Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is Aprílgöbb SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 VERTU fiAR SEM FJÖRI‹ ER! Fylgstu me› dagskránni WWW.NORDUR.IS Mér hefur alltaf þótt gaman áfyrsta apríl. Ég reyni eins og ég get að gabba einhvern en yfirleitt kemst ég að því mér til nokkurra von- brigða að ég er enginn stríðnispúki. Mér dettur aldrei neitt í hug. Ekki neitt mergjað. Í gær datt mér til dæm- is ekkert betra í hug en að segja við kærustuna mína að mamma hennar vildi heyra í henni. Það var lygi. Kærastan mín hringdi í mömmu sína. Og það eina sem gerðist var það að þær töluðu saman í hálftíma. Á MEÐAN beið ég hinum megin við vegginn og beið eftir því ofsalega spenntur að gabbið kæmi upp á yfir- borðið og mamman myndi segja að hún hefði bara alls ekkert verið að reyna að ná í dóttur sína, en það gerðist ekki neitt. Þær bara töluðu saman. Þegar samtalið var búið fór ég samt inn í her- bergið og tuðaði eitthvað um það að þetta símtal hefði nú verið „fyrsti apr- íl“ og eitthvað. Hálf dapurt gabb. ÉG FLETTI líka blöðunum til þess að reyna að sjá hvaða fréttir væru apríl- gabb og hvað ekki. Maður var fljótur að spotta það. En samt veit maður aldrei. Eitt lítið horn í sálinni er reiðu- búið að trúa hverju sem er. Á góðum degi hefði ég hugsanlega orðið einn af þeim sem fór niður í fjöru á Seltjarn- arnesi hér um árið til þess að leita að peningum. Eitt dagblaðið hafði sagt að skipsfarmur með peningum hefði rekið á land. Ég man alltaf eftir myndinni af þeim sem létu gabbast. Hálf hnípnir menn í úlpum eitthvað að vandræðast í fjörunni eins og hálfvitar. EN SEM SAGT, ég sá auðvitað strax hvaða fréttir voru aprílgöbb og hvað ekki. Það vafðist sko ekki fyrir mér að skilja á milli lygi og sannleika. Eins og til dæmis forsíðan á Frétta- blaðinu í gær. „Harkalega vegið að lýðræðinu,“ var fyrirsögnin. Vinnu- brögðin á Alþingi voru sögð ólýð- ræðisleg, af einum þingmanni, og framkvæmdavaldið sakað um yfir- gang. He he, hugsaði ég. Sé í gegnum þetta. Augljóslega aprílgabb. Ólýð- ræðislegt þing! Kom on! Og svo fór ég í sparifötunum niður í Austurbæ til þess að sjá Idol-keppni með Simon Cowell. En hann mætti ekki þannig að ég ákvað að fara á Bruce Springsteen tónleika á Nasa, en Bruce mætti ekki. En það var allt í lagi því ég endaði kvöldið á því að mótmæla kröftuglega þeim áformum ríkisstjórnarinnar að færa styttuna af Danakóngi frá stjórnarráðinu, og fór svo heim sáttur og ánægður með að hafa látið gott af mér leiða. Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR VI Ð S EG J U M F R É T T I R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.