Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 6
6 2. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ■ Viðskipti ■ Norðurlönd GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,61 -1,00% Sterlingspund 132,51 -0,10% Dönsk króna 11,86 -0,08% Evra 88,32 0,01% Gengisvísitala krónu 123,13 -0,04% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 517 Velta 22.751 milljónir ICEX-15 2.570,2 0,74% Mestu viðskiptin Burðarás hf. 5.531.337 Pharmaco hf. 612.340 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 501.681 Mesta hækkun Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 5,56% Burðarás hf. 5,53% Pharmaco hf. 3,75% Mesta lækkun Hlutabréfamarkaðurinn hf. -3,79% Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna -2,65% Flugleiðir hf. -2,04% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.370,7 0,1% Nasdaq* 2011,5 0,9% FTSE 4.410,7 0,6% DAX 3.924,8 1,8% NK50 1.444,3 -0,1% S&P* 1.132,0 0,5% * Bandarískar vísitölur kl. 20.30 Veistusvarið? 1Hver er sterkasti prestur heims og hvemiklu lyftir hann í réttstöðulyftu? 2Hver er framkvæmdastýra Mannrétt-indaskrifstofu Íslands? 3Þremenningar hafa verið ákærðir fyr-ir stórfelldan fíkniefnainnflutning. Hve miklu og hverju smygluðu þeir? Svörin eru á bls. 39 DÓMSMÁL „Þetta er afar athyglis- verður dómur í ljósi þess sem á undan er gengið,“ segir Jónatan Sveinsson hæstaréttarlögmaður, en hann er sækjandi í dómsmáli sem Hæstiréttur sendi aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem niðurstaðan var að dómarar hefðu farið út fyrir valdsvið sitt. „Ástæða þess að þetta mál fór fyrir Hæstarétt var til að kveða upp úr með það hvort dómarar héraðsdóms hefðu farið út fyrir valdsvið sitt eins og Hæstiréttur komst svo að niðurstöðu um. Þetta kemur á athyglisverðum tíma miðað við þá umræðu sem orðið hefur vegna ummæla Jóns Steinars Gunnlaugssonar.“ Jón Steinar hefur sakað Hæstarétt sjálfan um að hafa gert sömu mistök í dómsmáli vegna ungrar stúlku sem varð fyrir heilaskaða við fæðingu. Þar óskaði Hæstiréttur sérstaklega eftir umsögn Læknaráðs og hnekkti síðan fyrri úrskurði í málinu. Jónatan segir að þarna sé um grátt svæði að ræða en umræð- an sé afar þörf enda þekkist önn- ur dæmi af þessu tagi undanfar- in ár. „Það er viðbúið að þetta geti átt sér stað og mikilvægt að umræða verði um atvik sem þessi.“ ■ Fjögur hundruð króna munur á áfyllingu Bensínverð hækkaði um þrjár krónur á lítrann hjá stóru olíufélögunum þremur í gær. Atlantsolía hækkaði ekki og er rúmlega tíu króna munur á bensínlítranum milli stöðva. Tvöföld sala hjá Atlantsolíu í gær. ELDSNEYTISVERÐ Bensínverð hækk- aði um þrjár krónur á lítrann hjá stóru olíufélögunum þremur í gær. Olíufélögin kenna um óvenjuháu heimsmarkaðsverði á hráolíu en einnig fremur óhag- stæðu gengi dollarans. Eftir hækkun munar því rúmum tíu krónum á lítrann á hæsta og lægsta verði á 95 oktana bensíni. Það nemur um 400 krónum á áfyll- ingu á meðalstórum tanki, fjöru- tíu lítra. „Við höfum verið að vonast eft- ir lækkun á heimsmarkaðsverði en allar spár höfðu bent til þess að það myndi gerast,“ segir Geir Magnússon hjá Essó. Hann segir það hins vegar ekki hafa gengið eftir og hráolía hafi hækkað um þrjátíu prósent frá því í septem- ber. Atlantsolía taldi ekki þörf á því að hækka verð á bensíni í gær. Að- spurður segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, engin lög um það að allir verði að hækka í einu þótt heimsverð breytist. „Við fylgjumst grannt með þróun heimsmarkaðsverðs og viljum sjá hver hún verður áður en við tökum ákvörðun um fram- haldið,“ segir hann. „Nokkrar hækkanir voru á síð- asta eldsneytisfarmi félagsins en þær voru innan þeirra marka að okkur þótti ástæða til að koma þeim áfram út í verð. Við verðum að sjá til hvort slíkt gerist aftur nú,“ segir hann. Hann bendir jafnframt á að í gær hafi verið tvöföld sala á bens- íni hjá félaginu og að fólk sé aug- ljóslega að versla við Atlantsolíu til þess að efla verðsamkeppni. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir það óvenjulegt hversu hratt stóru olíufélögin hafa brugðist við hækkun á heimsmarkaðsverði. „Hins vegar er það fagnaðar- efni að það ganga ekki allar olíu- stöðvar í takt í verðhækkunum að þessu sinni,“ segir Jóhannes. „Hingað til hafa allir keyrt á sama verði en ákvörðun Atlantsolíu að hækka ekki verð hefur haft áhrif á OB og Orkuna,“ segir hann. Lítrinn af 95 oktana bensíni á flestum þjónustustöðvum stóru olíufélaganna er nú nálægt 103,70 krónur og dísilolían á 46,10 krón- ur. Sjálfsafgreiðsluverð er í kringum 98,70 krónur og dísilolí- an á 41,10 krónur. Orkan selur 95 oktana bensín á flestum stöðvum á 97,40 og dísilolíuna á 39,80. Atlantsolía selur lítrann af bens- íni á 92,50 krónur og dísilolíuna á 35 krónur. Orkan er því ekki lengur ódýr- ust og brýtur því í bága við úr- skurð Samkeppnisstofnunar sem bent hefur á að ef fyrirtækið ætli að nota slagorðið „alltaf ódýrust“ verði það að standa undir því. sda@frettabladid.is Mannréttindadómstóllinn: Safnað fyrir Söru Lind DÓMSMÁL „Okkur finnst að það ætti að fara með þetta mál fyrir Mannréttindadómstólinn, en það kostar miklar fjárhæðir. Þess vegna ákváðum við að stofna söfnunarreikning,“ sagði Helga Kristín Sigurðardóttir, frænka lít- illar stúlku, Söru Lindar. Litla stúlkan er fjölfötluð. Hér- aðsdómur hafði dæmt henni 28 milljónir króna í bætur vegna læknamistaka sem valdið hefðu fötluninni. Hæstiréttur sneri dómnum við, þannig að við blasir að litla stúlkan fær engar bætur. Tvær frænkur Söru Lindar hafa ákveðið að hrinda af stað fjársöfnun, þannig að hægt sé að fara með málið fyrir Mannrétt- indadómstólinn. Þær hafa opnað söfnunarreikning í Landsbankan- um í Mjódd í nafni Söru Lindar 0503980-2269 . Reikningsnúmerið er: 0115 - 05 - 77000. ■ Þriggja mánaða dómur: Í fangelsi fyrir innbrot DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti þriggja mánaða fangelsisdóm í gær yfir síbrotamanni fyrir inn- brot og þjófnað. Maðurinn braust inn í hús í lok árs 2002 og stal þaðan lýsispillum, derhúfu, verkfærum og fleiru, samtals að verðmæti 60 þúsund króna. Hann hefur hlotið 24 refsi- dóma frá átján ára aldri. ■ Gjafakort er… …góð lausn að fermingargjöf Gjafakort Kinglunnar fást á þjónustu-borðinu á 1. hæð við Hagkaup. Þau gilda í öllum verslunum Kringlunnar* og fást í fjórum verðflokkum: 10.000 kr., 5.000 kr., 2.500 kr. og 1.000 kr. *Gildir ekki í VÍNBÚÐINNI. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdur ómerktur þar sem dómarar fóru í hlutverk rannsóknaraðila: Hæstiréttur sendir hér- aðsdómurum tóninn HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Sendi dómsmál aftur til héraðs þar sem talið var að dómarar hefðu farið út fyrir valdsvið sitt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /H AR AL D U R JÓ N AS SO N VERÐHÆKKUN Á ELDSNEYTI Stóru olíustöðvarnar þrjár hafa hækkað verð á bensíni um þrjár krónur á lítrann. Atlantsolía hækkaði ekki verð og er munurinn nú rúmar tíu krónur á dýrasta og ódýrasta bensínlítranum. ATVINNULEYSI MINNKAR At- vinnuleysi í Noregi minnkaði úr 4,1% í febrúar í 3,9% í lok mars. Að sögn yfirvalda hefur atvinnu- leysi minnkað verulega meðal iðnaðarmanna vegna aukinnar eftirspurnar eftir trésmiðum og málmiðnaðarmönnum. ÁNÆGÐIR MEÐ AFKOMU SPARI- SJÓÐSINS 58 milljón króna hagn- aður varð af starfsemi Spari- sjóðs Norðlendinga árið 2003. Stjórnendur sparisjóðsins eru ánægðir með afkomuna þó hún sé lægri en árið á undan þegar hún var 80 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.