í flóttamannabúðum. Strax eftir að loftárásunum lauk fórum við inn í Kosovo og fylgdum þá um 10 konum. Sögur fimm kvenna rötuðu síðan inn í myndina á end- anum. Við fylgdum þeim í tvö ár og kynntumst lífi þeirra mjög vel.“ Gréta segir það mikinn mis- skilning að allt falli í ljúfa löð þegar stríði lýkur. Ekki síst fyrir konur er það í lok stríðsins sem ýmis vandamál gera vart við sig og ný barátta hefst. „Konurnar koma heim eftir stríðið og það stendur ekkert uppi,“ segir Gréta. „Þær þurfa að byggja upp allt sitt líf frá grunni. Ef þær hafa lent í nauðgunum eru þær brennimerktar fyrir lífstíð og munu aldrei lifa eðlilegu lífi.“ Átakanlegar sögur Sögurnar sem konurnar segja í myndinni eru af mismunandi toga. Ein er eldri kona, á áttræð- isaldri. Níu manns í hennar fjöl- skyldu voru myrtir af Serbum, átta karlmenn og ein kona. Nú býr hún ein á bóndabæ og reynir að draga fram lífið innan um ná- granna sem flestir eru börn og konur í svipaðri stöðu og hún. „Þarna segir líka frá konu sem var rétt tæplega þrítug þegar stríðið hófst og lenti í fjölda- nauðgunum. Hún reynir að búa með fjölskyldu sinni með þær hörmungar á bakinu. Hún hafði verið gift áður, en maðurinn fór frá henni.“ Þá greinir einnig frá ungri stúlku, sem var um 16 ára á þess- um tíma. Faðir hennar hafði ver- ið handtekinn á leiðinni út úr Kosovo og lent í fangelsi í Serbíu í kjölfarið. Önnur stúlka varð viðskila við fjölskyldu sína þegar stríðið hófst. Þegar Gréta og Sus- an hittu hana í flóttamannabúð- unum í Albaníu vissi hún ekki hvort fjölskylda sín væri lífs eða liðin. Stúlkan finnur síðan fjöl- skyldu sína í Kosovo að loknu stríðinu, eins og heimildarmynd- in greinir frá. „Sögurnar ná þannig yfir nokkuð breiðan skala og gefa góða mynd af öllu því sem konur ganga í gegnum eftir að stríði lýkur,“ segir Gréta. „Sú reynsla er mjög alþjóðleg. Þessar konur gætu alveg eins verið frá Austur- Tímor eða annars staðar. Stríð er alltaf hörmulegt.“ Sagan af Brandon Teena Gréta lærði ljósmyndun, og reyndar einnig kvennafræði, og starfaði áður sem ljósmyndari í New York, þar sem hún býr enn. The Brandon Teena Story varð til í kjölfar þess að þær Susan ráku augun í pínulitla frétt í smáblaði. Fréttin var um stúlku og tvo vini hennar, sem höfðu verið myrt í Nebraska. Stúlkan var Teena Brandon, sem hafði náð að sann- færa fólk í kringum sig um að hún væri strákur, með því að klæða sig og haga sér eins og strákur, og hafði meðal annars breytt nafni sínu í Brandon Teena í því skyni. „Við pikkuðum þetta upp um leið,“ segir Gréta. „Susan var komin til Nebraska mánuði eftir að atburðirnir áttu sér stað til þess að taka viðtöl og safna heim- ildum.“ Þetta var fyrsta heimildar- myndin sem Gréta og Susan gerðu. Þær höfðu ekki ákveðið fyrir fram að gera mynd, heldur var það efnið sem rak á fjörur þeirra, með fréttinni um Brandon Teena, sem gerði það að verkum að þær ákváðu að slá til. „Efnið kom til okkar,“ segir Gréta. „Við urðum bara að ákveða hvort við ætluðum að stökkva á það eða ekki.“ Í dag er The Brandon Teena Story „cult“-mynd sem gengur endalaust í útleigu og í sýningum. Ekki sakar heldur að kvikmyndin sem byggir á heimildarmynd Sus- an og Grétu, Boys Don’t Cry, er mjög góð bíómynd sem hlaut feikigóðar viðtökur. Sorgardagar undanfarið Gréta er vægast sagt ekki mikill stuðningsmaður innrásar í Írak. „Þetta stríð er ekki háð í mínu nafni,“ segir hún. „Mér finnst þetta hafa verið sorgar- dagar undanfarið. Óvirðingin við Sameinuðu þjóðirnar er gríðar- leg. Þetta getur ekki staðist al- þjóðalög.“ Gréta segir sérkennilegt að búa í Bandaríkjunum um þessar mundir. Persónufrelsi hefur ver- ið skert þar til muna að hennar sögn. „Það er mjög dæmigert fyrir stríðstíma,“ segir Gréta, „sérstaklega þegar hægri stjórn er við völd. Hægri menn nota alltaf tækifærið til að herða alls konar lög varðandi persónufrelsi og annað. Þess eru fjölmörg dæmi í sögunni. Ég er náttúru- lega ekki arabi, en ég segi það al- veg hiklaust að það er ekki auð- velt að vera arabi, og raunar ekki múslimi heldur, í Bandaríkjun- um núna.“ Gréta segir mikið vera um mótmæli gegn stríði í Bandaríkj- unum, en fregnir af því rati hins vegar ekki alltaf til Evrópulanda. „Fólk heyrir allt of lítið um mót- mæli í Bandaríkjunum. Fjölmiðl- unum er stjórnað svo geysilega og aldrei meira en nú. Í vikunni hafa til dæmis verið mótmæli í New York og í fleiri borgum um öll Bandaríkin.“ Mun halda sig frá stríðssvæðum Þær Gréta og Susan vinna myndir sínar algerlega upp á eigin spýtur. Búast má við að mynd þeirra um konur og stríð verði sýnd hér á landi í haust, en þá fer fram ráðstefna í Reykja- vík á vegum Unifem og kvenna- fræðiskorar HÍ. Elisabeth Rehn, höfundur nýútkominnar skýrslu um konur, stríð og frið, mun meðal annars tala á þeirri ráð- stefnu. Gréta segir ekki ólíklegt að myndin verði þá jafnframt sýnd nokkra daga í bíóhúsi. Um- ræður standa jafnframt yfir við sjónvarpsstöðvar um sýningar á myndinni. Gréta segir myndina kveikja miklar umræður, hvar sem hún er sýnd. „Við höfum sýnt hana úti um allt og meðal annars í mörgum háskólum í Bandaríkj- unum,“ segir Gréta. „Það er al- gengt að ríflega klukkutími fari í spurningar og svör á eftir sýn- ingum.“ Grétu finnst mikilvægt að myndir sínar skapi umræðu. Hún segir algengt að fólk sé haldið miklum ranghugmyndum um stríð og hvað gerist í stríði, og því sé myndin mikilvæg. „Fréttaflutningur af stríði ein- kennist af því að fólk fær fimm sekúndur héðan og þaðan, sér grátandi konu, særðan mann, og svo framvegis,“ segir Gréta. „Fólk nær aldrei að tengjast þessu fólki og upplifa það sem gerist raunverulega.“ Gréta vill lítið gefa upp um það hvert næsta verkefni verð- ur. Hún segir þó að hún ætli ekki að fjalla meira um stríð í bili. „Ég held að ég haldi mig frá stríðssvæðum,“ segir hún. „Það er líka þannig, að eftir að við gerðum Brandon Teena Story héldu allir að við ætluðum bara að gera myndir um samkyn- hneigða. Nú heldur fólk að við ætlum bara að gera myndir um stríð. Fólki finnst þægilegt að tala um mann þannig, að setja mann í lítinn kassa. En ég passa ekki í neinn kassa. Lífið er líka svo skemmtilegt að því leyti að maður veit aldrei hvað gerist. Það getur allt gerst.“ gs@frettabladid.is 20 22. mars 2003 LAUGARDAGUR Gréta Ólafsdóttir frá Axarfirði í Norður-Þingeyjarsýslu hefur búið í Bandaríkjunum undanfarna tvo áratugi. Hún er annar höfundur heimildarmyndarinnar „The Brandon Teena Story“. Nú hefur hún ásamt sam- starfskonu sinni gert aðra mynd, um konur og stríð. Stríð er alltaf hörmulegt GRÉTA ÓLAFSDÓTTIR Að hennar mati fær fólk alls ekki rétta mynd af stríði í daglegum fréttaflutningi fjölmiðlanna. Mynd hennar og Susan Muska um konur og stríð vekur jafnan mikið umtal, hvar sem hún er sýnd. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI Konurnar koma heim eftir stríðið og það stendur ekkert uppi. Þær þurfa að byggja upp allt líf sitt frá grunni. Ef þær hafa lent í nauðgunum eru þær brennimerktar fyrir lífstíð. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.