Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 27
Föstudagur 2. apríl 2004 5 Heitt sumar me›... Verslunin Karen Millen hefur fært sig um set í Kringlunni og býður nú upp á fjölbreyttara úrval kvenfatn- aðar undir merki Karen Millen í ný- standsettu og rýmra húsnæði. Nýja verslunin er skilgreind sem „Top Store“ sem er efsti gæðaflokkur sölustaða þessa vörumerkis. Það eru hjónin Svava Johansen og Ásgeir Bolli Kristinsson sem reka Karen Millen hér á landi en verslunin er hluti af breskri verslanakeðju sem er með útibú víðs vegar um heim- inn. Karen Millen sérhæfir sig í kvenlegum fatnaði fyrir konur á öll- um aldri og þykir ávallt hafa fing- urinn á því nýjasta og ferskasta í tískuheiminum. Nýja verslunin er afar vel úr garði gerð og njóta flík- urnar sín vel innan um speglalagða veggina. Það var síðastliðinn fimmtudag sem verslun Karen Mill- en var formlega opnuð og mættu þar gamlir og nýir viðskiptavinir. Ánægjan leyndi sér ekki enda ruku vorvörurnar út. „Ég á marga fallega og sérstaka skartgripi sem mér þykir vænt um,“ segir Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir söngkona. „En ég ætla að nefna demantshring sem ég geng alltaf með. Þetta er ofboðslega fallegur hringur sem þáverandi og fyrrverandi nemendur mínir gáfu mér fyrir fimm árum þegar ég átti stórafmæli. Einn nemandinn valdi hann og svo söfnuðu þau sér saman til að gefa mér þennan merkilega hring. Ég hef ekki tekið hann af mér síðan.“ Ólöf Kolbrún segist hafa gaman af skartgripum og vera dugleg að nota þá. „Ég fer eiginlega aldrei út úr húsi án þess að vera með eitt- hvað á mér, um hálsinn og á fingr- um. Enda á ég svo margt og það er um að gera að nota þetta. Ég held líka til dæmis að perlur verði miklu fallegri ef maður ber þær heldur en ef þær eru geymdar í myrkri niðri í skúffu. Það er eins og þær lifni við það, ef þær eru ekta á annað borð.“ Ólöf Kolbrún velur sér skart- gripi í samræmi við þau föt sem hún er í hverju sinni. „Ef ég er í flík sem nær upp í háls er ég með langa hálsfesti en ef ég er í flík með v-hálsmáli er ég alltaf með nisti eða ekta perlufestar.“ Hún segir að flestir skartgripirnir sem hún eigi séu gjafir en eitthvað hafi hún þó keypt sjálf. „Maður hefur nú fallið fyrir ýmsum freistingum,“ segir hún og hlær. Ómissandi í vor: Vorið í fataskápinn Nú fer veturinn að kveðja og þá er kominn tími til að breyta svo- lítið til og bæta við fataskápinn eða snyrtibudduna. Í vor er al- gjörlega ómissandi að hafa við höndina fáeina hluti: Nýju Clar- ins glossin, til í sex mismunandi litum. Munstraður eða röndóttur hlýrabolur, einn sér eða undir jakkapeysu eða gallajakka. Minipils, eins stutt og þú hefur þor til. Litlir þröngir hanskar, helst leður, í fallegum skærum litum og ekki síst eru það galla- buxurnar, Diesel eða Wrangler, beint snið og passlega þvegnar. „Airbrush“, eða úðaförðun, hef- ur verið notuð í Bandaríkjunum í 20 ár, en þó aðallega í heimi kvikmyndastjarna. Nú er þessi tækni að skila sér til neytenda um allan heim og venjulegt fólk getur nýtt sér þessa tækni. „Úðaförðun er frábrugðin annarri förðun þar sem notaður er sérstakur úðapenni til að ná fram jafnari og áferðarfallegri útkomu,“ segir Kristín Stefáns- dóttir hjá No Name. „Það þarf ekki að nota förðunarsvampa eða fingurna til að bera á og þar af leiðandi er þetta alveg sótt- hreinsað og minni hætta á sýk- ingu.“ Kristín segir að áferðin sé svo náttúruleg að húðin virðist ekki vera förðuð. „Það er líka hægt að hylja valbrár, marbletti og ör.“ Hærri tíðni húðkrabbameins vegna sólarlampa gerir úðaförð- un að eftirsóknarverðum kosti,“ segir Kristín. „Það er til dæmis hægt að fara í brúnkumeðferð, þar sem sérstökum brúnkulit er úðað yfir líkamann. Liturinn þornar strax, smitast ekki í föt og endist í allt að 6-8 daga. Fjölmargar snyrtistofur bjóða nú upp á úðaförðun, en förðunin tekur um það bil 45 mínútur. Úðaförðun kostar á bil- inu 2.500 til 3.800 krónur Glæsilegar Stella Skúladóttir verslunarstjóri, Vicky Potterton útstillingarstjóri og Svava Johansen eigandi ánægðar með breytinguna. Karen Millen: Flytur á nýjan stað Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona Með hring sem nemendur hennar gáfu henni í afmælisgjöf. Hringurinn er úr rauðagulli, stjörnulaga með 25 litlum demöntum settum í hvítagull. Uppáhaldsskartgripurinn: Demantshringur frá nemendunum Clarins gloss í sumarlitunum Snyrtivöruverslanir kr. 1.447 Diesel gallabuxur Galleri 17, kr. 16.990 Diesel hlýrabolur Galleri 17, kr. 3.990 Minipils Galleri 17, kr. 3.990 Armband Ice in a bucket, kr. 495 Farðanum úðað á andlitið Áferðin verður fallegri og rétt að geta þess að allar flottu stelpurnar í sjónvarpsþáttun- um og kvikmyndunum nota þessa aðferð. Úðaförðun: Náttúrulegri og fallegri áferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.