Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 40
Stúdentaleikhúsið frumsýnir íkvöld 101 Reykjavík í nýrri leikgerð eftir sögu Hallgríms Helgasonar. Leikstjóri er Hjálmar Hjálmarsson, og hann hefur sjálf- ur gert nýja leikgerð eftir sögunni í samvinnu við leikhópinn. Brugðið var á það ráð að láta tvo leikara fara með hlutverk að- alpersónunnar, iðjuleysingjans Hlyns Björns Hafsteinssonar. „Það er svo stór hluti af per- sónuleika hans í bókinni sem fer fram bara innan veggja heilans,“ segir Friðgeir Einarsson, sem leikur ytri mann Hlyns. Innri manninn leikur Hinrik Þ. Svav- arsson. Friðgeir segir mikla spennu ríkja milli hins innra og hins ytra Hlyns. „Oftar en ekki tekst innri manninum ekkert að fá því fram- gengt að ytri maðurinn dansi eftir hans pípu, og kannski öfugt líka. Þetta er svona samspil milli höf- uðs og líkama.“ Líkaminn, ytra borðið, er tölu- vert áfjáðara í lífsins lystisemdir heldur en hin innri rödd skynsem- innar. „Innri maðurinn hefur kannski lent á svolítið óheppilegum stað til að reyna að tjá sig í gegnum þenn- an erfiða mann. Hann hefur bara aðgang að mínum talfærum til eigin tjáskipta og verður því svo- lítið eins og dýr í búri í rimlum hugans og brýst þar um á hæl og hnakka.“ Sara Friðgeirsdóttir leikur móðurina, sem Hlynur Björn býr ennþá hjá þrátt fyrir að vera kom- inn yfir þrítugt. Inn í líf hans kemur síðan eins og stormsveipur vinkona móður hans, áfengisráð- gjafinn Lolla, sem Vigdís Más- dóttir leikur. „Við förum meira eftir bókinni heldur en bíómyndinni. Í bókinni er Lolla íslensk og þannig er það hjá okkur líka,“ segir Friðgeir. Stúdentaleikhúsið sýnir 101 Reykjavík í glænýju leikhúsi sínu, Grýtuleikhúsinu, á Keilugranda 1, þar sem þvottahúsið Grýta var áður til húsa. Leikhópurinn hefur unnið dag og nótt við að breyta þessu húsnæði svo það henti til leiksýninga. ■ Falklandseyjar eru um 300 mílurundan syðsta odda Argentínu en hafa verið bresk nýlenda frá árinu 1892. Argentínumenn höfðu í gegnum tíðina gert tilkall til eyjanna og barist fyrir því að fá þær undir stjórn lands- ins með diplómatískum leiðum. Þeir gengu heldur lengra á þessum degi árið 1982 og hertóku eyjarnar. Eyjarskeggjar voru um 1800, aðal- lega enskumælandi sauðfjárbændur. Breskir landgönguliðar höfðu ekki mikinn viðbúnað á staðnum og her- námið gekk því hratt fyrir sig. Argentínumenn misstu þó nokkra menn en felldu engan úr röðum bresku hermannanna. Það breytti því ekki að Bretum var stórlega misboðið og Margaret Thatcher forsætisráð- herra setti saman árásarhóp 30 her- skipa til þess að endurheimta eyjarn- ar. Þar sem 8000 mílur eru á milli Falklandseyja og Bretlands tók her- leiðangurinn nokkrar vikur en þann 25. apríl hófust sjóorrustur í grennd við eyjarnar en Argentínumenn gáfust ekki upp fyrr en þann 14. júní. Þá höfðu Bretar misst fimm skip og 256 manns en Argentínumenn misstu eina tundurspilli sinn og 750 hermenn þeirra féllu. Herforingjastjórnin hugðist nota stríðið til að beina athyglinni frá efnahagsþrengingum og vandræð- um heima fyrir og efla þjóðernis- kennd Argentínumanna. Niðurlæg- ingin í stríðinu varð hins vegar til þess að stjórnin hrökklaðist frá völd- um 1983. ■ ■ Þetta gerðist 1513 Spænski landkönnuðurinn Juan Ponce de Leon, sem leitaði hins goðsagnarkennda æskubrunns, stígur á land í Flórída. 1770 Landnemar í Ameríku hafna öll- um breskum álögum nema teskatti. 1872 Samuel F. B. Morse, sem þróaði símskeytið, deyr í New York. 1902 The Elcectric Theatre eða Rafleik- húsið, fyrsta bíóið í Los Angeles, opnar. 1917 Woodrow Wilson, forseti Banda- ríkjanna, biður þingið um stuðn- ing til að lýsa yfir stríði á hendur Þjóðverjum. 1917 Þýsk zeppelin-loftför gera loftárás á Edinborg í Skotlandi í fyrri heimsstyrjöldinni. 1974 Georges Pompidou, forseti Frakklands, deyr í París. 2000 Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, fellur í dauðadá í kjölfar alvarlegs heilablóðfalls. MARGARET THATCHER Járnfrúin brást hin versta við innrás Argent- ínumanna og sendi öflugan flota til Falklandseyja. Vinsældir hennar heima fyrir snarjukust eftir sigur Breta og hún vann glæstan kosningasigur. Argentínumenn taka Falklandseyjar 24 2. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát Jóhanna Guðríður Sigurbergsdóttir, sjúkraliði og nuddari, Vatnsholti 10, Reykjavík, lést þriðjudaginn 23. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Pétur Pálsson, Skálahlíð, áður Túngötu 39, Siglufirði, lést þriðjudaginn 30. mars. Þórður Þorkelsson, dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund, áður Þórufelli 8, Reykjavík, lést sunnudaginn 21. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. 10.30 Oddrún Inga Pálsdóttir, Sogavegi 78, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju. 13.30 Bjarni Pálmarsson hljóðfæra- smiður, Nóatúni 28, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. 13.30 Eyþór Bjarnason, Skipholti 46, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju. 13.30 Gestur Breiðfjörð Sigurðsson skipstjóri, Þrastarási 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju. 13.30 Ragnar B. Magnússon vörubíls- stjóri frá Dal, verður jarðsunginn frá Áskirkju. 14.00 Áslaug Aradóttir frá Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkur- kirkju. 14.00 Einar Hannesson skipstjóri, Vatnsnesvegi 29, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Þorsteinn Jóhannsson, hjúkrun- arheimilinu Skjóli, áður til heimils á Kárastíg 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu. Sigurður H. Richter, umsjónarmaður Nýjasta tækni og vísindi, er 61 árs. Jón Hjaltalín Magnússon, forstjóri Al- tec, er 56 ára. Jóhannes Long ljósmyndari er 50 ára. Gissur Pétursson, forstöðumaður Vinnumálastofnunar, er 46 ára. 2. apríl 1982 FALKLANDSEYJAR ■ Herforingjastjórnin í Argentínu lét her- taka Falklandseyjar. Eyjarnar eru bresk ný- lenda og Bretar brugðust harkalega við. Leikhús STÚDENTALEIKHÚSIÐ ■ frumsýnir 101 Reykjavík í kvöld. Leik- gerðin byggir á margrómaðri skáldsögu Hallgríms Helgasonar sem er heitur á fjölunum um þessar mundir en Þjóðleik- húsið er með Þetta er allt að koma í full- um gangi. SIR ALEC GUINNESS Þessi eðalleikari fæddist á þessum degi árið 1914 og hefði því orðið 90 ára í dag. Hann vann mörg stórvirki bæði á leiksviði og á hvíta tjaldinu en er helst minnst sem Obi-Wan Kenobi í Stjörnustríðsmyndunum. Það þarf varla að taka það fram að honum þótti það frekar miður. 2. apríl Þetta eru tímabær tímamót,“segir Jón G. Tómasson sem hefur verið stjórnarformaður SPRON í 28 ár en ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs á síðasta aðalfundi sparisjóðsins. Það hefur ekki ríkt lognmolla í kringum SPRON síðustu árin og tvisvar hafa sprottið upp miklar deilur um hvort stofnfjáreigend- ur sparisjóðsins hafi rétt á að selja sinn hlut á yfirverði og margir hafa fylgst spenntir með möguleikum KB banka á að ná meirihlutaeign í sparisjóðnum. Jón segir samt sem áður að þessi átök og nýsett sparisjóðalög hafi ekki haft áhrif á ákvörðun sína. „Þetta var löngu ákveðið og ég var búinn að tilkynna þetta nán- ustu samverkamönnum fyrir nokkru. Árið 1994 hætti ég sem borgarritari eftir 28 ár og ef ég verð eftirlaunaþegi og atvinnu- laus næstu 28 árin, þá næ ég 100 ára aldri sem er nokkuð ásættan- legt.“ Án þess að vita alveg hvað framtíðin ber í skauti sér sjást þær margar golfkúlurnar í spá- kúlunni. „Þó svo ég sinni ekki vinnu hef ég öðrum verkefnum að sinna eins og að halda heilsu og spila golf. Golfið er sameigin- legt áhugamál okkar hjónanna og við erum að fara saman til Kanarí að spila nú um páskana. Þar að auki á ég nokkuð stóra fjölskyldu sem þarf að sinna. Það eru komin sjö barnabörn og fleiri eru á leiðinni.“ ■ Tímamót JÓN G. TÓMASSON ■ Skiptir um vettvang á 28 ára fresti. Kominn tími til að hætta JÓN G. TÓMASSON Var að láta af störfum sem stjórnarformaður SPRON eftir 28 ár. Eins og dýr í búri HLYNUR BJÖRN, INNRI MAÐURINN Tveir leikarar fara með hlutverk Hlyns Björns, söguhetjunnar í 101 Reykjavík, sem Stúdentaleikhúsið frumsýnir í kvöld klukkan átta. ■ Jarðarfarir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.