Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 24
„Lambakjötið er svo flott og ferskt núna,“ segir Sigurður Gíslason, aðstoðaryfirkokkur á veitingastaðnum Vox á Hótel Nordica. Sigurður segir að byrj- að hafi verið að taka inn ferska lambakjötið um síðustu helgi og kjötið sé mjög fallegt. „Við vor- um með gestakokk frá Þýska- landi og hann átti ekki orð yfir hversu flott hráefni þetta væri.“ Sigurður segir að lambakjöt- ið sé alltaf mjög vinsælt og þá séstaklega í kringum páska. Sjálfur segist hann alltaf borða lamb á páskunum og vera nokk- uð íhaldssamur á þá hefð. Hann ráðleggur þeim sem eru að elda lambakjötið heima að hafa á því lágan hita og elda það frekar lengur. Ekkert stress er þá í kjötinu og það verður meyrt og safaríkt. „Gott er jafnvel að steikja það á pönnu með smá timjan og hvít- lauk og maður er kominn með flottan rétt.“ Hátíðarfugl er kjúklingur sem er séralinn upp í 3,5-4 kg að þyngd. Hátíðarfugl fæst bæði reyktur og óreyktur. Eldunartími á hátíðarfugli er um 40 mínútur á hvert kg. Nákvæmari eldunarleiðbeiningar eru á umbúðunum. Hátíðarfugl Hollur og góður hátíðarmatur Reykjagarður hf Hátíðarfuglinn fæst í öllum helstu verslunum.Verðlaunavörur frá Reykjagarði Tilbúnar áfengar gosblöndur hafa notið mikilla vinsælda hérlendis þrátt fyrir að hafa þótt fremur dýrar. Nú virðist það vera að breytast því 1. apríl lækkaði hinn vinsæli drykkur F.R.O.C. í verði og kostar nú 198 kr. flaskan og er drykkurinn eftir lækkunina sá ódýrasti í Vínbúðum í þess- um flokki. Þetta mun ekki vera aprílgabb hjá frændum okkar Dönum sem framleiða drykkinn! F.R.O.C. er skamm- stöfun og stendur fyrir „Fine Ready-made Original Cooler“ og þar sem nafnið líkist „frog“ er froskur einkennistáknið. F.R.O.C. fæst í tveimur gerðum. F.R.O.C Ice er með læm- bragði en F.R.O.C. Brazil er innblásinn af þjóðardrykk Brasilíumanna, Caipirinha, sem blandaður er úr rommi, hrásykri og læm. Báðir eru drykkirnir 5,6% að styrkleika og fást í 330 ml flöskum en algengast er á markaðnum að flöskurnar séu aðeins 275 ml. Sigurður Gíslason á Vox: Alltaf lamb á páskunum Ölgerðin Egill Skallagrímsson hef- ur sett á markað Egils páskabjór, Egils malt páskabjór og Tuborg påskebryg, nýjar bjórtegundir sem nú eru til sölu í verslunum ÁTVR. Egils páskabjór er bragðmikill 5% lagerbjór sem minnir á þýskan bjór og býr yfir miklu jafnvægi og fyllingu. Egils páskabjór kom fyrst á markað um síðustu páska og kost- ar 33 cl flaska nú 169 krónur. Egils malt páskabjór er sætur og dökkur maltbjór, 5,6%, með mikilli fyllingu og góðu eftirbragði. Egils malt páskabjór er til í 33 cl flöskum og kostar flaskan 179 krónur. Tuborg påskebryg er bjór sem Tuborg-verksmiðjurnar hafa sett á markað fyrir páska í áratugi og er fjölmörgum Íslendingum að góðu kunnur. Þetta er lagerbjór, 5,7%, fallega gylltur með keim af karamellueftirbragði. Kostar 33 cl flaska 179 krónur. Páskabjór frá Ölgerðinni verður til sölu í verslun- um ÁTVR fram yfir páska. F.R.O.C.: Lækkar í 198 kr. Eitraðir tómatar Voru notaðir til skrauts fram á 18. öld – voru auðvitað ekki eitraðir en álitnir vera það. Eiga uppruna sinn í Perú og nafnið kemur þaðan – tomatl. Uppskrift fyrir fjóra 800 g hreinsað lambafillet 12 stk. cherry tómatar 1 box ostrusveppir 100 g parmesanostur 200 g polenta 1 msk. kjúklingakraftur 1 bolli brauðrasp 1 peli rjómi 1 búnt steinselja 4 hvítlauksgeirar, saxaðir í skífur 1 msk. flórsykur Páskalamb með polentu og kirsuberjatómötum Þetta er uppskrift sem kemur úr eldhúsinu heima hjá Sigurði. Rétturinn er með ítölsku yfirbragði og afar einfaldur. Rífið steinseljuna og setjið ásamt brauðraspi í matvinnsluvél í 2 mínútur. Hitið ofninn í 120 gráður. Steikið lambafillet í 2 mínútur við með- alháan hita á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar. Setjið lambið í heitan ofninn í 10-15 mín. Takið lambið út og veltið í rasp- og steinseljublöndunni. Sjóðið 1/2 lítra af vatni ásamt msk. af kjúklingakrafti. Hellið svo polentunni út í og hrærið stöðugt þar til mest af vatn- inu er gufað upp. Lækkið hitann og hellið helminginn af rjómanum út í ásamt parmesanosti. Polentan á að vera hæfilega þykk. Saxið sveppina gróflega og steikið við háan hita í olíu og kryddið með salti og pipar. Setjið tómatana heila í ofnskúffu. Kryddið með hvítlauk, flórsykri og salti. Hellið ólífuolíu yfir. Bakist við 140 gráð- ur í 20 mínútur. Nýr páskabjór: Egils Malt páskabjór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.