Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 28
Skólavörðustíg 21 101 Reykjavík Símar 552 2419 / 698 7273 Opið virka daga kl. 12:00-18.00 og laugardaga kl. 12:00-16.00 Andblær liðinna ára Antik-Húsið Sófalist FALLEGAR YFIRBREIÐSLUR FYRIR SÓFA OG STÓLA Síðumúla 20, 2 hæð (fyrir ofan Öndvegi) Upplýsingar um opnunartíma í síma 553 0444 og 692 8022 www.sofalist.is Gamalt og gott Að róta í gömlu dóti er gaman eins og allir vita. Þessi fallegi vigt fæst í Skeifunni Húsgagnamiðlun Smiðjuvegi. Ljósin í bænum: Snjóbolti Hnífapör eru mismunandi að gerð og gæðum og útlitið breyti- legt þótt þau þjóni öll sama til- ganginum. Ekki ber að vanmeta hnífapörin, þau skipta jafn miklu máli og kristalsglösin og kertin á fallega álögðu veislu- borði, fyrir utan að koma ofan í okkur næringunni. Margar búðir í bænum selja afar vönduð hnífapör, bæði þessi hefðbundnu, hversdags og spari, en einnig er töluvert úrval af sérhönnuðum hnífapörum fyrir mismunandi mat eins og steik- ina, laxinn, spaghettiíið og eftir- matinn. Hnífapör: Jafn mikilvæg og kristalsglösin Praktískt Hnífapör á standi frá Habitat. Einfalt Frá Lífi og list. Hagkvæmt Úr Byggt og búið.Vinsælt ÚrByggt og búið. Íslensk hönnun: Púðarnir eru fyrst og fremst myndverk Svava Kristín Egilson myndlist- arkona hefur opnað sýningu á púðum og fleiri myndverkum í versluninni Sætir sófar í Kópa- vogi, en í febrúar sýndi hún verk sín í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þeg- ar ég var búin að taka niður sýn- inguna fór ég á stúfana og fann mér góða veggi fyrir verkin mín hér í Sætum sófum,“ segir Svava Kristín en veggverkin hennar eru blanda af textíl og málverk- um. „Ég hanna einnig og sauma púða svo ég setti líka upp púða- sýningu. Ég legg áherslu á púð- ana sem myndverk, en þeir mynda nokkurs konar ramma utan um myndirnar.“ Svava Kristín stundaði nám á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti en fór eftir það í hús- mæðraskóla þar sem hún lærði að vefa og sauma. Hún stundaði svo nám í ljósmyndun í tvö ár. „Ég nýti mér ljósmyndir mikið í hugmyndaöflun, nota mynda- stemningar. Það má segja að ég festi hugmyndir á blað með ljós- myndum.“ Svava Kristín lærði líka tækniteiknun en endaði svo í Myndlistarskólanum á Akureyri. „Þá var leið mín í raun valin.“ Svava Kristín nýtir sér fjöl- breytta reynslu sína og blandar gjarnan saman ólíkum aðferð- um. „Ég sauma í málverkin og stundum minna þau á bútasaum. Ég þrykki líka og nota því graf- íktækni eins og dúkristur. Það má eiginlega segja að ég vinni út frá hjartanu hverju sinni. Nú er ég til dæmis farin að vinna svolítið með gluggaverk og önn- ur gegnsæ myndverk.“ Svava Kristín bjó í Eyjafjarð- arsveit og var fyrst með vinnu- stofu í bílskúrnum heima hjá sér. Nú er hún hins vegar flutt í Hafnarfjörð og er með vinnu- stofu í Hafnarfirði. „Húsið er kallað Gamli dvergur, en þarna var áður trésmíðaverkstæði. Vinnustofan mín er opin al- menningi þegar ég er á staðn- um, en opnunartíminn er svolít- ið óreglulegur ennþá,“ segir hún. audur@frettabladid.is Púðarnir ramma inn myndirnar Svava Kristín saumar mikið, bæði púða og í málverkin sín. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA Myndirnar á veggjunum eru blanda af textílverkum og málverkum Svava Kristín nýtir sér fjölbreytta menntun sína við listsköpunina. Á glæsilegri hæð við Hagamel hangir sögufrægt ljós yfir sófa- borðinu í betri stofunni. Ljósið er eftir hönnuðinn Poul Henn- ingsen sem hóf störf með danska hönnuðinum Louis Poul- sen árið1924. Ljósið, sem kallað er „Snjóboltinn“, hannaði Henn- ingsen sama ár og hann hóf störf hjá Poulsen en þetta ein- staka ljós kom til landsins 1982 og var hengt upp ásamt fleiri ljósum sömu gerðar á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Árið 1990 voru öll ljósin tekin niður því þau þóttu ekki í takt við tísku- straumana það árið og voru lögð til hliðar. Í dag hafa þessi ljós gengið í endurnýjun lífdaga og gömlu dönsku Valhallarljós- in hanga nú á íslenskum heimil- um úti um allan bæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.