Fréttablaðið - 26.03.2004, Page 14
16 26. mars 2004 FÖSTUDAGUR
■ Afmæli
Rússneska þjóðin kaus VladímírPútín forseta á þessum degi árið
2000. Pútín hafði verið starfandi
forseti frá því Boris Jeltsín hætti
um áramótin en þar áður hafði hann
gegnt embætti forsætisráðherra
Rússlands. Þrátt fyrir þennan bak-
grunn þótti Pútín að mörgu leyti
enn vera óskrifað blað í pólitíkinni
þegar hann náði kjöri og óvissa ríkti
um hvaða stefnu hann myndi marka
sér sem forseti.
Sterk tengsl hans við rússnesku
leyniþjónustuna KGB voru mörgum
áhyggjuefni en hann starfaði þar í
17 ár og hélt nánum tengslum við
gamla félaga sína. Þá hafði hann
gengið harkalega fram í Tsjetsjeníu
og vílaði ekki fyrir sér að blanda
saman hernaðarlegum ávinningi og
pólitískum hagsmunum.
Þjóðin virtist hins vegar treysta
þessum harða nagla og kunni að
meta þá staðfestu sem hann bar
með sér og þótti kærkomin tilbreyt-
ing frá upplausnar- og óvissu-
ástandinu sem ríkti í kringum
Jeltsín, forvera hans.
Pútín hefur aldrei hikað við að
svínbeygja pólitíska andstæðinga
sína. Hann hefur á valdatíma sínum
til að mynda beygt flesta fjölmiðla
landsins undir ægivald sitt og vel-
gengni hans í nýafstöðnum forseta-
kosningum þykir til marks um þau
sterku tök sem hann hefur á
almennri umræðu í Rússlandi. ■
Hafliði Arngrímsson
dramatúrg er 53 ára.
Jónína Benediktsdóttir
er 47 ára.
Ég er að vinna á afmælisdaginnminn,“ segir Haukur Hólm,
fréttamaður á Stöð 2, sem er 48 ára
í dag. „Ég átti að vera í fríi en sök-
um manngæsku minnar og mann-
vonsku samstarfskonu minnar,
Brynju Þorgeirsdóttur, er ég að
vinna því sonur hennar á afmæli,“
bætir hann við glettinn.
Haukur ætlar að gera sér ein-
hvern dagamun í kvöld: „En ég
mun ganga hægt um gleðinnar
dyr, bæði vegna þess að þetta er
ekki stórafmæli og daginn eftir er
árshátíð. Þá verð ég í mínum hefð-
bundna árshátíðargalla sem eru 50
ára sjakketfötum sem ég klæðist
fyrir árshátíð, aðfangadagskvöld
og fjölmiðlamót í fótbolta þar sem
ég er forseti félagsins hér á Stöð
2.“ Hann segist þó ekki spila fót-
bolta sjálfur þar sem hann er mun
lélegri en þeir sem eru inn á. Þess
í stað hvetur hann sitt lið áfram.
Þrátt fyrir að hafa fá plön fyrir
þetta afmæli segist Haukur strax
vera farinn að huga að fimmtugs-
afmælinu. „Ég er að spara mig
fyrir næsta stórafmæli sem verð-
ur tekið með miklu trompi. Ég er
farinn að huga að næsta afmæli og
það verður mikilfenglegra en
nokkurt annað sem ég hef haldið.
Þrítugs- og fertugsafmælin voru
nokkuð góð. Ég veit ekki hvað það
verður en ég mun ekkert draga af
mér til að það verði gott.“ Hann
hefur engar áhyggjur af það verði
erfiðara að toppa fertugsafmælið
en þá leigði hann bragga frá
stríðsárunum úti á Reykjavíkur-
flugvelli. „Það mættu um 200
manns og ég fékk vini elsta sonar
míns til að vera þjónar og þeir
gengu um í gömlum hermanna-
búningum. Svo var veisla til sex
eða sjö um morguninn.“
Fleiri tímamót eru í lífi Hauks
því hann varð nýlega afi og var
það hans fyrsta afabarn. „Ég ætla
að vera bæði góður og eftirláts-
samur. Afi sem beygir reglurnar
svolítið, sérstaklega þegar ég þarf
lítið að takast á við afleiðingarnar
sjálfur.“
Vorveiðin er einnig að fara að
hefjast og klæjar Hauk í allan lík-
amann af eftirvæntingu. „Þetta er
eitt af því skemmtilegra sem ég
geri, að fara með góðum vinum að
veiða.“ Framundan er árleg veiði-
ferð með Horkúlunni, sem er
karlaklúbbur núverandi og fyrr-
verandi starfsmanna frétta-
stofunnar. ■
Afmæli
HAUKUR HÓLM
■ er 48 ára. Ætlar að spara sig fyrir
árshátíðina á morgun.
LEONARD NIMOY
Sjálfur Spock úr Star Trek er 73 ára.
26. mars
■ Þetta gerðist
1827 Tónskáldið Ludwig
van Beethoven deyr
í Vín.
1892 Skáldið Walt
Whitman deyr.
1923 Leikkonan Sarah Bernhardt deyr.
1961 Rússar endurheimta leyfarnar af
geimfarinu Sputnik 10 ásamt
hundinum sem var um borð.
1997 Lík 39 meðlima í sértrúarsöfnuð-
inum Heaven’s Gate finnast í
Kaliforníu.
2000 American
Beauty
fær Óskar-
inn sem
besta
myndin.
VLADÍMÍR PÚTÍN
Þessi harðjaxl úr KGB var kosinn forseti
Rússlands, í fyrsta sinn, á þessum degi fyrir
fjórum árum.
Pútín kosinn forseti
VLADÍMÍR PÚTÍN
■ Fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands
og KGB-maður var kosinn eftirmaður
Boris Jeltsín Rússlandsforseta.
26. mars
2000
■ Andlát
JAMES CAAN
Leikarinn og harðjaxlinn er 64 ára í dag.
■ Jarðarfarir
Tilefni fyrir 50 ára sjakketföt
Konunglegt leyfi fyrir lyfjabúð
Vjer Christian hinn Tíundi afguðs náð konungur Íslands
og Danmerkur, Vinda og Gauta,
hertogi í Slesvik, Holtsetalandi
og Aldinborg, gjörum kunnugt
að vjer samkvæmt þegnlegri
umsókn og beiðni höfum leyft
að cand. Pharm. Stefán
Thorarensen megi setja á stofn
lyfjabúð í austurhluta Reykja-
víkurbæjar.“
Svohljóðandi er skjal frá
konungi Danmerkur sem gaf
Stefáni Thorarensen leyfi til
lyfsölu hinn 25. mars 1919 og
fagnar Thorarensen Lyf ehf.
því 85 ára starfsafmæli um
þessar mundir.
Síðar hóf Stefán framleiðslu
á lyfjum og var brautryðjandi á
því sviði á Íslandi auk þess sem
hann stofnaði heildsölu á lyfj-
um. Þá var það sem telst aust-
urhluti Reykjavíkurbæjar neð-
arlega á Laugavegi og þar sem
fyrirtækið er staðsett nú, á
Lynghálsi í Árbænum, hefði þá
talist til sveitar og var fólk þar
með sumarbústaði.
„Í gærmorgun buðum við
fyrrverandi og núverandi
starfsmönnum og velunnurum
til morgunverðar til að heiðra
starfsfólkið og vel á annað
hundrað manns mættu,“ segir
Thomas Möller, framkvæmda-
stjóri Thorarensen Lyfja.
„Þetta er fyrirtæki með mikla
sögu og það er mjög ofarlega í
huga fólks þegar minnst er á
lyfsölu. Það er ekki algengt að
íslensk fyrirtæki nái þessum
aldri og því horfum við björtum
augum fram á veg.“
Í dag er fyrirtækið hætt að
framleiða lyf og starfar ein-
göngu við kynningu og markaðs-
setningu á lyfjum og heilsuvör-
um og öðrum vörum á sviði heil-
brigðistækni og rannsókna. ■
THOMAS MÖLLER, ÞYRI ÞORSTEINS-
DÓTTIR OG ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR
Fyrir 85 árum fékk Stefán Thorarensen
leyfi til lyfsölu með skjali
frá Danakonungi.
11.00 Sveinborg Helga Sveinsdóttir
verður jarðsungin frá Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði.
11.00 Þórdís Kristjánsdóttir, Vallholti
11, Akranesi, verður jarðsungin frá
Akraneskirkju.
13.30 Elí Rósinkar Jóhannesson húsa-
smíðameistari, Álfhólsvegi 151,
Kópavogi, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju.
13.30 Magnús Þórisson, Hamragerði
26, Akureyri, verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju.
14.00 Sigurjón Guðjónsson verður
jarðsunginn frá Akraneskirkju.
14.30 Laufey Ásgeirsdóttir Æsufelli 4,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu.
15.00 Garðar Sigurðsson, fyrrverandi
alþingismaður,
Laugarnesvegi
89, verður jarð-
sunginn frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík.
Oddrún Inga Pálsdóttir, Sogavegi 78,
lést mánudaginn 22. mars.
Sigríður Guðjónsdóttir, Lindargötu 18,
Siglufirði, lést þriðjudaginn 23.
mars.
Þorsteinn Jóhannsson, hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli, áður til heimilis á
Kárastíg 5, Reykjavík, lést þriðju-
daginn 23. mars.
HAUKUR HÓLM
Er strax farinn að huga að fimmtugs-
afmælinu sínu. Það gæti þó verið
vandkvæðum bundið að halda veislu
sem slær fertugsafmælinu við.
Afmæli
THORARENSEN LYF
■ fagnar 85 ára starfsafmæli.
Éf ég ætti eina ósk yrði það jafn-rétti, að sjálfsögðu,“ segir
Katrín Anna Guðmundsdóttir,
talsmaður Femínistafélags
Íslands.
Eina ósk