Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 16
Fjölmiðlar eru venju fremurmikið í umræðunni þessa dag-
ana og svo virðist sem menn hafi
sérstaka ánægju af því að taka af-
stöðu til þess hvort DV sé gott eða
vont blað. Að sumu leyti hefur hin
almenna umræða í þessum efnum
fallið í svipaðan farveg og umræð-
an um kvikmynd Mel Gibson um
píslarsögu Krists. Það er deilt um
hvernig píslarsagan er sögð og þá í
leiðinni um hvaða áherslur er
verið að leggja í þessari frásögn.
Hvert er aðalatriðið í þeirri sögu?
Er það upprisan eða þjáningin. Er
það róðukrossinn eða er það hinn
tómi kross sem Kristur er risinn
af? Gibson valdi að leggja áherslu
á þjáninguna og hann gerði það
með svo miklu ofbeldi og blóði að
kynslóðum sem lítið þekkja annað
en ofbeldi í kvikmyndum varð
flökurt! Enda hafa deilurnar sem
spunnist hafa um myndina verið af
tvennum toga þó vissulega séu
náin tengsl þar á milli. Annars veg-
ar deila menn um hinar guðfræði-
legu áherslur í fréttinni um píslar-
göngu Krists og hins vegar um
framsetningu fréttarinnar.
Hið nýja guðspjall
Í umræðunni um fréttaflutning
DV getur líka verið gagnlegt að
gera greinarmun á fjölmiðlaguð-
fræðinni, sem þeir hafa valið og svo
framsetningarmátanum. Það sem
einkum hefur verið deilt um er sú
meginstefna að birta nöfn og mynd-
ir af öllum þeim sem þeir eru að
fjalla um nema í alveg sérstökum
undantekningartilfellum. Þetta er
nánast hið eina nýja í hinni eigin-
legu fjölmiðlaguðfræði DV. Til
þessa hafa miðlarnir ekki viljað
taka þetta skref. Í fjórðu grein siða-
reglna Blaðamannafélagsins segir:
„Blaðamenn skulu hafa ríkt í huga
hvenær almennt öryggi borgar-
anna, sérstakir hagsmunir almenn-
ings eða almannaheill krefst nafn-
birtingar.“ Eins og sjá má er hér tal-
að um þau tilvik að almannaheill
krefjist nafnbirtingar. Tilhneiging-
in hefur verið að túlka þetta þannig
að ekki sé ástæða til að birta nöfn
nema almannaheill krefji. Hins
vegar er hin túlkunin ekki síður
möguleg, að það sé krafa siðaregln-
anna að birta nöfn ef almannaheill
kallar á það, en reglurnar heimili
hins vegar víðtækari nafnbirtingar,
enda passi menn að telja hvern
mann saklausan þar til sekt hans er
sönnuð. DV hefur valið seinni túlk-
unina – leið Gibsons frekar en leið
Hallgríms Péturssonar.
Ýmis rök hafa heyrst fyrir hinni
nýju stefnu DV, m.a. að hreinlegra
sé að nafngreina menn, en að varpa
grun á tiltölulega fámennan hóp
manna. Þetta var stefnan á gamla
DV líka og ýmsir aðrir fjölmiðlar
hafa haft svipaða stefnu um langt
árabil. Auglýsingaherferð blaðsins
fyrr í vetur tiltók að friðhelgi
fjársvikara, spilltra stjórnmála-
manna og barnaníðinga væri rofin.
Ekkert af þessu eru þó rök fyrir
nafnbirtingu sem meginreglu,
enda hafa verið birt nöfn manna
sem ekki falla undir svona skil-
greiningu. Menn þekkja rökin að
baki íhaldsseminni í nafnbirting-
um, en ekki hinni nýju reglu. Hið
nýja fjölmiðlaguðspjall hefur ein-
faldlega ekki verið nægjanlega vel
prédikað og útskýrt fyrir hinn ís-
lenska veruleika.
Hvernig sagan er sögð
En það skyldi þó aldrei vera að
ókyrrðin í kringum DV – líkt og
ókyrrðin í kringum Gibson – hafi
meira með framsetninguna að
gera en hina eiginlegu guðfræði.
Tökum dæmi: Birting á yfirheyrsl-
um í líkfundarmálinu mörkuðu
engin tímamót í sjálfu sér, enda
tóku allir fjölmiðlar efnislega upp
það sem þar kom fram – þó frá-
sagnaraðferðin væri önnur. Þetta
var einfaldlega skúbb. Ýmsir
hneyksluðust í framhaldinu þegar
fram komu persónur og leikendur
þessa harmleiks eins og kvik-
myndastjörnur og fórnarlömb. Í
hverju málinu á fætur öðru er það
frekar framsetningin og áhersl-
urnar sem er að fara fyrir brjóstið
á mönnum, en hin eiginlegu efnis-
atriði. Í því efni er DV á mjög hefð-
bundnum slóðum margra síðdegis-
blaða þar sem áherslan er á ástir,
harma, örlög og umfram allt EIN-
STAKLINGA. Þessi tegund blaða-
mennsku þarf ekki endilega að
vera ver unnin eða slakari þótt hún
höfði á köflum meira til skynjunar
og tilfinninga en rökrænnar hugs-
unar. Fáir hafa sagt að Píslarsaga
Gibsons sé illa gerð! En hjá Gibson
setur ofbeldið og blóðflaumurinn
auðvitað mark sitt á innihaldið.
Hættan við myndina er að hinn al-
menni boðskapur ljóssins týnist í
húðstrýkingu þessa tiltekna ein-
staklings. Það er líka hætta á að
hin mikla almannaheill, sem djörf
og mjög oft hressilega afhjúpandi
blaðamennska DV vill byggja á,
geti týnst í tilraunum til að segja
safaríka sögu af örlögum nafn-
greindra einstaklinga.
Augljóst er að þegar áherslan
er lögð á að segja sögu út frá ein-
staklingum, skiptir miklu að segja
hvað þeir heita og helst birta af
þeim myndir. Sjálft upplegg síð-
degisblaðamennskunnar – hvern-
ig hún segir söguna – kallar því á
nafnbirtingar. Á meðan forustu-
menn DV útskýra ekki nafnbirt-
ingarguðspjallið betur og ákafar
en þeir hafa gert til þessa mun sú
spurning hanga yfir blaðinu hvort
þetta nafnbirtingarskref sé fyrst
og síðast tekið til að þjóna nýju
frásagnarformi eða hvort einhver
háleitari fjölmiðlaguðfræði ræður
ferðinni. ■
Tilraunir Jóns Kristjánssonar tilað sporna við síhækkandi út-
gjöldum ríkissjóðs vegna lyfjakostn-
aðar eru ekki aðeins ágætar út frá
rekstri ríkissjóðs heldur ekki síður
út frá heilbrigðissjónarmiðum. Það
er nóg að bera lyfjaneyslu Íslend-
inga saman við neyslu nágranna-
þjóðanna til að sjá að aðhald hefur
skort á Íslandi. Hér er neysla í mörg-
um lyfjaflokkum – einkum nýjum
geðlyfjum – miklu mun meiri en
meðal nágrannaþjóða okkar. Notkun
á þessum lyfjum hefur aukist svo ört
á tiltölulega skömmum tíma að jaðr-
ar við að hægt sé að kalla þessa
neyslu tískufyrirbrigði. Ég efast um
að nokkur vilji halda því fram að
vægir geðsjúkdómar séu faraldur á
Íslandi og mun útbreiddari en ann-
ars staðar á Vesturlöndum. Það er
því augljóst að íslenskir læknar eru
að skrifa út lyf á fleiri einstaklinga
með vægari einkenni en starfsbræð-
ur þeirra í útlöndum. Og ofmeðferð
er ekki síður heilbrigðisvandamál en
vanmeðferð. Það er alvarlegur vandi
ef við Íslendingar erum farnir að
beita tækjum heilbrigðisþjónustun-
ar á vanda sem vafasamt er að flokk-
ist undir heilbrigðisvandamál eða ef
við erum farin að beygja okkur und-
ir að viðskiptamenn heilbrigðisþjón-
ustunnar geti sjálfir sjúkdómsgreint
sig og kallað eftir viðeigandi með-
ferð. Þá er heilbrigðisþjónustan
dottin niður á plan barþjóna eða
fíkniefnasala þar sem fólk sækir sér
efni til að bæta líðan sína án þess að
það sé í raun nokkuð að.
Að baki heilbrigðiskerfinu er
rekinn öflugur iðnaður og mikil við-
skipti. Lyfjaframleiðsla er ekki
rekin sem mannúðarmál í heimin-
um heldur sem hörð og óvægin við-
skipti. Heilbrigðisgeirinn sjálfur er
einnig í grunninn venjuleg viðskipti
þótt tilgangur starfseminnar sé
góður. Það er einnig grundvöllur
sölu á matvöru, fasteignum og
fötum – að fæða fólk, klæða og
hýsa. Heilbrigðisgeirinn og iðnað-
urinn að baki honum býr því yfir
miklu afli til útvíkkunar starfsem-
innar og hámörkunar hagnaðar. Í
heilbrigðisgeiranum sjálfum birtist
hagnaðurinn í aðbúnaði stjórnenda
og yfirmanna, launum þeirra,
vinnuframlagi, fríðindum, valdi og
virðingu. Það er því augljóst að
stjórnvöld þurfa að geta staðið gegn
vexti þessa geira og beint honum á
þær brautir sem auka sem mest
þjónustu til sem flestra fyrir sem
minnst skattfé. Heilbrigðisgeirinn
sjálfur getur ekki stýrt þessari
þróun. Til þess býr hann yfir of
mikilli þörf til vaxtar án tillits til
þarfa þeirra sem greiða fyrir þjón-
ustuna. Hugsanlegir kaupendur
þjónustunnar geta heldur ekki
staðið á bremsunum. Við þekkjum
það úr sögunni að mannfólkið er
alltaf til í að kaupa meira heilbrigði
fyrir uppsett verð. Tillögur Jóns
Kristjánssonar nú eru vonandi
aðeins fyrsta skrefið til að beisla
vöxt heilbrigðiskerfisins. ■
Beverley Hughes aðstoðar-ráðherra, sem annast hefur
málefni innflytjenda í bresku
ríkisstjórninni, sagði af sér
embætti í gær. Afhenti hún af-
sagnarbréf sitt í
kjölfar deilna um
vegabréfsáritanir
til handa Austur-
Evrópubúum. Því
hefur verið haldið
fram að innan-
ríkisráðuneyti Bretlands hafi
veitt vegabréfsáritanir sem
byggðar voru á fölsuðum skil-
ríkjum.
Afsagnar krafist
Breski Íhaldsflokkurinn
krafðist þess að Hughes segði af
sér en Tony Blair forsætisráð-
herra og David Blunkett innan-
ríkisráðherra báru í fyrstu blak
af henni. Þegar í ljós kom að upp-
lýsingar um málið, sem ráðherr-
ann hafði veitt neðri málstofu
þingsins, voru ekki á rökum
reistar, varð afsögn óumflýjanleg
samkvæmt breskum stjórnmála-
hefðum. Þar í landi er ráðherra-
ábyrgð tekin alvarlega.
Svindlað á kerfinu
Hughes hafði fullyrt í svari við
fyrirspurn í þinginu að hún hefði
enga vitneskju haft um það að
brögð væru að því að marklausir
pappírar væru útbúnir til að auð-
velda Austur-Evrópubúum að fá
vegabréfsáritun til Bretlands. Við
athugun kom í ljós að þetta var
ekki satt. Hinn 4. mars í fyrra hafði
Hughes borist bréf frá Bob
Ainsworth, þáverandi aðstoðarinn-
anríkisráðherra, þar sem vakin var
athygli á því að spilað væri með
innflytjendareglur. Dæmi væru
um að breskir lögfræðingar byggju
til gervipappíra fyrir fólk í Rúmen-
íu og Búlgaríu þar sem fram kæmi
að það hygðist stofna til viðskipta í
Bretlandi. Slíkir pappírar hefðu
verið samþykktir í London jafnvel
þótt bresku sendiráðin í löndunum
tveimur hefðu haft efasemdir um
áreiðanleika þeirra.
Í bréfinu benti Ainsworth sam-
ráðherra sínum á að sendiráðin
teldu að sér vegið vegna þess að
ráðleggingum þeirra væri ekki
sinnt. Afleiðingin væri veikara
innflytjendaeftirlit.
Sinnti ekki aðvörunum
Hughes reyndist hafa svarað
þessu bréfi nokkrum dögum síðar
og lofað að taka málið upp við inn-
flytjendadeild innanríkisráðu-
neytisins. Það gerði hún hins veg-
ar ekki.
Hvort Hughes svaraði í þing-
inu gegn betri vitund eða var búin
að gleyma aðvörunarbréfinu
hefur ekki komið fram. En þegar
hinar nýju upplýsingar voru birt-
ar var teningunum kastað. Í Bret-
landi komast ráðherrar ekki upp
með að segja þinginu ósatt.
Mál Hughes er talið nokkurt
áfall fyrir Blair forsætisráðherra
enda var hún jafnan talin til
„stúlknanna hans“. Á móti vegur
að breska þingið fór í páskafrí í
gær og vonast forystumenn ríkis-
stjórnarinnar til þess að málið fái
minni athygli en það hefði ella
fengið. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um tillögur til lækkunar á
lyfjakostnaði ríkissjóðs.
Úti í heimi
AFSÖGN BEVERLEY HUGHES
■ sýnir hve alvarlega Bretar
taka ráðherraábyrgð.
16 2. apríl 2004 FÖSTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir
og Jón Kaldal
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Veturinn nýttist illa
Gunnar Örlygsson þingmaður
Frjálslynda flokksins kvaddi sér
hljóðs á Alþingi í gær og kvartaði
sáran yfir því að skammt væri nú
til þingloka og veturinn hefði illa
nýst til að ræða tillögur og af-
greiða mál. Já, það er eiginlega
furðulegt hversu þingveturinn
getur orðið ódrjúgur ef menn
hefja leikinn á því að sitja
nokkra mánuði í fangelsi. Og þó;
er það ekki að minnsta kosti
álitamál hversu vel fer á því að
Gunnar Örlygsson kvarti yfir því
að minna hafi orðið úr vetrinum
en æskilegt hefði verið; menn
sem mánuðum saman gátu ekki
sinnt löggjafarstarfi þar sem þeir
sátu bak við lás og slá, eiga þeir
eitthvað að vera að gera sér rellu
yfir starfsáætlun Alþingis?
VEFÞJÓÐVILJINN Á ANDRIKI.IS
Forsetakjör í tveimur
umferðum
Í stjórnarskránni er þá reglu að
finna í 5. grein að sá sem flest at-
kvæði fær í forsetakjöri skuli
hljóta embættið. Getur reglan
auðveldlega leitt til þeirrar niður-
stöðu að sá sem nær kjöri hafi
minnihluta þjóðarinnar á bak við
sig. Þetta gerðist bæði árið 1980
og 1996. Árið 1980 var Vigdís
Finnbogadóttir kjörin með 33,8%
gildra atkvæða og Ólafur Ragnar
Grímsson árið 1996 með 41,4%
gildra atkvæða. [...]
Fullyrða má að regla þessi sé
ekki alls kostar eðlileg, sérstak-
lega í ljósi þess að forseti fer
ásamt Alþingi með löggjafarvald-
ið skv. 2. gr. stjórnarskrár. Vegna
þessarar reglu hafði annar hand-
hafi löggjafarvalds hérlendis
minnihluta þjóðarinnar á bak við
sig á árunum 1980-1984 og 1996-
2000, eða þar til forsetarnir urðu
sjálfkjörnir.
Eðlilegra væri að forsetakjör færi
fram í tveimur umferðum, þannig
að í seinni umferð yrði kosið milli
tveggja efstu manna eftir fyrri
umferð.
ARNAR ÞÓR STEFÁNSSON Á DEIGLAN.COM
Um daginnog veginn
BIRGIR GUÐ-
MUNDSSON
■ skrifar um
áherslur í
fjölmiðlum.
Píslarsögur
Gibsons og DV
■ Af netinu
Afsögn vegna
rangra upplýsinga
■
Í Bretlandi
komast ráð-
herrar ekki upp
með að segja
þinginu ósatt.
15%
afsláttur af öllum vörum
föstudag og laugardag
Hemill á óbilandi vaxtarþörf