Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 38

Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 38
Fyrir daga fermingarkyrtlannavoru stúlkur yfirleitt í hvítum kjólum við ferminguna. Þeir voru ýmist stuttir eða síðir en þeir síðu voru þó algengari. Drengir voru líka í fallegum fötum sem stund- um voru sérsaumuð á þá fyrir þennan dag. ■ 2. apríl 2004 FÖSTUDAGURfermingar Fermingin mín: Erfitt að halda helgisvipnum Pálmi Gunnarsson söngvari ólstupp á Vopnafirði og því stóð hann við hlið jafnaldra sinna í Vopnafjarðarkirkju er hann stað- festi skírnarheitið vorið 1964. „Þetta var erfið athöfn,“ rifjar hann upp. „Ég var í hópi óforbetr- anlegra grallara sem sýndu himna- feðgunum takmarkaða virðingu. Ég var svo óheppinn að lenda við hliðina á einum slæmum við grát- urnar. Hann gerði sér lítið fyrir og beit í kaleikinn þegar presturinn gaf honum að súpa. Þarna toguðust þeir á um stund presturinn og frið- arspillirinn. Ég hef aldrei haft eins mikið fyrir neinu eins og að halda helgisvipnum á andlitinu.“ Pálmi man fleira skondið frá deginum. „Mér var meinilla við að vera í jakkafötum, svo ekki sé nú talað um slaufuna og finnst reyndar ennþá. Svo illa var mér við jakkafötin að ég var ég búinn að detta og gera gat á buxurnar áður en dagurinn var hálfnaður. Ég fór aldrei í þau aftur,“ segir söngvarinn. Ein gjöfin stóð upp- úr, Hofner gítarinn sem hann fékk frá pabba sínum. „Annars var ég í hálfgerðum vandræðum með mig þennan dag,“ segir hann og bætir við. „Tilstandið átti ekki við mig og ég vissi ekki almennilega af hverju ég var að fermast.“ ■ PÁLMI GUNNARSON Myndin er tekin út við vegg í sólskininu á Vopnafirði. Gamlar fermingarmyndir: Kjólar og sérsaumuð föt ERNA OG BIRNA JÓNSDÆTUR Systurnar voru fermdar saman þótt ár skildi þær að í aldri. STEFÁN AÐALBJÖRNSSON Fermdist í matrósafötum og húfur með ýmsum nöfnum voru algengar við. SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR Með blóm í rauðu hári og silfurkross um hálsinn. Dótturdóttir hennar skartaði líka krossinum við sína fermingu mörgum ára- tugum síðar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.