Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 38
Fyrir daga fermingarkyrtlannavoru stúlkur yfirleitt í hvítum kjólum við ferminguna. Þeir voru ýmist stuttir eða síðir en þeir síðu voru þó algengari. Drengir voru líka í fallegum fötum sem stund- um voru sérsaumuð á þá fyrir þennan dag. ■ 2. apríl 2004 FÖSTUDAGURfermingar Fermingin mín: Erfitt að halda helgisvipnum Pálmi Gunnarsson söngvari ólstupp á Vopnafirði og því stóð hann við hlið jafnaldra sinna í Vopnafjarðarkirkju er hann stað- festi skírnarheitið vorið 1964. „Þetta var erfið athöfn,“ rifjar hann upp. „Ég var í hópi óforbetr- anlegra grallara sem sýndu himna- feðgunum takmarkaða virðingu. Ég var svo óheppinn að lenda við hliðina á einum slæmum við grát- urnar. Hann gerði sér lítið fyrir og beit í kaleikinn þegar presturinn gaf honum að súpa. Þarna toguðust þeir á um stund presturinn og frið- arspillirinn. Ég hef aldrei haft eins mikið fyrir neinu eins og að halda helgisvipnum á andlitinu.“ Pálmi man fleira skondið frá deginum. „Mér var meinilla við að vera í jakkafötum, svo ekki sé nú talað um slaufuna og finnst reyndar ennþá. Svo illa var mér við jakkafötin að ég var ég búinn að detta og gera gat á buxurnar áður en dagurinn var hálfnaður. Ég fór aldrei í þau aftur,“ segir söngvarinn. Ein gjöfin stóð upp- úr, Hofner gítarinn sem hann fékk frá pabba sínum. „Annars var ég í hálfgerðum vandræðum með mig þennan dag,“ segir hann og bætir við. „Tilstandið átti ekki við mig og ég vissi ekki almennilega af hverju ég var að fermast.“ ■ PÁLMI GUNNARSON Myndin er tekin út við vegg í sólskininu á Vopnafirði. Gamlar fermingarmyndir: Kjólar og sérsaumuð föt ERNA OG BIRNA JÓNSDÆTUR Systurnar voru fermdar saman þótt ár skildi þær að í aldri. STEFÁN AÐALBJÖRNSSON Fermdist í matrósafötum og húfur með ýmsum nöfnum voru algengar við. SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR Með blóm í rauðu hári og silfurkross um hálsinn. Dótturdóttir hennar skartaði líka krossinum við sína fermingu mörgum ára- tugum síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.