Fréttablaðið - 22.03.2003, Side 29

Fréttablaðið - 22.03.2003, Side 29
29LAUGARDAGUR 22. mars 2003 Ég fór að reka þennan söluturnfyrir tæpum sjö árum þegar ég varð ekkja,“ segir Ósk Auðuns- dóttir, verslunarmaður í Tjarnar- turninum í Vonarstræti í Reykja- vík. „Þegar maðurinn minn lést fannst mér ég ekki hafa neitt við tímann að gera. Ég ákvað þá að halda áfram að vinna.“ Ósk er gjörkunnug verslun því hún starfaði í Rammagerðinni í 20 ár og svo í 30 ár í verslun með eigin- manni sínum, sem var gullsmiður. Ósk er orðin 75 ára, en segist ekki geta hugsað sér að hætta að vinna. „Ég hef opið á virkum dögum til sex, en aldrei um helgar. Ég hef kynnst ákaflega mörgu góðu fólki í tengslum við þetta starf, en hingað kemur aðallega fólk sem vinnur í grenndinni.“ Ósk segir ekki algengt að fólk á hennar aldri stundi fulla vinnu. „En þetta gefur mér ákaflega mikið og ég myndi hvetja eldra fólk sem hefur heilsu og aðstöðu til að sinna einhverju starfi, að gera það,“ segir Ósk feimnis- lega að lokum. ■ hárið gerðu fjölmiðlar mikið úr því að ég væri að skipta um ímynd til þess að fanga athygli. Það var bara vitleysa því ég hefði hvort eð er gert þetta. Fólk segir að ég hafi breyst mikið en líf mitt er alveg eins. Fólk kemur eins fram við mig.“ Þannig að ljóskur skemmta sér ekkert betur? “Ég veit ekki hvort það tengist hárlitnum mínum eitthvað en ég skemmti mér miklu betur núna en áður. Kannski skemmta dökk- hærðu stelpurnar sér bara best?“ En hvað um að gera aðra sóló- plötu? „Já, mig dauðlangar til þess. Þegar ég finn tíma ætla ég að reyna aðbyrja, vonandi. Það voru margir sem komu við sögu á síð- ustu plötu. Ég samdi lögin með sænskum strák sem heitir Niclas Frisk. Upptökustjórinn minn var Mark Linkous úr Sparklehorse. Svo fékk ég glás af hljóðfæraleik- urum til þess að taka þátt. Ég var alls ekki ein.“ Þú gafst sólóplötuna ekki út undir eigin nafni heldur notaðir nafnið A Camp í staðinn. Finnst þér óþægilegt að vera andlit út á við? „Örlítið kannski. Önnur ástæða fyrir því að ég gaf þetta út undir nafninu A Camp en ekki mínu er að það voru svo margir sem komu að gerð plötunnar. Svo er miklu meira spennandi að nota eitthvert annað nafn en mitt.“ Svo þú vildir stjórna en ekki vera ein? „Nákvæmlega. Það er lang best, að stjórna og vera ekki ein. Það er stærsti sigurinn.“ Og þér finnst auðheyranlega gaman að vera hluti af hópi. „Mér finnst skelfileg tilhugsun að vera alein. Þegar ég hitti starfsfélaga sem eru sólólista- menn fyllist ég aldrei öfund. Mér finnst frekar að þeir ættu að reyna að komast í hljómsveit. Þannig er maður alltaf verndaður og aldrei einn. Þá getur maður deilt góðu og slæmu stundunum með einhverjum. Ég elska það.“ Ullarpeysurnar á Íslandi Eins og áður sagði komu The Cardigans til Íslands árið 1995, stuttu eftir útgáfu annarrar plöt- unnar „Life“. Þau léku á Hótel Ís- landi, núverandi Broadway, ásamt hljómsveitinni Ray Wonder og ís- lensku „surf“-sveitinni Brim. Eft- ir það hoppuðu þau upp í rútu og héldu tónleika fyrir nær tómum Sjalla á Akureyri. „Það var ótrúlega gaman. Ég hef enn ekki hitt margar sveitir sem hafa farið í tónleikaferð um Ísland. Það var það besta. Við erum ekki búin að ganga frá tón- leikaáætlun okkar. Ég hef heyrt af tónleikahátíð sem er haldin á hverju ári. Það væri frábært ef þeir bæðu okkur um að koma. Okkur dauðlangar. Ef ég kemst ekki til Íslands vegna vinnunnar þá kem ég bókað til þess að fara í frí.“ Ég man að ég sá þig syngja eitt lag með Ray Wonder á tónleikum þeirra í Norðurkjallara MH. „Já, ég var mjög stressuð. Mér líður yfirleitt hálfundarlega áður en ég fer upp á svið í öðruvísi um- hverfi en með minni hljómsveit.“ Þið komuð hingað síðast á vor- mánuðum í leiðindaveðri, náðuð þið að skoða eitthvað? „Já, einn strákanna í Ray Wonder var bróðir einhvers sem vann fyrir eitthvert blað á Ís- landi. Þannig að þetta voru einkaaðilar sem buðu okkur að koma. Við fengum því allan ferðamannapakkann. Skoðuðum Bláa lónið, allar athyglisverðu plötu- og fatabúðirnar og svo- leiðis. Við bjuggum meira að segja heima hjá þessum strák. Þetta var sko ekki líf á hótelher- bergjum. Það er alltaf miklu skemmtilegra að gera eitthvað svona. Skrifaðu endilega að okk- ur langi til að spila á þessari tón- leikahátíð.“ Að lokum lofaði ég henni því, og stend hér með við það. Hún má líka alveg sofa í sófanum hjá mér ef hana vantar svefnpláss. Fjórða breiðskífa The Cardig- ans, „Long Gone Before Daylight“, kemur í plötubúðir á mánudag. biggi@frettabladid.is ÓSK AUÐUNSDÓTTIR Hefur gaman af starfinu sínu, sérstaklega þegar mikið er að gera. Getur ekki hugs- að sér að hætta FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M ■ STARFIÐ MITT CARDIGANS Dauðlangar að koma aftur til Íslands.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.