Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 34
2. apríl 2004 Föstudagur12 Meðan sumir hafa aðeins regnhlíf sér til skjóls sitja aðrir við kertaljós og horfa út í veðrið. Hvernig? Frekar róleg og kósí, en einhver tími myndi örugglega fara í að hitta vinina á ölstofum bæjarins. Með hverjum? Manninum mínum Reyni Lyngdal. Laugardagur Við myndum byrja á því að fá okkur góðan morgun- mat og lesa blöðin heima. Svo myndum við skella okkur í Bláa lónið og hafa það gott þar. Við fengum boðsmiða á myndlistarsýningu hjá Jóni Óskari í Gall- erí Kling og Bang á laugardaginn og við myndum kíkja þangað eftir lónið. Laugardagskvöld Eftir það myndum við tygja okkur heim, fara í betri fötin og fara á Austur-Indíafélagið. Kjúklingurinn þar er alveg geggjaður og þetta er uppáhaldsstaðurinn okkar. Við myndum eiga notalegt kvöld þar en eftir það myndum við hitta vini okkar, til dæmis Silju og Gunna, á einhverju kaffihúsi. Sunnudagur Sunnudagarnir eru svo eiginlega alveg heilagir hjá okkur og við liggjum yfirleitt í leti. Við förum þó oft í bíó og ég væri alveg til í að fara í fimmbíó og sjá The Passion of the Christ. Raunveruleikinn Helgin verður sko alveg gjörólík þessu. Við erum reyndar bæði í fríi á föstudagskvöldið og getum þá kannski gert eitthvað kósí. En svo er ég að leika í Meistaranum og Margarítu bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Ég þarf líka að fara á fund á sunnu- dagskvöldið. En við reynum alltaf að hafa smá tíma fyrir afslöppun. Elma Lísa Gunnarsdóttir: Draumahelgin FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sjónarhorn Vissir þú... ...að Ítalir borða hanakamba? Flestar þjóðir veraldar eiga uppskriftir í fórum sín- um sem aðrir en heimamenn myndu álíta furðuleg- ar, eða hreinan viðbjóð undir tönn. Börn hata gjarn- an þessa þjóðarrétti, en læra með tímanum að meta þá og þannig helst hefðin kynslóða á milli. Hér get- ur að líta nokkra vinsæla rétti úr sælkeraeldhúsum heimsins. ENGLAND: Heitur bjór, blóðbúðingar, súrsað svínakjöt, nýrnabaka, lungu. SVÍÞJÓÐ: „Sylta“ (hádegisverður búinn til úr soðn- um dýrahausum). HOLLAND: Saltaðar hrossakjötssamlokur, hnetu- smjörssósa með frönskum kartöflum. FRAKKLAND: Froskalappir, heili, úlfaldalappir, vinstur, garðsniglar. ÍTALÍA: Söngfuglar, Campari, gráðostur, hana- kambar. ÞÝSKALAND: Bjórostur. SPÁNN: „Criadillas“ (nautseistu). RÚSSLAND: Rauðrófusúpa, heimabruggaður bjór, kavíar. AFRÍKA: Ferskt blóð úr lifandi dýrum, engisprett- ur, stokkrósabelgir. MIÐ-ASÍA: Kaplamjólk, kindafita. KÍNA: Rottur, snákar, tígriseistu, uglusúpa, hland- blöðrur fiska, gyltuleg, fuglsungasúpa, saltað anda- og svínablóð, ölvaðar rækjur, dúfnaheilar. TÍBET: Þránuð mjólk, te með jakuxasmjöri. HONG KONG: Apaheilar. SUÐUR-ASÍA: Úldið fiskmauk, hundakjöt, nauta- typpi, súrt sælgæti. ÁSTRALÍA: Kengúrur, lirfur og maðkar. KÓREA: Silkiormar, „Kim Chee“ (úldin blanda kjöts, fisks, grænmetis og chilipipars. Grafið í jörð og étið seinna). ALASKA: Selspik, úldnir fiskhausar. BANDARÍKIN: Djúpsteikt svínapara, skröltormar, djúpsteiktir ostaboltar, kjúklingafætur, kálfa- og svínagarnir, vatnakrabbi, svínatrýni og svína- vélinda, djúpsteikt nautasteik. MEXÍKÓ: Tequila-ormar, asnar, habanero-pipar, garnir. ÍSLAND: Hákarl, svið, hrútspungar. JAPAN: „Fugu“ (“blowfish“, fiskur með svo eitruð líffæri að aðeins sérstakir kokkar mega elda hann. Drepur 300 Japani á ári), úldnar baunir. TAÍLAND: Risa-mjölbjöllur sem éta hrísgrjón. Taí- lendingar bíta hausinn af bjöllunni og sjúga út grjónin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.