Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 26
Leðurhanskar Eru ómissandi í sumar –
og eiga að vera í skærum litum. Þessir
skærgrænu fást í Evu og kosta 5.900.
SMÁRALIND
Sími 517 7007
NÁTTFATNAÐUR
í miklu úrvali
SUMARLITIR
www.changeofscandinavia.com
Bómullarlína
í undirfatnaði
st. 65A-85DD
Brjóstahaldarar
í st. 65A-100H
Mörkinni 6. Sími 588 5518
OPIÐ
Virka daga frá kl. 10-18
Laugardaga frá kl. 10-16
Ný sending
af ljósum stuttkápum
- 3 síddir
Sissa tískuhús
G l æ s i b æ , s í m i 5 6 2 5 1 1 0
Glæsilegar dragtir, pelsar, samkvæmis-
buxur, pils og kjólar fyrir páskana
stærðir 10-22.
Opið virka daga 10-18.00, laugardaga 10-16.00.
Bikiní í skálast. B/C/D
Verð frá kr. 4.490 - 6.490
Sundbolir í st. 36-50
Verð frá kr. 1.990 - 6.990
Glæsibæ, s. 588 5575
Sjáumst
Úrval af undirfatnaði, náttfatnaði
og tískufatnaði á góðu verði!
„Seðlaveskjatískan breytist ekki
jafn ört og töskutískan en þó kem-
ur það mér á óvart hvað töskutísk-
an er klassísk líka,“ segir Edda
Hrönn Atladóttir, sem rekur
Leðuriðjuna Atson. „Áherslurnar
breytast aðeins, höld lengjast eða
styttast, breikka eða mjókka.
Veskin hafa líka minnkað því nú
eru fáir með tékkhefti og nær öll
veskin eru með kortavösum. Nota-
gildið er nefnilega alltaf mikilvæg-
ast. Þótt varan sé flott í útliti gefst
fólk upp á henni ef ekki er hægt að
nota hana. Þess vegna verður að
leggja vinnu í að samræma nota-
gildi og útlit.“
Atli R. Ólafsson, faðir Eddu,
stofnaði fyrirtækið árið 1936.
Leðuriðjan framleiddi mikið af
töskum áður fyrr en nú hefur fram-
leiðslan færst meira yfir á seðla-
veski og möppur. Edda hannar sjálf
seðlaveski, dagskinnur og fleiri
vörur. „Pabbi hannaði hins vegar
mikið af kventöskum og ég er eig-
inlega að bíða eftir að hafa tíma til
að hanna töskur,“ segir Edda, sem
greinilega hefur í nógu að snúast.
„Við hönnum núna mikið úr ís-
lensku roði, notum það með kálf-
skinni á seðlaveski, möppur og
fleira. Roðið er níðsterkt enda
voru gerðir skór úr því í gamla
daga. Ég man eftir því að pabbi
framleiddi úr steinbítsroði þegar
ég var um níu ára gömul. Það
var þó ekki sambærilegt við roð-
ið sem við notum í dag, það var
miklu harðara og erfiðara í
vinnslu. En það þoldi allt. Ég átti
buddu úr steinbítsroði og það
vann ekkert á henni. Roðið sem
við notum í dag er miklu
mýkra.“
Hún segir yfirleitt lagt upp
með sérstök dömu- og herraveski
en oft sæki karlarnir í veskin
sem ætluð voru dömum. „Ein-
hvern tímann vorum við að hanna
veski og vildum hafa í þeim
gluggahólf fyrir myndir, því kon-
ur þyrftu alltaf að vera með
myndir. Svo voru það aðallega
karlar sem keyptu þau. Þetta kom
okkur algjörlega á óvart.“
Leðuriðjan flytur einnig inn
kventöskur frá Claudio Ferrici,
sem er hollenskur framleiðandi.
„Ég fann þetta merki fyrst á sýn-
ingu og sá strax að hönnunin var
góð. Töskurnar eru vel úthugsaðar
og endast vel. Nú er einmitt á leið-
inni til mín töskusending með rauð-
um, hvítum og grænum töskum.“
Edda er jafnframt nýbúin að
panta prufur af skærum litum í
roðinu. Sumarið verður því svolítið
fjörugt hvað liti varðar. „Ég ætla
að fara að þreifa mig áfram, taka
mér smá hvíld frá mesta amstrinu
og hanna meira.“
Atson var með verslun á Lauga-
vegi 15 í nokkur ár en hún var lögð
niður árið 2000. Verksmiðjan flutti
upp í Brautarholt og 4. mars síð-
astliðinn, á afmæli stofnandans
Atla R. Ólafssonar, var opnuð þar
ný verslun.
audur@frettabladid.is
Töskur, veski og dagskinnur:
Notagildið jafn
mikilvægt og útlitið
Edda Atladóttir, eigandi Leðuriðjunnar Atson, og Rósa Gunnlaugsdóttir sölumaður Faðir Eddu, Atli Ólafsson, stofn-
aði Leðuriðjuna Atson árið 1936. Þann 4. mars síðastliðinn, á afmæli Atla, opnaði leðuriðjan nýja verslun í Brautarholti.
Dagskinna „Þetta er eina
íslenska dagbókakerfið sem
ég veit um,“ segir Edda.
Veski úr íslensku roði Roðið
er níðsterkt en jafnframt fallegt útlits.
Edda stefnir á að prufa sig áfram
með skærari liti í roðinu.
Töskur þurfa að sameina
notagildi og fallegt útlit Leður-
iðjan býður einnig upp á ókeypis nafngyll-
ingu, sem til dæmis er vinsæl á gjafavöru.