Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 14
14 2. apríl 2004 FÖSTUDAGUR SÍGAUNAR BORNIR ÚT Til átaka kom milli lögreglu og mótmæl- enda á götum Mílanó þegar yfirvöld ráku sígauna út úr byggingu í hverfinu Via Adda. Öldrunarþjónusta á Suðurnesjum gagnrýnd: Sjötíu aldraðir á biðlistum HEILBRIGÐISMÁL „Samkvæmt síð- ustu upplýsingum má gera ráð fyrir sjötíu öldruðum á bið- listum fyrir vistun á dvalar- eða hjúkrunarstofnun, á sama tíma er D- álman ekki notuð í það sem hún var byggð fyrir.“ Svo segir í yfirlýsingu aðal- fundar Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ sem haldinn var í fyrradag. Þar er lýst áhyggjum yfir því ástandi sem hafi skap- ast í málefnum aldraðra og sjúkra á Suðurnesjum, en nýleg dæmi séu um að þeir hafi verið fluttir nauðungarflutningum í annað sveitarfélag. Frá upphafi umræðna um D-álmuna á sjúkrahúsinu í Keflavík hafi verið gert ráð fyrir því að hún vistaði aldraða sjúklinga. Eftir að stjórnir heil- brigðisstofnana hafi verið lagð- ar niður með lagabreytingu hafi heimamenn enga aðkomu að ákvarðanatöku um þá þjón- ustu sem veitt sé. Forstjóri og þeir sérfræðing- ar sem með honum vinna hafi sitt umboð beint frá ráðuneyti heilbrigðismála. „Enn alvarlegra er ástandið eftir að flestir starfsmenn í stjórnunarstöðum sem hér búa hafa látið af störfum og fólk sem ekki þekkir til aðstæðna heldur eitt um stjórnar- taumana,“ segir enn fremur. „Sveitarstjórnarmenn verða að berjast fyrir því að íbúar svæðisins njóti þeirrar grund- vallarþjónustu sem gera verð- ur kröfu um í nútímasam- félagi.“ Skorað er á ráðherra heil- brigðismála að stofna til um- ræðna um framtíðarþróun heil- brigðis- og öldrunarmála á Suð- urnesjum í þeim tilgangi að skapa sátt um þann mikilvæga málaflokk. ■ Samgöngunefnd endurskoðar fjarskiptalög: Gæti þurft að breyta nýjum lögum FJARSKIPTI „Það voru allir nefndar- menn sammála um að taka fjar- skiptalögin til athugunar. Sú at- hugun gæti hugsanlega leitt til þess að lögunum yrði breytt,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, varaformaður samgöngunefndar, eftir fund nefndarinnar í gær. Fjarskiptalögin voru sett rétt fyrir þinglok í fyrra. Í fyrirliggj- andi athugasemd ríkislögreglu- stjóra hafði komið fram að þau gætu torveldað lögreglu að koma upp um barnaníðinga, þar sem ákvæði í þeim kvæði á um að gögn á netinu væru ekki varð- veitt lengur en þörf krefði. Um- rætt ákvæði hefur valdið miklum deilum, sem leiddu til þess að Persónuvernd sendi frá sér yfir- lýsingu í vikunni. Þar sagði að ekki væri kunnugt um ágreining milli Persónuverndar og Ríkis- lögreglustjóra um vörslu net- gagna. Kristinn sagði að nefndin myndi þegar hefja vinnu við að fara yfir þau skjöl sem lögð hefðu verið til grundvallar við vinnslu frumvarpsins. Hún myndi einnig afla sér frekari gagna. Engin tímamörk hefðu verið sett á end- urskoðunina, enda borgaði sig að vanda vinnuna, ekki síst ef menn teldu að fjarskiptamálið hefði fengið flýtimeðferð í þinginu. „Við munum skoða sjónarmið ríkislögreglustjóra og annarra að- ila,“ sagði Kristinn. „Það verður að taka þetta alvarlega.“ ■ Prestar gefa skýrslu: Kynlífs- venjur og drykkjusiðir ÁSTRALÍA, AP Biskupakirkjan í Sydney í Ástralíu hefur fyrirskip- að öllum prestum og djáknum kirkjudeildarinnar að veita upp- lýsingar um kynlífsvenjur sínar og drykkjusiði. Prestarnir og djáknarnir verða að fylla út eyðublöð með spurn- ingum um áhuga þeirra á dul- speki, framhjáhald, umferðar- lagabrot og sitthvað fleira. Einnig er spurt um viðhorf mannanna til misþyrminga á dýrum. Að sögn kirkjuyfirvalda er markmiðið með þessari upplýs- ingasöfnun að bera kennsl á þá sem líklegir eru til að brjóta af sér í starfi en þó einkum og sér í lagi barnaníðinga. ■ OD DI H ÖN N UN K 86 71 Héraðsdómstólar landsins: Gjaldþrota- úrskurðum fjölgar HÉRAÐSDÓMAR Gjaldþrotaúrskurð- um lögaðila fer fjölgandi á ný samkvæmt skýrslu Hagstofunn- ar um héraðsdómstóla. Samtals úrskurðuðu héraðsdómstólar í 1.078 gjaldþrotamálum í fyrra. Þar af voru úrskurðir vegna ein- staklinga 390 en 688 vegna lögað- ila. Gjaldþrotaúrskurðir lögaðila eða fyrirtækja hafa ekki verið fleiri frá árinu 1993. Þeim fækk- aði nokkuð allt til ársins 1997 en hefur farið fjölgandi síðan. Gjaldþrotaúrskurðir einstaklinga náðu hámarki árið 1995 en lág- marki árið 2001. Síðan hefur gjaldþrotaúrskurðum einstak- linga fjölgað. ■ HEILBRIGÐISMÁL „Móðir mín veikt- ist í desember og var flutt á sjúkrahúsið. Henni var ekki hug- að líf fram í janúar,“ sagði Guðrún Ásgeirsdóttir, í Keflavík, um veika móður sína. „Svo hresstist hún og þá var talað um að senda hana á öldrunarheimilið í Víðihlíð í Grindavík.“ Guðrún sagði, að hvorki gamla konan né afkomendur hennar, hefðu viljað að hún færi til Grindavíkur. Guð- rún segir föður sinn hafa lærbrotnað í janúar og því væri hann alls ófær um að heimsækja kon- una sína til Grindavíkur. Þá væri önugt fyrir ættingja að heimsækja hana þangað. „Hún átti rétt á að vera á sjúkrahúsinu. D-álman, þar sem hún lá, var upphaflega ætluð fyrir aldraða Keflvíkinga,“ benti Guð- rún á. „Þá sagði umsjónarlæknir hennar, að þessi álma væri ekki ætluð til þeirra nota lengur. Aldr- aðir hjúkrunarsjúklingar ættu að fara til Grindavíkur. Við vorum með í höndunum pappíra, sem við tókum út af vef sjúkrahússins þar sem sagði, að sex langlegupláss ættu að vera í D-álmunni. Við vor- um einnig með reglugerð frá heil- brigðisráðuneytinu um hlutverk sjúkrahússins. Þetta hvoru tveggja hundsaði umsjónarlæknir gömlu konunnar. Við vorum raunar afar óánægð með framkomu hans og fleiri starfsmanna þarna.“ Guðrún sagði að aðstandendum gömlu konunnar, sem voru við- staddir flutninginn, væri mjög brugðið eftir þá meðferð sem hún hefði fengið á sjúkrahúsinu. „Hún var tekin með valdi og flutt nauðungarflutningum í Víði- koma henni burt, svo og tvo sjúkra- flutningamenn sem fluttu hana.“ Konráð A. Lúðvíksson, yfir- læknir á heilbrigðisstofnuninni, sagði, að ef konan teldi að hún hefði verið flutt nauðug, þá væri það hennar mat. „Við höfum ekkert annað sér- stakt rými, sem útbúið er fyrir öldrunarsjúklinga heldur en það sem sjúkrahúsið rekur í Víðihlíð,“ sagði Konráð. „Þessi kona er kefl- vísk og finnst væntanlega að sér vegið með því að þurfa að fara í annað sveitarfélag. D-álman á sjúkarhúsinu er alltaf fullnýtt sem bráðalyflæknisdeild. Konan þurfti að fara á deild sem sérstak- lega er byggð til að taka við hjúkr- unarsjúklingum til lengri tíma. Þetta er val til að geta sinnt mörgu fólki sem er í þörf fyrir læknisþjónustu. Við getum boðið ww.plusferdir.is l - 14 apríl E T 2 fyrir 1 HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Flutningur aldraðrar konu frá sjúkrahúsi heilbrigðisstofnunarinnar á öldrunardeild í Grindavík hefur verið gagnrýndur harðlega af aðstandendum konunnar. ■ Ekki dugði færri en fjóra starfs- menn sjúkra- hússins til að koma henni burt, svo og tvo sjúkraflutninga- menn sem fluttu hana.. Sögð flutt nauðug til Grindavíkur Aðstandendur aldraðrar konu segja að hún hafi verið flutt nauðug af sjúkrahúsinu í Keflavík á öldrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík. Yfirlækn- ir segir þetta spurningu um að geta veitt fleirum læknisþjónustu. FRÉTT FRÉTTABLAÐSINS Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um ágreiningsmál í öldrunarþjónustu á Suðurnesjum. KRISTINN H. GUNNARSSON Samgöngunefnd einhuga um að endur- skoða fjarskiptalögin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.