Fréttablaðið - 27.03.2004, Page 7

Fréttablaðið - 27.03.2004, Page 7
Ráðherra ferðamála SturlaBöðvarsson boðaði lækkuná lægra þrepi virðisauka- skatts á aðalfundi Samtaka ferða- þjónustunnar í vikunni. Breytingu sem koma myndi ferðaþjónust- unni sérstaklega til góða. Þessi yfirlýsing fylgir í kjölfar enn mikilvægari fyrirheita ráð- herra á ráðstefnu Ferðamálaráðs sl. haust. Þar lýsti Sturla að fyrir dyrum stæði endurskoðun álagn- ingar farþegaskatta í flugi til hagsbóta fyrir ferðaþjónustuna. Þetta er ekki síður hagsmunamál fyrir alla þá Íslendinga sem ferð- ast en þá sem vilja laða fleiri ferðamenn til landsins. Lægri farþegaskattar gera nefnilega hvoru tveggja. Styðja reglulegt áætlunarflug og treysta rekstrargrundvöll lággjaldaflug- félaga. Fyrir vikið verður Ísland samkeppnishæfari áfangastaður. Önnur lykilaðgerð til að bæta samkeppnisstöðuna er þó ekki síð- ur aðkallandi. Það er lækkun áfengisgjalds. Þögn um hækkun áfengis- gjalda Árið 1997 tók Reykjavíkurborg tók undir með Samtökum ferða- þjónustunnar um að lækka þyrfti verð á léttvínum og bjór. Engu að síður hefur nær alger þögn ríkt um hækkun áfengisgjalda hér á landi þvert á þróunina um gjör- valla Evrópu. Frá sjónarhóli ferðaþjónust- unnar stingur þetta í augu. Þótt verðlag á flestum hlutum hafi færst nær Evrópuverði eykst munurinn þegar áfengi er annars vegar. Fyrir vikið er hætt við því að Ísland teljist dýrt heim að sækja. Verri auglýsing er vand- fundin. Ábyrgð hins opinbera í verð- lagningu áfengis er veruleg. Á hvern léttvínslítra er lagt yfir fimmhundruð króna gjald og 160 króna gjald á bjórlítrann. Þetta eru meira en tvöföld léttvínsgjöld miðað við það sem hæst gerist í Evrópusambandslöndum! Munur- inn á bjórgjöldum er enn meiri. Lækkun áfengisgjalda er ekki bannorð Það er vel þekkt að álagning hins opinbera getur haft áhrif á neyslu. Flestir styðja þannig há gjöld á tóbak. Það hlýtur hins veg- ar að vera tímabær spurning hvort ekki eigi að gera rækilegan greinarmun á sterkum og veikum drykkjum í þessu efni. Er slík breyting ekki eðlileg í kjölfar þess að vínmenning Íslendinga hefur blessunarlega færst til betra horfs á undanförnum árum? Lækkun áfengisgjalda á léttvín og bjór á ekki að vera bannorð í stjórnmálaumræðunni. Það má þvert á móti færa rök fyrir því að lækkun slíkra gjalda við núver- andi aðstæður væru ein skynsam- legasti leiðin til skattalækkana. Fjölgun ferðamanna skapar nefni- lega ekki aðeins gjaldeyristekjur og vinnur gegn viðskiptahalla. Lækkun skatta á matvæli og drykkjarföng ýtir síður undir of- hitnun í efnahagslífinu en flestar aðrar leiðir til skattalækkunar. ■ Ágúst Magnússon verður ekki íöryggisvistun. Hann verður frjáls maður innan örfárra ára ef Hæstiréttur breytir ekki niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Ágúst Magnússon var á fimmtu- dag dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir kynferðis- brot gagnvart börnum. Ágúst er barnaníðingur sem sálfræðingur telur litla von um að nái bata. Fátt virðist benda til að Ágústi reynist mögulegt að láta af brenglun sinni. Þess vegna verður börnum búin hætta af manninum þegar hann gengur frjáls á ný út í samfélagið. Hugsanleg fórnar- lömb vita kannski ekki af Ágústi Magnússyni og ómögulegt er að vita hvar hann kemur við næst. Þeir ungu drengir sem hafa þegar orðið á vegi Ágústs mega eiga von á að mæta djöfli sínum hvar og hvenær sem er, innan ekki langs tíma, verði niðurstaða Hæstaréttar sú sama og Héraðsdóms Reykjavíkur. Það er ekki að undra að fólk spyrji sig hvers vegna maður með álíka bilun og Ágúst er haldinn teljist ekki svo veikur að hann verði að vistast á lokaðri stofnun þar til sannað þykir og öruggt að hann læknist af brenglun sinni. Það vill enginn vera mis- lukkaður og vanhæfur til að vera með í samfélaginu. Fámennu þjóðfélagi munar um hvern og einn. Þess vegna er það sárt þegar veikindi eins og þau sem Ágúst þjáist af dæma hann úr leik. Öllu verra er ef veikindin verða til þess að skaða svo aðra að þeir dæmist einnig úr leik. Það er af ótta við framhald af hátterni mannsins sem fólk fær ekki skilið að hann verði að óbreyttu látinn laus eftir þá hræði- legu glæpi sem hann hefur framið. Meðan hann leitar ekki eftir hjálpinni eða þiggur hana á hann sér engar málsbætur. Það er ekki svo að Ágúst sé einsdæmi. Því miður. Þó ekki hafi komið annað tilfelli þar sem gerandi hefur tekið myndir af sér við að svívirða minnimáttar er ljóst að fleiri girnast börn og þannig hefur það alltaf verið. Því miður. Og verður áfram. Það er nú þannig að lögreglan hefur fundið aðra níðinga við rannsókn sína á máli Ágústs. Það er alvar- legt þegar vitað er að þeir sem svo er ástatt um sækjast eftir störfum nærri ungmennum. Það gerði Ágúst og það hafa fleiri gert. Í brengluninni finna menn aðferðir til að ávinna sér traust meðal saklausra, misbjóða þeim og svívirða. Það er enginn vilji til að menn eins og Ágúst verði lausir meðal okkar á ný. Það er krafa okkar hinna að við fáum að vera óhult gagnvart þeim brengluðu. Þess vegna er vonast til að Hæstiréttur geri það sem Héraðsdómur Reykjavíkur gerði ekki. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um kynferðisbrot. 12 27. mars 2004 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þegar flest er í ólagi hjá þjóðumþurfa íbúarnir stöðugt að létta sér upp og gleyma aðsteðjandi vanda með hjálp skemmtana- iðnaðarins. Sá hluti menningarinnar, sem kalla mætti léttvægar listir, sér okkur fyrir afþreyingu, til- finningavellu og gleymsku. Dægurflugurnar binda þægilega fyrir augun. Við sjáum þá ekki hvað gerist í kringum okkur en opnum í staðinn munninn til að hleypa út um hann hlátri eða gráti. Með þetta í huga er ekki undarlegt að til dæmis í heims- styrjöldinni síðari hafi vinsælasta leikritið í Banda- ríkjunum verið Heima hjá pabba. Með því svaraði höfundurinn eftir- spurn, og vinsældir hans urðu svo gríðarlegar að hann féll strax í gleymsku að stríði loknu. Nú vita fáir hvað hann hét og engum dytti í hug að setja aftur á svið Heima hjá pabba. Áreynslulaus list Í lok nítjándu aldar var franska borgarastéttin, einkum í París, orðin örugg í sessi, sjálfs- ánægð og það mikill heims- borgarabragur kominn á hana að hún fór að finna fyrir umburðar- lyndi gagnvart óþægum en mein- lausum listamönnum. Þetta kom fram í því að hún naut þess inni- lega að hæðst væri að henni, einkum í leikhúsum, fyrir léttúð og innantómt líf. Borgarinn sóttist eftir að fá á sig brandara, jafnvel svívirðingar. En hann leit auðvit- að ekki við „alvarlegri“ list sem var þungmelt og púkaleg. Stéttinn vildi ekki fá harðlífi við að horfa á eitthvað sem lá ekki í augum uppi áreynslulaust og létti henni ekki þá þungbæru kvöð að vera komin til valda um aldur og ævi. í ætt við fíflalæti Þróun stéttaskiptingar hér á landi er þannig að smáborgarar okkar eru nú svolítið á sömu nótum, sprottnir úr tvílitu grasi kalda stríðsins í jöfnu hlutfalli frá hægri og vinstri og mynda ánægða breiðfylkingu á miðju alls. Varla er hægt að segja að sú list sem fellur stéttinni í geð sé fyndin heldur í ætt við fíflalæti. Fyrir bragðið ber hún augljósan vott um stöðuga endurnýjun íslenskra karla sem hafa frá fyrstu tíð haft ódrepandi löngun til að vera hrókar alls fagnaðar í veislum og réttum; núna í kokteilboðum. Ofan á gælulist samtímans flýtur þó viss kunnátta, vegna þess að í öllum löndum er borgarastétt- in fyrir eitthvað „vel gert“ og snot- urt. Þetta er eðlilegt, hún trúir að sjálf sé hún vel gerð af guðsnáð og vegna peninga og menntunar sem veitir fágaðan smekk. Þetta er allt að koma Leikritið Þetta er allt að koma fyllir öll skilyrði. Verkið veitir til þess gerða gleði að áhorfendur gleyma að eitt sinn áttu þeir hugsjón sem er orðin hlægileg. Þeir veltast um af hlátri yfir hvað einkum konur gátu verið bjánalegar í skorti á hæfileikum og getuleysi sínu. Fyrst verkið gagnrýnir liðna tíð, ekki samtímann, nær það lítilli átt sem ádeila, fléttað úr margþvældum orðaleppum. Í því er ekkert frumlegt og listrænt séð á það ekkert upphaf og leiðir ekki til neins nema hláturs. Á þessu eru vinsældir byggðar. Sá hluti leikritsins sem er „á ensku“ gerir það vand- ræðalegra því allt er þar útþvælt um hvað Kanar eru ein- faldir og vitlausir. Verkið er eflaust að ein- hverju leyti samið með það í huga að fyrrverandi rauðsokkur geti fengið syndaaflausn með því að pissa á sig af hlátri við að sjá sjálfar sig í spegli skemmti- lega Lausnarans, hvað þær voru broslegar meðan þær kenndu sig við kvennabaráttu og kóru. Hvað er hægt að hafa mikið upp úr bulli? Við lifum á tímum þegar ekkert er heilagt. Menn hafa engar skoð- anir. Þeim sárnar ekkert og fagur- fræðilegt viðhorf listamannsins er: Hvað er hægt að hafa mikið upp úr bulli? Listamenn samtímans leika ekki lengur djarfa hirðfíflið sem þorði að segja sannleika sem kóng- urinn horfði fram hjá heldur minna þeir á hrein og bein fífl í leikhúsi þar sem allt er á vissan hátt í lagi en ekkert umfram það. Vegna þess að hvað hæfileikana varðar, þá eru þeir alltaf að koma en koma kannski aldrei. Og tilgangurinn með þeim hefur gleymst, ef hann var nokkur. En það er ekki undan neinu að kvarta meðan hægt er að létta sér ærlega upp við að horfa á sýningar á stóra sviðinu í því flissiríi sem heitir Þjóðleikhúsið. ■ Hryðjuverk á Spáni Hryðjuverkin á Spáni minna okkur á að ofbeldið er ekki jafn langt frá okkur og við oft höldum. Við sem erum „góðu“ vön og horfum á stríðsrekstur framreiddan sem afþreyingu. Sjónvarpsmyndir birt- ast í tölvuleikjastíl. Ritskoðun, fréttafölsun og áróðurstækni er beitt til að blekkja okkur og sann- færa okkur um að stríð sem háð eru langt í burtu séu slett og felld og þar deyji aðeins vondir menn. Góðu mennirnir muni snúa aftur heilir á húfi. Í krossferð sinni fremji þeir daglegar hetjudáðir en sýni aldrei hrottaskap. Að heimurinn sé sjónvarp í svart/hvítu. Það séum við – á móti þeim. Að sprengja fólk í vanþróuðum fjallaþorpum er fyrir- byggjandi aðgerð. Þannig þykjumst við vera öruggari. ANDRÉS JÓNSSON Á POLITIK.IS Nafnleynd misnotuð Að undanförnu hafa spjallvefir ... fengið á sig sífellt neikvæðari merkingu. Oft vill ... nafnleyndin snúast upp í að fólk noti hana til að vega að nafngreindu fólki með skítkasti og ómerkilegheitum og skrifa á ómálefnalegan hátt. Slíkur verknaður er eitthvað sem aldrei á að gera á opinberum vettvangi. Alveg sama hvort fólk skrifar undir nafnleynd eða kemur hreint fram undir eigin nafni skal standa vörð um málefnaleika og heiðarleg skrif í hvívetna. STEFÁN FRIÐRIK STEFÁNSSON Á FRELSI.IS ■ Af netinu Hryllingur ■ Listamenn samtímans leika ekki lengur djarfa hirðfíflið sem þorði að segja sannleika sem kóngurinn horfði framhjá heldur minna þeir á hrein og bein fífl í leikhúsi. Um daginnog veginn GUÐBERGUR BERGSSON ■ skrifar um léttvægar listir. Skoðundagsins DAGUR B. EGGERTSSON ■ skrifar um ferðamál. Fjölgum ferðamönnum Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝ SENDING STUTTKÁPUR OG LÉTTAR ÚLPUR Í flissiríinu ÍSLAND OG EVRÓPUSAMBANDIÐ Áfengisgjald pr. lítra á 12% víni (ísl. krónur) (ath. tölur frá Finnlandi gilda frá 1.3. 2004) 0 100 200 300 400 500 600 Ísland Írland Bretland Svíþjóð Finnland Danmörk Holland Belgía Frakkland Austurríki Grikkland Ítalía Lúxemborg Portúgal Spánn Þýskaland

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.