Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 2
2 2. apríl 2004 FÖSTUDAGUR „Hún er 290664-4119.“ Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Hagstofu Íslands verði falið að gera úttekt á þeim forsend- um sem liggja að baki kennitölukerfi einstaklinga hér á landi. Sumum þyki bagalegt að þurfa sífellt að veita persónulegar upplýsingar á borð við fæðingardag og ár. Spurningdagsins Sigurjón, hver er kennitala þín? ■ Norðurlönd Hömlur settar á notkun rítalíns Nýjar aðgerðir heilbrigðisráðherra í lyfjamálum eiga að spara ríkinu 450 milljónir króna á árinu. Hömlur verða settar á notkun rítalíns og annarra örvandi lyfja og hætt verður niðurgreiðslu þeirra. HEILBRIGÐISMÁL Notendur rítalíns og lyfja skyldum amfetamíni verð- ur gert að sækja um sérstakt skír- teini til Tryggingastofnunar ríkis- ins eftir 1. maí. Það þarf að gera til að almannatryggingar taki þátt í greiðslu lyfjanna. Sama máli gegn- ir um tiltekna flokka bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja. Skírteinin verða ekki gefin út nema að ákveðnum forsendum gefnum. Þetta kemur fram í aðgerðum heilbrigðisráðherra í lyfjamálum, sem kynntar voru í gær. Aðgerð- irnar eiga að skila ríkinu 450 millj- óna króna sparnaði. Jafnframt fela þær í sér hömlur á notkun tiltek- inna flokka örvandi lyfja og stýr- ingu á notkun gigtarlyfja. „Til viðbótar stóraukinni notk- un hefðbundins rítalíns hér á landi eru komin inn ýmis ný afbrigði af lyfinu, sem eru dýrari, þannig að kostnaður hefur einnig farið úr böndum,“ sagði Einar Magnússon, yfirlyfjafræðingur hjá heilbrigðis- ráðuneytinu. „Það er hægt að stýra þessu betur ef fólk þarf að sækja um skírteini til Tryggingastofnun- ar. Íslendingar nota nú orðið rítalín næstmest allra í heiminum, sem sýnir hve aukningin hér á landi hefur verið gríðarleg. Flestar að- gerðir sem við kynntum í gær eru vegna kostnaðar, nema hvað varð- ar rítalínið. Þar er verið að koma böndum á notkunina.“ Aðgerðirnar fela enn fremur í sér breytingar á álagningu og verðlækkun á einstökum lyfjum, samkvæmt ákvörðun lyfjaverðs- nefndar. Frá 1. maí verður svo tek- ið upp viðmiðunarverð lyfja með sambærileg klínísk meðferðará- hrif í þremur kostnaðarsömustu lyfjaflokkunum. Þeir eru sýru- bindandi magalyf, blóðfitulækk- andi lyf og þunglyndislyf. Mun Tryggingastofnun miða sinn hluta í greiðslunum við viðmiðunarverð- ið. Hins vegar verður felld niður 30 daga takmörkun á lyfseðlum á sýrubindandi lyf og þunglynd- islyf. Einar sagði, að þetta væri gert til að vega upp á móti um- svifum sem viðmiðunarverðið, svo og skírteinaútgáfa vegna örvandi lyfja og gigtarlyfja hefði í för með sér hjá Trygg- ingastofnun. Enn fremur voru kynntar þær breytingar, að tveimur nefndum, lyfjaverðsnefnd og greiðsluþátt- tökunefnd, verði steypt saman í eina, til að einfalda stjórnsýsl- una og styrkja hana. jss@frettabladid.is Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir um RÚV: Ekki ástæða til að draga úr þjónustu STJÓRNMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra telur ekki ástæðu til þess að dregið verði úr þjónustu Ríkisút- varpsins vegna hallarekstrar eins og boðað var í ársskýrslu stofnun- arinnar. Hún segir að í mennta- málaráðuneytinu sé unnið að til- lögum um varanlegar lausnir á rekstri Ríkisútvarpsins og hún vilji ekki bregðast við tímabundn- um vanda með skyndilausnum. „Ég hef bent á að það hafa önn- ur fjölmiðlafyrirtæki í landinu, hvort sem það eru fyrirtæki Norð- urljósa, Skjár einn eða Morgun- blaðið, þurft að hagræða í sínum rekstri,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir fjölmiðlamarkaðinn vera breyttan og aðrir fjölmiðlar hafi einnig gengið í gegnum þrengingar á undanförnum árum. „Það er ekkert óeðlilegt að RÚV geri það sama. Aftur á móti sé ég ekki að þjónustan þurfi að skerðast við áhorfendur og hlust- endur. Sú þjónusta hefur ekki skerst á öðrum fjölmiðlum þrátt fyrir þrengingar,“ segir Þorgerð- ur Katrín. ■ Fundur vegna Sjúkrahúss Keflavíkur Engin niðurstaða HEILBRIGÐISMÁL „Það var engin nið- urstaða á þessum fundi annað en að annar fundur var ákveðinn eftir helgina,“ segir Björk Guðjónsdóttir, bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar, en hún var fundi stjórnar sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum með Sigríði Snæbjörnsdóttur, stjórnanda heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Mikil ólga er í íbúum svæðisins vegna hugmynda hennar um að breyta þjónustuhlutverki einnar álmu sjúkrahúss Keflavíkur. Hún var ætluð öldruðum sjúklingum en nú stendur til að flytja þá til Grinda- víkur vegna breytinganna. ■ 590 milljarðar til Afganistans: Karzai ánægður með árangurinn BERLÍN, AP Hamid Karzai, forseti Afganistans, sagðist vera mjög ánægður með þann árangur sem náðist á alþjóðlegri fjáröflunar- ráðstefnu í Berlín. Fulltrúar frá yfir fimmtíu löndum hétu því að verja sem svarar yfir 590 milljörðum íslenskra króna til uppbyggingar Afganistans á næstu þremur árum og sagðist Karzai afar þakklátur fyrir þennan stuðning. Afganistan og sex nágrannalönd undirrituðu samkomulag um að stilla saman strengi sína í barátt- unni gegn framleiðslu og smygli á ópíum. Alþjóðasamfélagið hefur heitið því að aðstoða afgönsk stjórn- völd við að byggja upp innviði öryggismála í landinu. ■ Flutningabílstjóri á eftirlaunum: Vann 17,2 milljarða í lottó VIRGINÍA, AP Flutningabílstjóri á eft- irlaunum vann sem svarar yfir 17,2 milljörðum íslenskra króna í banda- rísku lottói. Um er að ræða næst- hæsta lottóvinning sem komið hefur á einn miða í heiminum. Vinningur- inn var dreginn út í febrúar en hann var ekki sóttur fyrr en í gær. J.P. Triplett keypti vinnings- miðann í verslun skammt frá heim- ili sínu í Virginíu. Líkurnar á því að fá stóra vinninginn voru einn á móti 135 milljónum en Triplett var þó sallarólegur. „Þetta er nú ekkert stórmál í mínum augum,“ sagði hann í samtali við fjölmiðla. ■ Olli hörðum árekstri: Ók yfir á rauðu ljósi LÖGREGLAN Tvennt var flutt á slysa- deild eftir harðan árekstur tveggja bíla á gatnamótum Suðurlandsbraut- ar og Álfheima um miðjan dag í gær. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók vestur Suðurlandsbraut er talinn hafa farið yfir á rauðu ljósi og ekið á bíl sem var að beygja inn á Suðurlands- braut frá Álfheimum. Sá sem olli árekstrinum er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum lyfja. ■ Nýr blaðauki: Allt sem þig vantar FRÉTTABLAÐIÐ Með Fréttablaðinu í dag hefur Allt göngu sína, nýr blaðauki sem mun fylgja Fréttablaðinu alla daga vikunar. Í Allt er hvort tveggja í senn farvegur fyrir umfjöllun um hús og heimili, mat og tísku, fjármál og fasteignir, ferðir, heilsu og fleira, en jafnframt vettvangur fyrir þjónustu- og smáauglýsingar Fréttablaðsins, fasteigna-, atvinnu- og raðauglýsing- ar. Í Allt verður lífleg neytenda- umfjöllun en það á einnig að vera góð- ur leiðarvísir fyrir lesendur um hvað er í boði á markaðnum – hvort sem það eru vörur, þjónusta, húsnæði, atvinna og hvaðeina. Í Allt í dag er fjallað um mat, tísku og heimili. Á morgun verður fjallað um bíla, á sunnudag um atvinnumarkaðinn, á mánudag um fjármál, hús og fasteignir og svo koll af kolli. Á næstu vikum munu nýir efnisþættir bætast við Allt og ýmsar nýjungar kynntar. „Allt er liður i því að gera fram- setningu Fréttablaðsins skýrari og aðgengilegri,“ segir Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins. „Fréttablaðið hefur stækkað mikið að undanförnu og það skapar bæði tækifæri til að fjölga efnisþáttum og gera skipulag blaðsins skýrara. Í kjölfar útgáfu á Allt munum við síðan kynna nýtt efni í Fréttablað- inu sjálfu og auka þjónustu við lesendur enn frekar.“ ■ ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARS- DÓTTIR Telur ekki að Ríkisútvarpið þurfi að skera niður þjónustu þrátt fyrir erfiðan rekstur. Hún bendir á að aðrir fjölmiðlar hafi ekki minnkað þjónustu þrátt fyrir þrengingar. BETLAÐ Í KABÚL Afganskur karlmaður, sem hefur misst báða fætur, situr og betlar úti á miðri götu í Kabúl. Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 97 stk. Keypt & selt 23 stk. Þjónusta 45 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 14 stk. Tómstundir & ferðir 12 stk. Húsnæði 28 stk. Atvinna 21 stk. Tilkynningar 5 stk. til London og Kaupmannahafnar Tvisvar á dag Gallabuxur ómissandi í vor BLS. 20 Góðan daginn! Í dag er föstudagur 2. apríl, 93. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.41 13.31 20.23 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Belgíski viðskiptafræðingurinn Muriel Liglese settist á skólabekk í Háskóla Ís- lands fyrir fjórum árum til að ljúka gráðu í viðskiptafræði. Fljótlega tók Amor af henni öll ráð um að halda aftur heim til Belgíu þegar hún kynntist íslenskum manni sem töfraði hana ástarljóma. Ísland varð því nýtt heimaland Muriel, sem er nú altalandi á íslensku og rekur veisluþjón- ustuna „Muriel’s Wedding“ eftir bíómynd- inni heimsfrægu. Veisluþjónustan (sem í símaskrá nefnist „Veislumeistarinn“) tek- ur að sér hvers kyns undirbúning fyrir brúðkaup, fermingar og skírnir, en er ekki eldhús í sjálfu sér. „Íslendingar eru allir að koma til þegar kemur að því að láta veisluþjónustu sjá um allar hliðar veisluhaldanna og úti í heimi eru brúðkaupsþjónustur afar vinsælar,“ segir Muriel sem aðallega vinnur í sam- starfi við bandaríska brúðkaupsþjónustu sem sendir ævintýragjörn og Íslands-elsk- andi brúðhjón til eyjunnar í norðri. „Þá tek ég við skipulagningu brúðkaupsins hér heima og er til að mynda að undirbúa brúðkaup amerískra brúðhjóna þessa dag- ana, sem haldið verður á Búðum á Snæ- fellsnesi með heimatilbúin skemmtiatriði og tónlist úr sveitinni í kring. Sú ákvörðun er tekin út frá manngerð og áhugamáli brúðhjónanna, því þótt ég sjái um allan undirbúning veisluhaldanna hafa brúð- hjónin að sjálfsögðu uppi sínar óskir sem ég fer eftir.“ Muriel sér um allt frá a til ö þegar kem- ur að brúðkaupum. Hún sér um að panta prestinn og kirkjuna, hárgreiðslu, snyrt- ingu og brúðarkjólinn sjálfan; að sjálf- sögðu einnig klæðnað brúðgumans og brúðarvöndinn; allar skreytingar og blóm í veisluna, ljómyndara, veislustjórn, skemmtiatriði, veitingar, brúðarbíl, stað- setningu fyrir veisluna sjálfa, brúðkaups- nóttina og brúðkaupsferðina, ef óskað er. Auk þess að skipuleggja brúðkaup, fermingar og skírnir, flytur Muriel inn dýrindis belgískt konfekt, súkkulaði- og möndlugjafir, innpakkaðar kökugjafir og tjullglaðning til gestagjafa að loknum veisluhöldum. Brúðkaup Muriel heimili@frettabladid.is Rigningin fylgir íslenska sumrinu eins og allir vita og því er kærkomið að eiga eina góða regnhlíf til að bregða yfir sig þegar skúrirnar skel- la á manni. Margar gerðir regnhlífa eru komnar í búðir, allir regnbogans litir eru fá- anlegir, sem og alls kyns mis- munandi munstur. Einnig er þó nokkuð úrval af barna- regnhlífum svo yngsta kyn- slóðin fær líka úr ýmsu að velja. Fréttablaðið leit við í Drangey í Smáralind og skoð- aði úrvalið. Lífrænt ræktaðar matvör- ur njóta sífellt meiri vinsælda en einnig er hægt að fá hreinlætis- vörur sem einungis eru unnar úr lífrænt ræktuðum hráefnum og eiga ekki að menga umhverfið á sama hátt og hefðbundnar hrein- lætisvörur. Verslunin Yggdrasill selur til dæmis Sonett-hrein- lætisvörur sem eru framleiddar úr hreinni jurtasápu með olíum sem unnar eru úr líf- rænt ræktuðum hráefnum. Ilm- efnin eru úr nátt- úrulegum eterísk- um olíum sem unnar eru úr líf- rænt ræktuðum eða villtum jurt- um. Þessar vörur eiga að brotna fullkomlega niður í náttúrunni á stuttum tíma og eru án tilbúinna rotvarnarefna og ens- íma. Meðal annars er hægt að fá upp- þvottalög, mýkingarefni, bletta- hreinsi og þvottaefni í þessu vöru- merki, en einnig handsápur sem eiga að vera sérlega umhverfis- vænar. Handverk og hönnun er tíu ára um þessar mundir. Í tilefni þess hefur verið opnuð sýning sem varpa á sýn á stöðu handverks, list- iðnaðar og hönnunar á Íslandi í dag. Sýn- ingin er fyrst opnuð í Aðalstræti 12 en mun síðan verða sett upp á nokkrum stöðum á landinu, til dæmis í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og Norska húsinu í Stykkishólmi. Síðan mun sýning- in væntanlega fara til Ísafjarðar, Akureyrar, að Skriðuklaustri, í Reykjanesbæ og til Hafnar í Hornafirði. Markmið verkefnis- ins Handverk og hönnun er að stuðla að eflingu handverks- og listiðnaðar, meiri menntun og þekkingu handverks- og listiðn- aðarfólks og að auka gæðavit- und í greininni. Efni í allt er yfirskrift nýrra þemadaga hjá IKEA sem standa yfir til 18. apríl. Áhersla er lögð á allt sem snýr að vefnaðarvöru og búið er að taka upp fullt af nýjum vörum í þessum flokkum. Tískan í ár einkennist af mynstruð- um efnum. Rómantísk eða „sveitó“ áhrif eru ríkj- andi með rósóttu eða röndóttu mynstri, blúnduefni í ljósum lit. Hins vegar eru nýtískuleg gegnsæ efni með fallegum daufum vorlit- um einnig áberandi. Mikil aðsókn er á þæfing- arnámskeið Heimilisiðnaðar- skólans. Er fólki þá kennt að þæfa ullarflóka, móta hann og búa til úr honum listmuni eða nytjahluti. Meðal þess sem hægt er að gera úr þæfðri ull eru mottur, töskur, myndir og tehett- ur. Næsta námskeið verður 1. maí en byrjað er að bóka á námskeið alveg fram á haust. Meðal annarra námskeiða sem boðið er upp á hjá Heimilisiðn- aðarskólanum eru útsaumsnám- skeið, þar sem kennd eru harð- angur og klaustur, og leður- saumsnámskeið, sem verður 17. og 18. apríl. Þar er meðal annars kennt að móta og handsauma töskur. MURIEL LIGLESE Belgísk og ástfangin af Íslendingi. Rekur veisluþjón- ustuna „Muriel’s Wedding“ fyrir verðandi brúðhjón á Íslandi og víðar. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is Regnhlífar: Í regnbogans litum SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR HEIMILIÐ FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA OFL. Jæja, þá er víst kominn þessi árstími, þegar harmonikkurnar fljúga suður á bóginn! Til sölu YZ-426F, árgerð 2001. Protaper stýri, O Ringkeðja, mjög gott hjól. Til Sýnis sal Toyota notaðir bílar. Uppl. í 892 9500. Grand Cherokee Laredo ‘01 grár ek. 60 þ. míl. Leður, toppeintak, verð. 3.250 þús., tilboð 2.800 þús., skipti mögul. á ódýrari. Uppl. í s. 693 8210. NÝTT FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS Allt mun fylgja Fréttablað- inu alla daga. AÐGERÐIR Í LYFJAMÁLUM Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra kynnti aðgerðir gegn vaxandi lyfjakostnaði hins opinbera í gær. NOTKUN RITALÍNS Dagskammtur á hverja 1000 íbúa 1998 2000 2002 Bandaríkin 3,69 3,69 5,88 Ísland 0,78 2,29 3,56 Bretland 0,64 1,31 1,35 Noregur 0,58 0,74 0,95 Þýskaland 0,20 0,56 0,78 Danmörk 0,11 0,19 0,27 Svíþjóð 0,04 0,10 0,21 MAROKKÓI HANDTEKINN Í DAN- MÖRKU Héraðsdómur í Danmörku hefur staðfest gæsluvarðhalds- úrskurð yfir 38 ára Marokkóa sem handtekinn var á miðvikudag í um- fangsmikilli lögregluaðgerð í Ishöj, skammt fyrir utan Kaupmanna- höfn. Maðurinn er ákærður fyrir hryðjuverk í Marokkó og gæti átt yfir höfði sér dauðadóm verði hann framseldur. 1. apríl í gær: Engin Idol- keppni í gær APRÍLGABB Margir mættu í Austur- bæjarbíó í gær í því skyni að taka þátt í undankeppni fyrir sérstaka Idol-keppni sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. Þeir sem mættu gripu þó í tómt enda var um aprílgabb að ræða. Fréttablaðið vonar að þeir sem hlupu apríl að tilstuðlan blaðsins í gær hafi haft gaman af uppátækinu. Það skal einnig tekið fram að Íslenska útvarpsfélagið er enn með sýningar- rétt á Idol-þáttunum á Íslandi. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.