Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 15

Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 15
FÖSTUDAGUR 2. apríl 2004 föT fyrir kríli og krakka á ver›i sem gle›ur debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 41 46 03 /2 00 4 E-kortshafar fá 15% afslátt af öllum barnafatnaði í apríl auk 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. Þú færð sætan hund að gjöf ef þú kaupir barnaföt fyrir 4.000 krónur eða meira! PETERS USTINOV MINNST Breska leikarans var minnst í höfuðstöðvum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í Sviss í Genf í gær. Fjöldi fólks lagði leið sína í höfuðstöðvar UNICEF og reit nafn sitt í minn- ingabók. Ustinov lést síðastliðinn sunnudag 82 ára að aldri. Peter Ustinov var mikilsvirtur leikari og jafnframt öflugur sendiherra fyrir UNICEF. Flótti af vettvangi: Kona ók á stjórnmála- mann HAAG, AP Ekið var á hollenska stjórnmálamanninn Jozias van Aartsen þegar fréttamenn voru að taka viðtal við hann skammt frá þinghúsinu í Haag. Van Aartsen er leiðtogi Frjálslyndaflokksins og fyrrum utanríkisráðherra Hollands. Talið er ökumaðurinn, sem var kona, hafi vísvitandi ekið á van Aartsen, en hún flúði af vettvangi á tveimur jafnfljótum. Van Aartsen slapp með skrámur en fjölmiðlafull- trúinn Gerald Rensink, sem stóð við hliðina á honum þegar atvikið átti sér stað, var fluttur á sjúkrahús. ■ SJÓRTINGSVEIÐIN HAFIN Gunnar Rósarsson með bleikju og regnbogasilung í gærmorgun sem hann ætlaði að gefa tengdamóður sinni. Mjög góð veiði var í Varmá á opnunardaginn. Sjóbirtingsveiðin byrjuð: Mokveiði í Varmá SJÓBIRTINGSVEIÐI Vorveiðin byrjaði fyrir alvöru í gærmorgun og voru veiðimenn mættir á bakkana eld- snemma til að hefja sjóbirtings- veiði, þrátt fyrir kalsa verðurfar og snjó yfir öllu. „Þetta er búið að vera fínt hérna við Varmá, við höfum veitt mikið en sleppt næstum öllum. Ég hirti tvo fiska handa tengdamóður minni,“ sagði Gunnar Rósarsson, nýkominn úr Stöðvarhyl, en þar veiddist mest þennan fyrsta morgun. Og í sama streng tók Sigurður bróðir Gunnars. Hann sagði að veiðiskapurinn hefði gengið vel. Sigurður hefur stundað veiðiskap í næstum fimmtíu ár við lækinn, lengst af með föður sínum Rósari Eggertssyni tannlækni. Það hafa líklega veiðst á milli 50 og 60 fiskar fyrir hádegi í gær í Varmá og voru þeir stærstu um sex pund. Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur Þór Hauksson, var iðinn við kolann og mokveiddi regnboga- silung, sem hélt sig neðarlega í læknum. „Við fengum fiska í morgun og veiðin er í góðu lagi hérna við Minnivallarlækinn,“ sagði Þröst- ur Elliðason, en hann var þar með erlenda veiðimenn. ■ LEIÐSÖGUMENN Samþykkt var með miklum meirihluta á framhalds- aðalfundi Félags leiðsögumanna, sem haldinn var í fyrrakvöld, að leyfa öllum launþegum við leiðsögn aðgang að félaginu. Að sögn Borg- þórs Kærnested leiðsögumanns hef- ur til þessa þeim einungis verið leyfð aðild að félaginu sem útskrif- ast hafa úr Leiðsögumannaskóla Íslands. Á fundinum var hins vegar sam- þykkt að stofna sérstakt fagfélag innan félagsins fyrir þá sem ekki hafa hlotið menntun á sviði leið- sagnar og þá sem lokið hafa leið- sögumannaprófi frá skólum sem viðurkenndir eru af menntamála- ráðuneytinu. Félagið er stéttarfélag leiðsögumanna og hafa allir leið- sögumenn, óháð menntun, greitt gjöld til félagsins, en ekki allir fengið aðild. Þeir sem einnig hafa lokið sam- bærilegu námi á EES-svæðinu geta sótt um að komast inn í fagdeildina. Ákveðið var að fagdeildin skyldi einnig sinna ýmsum faglegum mál- um, svo sem aðild að Landvernd og útgáfumálum hvers konar í því skyni að efla þekkingu leiðsögu- manna. Niðurstaða fundarins var að skipuð yrði þriggja manna laga- nefnd til undirbúnings fagdeildar- innar. Ólga hefur verið innan Félags leiðsögumanna eftir að tveir utan- félagsmenn, sem ekki höfðu lokið tilskyldu námi, kærðu ákvörðun þess að meina þeim um aðild, en lögfræðingi hefur verið falið málið og fer það væntanlega fyrir félags- dóm. ■ Félag leiðsögumanna: Allir fá aðgang BORGÞÓR KÆRNESTED Stofnað verður sérstakt fagfélag innan Félags leiðsögumanna og munu þá allir starfandi leiðsögumenn fá aðgang að félaginu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G .B EN D ER

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.