Fréttablaðið - 22.03.2003, Page 48

Fréttablaðið - 22.03.2003, Page 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR www.IKEA.is Plopp! Var á leið í samkvæmi sem égvissi að gæti breytt lífi mínu. Ef þá ekki öllum heiminum. Kominn í mitt fínasta púss. Versace-fötin fóru vel og það stirndi á Armani-gleraug- un í speglinum. Var á þeim sjald- gæfa punkti þar sem glæsileikinn verður nánast ómótstæðilegur. Sjálfsöryggið þétt og þægilegt. Fannst mér. Datt þá í hug að fullkomna verkið með því að bursta tennurnar. Smáat- riði sem getur þó skipt sköpum í ná- vígi. Fann þá að það blæddi lítillega úr tannholdi við innsta jaxl til vinstri í efri gómi. Ákvað að flossa aðeins allt heila stellið að ráði tannlæknis. Gekk vel þar til ég kom að framtönn- unum. Plopp! Fylling á milli framt- annanna skaust út í loftið og small á baðherbergisspegilinn eins og skot í myrkri. Hljóð sem aldrei gleymist. Og sjónin sem blasti við ekki heldur. Hefði svo sem verið í lagi ef þetta hefði verið venjuleg fylling. En þetta var hringlaga fylling sem skildi eftir gat í framtönnunum sem líktist einna helst kýrauga. Glæsileikinn hrundi. Það sem áður var ómótstæði- legt var nú fáránlegt. Í speglinum. Ákvað að ræsa út tannlækninn. Tannlæknirinn minn er kona. Þeim vefur maður um fingur sér á stund- um sem þessum frekar en körlum. Náði sambandi í gegnum gervitungl og varpaði öndinni léttar þegar ég heyrði röddina. En ekki lengi: „Ég er á skíðum í Austurríki,“ var svarið sem ég fékk eftir að hafa lýst óför- um mínum á snyrtingunni. Allt féll. Engin ráð. Sigrar kvöldsins runnu út í sandinn. Lagði Versace og Armani til hlið- ar. Fór í gallabuxur og slitinn bol. Ristaði mér brauðsneið með osti. Hellti mjólk í glas og kveikti á sjón- varpinu. Horfði á ævintýri og afrek á skjánum. Þau sömu og ég hafði sjálfur ætlað að vinna í samkvæm- inu sem hefði getað breytt lífi mínu. Og jafnvel heiminum. Allt við það sama. 50% afsl. í dagí Nammilandi Hagkaup Smáralind og Kringlunni ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 20 57 8 03 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 www.IKEA.is IRIS bómullarmotta 70x130 SYLLING gestarúm 80x195 DANBO svefnsófi 110x195 Áklæði má taka af og þvo 490,- 29.900,- ROSALINDA púði 1.250,-3.450,- KÄRLEKSÖRT rúmföt 150x210/50x60 990,- Slappaðu af ! Hvíldardagar - út mars

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.