Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 10
10 2. apríl 2004 FÖSTUDAGUR MÚSLIMAR ERU EKKI HRYÐJUVERKAMENN Eiginkona manns sem handtekinn var af filippeyskum yfirvöldum vegna gruns um aðild að hryðjuverkasamtökum mótmælir handtökunni á blaðamannafundi. Á skilt- inu stendur „Við erum múslimar - ekki hryðjuverkamenn“. Félagsmálaráðherra um fæðingarorlofssjóð: Misnotaður í skjóli eldri laga FÆÐINGARORLOFSSJÓÐUR „Við höfum því miður séð rökstudd dæmi um að fólk hefur verið að misnota fæðing- arorlofssjóðinn. Að hluta til er það eflaust vegna þess að reglurnar hafa verið rúmar og heimildir ekki verið skýrar varðandi viðurlög eða endur- greiðslukröfur sjóðsins á hendur þeim sem úr honum fá,“ segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Fæðingarorlofssjóður er nánast uppurinn, en samkvæmt nýju frum- varpi um breytingar á lögum um fæðingarorlof batnar afkoma hans um 1,3 milljarða og sparast 150 milljónir á ári. Ekki er vitað hversu miklar fjárhæðir hafa verið oftekn- ar úr sjóðnum. „Við getum tekið dæmi um fólk sem áætlaði tekjur sínar upp á 500 þúsund krónur á mánuði og fékk greitt úr sjóðnum í samræmi við það. Skattframtal sýndi hins vegar að tekjurnar voru mun minni, eða um 300 þúsund krónur á mánuði. Mismuninn sem liggur í þessu hefur sjóðurinn í raun ekki haft heimildir til að sækja og krefjast endur- greiðslu,“ segir Árni. Ráðherra segir einnig brögð hafa verið að því að fólk hafi fengið greiðslur úr fæðingarorlofssjóði á sama tíma og það hefur notið launa hjá sínum vinnuveitanda. „Markmiðið er að tryggja viður- lög við brotum af þessu tagi og setja skýrari reglur og endur- greiðslukröfur sjóðsins á hendur þeim sem hafa oftekið úr honum,“ segir Árni. ■ Þjónusta við fatlaða skorin við nögl Umtalsverður munur er á þeirri aðstoð sem veitt er hreyfihömluðum og fötluðum einstaklingum í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum þegar kemur að ferðaþjónustu. Er munurinn svo mikill að nokkur dæmi eru um að hreyfihamlaðir einstaklingar sem flutt hafa í Kópavogs úr Reykjavík flytji aftur til baka vegna þessa. HREYFIHAMLAÐIR Öldruðum manni sem þjáist af Parkinsonsveiki og getur enga björg sér veitt er gert að sitja heima hjá sér öllum stund- um þar sem kvóti hans hjá ferða- þjónustu fatlaðra í Kópavogi er uppurinn. Vegna þess að hann fær ekki dagvist hjá sveitarfélaginu verður hann að gera sér að góðu að fá aðeins 36 ferðir á ári hverju. Sótt var um aukaferðir fyrir við- komandi fyrir skömmu en félags- málastjóri Kópavogs gaf neitun. Fjölskylda mannsins er miður sín en öll sund virðast manninum lok- uð nema þá helst að flytja til Reykjavíkur. Umtalsverður munur er á þeirri aðstoð sem veitt er hreyfihömluð- um og fötluðum einstaklingum í Reykjavík ann- ars vegar og ná- grannasveitar- félögunum hins vegar þegar kemur að ferða- þjónustu. Er munurinn svo mikill að nokkur dæmi eru um að hreyfihamlaðir einstaklingar sem flutt hafa í Kópavog úr Reykjavík hafi gert sér að góðu að flytja aftur til höfuðborgarinnar enda sé þjónusta þar með öðru og betra móti. Bæði eru mun fleiri ferðir í boði búi fólk í Reykjavík og ein- staklingar greiða mun minna fyrir þjónustuna en í nágrannasveitar- félögunum. Getur það skipt sköp- um fyrir einstaklinga sem að öllu jöfnu sitja hjálparþurfi á heimil- um sínum alla daga ársins. Í Reykjavík sér Strætó bs. um allan akstur fatlaðra og veikra einstaklinga sem þurfa hjálp við að komast leiðar sinnar. Þrátt fyr- ir að strætisvagnar fyrirtækisins keyri almenning um allt höfuð- borgarsvæðið, frá Hafnarfirði að Kjalarnesi, sjá aðrir verktakar um þjónustu við hreyfihamlaða í Kópavogi, Garðabæ og í Hafnar- firði. Allt að helmingsmunur er á því gjaldi sem einstaklingar greiða fyrir hverja ferð. Í Reykja- vík er gjaldið 65 krónur en 120 í Kópavogi og Hafnarfirði. Engar upplýsingar fengust á skrifstofu Garðabæjar þegar eftir því var leitað en gjaldið er svipað þar. Verkefnisstjóri ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó bs., Halldór Þórhallsson, segir það hafa vakið furðu sína lengi hversu mikill munur sé á þjónustu við hreyfi- hamlaða milli Reykjavíkur og ná- grannasveitarfélaganna. „Það virðist gleymast að þarna er um manneskjur að ræða alveg eins og við hin sem heilbrigð erum. Hér er meginreglan sú að fólk fær 60 ferðir í hverjum mánuði og ef virkileg þörf er á reynum við að koma til móts við alla með fleiri ferðum. Þetta er spurning um mannúð og mannréttindi.“ albert@frettabladid.is Einkamál fyrir héraðs- dómstólum í fyrra: Tvöfalt fleiri en 1999 HÉRAÐSDÓMAR Fjöldi einkamála fyrir héraðsdómstólum hefur rúmlega tvö- faldast frá árinu 1999. Í fyrra af- greiddu héraðsdómstólar 22.397 al- menn einkamál en til samanburðar af- greiddu þeir alls 10.698 mál árið 1999. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Hagstofu Íslands um starf- semi héraðsdómstólanna í fyrra. Fjöldi munnlega fluttra einkamála hefur haldist nokkuð stöðugur undan- farin ár og voru 1.312 slík mál af- greidd frá héraðsdómstólunum í fyrra. Um 70% allra einkamála eru af- greidd í Héraðsdómi Reykjavíkur og 15% í Héraðsdómi Reykjaness. ■ „Það virðist gleymast að þarna er um manneskjur að ræða al- veg eins og við hin sem heilbrigð erum. Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝ SENDING ÍTALSKAR BUXNADRAGTIR Nauðungarhjónabönd: Ný reglugerð í vændum BRETLAND Bresk yfirvöld hafa gefið út nýja reglugerð sem ætlað er að stemma stigu við nauðungarhjóna- böndum. Hún er ætluð til að auð- velda félagsmálayfirvöldum að- gerðir í málum þar sem ætla má að fólk hafi verið beitt þvingunum til giftingar. Nauðungarhjónabönd eru fyrst og fremst, en þó ekki eingöngu, mannréttindabrot gegn konum en talið er að allt að 15 prósent fórnar- lambanna séu karlmenn. ■ MÓTMÆLI Í LONDON Bresk ungmenni telja Bush Bandaríkja- forseta beina ógn gegn heimsfriði. Bretland: Vakning með- al ungmenna BRETLAND Ungmenni í Bretlandi hafa meiri áhuga á stjórnmálum og eru félagslega ábyrgari en nokkru sinni fyrr, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Sex af hverjum tíu ungmennanna sögðu að vörumerki skipti þau miklu máli en 85 prósent sögðust þó meta siðfræðileg gildi umfram fjármuni. 85 prósent aðspurðra sögðust einnig líta á George Bush Bandaríkja- forseta sem beina ógnun við heims- frið. Rannsakendur sögðu það koma sér á óvart hve ungmenni hefðu breyst mikið frá því á níunda áratugnum. Ungmenni nú væru almennt mjög ábyrgt fólk sem liti björtum augum á framtíðina. ■ KONA TIL METORÐA Kona hefur í fyrsta sinn verið kosin forseti héraðsþings Andalúsíu á Spáni en héraðið hefur löngum þótt karlaveldi hið versta. María del Mar Moreno heitir sú sem ísinn braut með fullu húsi atkvæða en Moreno er einnig þekkt sem rit- ari spænska sósíalistaflokksins, PSOE, sem náði völdum á ævin- týralegan hátt í kosningunum á Spáni fyrir skemmstu. FLEIRI HANDTÖKUR Lögregla á Spáni hefur handtekið enn einn í tengslum við rannsóknina á sprengjuárásunum í Madrid þann 11. mars síðastliðinn. Ot- man El Gnaout er 24. einstak- lingurinn sem handtekinn er en flestir hinna handteknu eru frá Marokkó. Þarlend yfirvöld veita Spánverjum fullan stuðning og leita enn fimm manna til viðbót- ar sem talið er að séu í felum í Marokkó. VÆGUR DÓMUR VEKUR ATHYGLI Dómstóll í Toledo hefur dæmt rúmlega fimmtugan karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir ítrek- uð kynferðisbrot gegn átta börn- um frá árinu 2000 til 2001. Dóm- urinn þykir afar vægur og hefur verið gagnrýndur en tekið var tillit til þess við dómsuppkvaðn- ingu að maðurinn er ekki heill á geði. ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra segir brögð hafa verið að því að fólk hafi fengið greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, á sama tíma og það hefur notið launa hjá sínum vinnuveitanda. NAUÐUNGARHJÓNABÖND Fyrst og fremst mannréttindabrot á konum en allt að 15 prósent fórnarlamba eru þó karlmenn. ■ Spánn HREYFIHAMLAÐIR EINSTAKLINGAR Mikill munur er á þjónustu gagnvart þeim milli sveitarfélaganna á suðvesturhorninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.