Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 97 stk. Keypt & selt 23 stk. Þjónusta 45 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 14 stk. Tómstundir & ferðir 12 stk. Húsnæði 28 stk. Atvinna 21 stk. Tilkynningar 5 stk. til London og Kaupmannahafnar Tvisvar á dag Gallabuxur ómissandi í vor BLS. 20 Góðan daginn! Í dag er föstudagur 2. apríl, 93. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.41 13.31 20.23 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Belgíski viðskiptafræðingurinn Muriel Liglese settist á skólabekk í Háskóla Ís- lands fyrir fjórum árum til að ljúka gráðu í viðskiptafræði. Fljótlega tók Amor af henni öll ráð um að halda aftur heim til Belgíu þegar hún kynntist íslenskum manni sem töfraði hana ástarljóma. Ísland varð því nýtt heimaland Muriel, sem er nú altalandi á íslensku og rekur veisluþjón- ustuna „Muriel’s Wedding“ eftir bíómynd- inni heimsfrægu. Veisluþjónustan (sem í símaskrá nefnist „Veislumeistarinn“) tek- ur að sér hvers kyns undirbúning fyrir brúðkaup, fermingar og skírnir, en er ekki eldhús í sjálfu sér. „Íslendingar eru allir að koma til þegar kemur að því að láta veisluþjónustu sjá um allar hliðar veisluhaldanna og úti í heimi eru brúðkaupsþjónustur afar vinsælar,“ segir Muriel sem aðallega vinnur í sam- starfi við bandaríska brúðkaupsþjónustu sem sendir ævintýragjörn og Íslands-elsk- andi brúðhjón til eyjunnar í norðri. „Þá tek ég við skipulagningu brúðkaupsins hér heima og er til að mynda að undirbúa brúðkaup amerískra brúðhjóna þessa dag- ana, sem haldið verður á Búðum á Snæ- fellsnesi með heimatilbúin skemmtiatriði og tónlist úr sveitinni í kring. Sú ákvörðun er tekin út frá manngerð og áhugamáli brúðhjónanna, því þótt ég sjái um allan undirbúning veisluhaldanna hafa brúð- hjónin að sjálfsögðu uppi sínar óskir sem ég fer eftir.“ Muriel sér um allt frá a til ö þegar kem- ur að brúðkaupum. Hún sér um að panta prestinn og kirkjuna, hárgreiðslu, snyrt- ingu og brúðarkjólinn sjálfan; að sjálf- sögðu einnig klæðnað brúðgumans og brúðarvöndinn; allar skreytingar og blóm í veisluna, ljómyndara, veislustjórn, skemmtiatriði, veitingar, brúðarbíl, stað- setningu fyrir veisluna sjálfa, brúðkaups- nóttina og brúðkaupsferðina, ef óskað er. Auk þess að skipuleggja brúðkaup, fermingar og skírnir, flytur Muriel inn dýrindis belgískt konfekt, súkkulaði- og möndlugjafir, innpakkaðar kökugjafir og tjullglaðning til gestagjafa að loknum veisluhöldum. Brúðkaup Muriel heimili@frettabladid.is Rigningin fylgir íslenska sumrinu eins og allir vita og því er kærkomið að eiga eina góða regnhlíf til að bregða yfir sig þegar skúrirnar skel- la á manni. Margar gerðir regnhlífa eru komnar í búðir, allir regnbogans litir eru fá- anlegir, sem og alls kyns mis- munandi munstur. Einnig er þó nokkuð úrval af barna- regnhlífum svo yngsta kyn- slóðin fær líka úr ýmsu að velja. Fréttablaðið leit við í Drangey í Smáralind og skoð- aði úrvalið. Lífrænt ræktaðar matvör- ur njóta sífellt meiri vinsælda en einnig er hægt að fá hreinlætis- vörur sem einungis eru unnar úr lífrænt ræktuðum hráefnum og eiga ekki að menga umhverfið á sama hátt og hefðbundnar hrein- lætisvörur. Verslunin Yggdrasill selur til dæmis Sonett-hrein- lætisvörur sem eru framleiddar úr hreinni jurtasápu með olíum sem unnar eru úr líf- rænt ræktuðum hráefnum. Ilm- efnin eru úr nátt- úrulegum eterísk- um olíum sem unnar eru úr líf- rænt ræktuðum eða villtum jurt- um. Þessar vörur eiga að brotna fullkomlega niður í náttúrunni á stuttum tíma og eru án tilbúinna rotvarnarefna og ens- íma. Meðal annars er hægt að fá upp- þvottalög, mýkingarefni, bletta- hreinsi og þvottaefni í þessu vöru- merki, en einnig handsápur sem eiga að vera sérlega umhverfis- vænar. Handverk og hönnun er tíu ára um þessar mundir. Í tilefni þess hefur verið opnuð sýning sem varpa á sýn á stöðu handverks, list- iðnaðar og hönnunar á Íslandi í dag. Sýn- ingin er fyrst opnuð í Aðalstræti 12 en mun síðan verða sett upp á nokkrum stöðum á landinu, til dæmis í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og Norska húsinu í Stykkishólmi. Síðan mun sýning- in væntanlega fara til Ísafjarðar, Akureyrar, að Skriðuklaustri, í Reykjanesbæ og til Hafnar í Hornafirði. Markmið verkefnis- ins Handverk og hönnun er að stuðla að eflingu handverks- og listiðnaðar, meiri menntun og þekkingu handverks- og listiðn- aðarfólks og að auka gæðavit- und í greininni. Efni í allt er yfirskrift nýrra þemadaga hjá IKEA sem standa yfir til 18. apríl. Áhersla er lögð á allt sem snýr að vefnaðarvöru og búið er að taka upp fullt af nýjum vörum í þessum flokkum. Tískan í ár einkennist af mynstruð- um efnum. Rómantísk eða „sveitó“ áhrif eru ríkj- andi með rósóttu eða röndóttu mynstri, blúnduefni í ljósum lit. Hins vegar eru nýtískuleg gegnsæ efni með fallegum daufum vorlit- um einnig áberandi. Mikil aðsókn er á þæfing- arnámskeið Heimilisiðnaðar- skólans. Er fólki þá kennt að þæfa ullarflóka, móta hann og búa til úr honum listmuni eða nytjahluti. Meðal þess sem hægt er að gera úr þæfðri ull eru mottur, töskur, myndir og tehett- ur. Næsta námskeið verður 1. maí en byrjað er að bóka á námskeið alveg fram á haust. Meðal annarra námskeiða sem boðið er upp á hjá Heimilisiðn- aðarskólanum eru útsaumsnám- skeið, þar sem kennd eru harð- angur og klaustur, og leður- saumsnámskeið, sem verður 17. og 18. apríl. Þar er meðal annars kennt að móta og handsauma töskur. MURIEL LIGLESE Belgísk og ástfangin af Íslendingi. Rekur veisluþjón- ustuna „Muriel’s Wedding“ fyrir verðandi brúðhjón á Íslandi og víðar. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is Regnhlífar: Í regnbogans litum SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR HEIMILIÐ FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA OFL. Jæja, þá er víst kominn þessi árstími, þegar harmonikkurnar fljúga suður á bóginn! Til sölu YZ-426F, árgerð 2001. Protaper stýri, O Ringkeðja, mjög gott hjól. Til Sýnis sal Toyota notaðir bílar. Uppl. í 892 9500. Grand Cherokee Laredo ‘01 grár ek. 60 þ. míl. Leður, toppeintak, verð. 3.250 þús., tilboð 2.800 þús., skipti mögul. á ódýrari. Uppl. í s. 693 8210.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.