Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 11
11FÖSTUDAGUR 2. apríl 2004 2 vikur á t oppnum í USA! Hvað gerir þú ef kærasta þín þjáist af minnisleysi? ADAMSANDLERDREWBARRYMORE ROBSCNHEIDER 50FIRSTDATES PÁSKAMYNDIN 2004 Ekki gleyma að fara með hana í bíól! Fyndnasta mynd ársins er komin í bíó! Upplifðu f yrsta stefn umótið... endalaust ! Samningar grunnskóla- kennara lausir: Erum rólegir segir formaðurinn KJARAVIÐRÆÐUR „Þótt samningar séu nú lausir þá erum við rólegir. Þetta tekur sinn tíma, en staðan er svipuð og hún hefur verið,“ segir Finnbogi Sigurðsson, for- maður Félags grunnskólakenn- ara, en samningar þeirra runnu út í gær. Finnbogi segist binda vonir við þá lotu sem framundan er, en fundur hefur verið boðaður með launanefnd sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag. ■ ALÞINGI „Minnsti bátur sem er skráður með rækju á Flæmingja- grunni, Frú Magnhildur VE, er um 10,5 brúttórúmlesta bátur, skráður með um 600 tonn af rækju. Minnsti bátur á Íslandi með skráðan rækjukvóta, Hrönn HF, er um tveggja brúttólesta trilla, sem getur ekki veitt rækju. Það er verið að braska með rækju og skrá á þessa báta til að leigja frá sér dýrari tegund,“ sagði Kristján Möller, Samfylkingunni, þegar lög um stjórn fiskveiða voru til umræðu á Alþingi. Kristján gagnrýndi fram- kvæmd laganna og benti á að í svari sjávarútvegsráðherra um eftirstöðvar rækjukvóta undan- farinna fiskveiðistjórnarára kæmi margt skringilegt í ljós, sem ekki stæðist. Þessi flutningur á rækju væri til þess eins að auð- velda þeim aðilum leigu á þorski frá sér, sem væru að reyna að uppfylla 50% veiðiskyldu. Hann nefndi dæmi um sex tonna bát, Þröst ÞH, sem leigði til sín rúm- lega 60 tonn af rækju á um 680 þúsund krónur, en leigði frá sér þorsk á sama tíma fyrir um sjö milljónir. Sjávarútvegsráðherra sagði til athugunar í ráðuneytinu hvort rétt væri og hvernig bregðast ætti við þessum aflaheimildaflutningi og sagði Kristján mikilvægt að ljúka þeirri athugun sem fyrst. „Mér finnst þessi tegund af skjalatöskuútgerð koma miklu óorði á kvótakerfið sem slíkt,“ sagði Kristján. ■ LÆKKAR VEXTI Vextir hjá Landsbankanum lækkuðu í gær. Vaxtakjör: Landsbank- inn lækkar vexti VIÐSKIPTI Landsbankinn tilkynnti í gær um vaxtalækkun. Útláns- vextir lækka um allt að 0,75 pró- sentustig en innlánsvextir um allt að 0,4 prósentustigum. Jafnhliða vaxtalækkuninni hafa verið gerðar breytingar á flokkun útlána. Lánþegar hjá bankanum færast einum vaxta- flokki ofar sem hefur í för með sér vaxtalækkun þótt vextir í hverjum flokki lækki ekki. Í tilkynningu frá bankanum segir að þessar breytingar séu gerðar til þess að auka svigrúm bankans til að mæta þörfum við- skiptavina sinna. Eftir breytingarnar eru vextir verðtryggðra skuldabréfa lægstir 5,4% en voru 6,15%. Vextir á yfir- dráttarlánum og fjölgreiðslu- samningum greiðslukorta haldast óbreyttir. Afurðalán í íslenskum krónum bera 7,75% vexti eftir breyting- arnar í gær en voru 8,5% áður. Vextir á innlánsreikningum lækka einnig. Verðtryggðir reikn- ingar til fimm ára bera nú 4,1% vexti en báru 4,5% vexti og vextir á sparireikningi lækka úr 4,7% í 4,4%. ■ Þriggja mánaða fangelsi: Sló bjórglasi í andlit manns DÓMSMÁL Maður var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Hæstarétti fyr- ir að hafa slegið annan mann í andlitið með bjórglasi inni á skemmtistað. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness en helmingur refsing- arinnar er skilorðsbundin til þriggja ára. Í dómi Héraðsdóms Reykja- ness kemur fram að maðurinn hafi áður sætt sektargreiðslu vegna brots á áfengislögum. Þótti árásin með öllu vera tilefnislaus og hrottafengin og hefði hæglega getað leitt til stórkostlegra meiðsla eða örkumla. Því var ekki talið hægt skilorðsbinda refsing- una nema að hluta. Maðurinn sem var sleginn hlaut nokkra skurði í andliti. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Kristján Möller, Samfylkingunni: Brask í skjalatöskuútgerð KRISTJÁN MÖLLER Þingmaður Samfylk- ingarinnar gagnrýndi framkvæmd fisk- veiðistjórnarlaganna á Alþingi og sagði margt skringilegt koma í ljós í svari sjávarútvegsráðherra um eftirstöðvar rækjukvóta undan- farinna fiskveiði- stjórnarára. VIÐBURÐUR HJÁ BIFHJÓLAKÖPPUM Árlega safnast þúsundir bifhjólaeigenda og aðdáenda þeirra í Bakken-skemmtigarð- inum, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. Garðurinn hefur verið opn- aður gestum og gangandi eftir vetrarfrí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.