Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 34

Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 34
2. apríl 2004 Föstudagur12 Meðan sumir hafa aðeins regnhlíf sér til skjóls sitja aðrir við kertaljós og horfa út í veðrið. Hvernig? Frekar róleg og kósí, en einhver tími myndi örugglega fara í að hitta vinina á ölstofum bæjarins. Með hverjum? Manninum mínum Reyni Lyngdal. Laugardagur Við myndum byrja á því að fá okkur góðan morgun- mat og lesa blöðin heima. Svo myndum við skella okkur í Bláa lónið og hafa það gott þar. Við fengum boðsmiða á myndlistarsýningu hjá Jóni Óskari í Gall- erí Kling og Bang á laugardaginn og við myndum kíkja þangað eftir lónið. Laugardagskvöld Eftir það myndum við tygja okkur heim, fara í betri fötin og fara á Austur-Indíafélagið. Kjúklingurinn þar er alveg geggjaður og þetta er uppáhaldsstaðurinn okkar. Við myndum eiga notalegt kvöld þar en eftir það myndum við hitta vini okkar, til dæmis Silju og Gunna, á einhverju kaffihúsi. Sunnudagur Sunnudagarnir eru svo eiginlega alveg heilagir hjá okkur og við liggjum yfirleitt í leti. Við förum þó oft í bíó og ég væri alveg til í að fara í fimmbíó og sjá The Passion of the Christ. Raunveruleikinn Helgin verður sko alveg gjörólík þessu. Við erum reyndar bæði í fríi á föstudagskvöldið og getum þá kannski gert eitthvað kósí. En svo er ég að leika í Meistaranum og Margarítu bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Ég þarf líka að fara á fund á sunnu- dagskvöldið. En við reynum alltaf að hafa smá tíma fyrir afslöppun. Elma Lísa Gunnarsdóttir: Draumahelgin FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sjónarhorn Vissir þú... ...að Ítalir borða hanakamba? Flestar þjóðir veraldar eiga uppskriftir í fórum sín- um sem aðrir en heimamenn myndu álíta furðuleg- ar, eða hreinan viðbjóð undir tönn. Börn hata gjarn- an þessa þjóðarrétti, en læra með tímanum að meta þá og þannig helst hefðin kynslóða á milli. Hér get- ur að líta nokkra vinsæla rétti úr sælkeraeldhúsum heimsins. ENGLAND: Heitur bjór, blóðbúðingar, súrsað svínakjöt, nýrnabaka, lungu. SVÍÞJÓÐ: „Sylta“ (hádegisverður búinn til úr soðn- um dýrahausum). HOLLAND: Saltaðar hrossakjötssamlokur, hnetu- smjörssósa með frönskum kartöflum. FRAKKLAND: Froskalappir, heili, úlfaldalappir, vinstur, garðsniglar. ÍTALÍA: Söngfuglar, Campari, gráðostur, hana- kambar. ÞÝSKALAND: Bjórostur. SPÁNN: „Criadillas“ (nautseistu). RÚSSLAND: Rauðrófusúpa, heimabruggaður bjór, kavíar. AFRÍKA: Ferskt blóð úr lifandi dýrum, engisprett- ur, stokkrósabelgir. MIÐ-ASÍA: Kaplamjólk, kindafita. KÍNA: Rottur, snákar, tígriseistu, uglusúpa, hland- blöðrur fiska, gyltuleg, fuglsungasúpa, saltað anda- og svínablóð, ölvaðar rækjur, dúfnaheilar. TÍBET: Þránuð mjólk, te með jakuxasmjöri. HONG KONG: Apaheilar. SUÐUR-ASÍA: Úldið fiskmauk, hundakjöt, nauta- typpi, súrt sælgæti. ÁSTRALÍA: Kengúrur, lirfur og maðkar. KÓREA: Silkiormar, „Kim Chee“ (úldin blanda kjöts, fisks, grænmetis og chilipipars. Grafið í jörð og étið seinna). ALASKA: Selspik, úldnir fiskhausar. BANDARÍKIN: Djúpsteikt svínapara, skröltormar, djúpsteiktir ostaboltar, kjúklingafætur, kálfa- og svínagarnir, vatnakrabbi, svínatrýni og svína- vélinda, djúpsteikt nautasteik. MEXÍKÓ: Tequila-ormar, asnar, habanero-pipar, garnir. ÍSLAND: Hákarl, svið, hrútspungar. JAPAN: „Fugu“ (“blowfish“, fiskur með svo eitruð líffæri að aðeins sérstakir kokkar mega elda hann. Drepur 300 Japani á ári), úldnar baunir. TAÍLAND: Risa-mjölbjöllur sem éta hrísgrjón. Taí- lendingar bíta hausinn af bjöllunni og sjúga út grjónin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.