Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 12
12 2. apríl 2004 FÖSTUDAGUR
KAMBÓDÍSKIR VEIÐIMENN
Kambódísk hjón leggja net á Mekong-fljóti
þar sem það rennur í gegnum Phnom
Penh. Veiði í fljótinu hefur dregist saman
um helming frá síðasta ári.
Kárahnjúkar:
Annar risabor
til landsins
KÁRAHNJÚKAR Skip Samskipa, m/s BBC
Singapore, kom til landsins frá
Bandaríkjunum í gær með annan
risaborinn af þremur sem nota á til að
bora aðrennslisgöng Kárahnjúka-
virkjunar. Borinn verður notaður í að-
göngum 2 við Axará.
Vegur farmurinn sem fer að Kára-
hnjúkum samtals um eitt þúsund tonn
og átti flutningur frá Reyðarfirði upp
á virkjunarsvæðið að hefjast síðustu
nótt.
Það eru stórflutningadeild Sam-
skipa sem hefur umsjón með flutn-
ingi borsins frá Bandaríkjunum til
Reyðarfjarðar og Landflutningar
hafa annast undirbúning flutning-
anna frá Reyðarfirði upp á virkjunar-
svæðið. Fyrirkomulag flutninganna
frá Reyðarfirði að að göngum 2 við
Axará verður með svipuð sniði og
þegar fyrsti risaborinn var fluttur á
virkjunarsvæðið. Akstursplan hefur
verið samþykkt af lögregluyfirvöld-
um í Fjarðabyggð og á Austur-Héraði.
Er stefnt að því að ljúka flutning-
um á öllum lausum hlutum úr bornum
næstu þrjár til fjórar nætur. Aðstæð-
ur eystra til slíkra flutninga eru til
muna betri nú en fyrir jól. Einnig er
leiðin að aðgöngum 2 við Axará held-
ur styttri en að aðgöngum 3 í Glúms-
staðadal, eða sem nemur tveggja tíma
akstri.
Undirbúningur er hafinn hjá Sam-
skipum á flutningi þriðju borvélar-
innar til landsins. Hún er væntaleg til
Reyðarfjarðar með m/s BBC Iceland
upp úr miðjum apríl, einnig frá
Phildadelphia í Bandaríkjunum. Sú
borvél mun verða flutt að aðgöngum
1 á Teigsbjargi. ■
Spá svipaðri lax-
veiði og í fyrra
Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir horfur á svipaðri laxveiði í sumar og í
fyrrasumar. Laxveiðin í fyrra var um tvö prósent undir meðalveiði síðasta aldarfjórðungs.
LAXVEIÐI „Þær tölur sem borist
hafa benda til að stangveiðin á síð-
asta sumri hafi verið nærri 34.000
laxar. Veiðin var því nánast sú
sama og árið áður en þá veiddust
33.767 laxar á stöng,“ sagði Guðni
Guðbergsson fiskifræðingur á
ársfundi Veiðimálastofnunar, sem
haldinn var á Hvanneyri í Borgar-
firði, í liðinni viku.
Veiðin í fyrra undir
meðaltali
Stangveiðin í fyrrasumar var
um 2% undir meðalveiði áranna
1974–2002. Aflinn í stangveiðinni,
þ.e. fjöldi veiddra að frádregnum
fjölda þeirra sem sleppt var aftur
var um 28.550 laxar. Þetta er um
3% aukning frá árinu 2002 en um
17% undir meðalafla síðustu 30
ára. Af löxum veiddum á stöng
var um 5.360 sleppt aftur en það
er um 15,8% af veiðinni. Hlutfall
þeirra laxa sem sleppt er hefur
farið vaxandi frá árinu 1996 þeg-
ar það var 2,3% og var sumarið
2002 komið í 17,7% af laxveið-
inni. Hlutfall slepptra laxa hefur
því lækkað frá árinu áður. Heild-
arþungi stangaveiddra laxa var
um 86 tonn sumarið 2003.
„Á síðasta sumri varð minnkun
í fjölda smálaxa í veiði en jafn-
framt varð lítils háttar aukning í
veiði stórlaxa, einkum á Norð-
austurlandi. Ekki er ljóst af
hverju fækkun á smálaxi á Norð-
urlandi stafar. Á árum áður var
nokkuð sterk fylgni milli veiði á
smálaxi og stórlaxi árið á eftir.
Góð smálaxaár gáfu vísbendingar
um góða veiði á stórlaxi árið eftir.
Þessi tengsl halda ekki lengur á
sama hátt og áður. Þess er þó
vænst að smálaxinn haldi sínum
hlut á komandi sumri og að bati í
stórlaxi ætti einnig að geta hald-
ist. Vegna þeirrar langtímaþróun-
ar sem orðið hefur í fækkun stór-
laxa, eru veiðimenn enn hvattir til
að hlífa honum. Er bæði talið rétt
að sýna varfærni í nýtingu þegar
slík minnkun kemur fram til
verndunar erfðaþátta og einnig er
meirihluti stórlaxanna hrygnur
sem leggja til mun fleiri hrogn en
smálaxahrygnur og því mikilvæg-
ar til viðhalds stofna. Í heild má
vænta þess að laxgengd í sumar
geti orðið svipuð og hún var síð-
asta sumar,“ sagði Guðni Guð-
bergsson.
Vaxandi nýting
„Verðmæti veiðinýtingar í
fersku vatni á Íslandi heldur
áfram að vaxa og laxastofnar hér
á landi hafa haldið sínum hlut bet-
ur en víðast annars staðar,“ sagði
Sigurður Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Veiðimálastofunar.
„Veiðileyfamarkaðurinn veltur
einum milljarði á hverju ári og
það er hægt að auka þá veltu.
Engu að síður eru blikur á lofti.
Stórlaxar eru færri en áður var og
hefur niðursveiflan á honum var-
að alltof lengi. Það þarf því að efla
rannsóknir en það kostar sitt.
Ljóst er að þekking okkar á sjáv-
ardvöl laxins er af skornum
skammti. Síðustu árin hefur
Veiðimálastofnun lagt meiri áher-
slu á þetta svið,“ sagði Sigurður.
Benóný Jónsson, suðurlands-
deild Veiðimálastofnunar sagði að
stutt yrði í það að gerð yrði rann-
sókn á „veiða og sleppa“ dæminu.
Kanna þyrfti hvað yrði um laxana
sem sleppt er aftur í árnar og
hvort þeir hrygni með öðrum löx-
um í ánum. Þessi rannsókn hefur
án efa mikið gildi og hennar er
þörf sem fyrst en í fyrra var 5.360
löxum sleppt aftur í árnar.
„Við þurftum að taka erfiðar
ákvarðanir í fyrra en ég ekki
óvinur veiðimanna, mér sárnaði
hvernig veiðimenn töluðu um mig
síðasta haust,“ sagði Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra,
en hann var gestur á fundinum.
Guðni beindi orðum sínum meðal
annars til Óðins Sigþórssonar, for-
manns Landssambands veiði-
félaga, sem veittist hart að ráð-
herranum, þegar tilskipun ESS
var samþykkt á Alþingi.
„Þessar deilur í fyrra eru
gleymdar af minni hálfu og núna
eigum við bara samleið hér eftir,
ég og veiðimenn,“ sagði landbún-
aðarráðherra. ■
Opið um helgar
frá 10 -16
Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515
www.kraftvelar.is
Er garðurinn í þínum höndum ?
– hefur þú séð DV í dag?
Þorsteinn
sagður hafa
reynt að stinga
4 milljónum undan
HAMID KARZAI
Forseti Afganistans veifar til fréttamanna
fyrir framan Bellevue-höllina í Berlín.
Afganar biðja um hjálp:
Vantar 2000
milljarða
BERLÍN Hamid Karzai, forseti
Afganistans, hefur óskað eftir
frekari aðstoð frá alþjóðasam-
félaginu til að stöðva framleiðslu
ólöglegra eiturlyfja í landi sínu.
Afgönsk stjórnvöld vonast til þess
að fá alþjóðlega styrki upp á sem
svarar tæpum 2000 milljörðum ís-
lenskra króna á næstu sjö árum.
Karzai sagði að eiturlyf væru
að „grafa undan tilvist“ heima-
lands síns þegar hann ávarpaði
viðstadda á fjáröflunarráðstefnu í
Berlín. Forsetinn ítrekaði nauð-
syn þess að aðstoða bændur við að
snúa sér að ræktun annarra
plantna en þeirra sem notaðar eru
til að framleiða eiturlyf.
Embættismenn frá fimmtíu
löndum taka þátt í ráðstefnunni
sem lýkur í dag. ■
FYRSTI RISABORINN
Annar af þremur risaborum sem notaðir verða til að bora aðrennslisgöng Kárahnjúka-
virkjunar kom til landsins í gær og verður fluttur á vinnusvæðið næstu nætur.
Þriðji og síðasti borinn er væntanlegur til landsins um miðjan mánuðinn.
Veiði
GUNNAR BENDER
■ skrifar um horfur og spá fyrir
laxveiði komandi sumars.
SÁTTIR
Guðni Ágústsson og Óðinn Sigþórsson takast í hendur eftir orðaskipti á fundinum,
en þeir ræddu mál smástund. Ekki er vitað hvort þeir skildu sáttir.