Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 29
Fossháls 1 • 110 Reykjavík • Sími 525 0800 • www.badheimar.is Lynghálsi 4, 110 Rvk. Sími: 867 3284 - 588 8886 Föstudagur 2. apríl 2004 7 Guðrún Kristjánsdóttir mynd- listarkona er með þó nokkur málverk í stofunni hjá sér en segir eitt þeirra sérstaklega glaðlegt. Það er málverk eftir Sverri Haraldsson sem málað var árið 1952 í París. „Ég erfði þetta málverk eftir pabba minn. Verkið er málað í sterkum litum og er frá þessu geómetríska tímabili. Ég er alin upp við þetta málverk, það kom inn á heimili foreldra minna þegar ég var barn og ég man að ég varð strax hrifin af því. Mér fannst ég geta séð svo margt út úr því og það er eitthvað gleðilegt við það.“ Guðrún er sjálf að vinna að röð verka sem eru annars veg- ar myndbandsverk og hins veg- ar málverk. Hún telur það já- kvætt að fólk kaupi upprunaleg listaverk og engu skipti hvort það stilli þeim upp yfir sófan- um eða einhvers staðar annars staðar. „Ég er til dæmis með verk eftir Borghildi Óskars- dóttur, Eirík Smith, Kristján Davíðsson, Karl Kvaran, Hjört Marteinsson og fleiri hér í stof- unni. Mörg verkanna erfði ég en ég hef líka keypt verk, til dæmis fallega módelteikningu eftir Braga Ásgeirsson sem ég er búin að eiga lengi. Góð myndverk eru eins og vín, þau batna með aldrinum og eru aldrei bara skraut.“ Glæsilegt Frá Lífi og list. Smart Úr Habitat. Málning á veggina stendur alltaf fyrir sínu þó að ýmislegt annað eins og veggfóður og flís- ar sé núna mikið í tísku. Hvítu tónarnir í málningu eru alltaf vinsælastir en breytilegt er hvaða litir aðrir á litakortinu eru hafðir með. Í dag er mikið horft til barokktímans í innan- hússhönnun og er litavalið þar ekki undanskilið; súkkulaði- brúnt, vínrautt, pastelgrænt, fölbleikt og karrígult eru meðal vinsælla lita um þessar mundir, hvort heldur einir sér eða teflt saman. Einnig virðast barokk- ættuð mynstur, listar og málaðir bekkir vera að ryðja sér til rúms að nýju á veggjum lands- manna. Litir á veggjum: Horft til barokktímans Guðrún Kristjánsdóttir Er með verk eftir sjálfa sig yfir sófanum en vill frekar segja frá málverki sem hún erfði eftir föður sinn. Málverkið í stofunni: Glaðlegt verk frá bernskuheimilinu Húsráð fyrir foreldra: Röð og regla í barnaherberginu Snyrtileg barnaherbergi þurfa ekki að vera þjóðsaga. Óhjá- kvæmilega dreifist dót um í hita leiksins en auðvelda má tiltekt- ina á eftir með því að fá börnin með sér í lið. Ef skipulag er fyrir hendi og hreingerningin gerð að leik ættu þrif á barnaherbergjun- um ekki að verða nein heljarinn- ar aðgerð. *Ef barnið á mikið á leikföng- um má geyma helming þeirra inni í geymslu. Á nokkurra vikna fresti má svo taka geymsludótið í notkun og setja hitt í geymslu. Gömlu leikföngin verða þá sem ný og óreiðan minnkar. *Merkið leikfangakassa og önnur box og kennið börnunum að sortera og ganga frá. Leyfið krökkunum að skreyta boxin. *Takið frá stuttan tíma í hverri viku sem fer í tiltekt. Til að gera hana skemmtilegri má taka tímann og útdeila verðlaun- um í lokin fyrir vel unnin störf. *Leyfið krökkunum að velja tónlist til að spila á meðan á til- tekt stendur. *Setjist reglulega niður með börnunum og tínið út leikföng sem ekki eru notuð lengur. *Hafið nóg af hillum og snög- um í barnaherbergjum til að auð- velda þeim að halda leikföngum og fötum af gólfinu. *Munið svo að setja gott for- dæmi og ganga snyrtilega um sjálf!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.