Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 43
FÖSTUDAGUR 2. apríl 2004
■ LEIKSÝNING■ TÓNLEIKAR
27
Leikritið Eldað með Elvis, semgengið hefur fyrir fullu húsi í
Loftkastalanum frá áramótum,
verður sýnt á Akureyri næstu vik-
una. Frumsýningin fyrir norðan
verður í kvöld.
Bæta þurfti við aukasýningu á
skírdag klukkan 16, því uppselt
var orðið á allar sýningar fyrir
norðan. Sérstök hátíðarsýning
verður á miðvikudagskvöldið að
viðstöddum höfundi verksins, Lee
Hall, sem einnig skrifaði handrit-
ið að kvikmyndinni um Billy
Elliot.
Í Eldað með Elvis fer Steinn
Ármann Magnússon með hlutverk
lamaðs fjölskylduföður, sem áður
var Elvis-eftirherma. Ófullnægða
eiginkonu hans leikur Halldóra
Björnsdóttir, brjóstgóða dóttur
þeirra leikur Álfrún Örnólfsdótt-
ir, en Friðrik Friðriksson fer með
hlutverk deildarstjóra hjá Myll-
unni sem hristir heldur betur upp
í lífi mæðgnanna.
Þýðandi er Hallgrímur Helga-
son og leikstjóri er Magnús Geir
Þórðarson, sem nýverið hefur tek-
ið við starfi leikhússtjóra á Akur-
eyri. ■
Fyrsti opinberi samsöngurinnsem skráðar heimildir eru um
fór fram 2. apríl 1854 á Langa loft-
inu í Lærða skólanum, þar sem
skólapiltar sungu undir stjórn
Péturs Guðjónssonar sem þá var
organisti við Dómkirkjuna í
Reykjavík. Til að minnast þess að
150 ár eru liðin frá þessum fyrstu
opinberu kóratónleikum efna sjö
íslenskir karlakórar til dagskrár
og tónleika.
„Pétur Guðjónsson var oft kall-
aður faðir söngs á Fróni, því þegar
hann kemur heim á námi fer hann
að æfa fjögurra radda söng og þýð-
ir söngvabækur, þannig að þjóðin
er ekki lengur að syngja bara upp
úr sömu sálmabókinni,“ segir Ey-
þór Eðvarðsson, formaður Karla-
kórsins Fóstbræðra. „Þess vegna
munum við koma saman við Suður-
götukirkjugarð ásamt Lúðrasveit
Reykjavíkur og Jón Þórarinsson
leggur blómsveig að leiði Péturs.
Svo munum við ganga með lúðra-
sveitina í fararbroddi að Mennta-
skólanum í Reykjavík, þar sem við
munum syngja „Þú álfu vorrar
yngsta land“ með texta Hannesar
Hafstein í tilefni af heimastjórn-
arafmælinu. Þaðan verður haldið í
Langholtskirkju þar sem við mun-
um halda hátíðartónleika klukkan
20.“
Í Langholtskirkju mun hver
kór syngja þrjú lög og munu tón-
leikarnir enda á samsöng þar sem
kórarnir munu meðal annars
syngja þjóðsönginn. „Sveinbjörn
var einn af nemendum Péturs,
sem var organisti Dómkirkjunnar.
Þar sem þjóðsöngurinn var fyrst
fluttur í Dómkirkjunni var Pétur
Guðjónsson sá maður sem æfði
fyrstur þjóðsönginn í stofunni hjá
sér. Við erum að tileinka honum
þennan dag, meðal annars með
því að syngja þjóðsönginn. Jafn-
framt því sem sungið er til heið-
urs Pétri og fyrsta samsöngsins
er þetta 150 ára afmæli íslenska
karlakórsins, því karlakór er elsta
tónleikaform þjóðarinnar.“ ■
umræðufund um hryðjuverk í ljósi ný-
liðinna atburða á Spáni. Á undan um-
ræðu flytja Magnús Þ. Bernharðsson,
Brynhildur Ólafsdóttir og Hólmfríður
Garðarsdóttir stutt erindi.
12.10 Félagsfræðingafélag Ís-
lands stendur fyrir málþingi í stofu 101 í
Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla
Íslands, undir yfirskriftinni Börn og sjón-
varp á Íslandi: málþing um fjölmiðla-
rannsóknir.
13.00 Ís-Forsa, samtök áhugafólks
um rannsóknir og þróunarstarf á sviði
félagsráðgjafar, halda málþing undir yfir-
skriftinni Fræðastörf í fyrirrúmi. Tengsl
fræða og fags í félagsráðgjöf á Grand
Hóteli, Reykjavík.
■ ■ FUNDIR
09.00 IMG Deloitte stendur fyrir
námstefnu um Vinnustaðavandamál á
Hótel Sögu.
12.05 Umræðufundur um hryðju-
verk í ljósi nýliðinna atburða á Spáni
verður haldinn á vegum Háskóla Íslands
og Alþjóðamálastofnunar Háskólans í
hátíðarsal Háskólans. Á undan umræðu
flytja Magnús Þ. Bernharðsson, Bryn-
hildur Ólafsdóttir og Hólmfríður Garð-
arsdóttir stutt erindi.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
Elvis til Akureyrar
ELDAÐ MEÐ ELVIS
Ófullnægða eiginkonan gamnar sér með
deildarstjóranum.
Kóratónleikar í 150 ár
KARLAKÓR KEFLAVÍKUR, KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR OG KARLAKÓRINN ÞRESTIR
Auk þessara karlakóra munu Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss, Karlakórinn Stefnir og
Karlakór Hreppamanna taka þátt í afmælistónleikum í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá
fyrsta opinbera samsöngnum á Íslandi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
AR
ÍT
AS
ÍV
AR
SD
Ó
TT
IR