Fréttablaðið - 06.09.2003, Side 11
debenhams
S M Á R A L I ND
n‡tt Merki
um frelsi
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
2
21
20
09
/2
00
3
Enn bætast n‡ merki vi› frábært úrval merkjavöru
í Debenhams Fyrir konur, karla og börn. DEBENHAMS -
Merki um frábært úrval, hagstæ› kaup og flægilegt
andrúmsloft.
LAUGARDAGUR 6. september 2003 11
Þorvaldur Gylfason prófessor ferí svolitla hugarleikfimi í Frétta-
blaðinu fimmtudaginn 4. septem-
ber. Veltir hann fyrir sér hvaða eft-
irmæli Ólafur Thors hefði fengið
sem stjórnmálamaður ef hann hefði
hætt stjórnmálaafskiptum 1959,
þremur árum fyrir sjötugt, þ.e. áður
en Viðreisninni var hrint í fram-
kvæmd.
Svar Þorvaldar er: „Ólafur Thors
hefði þá að minni hyggju fengið litlu
skárri eftirmæli en Jónas Jónsson
frá Hriflu, ef hagstjórn er höfð til
marks, því að þessir tveir menn
voru höfuðarkitektar og ábyrgðar-
menn helmingaskiptareglunnar,
sem hefur markað og mengað ís-
lenskt samfélag allar götur síðar.“
Við þessi ummæli hef ég sitt-
hvað að athuga. Og held raunar að
torvelt sé að koma þeim heim og
saman við staðreyndir íslenskrar
stjórnmála- og hagsögu.
Heilaspuni og veruleiki
Fyrst er ástæða til að nefna, að
það uppátæki að velja að hentug-
leika eitthvert tiltekið ár á ferli
stjórnmálamanns og velta fyrir sér
eftirmælum hans, ef ferlinum hefði
þá lokið, getur verið skemmtilegur
heilaspuni, ekki síst á kaffihúsum
og skrafstofum háskólasamfélags-
ins svonefnda. Gaman væri að vera
kominn aftur á þær slóðir! Reynum
fyrir okkur: Hvað ef Gylfi Þ. Gísla-
son, svo annar víðkunnur stjórn-
málaforingi 20. aldar sé nefndur,
hefði hætt afskiptum af stjórnmál-
um 1947? Væri þá ekki hið alræmda
haftaplagg Álit hagfræðinganefnd-
arinnar pólitísk eftirmæli hans?
Jafnvel þótt við bættum tíu árum
við og settum punkt Gylfa fyrir aft-
an árið 1958 og læsum þingræður
hans frá þeim tíma yrði það honum
til lítils álitsauka ef mælikvarðinn
væri hagstjórn í anda frjálsra við-
skipta. Heldur þættu manni þetta
hvort tveggja dapurlegar vörður
miðað við þann myndarlega bauta-
stein sem Gylfi reisti sér sem við-
skiptaráðherra Viðreisnarinnar.
En svona vangaveltur leiða okk-
ur því miður skammt. Hitt er þó
mikilvægara að þegar við flytjum
okkur úr hugmyndasmiðjunni yfir á
vettvang veruleikans kemur í ljós
að til að halda Ólafi Thors með ör-
yggi í félagsskap haftamanna hefði
Þorvaldur þurft að hverfa áratug
lengra aftur í tímann. Þótt kynlegt
sé virðist Þorvaldur hafa gleymt
forgöngu Ólafs að fyrra viðreisnar-
tilhlaupinu 1949 til 1950. Var Ólafur
þá forsætisráðherra í minnihluta-
stjórn Sjálfstæðisflokksins sem
beitti sér fyrir því á grundvelli hins
fræga hagfræðiálits Benjamíns Ei-
ríkssonar að horfið væri frá ríkj-
andi hafta- og styrkjastefnu. Varð
umtalsverður árangur af þessu
frumkvæði Ólafs og annarra for-
ingja sjálfstæðismanna, einkum
Bjarna Benediktssonar, þegar
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur störfuðu saman í ríkisstjórn
fram til 1953. Var þó við að etja öfl-
uga mótstöðu jafnaðarmanna og
sósíalista sem voru svarnir hafta-
sinnar. Ekki tókst þó að ljúka því
verki sem hafið var og í ýmsum
veigamiklum atriðum horfið til
fyrri hátta næstu árin, ekki síst á
tíma Vinstri stjórnarinnar 1956 til
1958, en grundvöllurinn hafði verið
lagður og akurinn plægður. Er eng-
um blöðum um það að fletta að þátt-
ur Ólafs Thors í „Viðreisninni fyrri“
1950 hefði tryggt honum bærileg
eftirmæli í hagsögu okkar jafnvel
þótt honum hefði ekki auðnast að
fylgja hinni eiginlegu Viðreisn úr
hlaði.
Ekki benda á Jónas
Sú kenning að Jónas Jónsson frá
Hriflu hafi sem fulltrúi Framsókn-
arflokksins í bankaráði Landsbank-
ans verið annar höfuðsmiða „helm-
ingaskiptakerfis“ Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks er satt
að segja ansi hæpin sagnfræði.
Jónas var að sönnu mikill valda-
maður á fyrri tíð, en það var einkum
á þriðja og fjórða áratugnum. Eftir
það dró mjög úr áhrifum hans og
þau voru tæpast nokkur orðin þegar
höftin, sem „helmingaskiptin“
grundvölluðust og nærðust á, voru
innleidd eftir stríð. Er hugtakið
„helmingaskiptakerfi“ raunar af-
skaplega óljóst og vísar til miklu
flóknara fyrirbæris en svo að rétt-
mætt sé að tala um það sem eitt-
hvert samningabrall Ólafs Thors og
Jónasar frá Hriflu á bankaráðs-
fundum í Landsbankanum. Veitum
því líka athygli þegar við ræðum
um „helmingaskipti“ sem efnahags-
legt hugtak að þau byggðust á höft-
um, styrkjum og ítökum stjórn-
málamanna í atvinnulífinu, en allt
var þetta beinlínis stefna vinstri
flokkanna. Hefðu Gylfi Þ. Gíslason
og samherjar hans í röðum vinstri
manna stutt viðskiptafrjálsræði á
fimmta og sjötta áratugnum hefðu
engar forsendur verið fyrir helm-
ingaskiptum. Loks er rétt að nefna
að það að tala um hagstjórn og
Hriflu-Jónas í sama orðinu, eins og
Þorvaldur gerir, er hæpið. Á hans
tíð þekktu íslenskir stjórnmála-
menn ekki orðið og líklega ekki
heldur hugtakið.
„Réttur maður“
á „réttum tíma“
Þegar verk genginna stjórn-
málamanna eins og Ólafs Thors eru
vegin og metin hljótum við að taka
tillit til þeirra sögulegu kringum-
stæðna sem þeir bjuggu við. Hafa
ber í huga að stjórnmálamenn
verða að tefla þá skák sem býðst í
stöðunni hverju sinni. Leiðir það af
eðli stjórnmála í lýðræðisríkjum.
Um grundvallarviðhorf Ólafs til
stjórnmála eru til ágætar heimildir
og ástæðulaust að vefengja að hann
hafi verið hlynntur frjálsum mark-
aðsbúskap þótt hann hafi marg-
sinnis átt hlut að stjórnmála-
ákvörðunum sem kenna má við
hafta- og styrkjastefnu. En voru á
þeim tíma einhverjir íslenskir
stjórnmálamenn sem vildu tefla
skákina öðru vísi og bentu þeir á
leiki? Það kannast ég ekki við.
Þorvaldur Gylfason telur að
sjálfstæðismenn hafi sett Ólaf
Thors á stall og finnist það ganga
guðlasti næst að gagnrýna stjórn-
málastörf hans. Vel má vera að ein-
hverjir hugsi þannig. En ætli það sé
ekki bara einkenni allra stjórnmála-
samtaka, óháð Sjálfstæðisflokknum
sem slíkum og persónu Ólafs Thors,
að halda á lofti minningu foringja
sinna og leggja áherslu á það sem
sýnir þá í besta ljósinu? Slíkt hefur
þó tæpast nokkur áhrif á þá dóma,
sem sagan kveður upp, þegar fram
líða stundir.
Hvernig skyldi annars hafa ver-
ið talað um Jón Baldvinsson, Stefán
Jóhann, Harald, Emil og Gylfa í Al-
þýðuflokknum sáluga? Er hugsan-
legt að þeir hafi verið settir á stall?
Kannski Þorvaldur geti deilt með
okkur einhverjum minningum um
það?
Ég held að myndin af Ólafi
Thors í Íslandssögu 20. aldar sé
fremur björt. Mér finnst fremur
ólíklegt að það eigi eftir að
breytast með róttækum hætti.
Skýringin er ekki sú, sem Þor-
valdur Gylfason virðist vera að
ýja að, að honum hafi óverð-
skuldað verið lyft á stall af
flokksmönnum. Þótt dómar sög-
unnar geti verið dyntóttir virðist
mér að Ólafur njóti þess þegar
ferill hans í heild er virtur að
hann var „réttur maður“ á „rétt-
um stað“ þegar „réttu stundirn-
ar“ í hagsögu Íslands á 20. öld
runnu upp. Það verður ekki af
honum tekið. ■
GUÐMUNDUR
MAGNÚSSON
■
sagnfræðingur er
ósammála dómi
Þorvaldar Gylfasonar
hagfræðings um
Ólaf Thors.
Andsvar
Enn af
Ólafi Thors