Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 33
FASTEIGNIR RAÐAUGLÝSINGAR 11 Sigurður Örn Sigurðason löggiltur fasteignasali Mér hefur verið falið það af viskiptavini að leita eftir Einbýlishúsi með aukaíbúð í Garðabæ eða nágrenni hellst á einni hæð verð 25 til 30 millj. Ef þú seljandi góður átt eign á þessu svæði vinsamlegast hafðu samband. Garðabær eða nágrenni Með kveðju, Ólafur Þór Gíslason S: 530-4607 S: 864-1243 GLÆSILEG SÉRHÆÐ Á BESTA STAÐ Í VESTURBÆ RVK . VIÐ GRENIMEL. Valhöll fasteignasala var að fá í einkasölu glæsilega 225 fm efri hæð og ris í þessu vandaða endurnýjaða húsi sem staðsett er við Greni- melinn. 27 fm bílskúr fylgir og 25 fm einstaklingsíbúð í kjallara. Hæðin er um 150 fm m. 3 góðum herb. og 2 stórum saml. stofum. Sérí- búð er í risi ca 70 fm. Eign- in hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum m. annars þak, þakrennur, skolplagnir, raflagnir og fl. Tvennar svalir. Upplýsingar gefur Þórarinn í 899-1882 eða á Valhöll sími 588-4477 BESSASTAÐARHREPPUR ÚTBOÐ Álftanesskóli, viðbygging Bessastaðahreppur óskar eftir tilboðum í viðbyggingu Álftanesskóla. Byggt verður við kennslustofuálmu skólans, sem er steinsteypt tveggja hæða bygging. Byggðar verða 3 hæðir við gafl álmunnar til vesturs og þriðja hæð ofan á hana. Verkið skal unnið í þremur áföngum. 1. áfangi. Húsið uppsteypt og fullgert að utan. Unnið í maí-des. 2004. 2. áfangi. Innanhússfrágangur á 3. hæð. Unnið í maí-ágúst 2005. 3. áfangi. Innanhússfrágangur á 1. og 2. hæð. Unnið í jan-apríl 2006. Helstu magntölur eru: Grunnflötur lengingar 183 m2. Heildarflatarmál viðbyggingar 1.092 m2. Flatarmál þaks 720 m2. Magn steinsteypu 215 m2. Innveggir 554 m2. Kerfisloft 661 m2. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu VSÓ Ráðgjafar ehf. Borgartúni 20, 105 Reykjavík. Gjald fyrir útboðsgögn er kr. 5.000. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en föstudaginn 30. apríl 2004 kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðend- um sem þess óska. HÖNNUNARSAMKEPPNI Menntamálaráðuneytið og Akureyrarbær bjóða til opinnar hönnunarsamkeppni um nýbyggingu fyrir menningarhús á Akureyri. Í menningarhúsinu er ráðgert að verði tónlistarsalur, aðstaða til annarrar fjölþættrar starfsemi, svo sem fyrir ráðstefnuhald, listviðburði, fundi, sýningarhald ofl. Áætluð stærð hússins er um 3.500 m2. Samkeppnin fer fram í samræmi við sam- keppnisreglur Arkitektafélags Íslands og er hér um framkvæmdakeppni að ræða, þar sem leitað er eftir tillögu til útfærslu. Heildar verðlaunafé hefur verið ákveðið kr. 8.000.000,-. Stefnt er að því að veita þrenn verðlaun og að verðlaunafé skiptist þannig: 1. verðlaun kr. 4.000.000,- 2. verðlaun kr. 2.500.000,- 3. verðlaun kr. 1.500.000,- Að auki hefur dómnefnd heimild til innkaupa á keppnistillögum fyrir allt að kr. 1.500.000,-. Trúnaðarmaður samkeppninar er Guðrún Guðmundsdóttir, arkitekt FAÍ, framkvæmdastjóri AÍ, sími: 551 1474, gsm: 845 9294, bréfsími: 562 0465, netfang gudrun@ai.is, og ber að senda henni allar fyrirspurnir varðandi samkeppnina. Samkeppnisgögn verða afhent endurgjald- slaust frá og með þriðjudeginum 6. apríl 2004 á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík milli kl. 09:00 og 13:00 virka daga. Einnig verður unnt að nálgast keppnislýsinguna á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is, og Arkitekta- félags Íslands, www.ai.is. Samkeppnistillögum skal skila til trúnaðar- manns á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateigi 9, 2. hæð, 105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 5. júlí 2004. Samkeppni þessi er auglýst á EES-svæðinu. Tungumál keppninnar er íslenska. GRUNNSKÓLI SNÆFELLSBÆJAR Lausar kennarastöður næsta skólaár Meðal kennslugreina eru stöður um- sjónarkennara, stærðfræði í 8.-10.b, náttúrufræði í 5.-10.b, danska, list- og verkgreinar, lífsleikni og tónmennt. Grunnskóli Snæfellsbæjar er nýr grunnskóli er tekur til starfa næsta haust eftir sameiningu grunnskólanna í Ólafsvík og á Hellissandi. Skólinn verður starfræktur á 2 stöðum; á Hell- issandi verða 1.-4.b en í Ólafsvík 5.- 10.b. Nemendur eru um 240. Auk skólastjóra og aðstoðarskólastjóra verða ráðnir 4 deildastjórar að skólanum. Góð þjón- usta stoðaðila skólastarfsins er fyrir hendi og vinnuaðstæður með ágætum. Miklar væntingar eru um hinn nýja skóla sbr. þær forsendur sem að stofnun hans liggja. Því eru hér á ferðinni spennandi starfsmöguleikar fyrir grunnskólakennara í samheldnu og metn- aðarfullu umhverfi við mótun stefnu og starfs- hátta nýs skóla. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrrri störf umsækjenda berist skólastjóra, Sveini Þór Elinbergssyni, Ennisbraut 11, 355 Ólafsvík - Snæfellsbæ ellegar á netfang skólastjóra: sveinn@olafsvik.net Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2004 Skólastjóri SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Bleikjukvísl 10. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Bleikjukvísl 10. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja og reka leikskóla fyrir 60 börn á lóðinni. Engin bílastæði eru innan lóðar en gert er ráð fyrir að starfsmenn leggi í tólf bílastæði í Bleikjukvísl og gert ráð fyrir að foreldrar, sem koma með og sækja börn, leggi í átta bíla- stæði við Streng. Hámarksbyggingarmagn eru 500 m2 og skal bygging vera innan afmarkaðs byggingarreits. Á lóð má staðsetja leikföng og leiktæki sem tilheyra starfsemi leikskóla og einnig er heimilt að byggja allt að sjö m2 kaldan geymsluskúr allt að 2,6 m á hæð. Tillaga sem gerði ráð fyrir byggingu leik- skólans var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur þann 30. apríl 2002. Á grundvelli þeirrar sam- þykktar var byggður leikskóli á lóðinni. Framangreind samþykkt var kærð og í fram- haldi var deiliskipulagsbreytingin felld úr gildi. Af þessum sökum er tillagan nú auglýst á ný. Tillagan er að mestu í samræmi við áður- auglýsta tillögu nema gert er ráð fyrir að lóð leikskólans stækki til suðurs um 373 m2 úr 1939 m2 í 2312 m2. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 2. apríl til 14. maí 2004. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 14. maí 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 2. apríl 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.