Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FÖSTUDAGUR UMRÆÐURFUNDUR UM HRYÐJUVERK Háskóli Íslands og Alþjóðamálastofnun Háskólans halda op- inn umræðufund um hryðjuverk í ljósi ný- liðinna atburða á Spáni. Fundurinn verður í hátíðarsal Háskólans og hefst kl. 12.05. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG AÐGERÐALÍTIÐ VEÐUR MEÐ MILDUM suðlægum vindum. Loftið er rakt en þó ekki mikla úrkomu að sjá nema ef vera skyldi á Suðausturlandi. Sjá síðu 6. 2. apríl 2004 – 92. tölublað – 4. árgangur ● i ljóða-idol-keppni Ljóðaslagur: ▲ SÍÐA 38 Ungskáld takast á ● í metnaðarfyllsta verki eugene o’neill Sorgin klæðir Elektru: ▲ SÍÐA 26 Harðnagli snýr aftur í Þjóðleikhúsinu AUKNAR HÖMLUR Hömlur verða settar á notkun rítalíns og annarra örvandi lyfja og hætt verður niðurgreiðslu þeirra sem og tiltekinna bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja, nema gegn skírteini. Aðgerðirn- ar spara 450 milljónir á árinu. Sjá síðu 2 SIÐFERÐILEGA ÓVERJANDI Skilyrð- islaus réttur atvinnurekenda til lífsýnatöku úr starfsfólki er gróft brot á persónurétti og siðferðilega óverjandi segir þingmaður Samfylkingarinnar. Sjá síðu 4 BENSÍNHÆKKUN Bensínverð hækk- aði um þrjár krónur lítrinn hjá stóru olíu- félögunum þremur í gær. Atlantsolía hækk- aði ekki og munar rúmlega tíu krónum á bensínlítranum milli stöðva. Sjá síðu 6 STEFNIR Í STRÍÐ Impregilo hefur dreg- ið allar umsóknir um staðfestingu atvinnu- réttinda iðnaðarmanna til baka. Sýslumað- urinn á Seyðisfirði segir það ávísun á átök ef atvinnuréttindamál að Kárahnjúkum skýrast ekki. Sjá síðu 8 KÝPUR, AP Deildar meiningar eru um það á Kýpur hvort tillögur Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um sameiningu séu nógu góðar fyrir bæði gríska og tyrkneska íbúa Kýpur. Þjóðar- atkvæðagreiðsla um tillögurnar fer fram 24. þessa mánaðar. Talsmenn gríska meirihlutans á Kýpur telja að í tillögunum felist ekki nægjanleg trygging fyrir því að Tyrkir hörfi með fjörtíu þús- und hermenn sína í kjölfar sam- einingarinnar en dagblöð í tyrk- neska hlutanum hafa tekið tillög- unum fagnandi. Þá hafa grísk- ættaðir Kýpverjar áhyggjur af því hvort þeir sem hraktir voru frá heimilum sínum í innrás Tyrkja árið 1974 fái tjón sitt bætt. Talsmenn Evrópusambandsins og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa einnig lýst stuðningi sínum við áætlunina og hvatt Kýpverja til að samþykkja hana í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Mikið liggur við að klára sam- einingu fyrir 1. maí þegar Kýpur gengur í Evrópusambandið. Ef það tekst ekki mun norðurhluti Kýpur, sem er undir stjórn tyrk- neska minnihlutans, ekki njóta góðs af þeim ávinningi sem talin er felast í aðild að Evrópusam- bandinu. Nóg er að annaðhvort grískættaðir eða tyrkneskir kjósendur hafni áætluninni til þess að hún nái ekki fram að ganga. ■ ● gamlar fermingarmyndir Andrea Guðmundsdóttir: ▲ SÍÐUR 18–23 Fyrsta fermingar- barn vorsins fermingar VONIR UM BETRI TÍÐ Grísk- og tyrkneskættaðir Kýpverjar veifa þjóðfána sem Sameinuðu þjóðirnar leggja til að verði notaður eftir sameiningu gríska og tyrkneska hluta Kýpur. Eyjan hefur verið tvískipt frá því árið 1974 þegar Tyrkir gerðu innrás í kjölfar valdatöku herforingjastjórnar á Kýpur sem stefndi að sameiningu við Grikkland. STJÓRNMÁL Frumvarp um breyting- ar á lögum um meðferð opinberra mála hefur verið kynnt í ríkis- stjórn og afgreitt frá þingflokkum beggja stjórnarflokkanna. Frum- varpið felur meðal annars í sér ákvæði um vitnavernd lögreglu- manna og vitna, notkun mynd- bandsupptaka frá yfirheyrslum fyrir dómi og auknar heimildir lögreglu til að meina verjendum sakborninga aðgang að gögnum. Þá er í frumvarpinu lagt til að lögregla fái heimild til þess að hefja símahleranir án undangeng- ins dómsúrskurðar. Lögreglu ber hins vegar að afla heimildarinnar innan sólarhrings frá því eftirlit hefst. Komist dómari að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið þörf á hleruninni, er sú niðurstaða til- kynnt til dómsmálaráðherra. Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður sagði í gærkvöld að sér virtist að með þessu væri verið að styrkja rannsóknar- og ákæruvald á kostnað grunaðra manna og sakborninga; jafnvel þeirra sem ekki vissu að þeir væru grunaðir. Ragnar sagði einnig hugsanlegt að það kynni að skaða framgang rannsókna ef verjendur fá ekki aðgang að máls- skjölum. „Það mun án efa verða látið á það reyna hvort þessar breytingar standist ákvæði stjórnarskrár Ís- lands um verndun á friðhelgi einkalífs og Mannréttindasátt- mála Evrópu sem er hluti af ís- lenskum lögum.“ Ragnar segir breytingarnar til marks um þá sterku tilhneigingu íslenskra stjórnvalda að fylgja í fótspor Bandaríkjanna „að fórna mannréttindum borgaranna með þeirri réttlætingu að verið sé að verjast hættulegum mönnum; eins og hryðjuverkamönnum“. thkjart@frettabladid.is the@frettabladid.is Sameining Kýpur: Karpað um kosti sameiningar Heimildir til hlerana auknar Lögregla fær heimild til að hefja símahlerun án dómsúrskurðar og getur neitað að afhenda verjendum sakborninga málsgögn. Styrkir rannsóknar- og ákæruvald á kostnað grunaðra manna segir Ragnar Aðalsteinsson. Nefnd um eignarhald á fjölmiðlum: Leggur ekki til byltingar FJÖLMIÐLAR Nefnd menntamálaráð- herra um eignarhald á fjölmiðlum er að leggja lokahönd á skýrslu sína og skilar starfi sínu til ráð- herra eftir helgi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggur nefndin ekki til róttækar breyt- ingar á núverandi lögum og alls ekki að gerðar verði afturvirkar lagabreytingar. Nefndin hefur kannað og gert samanburð á lögum í mörgum löndum. Það var Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamála- ráðherra, sem skipaði nefndina. Niðurstaðan mun vera sú að ekk- ert íslenskt fjölmiðlafyrirtæki þurfi að taka breytingum verði farið að tillögum nefndarinnar. ■ HÖFUÐPAURINN Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Túnisanum sem talinn er vera leiðtogi hópsins sem skipulagði árásirnar í Madríd 11. mars. Sprengjurárásirnar í Madríd: Höfuðpaur gengur laus MADRÍD, AP Alþjóðleg handtöku- skipun hefur verið gefin út á hend- ur 37 ára Túnisa sem grunaður er um að vera leiðtogi hópsins sem skipulagði sprengjuárásirnar í Madríd 11. mars. 191 maður lést í árásunum og yfir 1.800 særðust. Í spænskum dómskjölum er því haldið fram að Sarhane Ben Abdelmajid Fakhet hafi verið leið- togi hópsins og haft yfirumsjón með undirbúningi árásanna. Yfirvöld á Spáni segja að rannsókn lögreglu beinist nú einkum að þekktum marokkóskum hryðjuverkasamtök- um en talið er að árásirnar hafi ver- ið fjármagnaðar með ólöglegum eiturlyfjaviðskiptum. Kvikmyndir 34 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 2 . A P R Í L T I L 6 . A P R Í L 2 0 0 4birta vikulegt tímarit um fólkið í landinu ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS - 96.000 EINTÖK Agaleysi barna Húfur í öllum litum Efnilegasta söngkonan Mynstraðar flíkur Páskaskraut Kvennabarátta í 100 ár Sjónvarpsdagskráin Jón góði Ólafsson tónlistarmaður Breyskur og ófullkominn eins og hinir NR. 13 . 2004 Jón Ólafsson: ▲ Breyskur og ófullkominn birta ● að finna tilgang lífsins Fylgir Fréttablaðinu dag Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 97 stk. Keypt & selt 23 stk. Þjónusta 45 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 14 stk. Tómstundir & ferðir 12 stk. Húsnæði 28 stk. Atvinna 21 stk. Tilkynningar 5 stk. til London og Kaupmannahafnar Tvisvar á dag Gallabuxur ómissandi í vor BLS. 20 Góðan daginn! Í dag er föstudagur 2. apríl, 93. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.41 13.31 20.23 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Belgíski viðskiptafræðingurinn MurielLiglese settist á skólabekk í Háskóla Ís-lands fyrir fjórum árum til að ljúka gráðuí viðskiptafræði. Fljótlega tók Amor afhenni öll ráð um að halda aftur heim tilBelgíu þegar hún kynntist íslenskummanni sem töfraði hana ástarljóma. Íslandvarð því nýtt heimaland Muriel, sem er núaltalandi á íslensku og rekur veisluþjón-ustuna „Muriel’s Wedding“ eftir bíómynd-inni heimsfrægu. Veisluþjónustan (sem ísímaskrá nefnist „Veislumeistarinn“) tek-ur að sér hvers kyns undirbúning fyrirbrúðkaup, fermingar og skírnir, en er ekkieldhús í sjálfu sér. „Íslendingar eru allir að koma til þegarkemur að því að láta veisluþjónustu sjá umallar hliðar veisluhaldanna og úti í heimieru brúðkaupsþjónustur afar vinsælar,“segir Muriel sem aðallega vinnur í sam-starfi við bandaríska brúðkaupsþjónustusem sendir ævintýragjörn og Íslands-elsk-andi brúðhjón til eyjunnar í norðri. „Þá tekég við skipulagningu brúðkaupsins hérheima og er til að mynda að undirbúa brúðkaup amerískra brúðhjóna þessa dag-ana, sem haldið verður á Búðum á Snæ-fellsnesi með heimatilbúin skemmtiatriðiog tónlist úr sveitinni í kring. Sú ákvörðuner tekin út frá manngerð og áhugamálibrúðhjónanna, því þótt ég sjái um allanundirbúning veisluhaldanna hafa brúð-hjónin að sjálfsögðu uppi sínar óskir semég fer eftir.“ Muriel sér um allt frá a til ö þegar kem-ur að brúðkaupum. Hún sér um að pantaprestinn og kirkjuna, hárgreiðslu, snyrt-ingu og brúðarkjólinn sjálfan; að sjálf-sögðu einnig klæðnað brúðgumans ogbrúðarvöndinn; allar skreytingar og blóm íveisluna, ljómyndara, veislustjórn,skemmtiatriði, veitingar, brúðarbíl, stað-setningu fyrir veisluna sjálfa, brúðkaups-nóttina og brúðkaupsferðina, ef óskað er.Auk þess að skipuleggja brúðkaup,fermingar og skírnir, flytur Muriel inndýrindis belgískt konfekt, súkkulaði- ogmöndlugjafir, innpakkaðar kökugjafir ogtjullglaðning til gestagjafa að loknumveisluhöldum. Brúðkaup Muriel heimili@frettabladid.is Rigningin fylgir íslenska sumrinu eins og allir vita og því er kærkomið að eiga eina góða regnhlíf til að bregða yfir sig þegar skúrirnar skel- la á manni. Margar gerðir regnhlífa eru komnar í búðir, allir regnbogans litir eru fá- anlegir, sem og alls kyns mis- munandi munstur. Einnig er þó nokkuð úrval af barna- regnhlífum svo yngsta kyn- slóðin fær líka úr ýmsu að velja. Fréttablaðið leit við í Drangey í Smáralind og skoð- aði úrvalið. Lífrænt ræktaðar matvör- ur njóta sífellt meiri vinsælda en einnig er hægt að fá hreinlætis- vörur sem einungis eru unnar úr lífrænt ræktuðum hráefnum og eiga ekki að menga umhverfið á sama hátt og hefðbundnar hrein- lætisvörur. Verslunin Yggdrasill selur til dæmis Sonett-hrein- lætisvörur sem eru framleiddar úr hreinni jurtasápu með olíum sem unnar eru úr líf- rænt ræktuðum hráefnum. Ilm- efnin eru úr nátt- úrulegum eterísk- um olíum sem unnar eru úr líf- rænt ræktuðum eða villtum jurt- um. Þessar vörur eiga að brotna fullkomlega niður í náttúrunni á stuttum tíma og eru án tilbúinna rotvarnarefna og ens- íma. Meðal annars er hægt að fá upp- þvottalög, mýkingarefni, bletta- hreinsi og þvottaefni í þessu vöru- merki, en einnig handsápur sem eiga að vera sérlega umhverfis- vænar. Handverk og hönnun er tíu ára um þessar mundir. Í tilefni þess hefur verið opnuð sýning sem varpa á sýn á stöðu handverks, list- iðnaðar og hönnunar á Íslandi í dag. Sýn- ingin er fyrst opnuð í Aðalstræti 12 en mun síðan verða sett upp á nokkrum stöðum á landinu, til dæmis í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og Norska húsinu í Stykkishólmi. Síðan mun sýning- in væntanlega fara til Ísafjarðar, Akureyrar, að Skriðuklaustri, í Reykjanesbæ og til Hafnar í Hornafirði. Markmið verkefnis- ins Handverk og hönnun er að stuðla að eflingu handverks- og listiðnaðar, meiri menntun og þekkingu handverks- og listiðn- aðarfólks og að auka gæðavit- und í greininni. Efni í allt er yfirskrift nýrra þemadaga hjá IKEA sem standa yfir til 18. apríl. Áhersla er lögð á allt sem snýr að vefnaðarvöru og búið er að taka upp fullt af nýjum vörum í þessum flokkum. Tískan í ár einkennist af mynstruð- um efnum. Rómantísk eða „sveitó“ áhrif eru ríkj- andi með rósóttu eða röndóttu mynstri, blúnduefni í ljósum lit. Hins vegar eru nýtískuleg gegnsæ efni með fallegum daufum vorlit- um einnig áberandi. Mikil aðsókn er á þæfing- arnámskeið Heimilisiðnaðar- skólans. Er fólki þá kennt að þæfa ullarflóka, móta hann og búa til úr honum listmuni eða nytjahluti. Meðal þess sem hægt er að gera úr þæfðri ull eru mottur, töskur, myndir og tehett- ur. Næsta námskeið verður 1. maí en byrjað er að bóka á námskeið alveg fram á haust. Meðal annarra námskeiða sem boðið er upp á hjá Heimilisiðn- aðarskólanum eru útsaumsnám- skeið, þar sem kennd eru harð- angur og klaustur, og leður- saumsnámskeið, sem verður 17. og 18. apríl. Þar er meðal annars kennt að móta og handsauma töskur. MURIEL LIGLESE Belgísk og ástfangin af Íslendingi. Rekur veisluþjón-ustuna „Muriel’s Wedding“ fyrir verðandi brúðhjón á Íslandi og víðar. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is Regnhlífar: Í regnbogans litum SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR HEIMILIÐ FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA OFL. Jæja, þá er víst kominn þessi árstími, þegar harmonikkurnar fljúga suður á bóginn! Til sölu YZ-426F, árgerð 2001. Protaperstýri, O Ringkeðja, mjög gott hjól. TilSýnis sal Toyota notaðir bílar. Uppl. í892 9500. Grand Cherokee Laredo ‘01 grár ek. 60þ. míl. Leður, toppeintak, verð. 3.250þús., tilboð 2.800 þús., skipti mögul. áódýrari. Uppl. í s. 693 8210. Nýr blaðauki Góður leiðarvísir um allt sem þig vantar ▲ Fylgir Fréttablaðinu alla daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.