Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 48
32 2. apríl 2004 FÖSTUDAGUR LÆTUR EKKI ALDURINN AFTRA SÉR Indverski hlauparinn Fauja Singh verður elsti hlauparinn í Lundúnamaraþoninu sem hefst í dag en hann er 93 ára. Maraþon Englendingar hafa ekkiunnið Svía í landsleik í knattspyrnu í síðustu ellefu skipti sem liðin hafa mæst. Englendingar unnu síðast árið 1968 og biðu lægri hlut fyrir Svíunum, 1- 0, í vináttulandsleik í Gautaborg á miðvikudagskvöldið. Sven-Göran Eriksson, hinn sænski þjálfari Eng- lendinga, bíður enn eftir fyrsta sigrinum gegn Svíum því liðin gerðu síðast jafntefli, 1-1, í heimsmeistara- keppninni í Japan og Suður Kóreu fyrir tveimur árum. Eriksson gat ekki stillt upp sínu sterkasta liði en mark frá hinum efnilega framherja Ajax, Zlatan Ibrahimovic, gerði út um vonir Englendinga um að leggja Svíana loksins að velli. Það eru 36 ár síðan það gerðist og spurning hvenær Englendingar fá tækifæri til að bæta úr því. ■ ■ Tala dagsins 11 Jimmy Floyd Hasselbaink, framherji Chelsea: Ekki kæra fyrir olnbogaskot FÓTBOLTI Jimmy Floyd Hasselbaink, hinn hollenski framherji Chelsea, sleppur við kæru frá aganefnd enska knattpsyrnusambandsins fyrir meint olnbogaskot hans í andlit Mark Hotte, leikmanns Scarborough, í bikarleik liðanna 24. janúar síðastliðinn. Atvikið fór fram hjá dómara leiksins, Barry Knight, en aganefndin taldi að ekki væri hægt að sanna að Hassel- baink hefði slegið hann með vilja. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hasselbaink sleppur með skrekk- inn frá aganefndinni því hann fékk tvö rauð spjöld felld niður fyrir tveimur árum auk þess sem hann slapp við ákæru vegna meints olnbogaskots í andlit Claus Lundekvams, varnarmanns Southampton. ■ JÓHANN RISTARBROTINN Jóhann Helgason, hinn 19 ára leikmaður KA í Landsbanka- deildinni í knattspyrnu, varð fyrir því óláni að ristarbrotna á æfingu og verður frá næstu sex vikurnar. Jóhann lék þrett- án leiki með KA á síðasta tímabili og skoraði eitt mark en hann var einnig viðloðandi U-21 árs landslið Íslands. MARKALAUST HJÁ BRASILÍU Brasilíumenn náðu ekki nema markalausu jafntefli gegn Paragvæum í Asuncion, höfuð- borg Paragvæ, aðfaranótt fimmtudags. Brasilíumenn stilltu upp sókndjörfu liði með þá Ronaldo, Ronaldinho og Kaka í framlínunni en þeim tókst ekki að skapa sér mörg færi. Hættulegasta færi þeirra átti Roberto Carlos úr aukaspyrnu en skot hans fór í hliðarnetið. Brasilíumenn hafa nú gert jafntefli í fjórum síð- ustu leikjum sínum og ríkir lítil ánægja með frammistöðu liðsins heima fyrir. BURST HJÁ VENESÚELA Venesúla kom skemmtilega á óvart og rúllaði yfir Úrúgvæa, 3-0, í Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ. Gabriel Urdaneta, Héctor González og Juan Arango skoruðu mörk Venesú- ela og hefur liðið heldur betur tekið framförum á undanförn- um árum. Úrúgvæar voru með sitt sterkasta lið en máttu sín lítils gegn sterkum Venesúel- um. LÉTT HJÁ KÓLUMBÍU Kól- umbíumenn gerðu góða ferð til Lima þar sem þeir sóttu Perúmenn heim. Lokastaðan var 2-0 gestunum í vil og skor- uðu Freddy Grisales og Frankie Oviedo mörkin fyrir Kólumbíumenn. JIMMY FLOYD HASSELBAINK Ekki kærður vegna olnbogaskots. ■ Íraksdeilan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.