Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 18

Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 18
Andrea Guðmundsdóttir erfyrsta barnið sem fermdist á höfuðborgarsvæðinu á þessu vori. Hún býr uppi við Vatnsenda og til- heyrir Lindasókn í Kópavogi. Þar tíðkast sá siður að ferma á laugar- dögum og fyrsta ferming var þann 20. mars kl. hálfellefu. Börn- in raða sér upp eftir stafrófsröð og þar var Andrea fremst. Hún er mjög ánægð með daginn. „Veðrið var fallegt og þetta var í alla staði frábært,“ segir hún. Þar sem Lindasókn á enga kirkju ennþá fór fermingin fram í Hjallakirkju og daginn áður var æfing þar sem farið var í gegnum prógrammið. Hvað skyldi Andrea svo hafa val- ið til að fara með við altarið? „Það var gullna reglan: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra,“ svarar hún og kveðst ætla að muna þau orð og hafa í heiðri í líf- inu. Presturinn hennar, séra Guð- mundur, hjálpar henni líka við það. „Við fengum kort frá prestin- um þar sem á er letrað fermingar- dagurinn okkar, nafnið, og textinn sem við völdum okkur,“ segir hún. Veislan var haldin í Lóuhreiðri og um 80 manns mættu. „Það var samt vinafólk okkar sem ruglaðist á dögum og mætti á sunnudeginum svo það var fermingarveisla núm- er tvö hér heima þann dag,“ segir Andrea brosandi. Hún kveðst hafa fengið heilan helling í fermingar- gjöf, pening, skartgripi, bækur og ýmislegt fleira eigulegt. Í heild segir hún ferminguna hafa verið yndislega og eftirminnilega. ■ Ostar og ávextir eru eitt af þvísem gott og glæsilegt er að bera fram í fermingarveislum, hvort sem er á matar- eða kaffi- borð. Ekki spillir úrvalsálegg á borð við parmaskinku og salami- pylsur. Þá er og nauðsynlegt að vera einnig með gott brauð, hvort sem það er heimabakað, úr bakaríi eða frystiborðum verslana. Marg- ar leiðir eru færar þegar slíkt er borið fram og hefur hver þar sinn háttinn á. Pestó, salsasósur og olí- ur fara vel með slíkri fæðu. Osta- búðin við Skólavörðustíg raðaði ostum, kjötmeti, ávöxtum og olíum upp á bakka fyrir okkur til að gefa hugmyndir að slíkum veislukosti. Þess má geta að Ostabúðin er með veisluþjónustu og þar er margt í boði. Má þar nefna forréttaveislu, kokkteilsnittur, ostabakka og osta- og salamiveislu. ■ Ostar, ávextir og salami: Gott og glæsilegt á veisluborðið ANDREA GUÐMUNDSDÓTTIR Hélt aukaveislu daginn eftir. Fyrsta fermingarbarn vorsins: Allt sem þér viljið... OSTABAKKI MEÐ MEIRU Að hætti Jóhanns í Ostabúðinni við Skólavörðustíg. Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Gott ráð fyrir foreldra sem eiga eftir aðundirbúa fermingar fleiri barna er að skrifa sem mest niður af því sem að höndum ber við undirbúninginn. Það getur verið gott að fletta upp í þeim punktum næst. Hversu mikið þarf að kaupa af hinu og þessu og hve mikið af því var notað. Hvað var eldað, hvað var bakað. Í hvaða röð er best að gera hlutina. Hvað þið gerðuð vitlaust núna og þar fram eftir götunum. Því meira sem skrifað er, því betra. Góð ráð: B l a ð a u k i F r é t t a b l a ð s i n s u m a l l t s e m v i ð k e m u r f e r m i n g u m Ég held að það sé skrifborðið. Mér fannstmjög gaman að fá það. Hermann Bjarnason Eftirminnilegastafermingargjöfin? Í VEISLUNNI Þegar haft er standandi borð í heima- húsi er hyggi- legt að hafa bollana og glösin á sér- stöku borði en ekki á hlaðborðinu sjálfu svo gestirnir þurfi ekki að halda á því á meðan þeir fá sér á diskinn. Þá lenda þeir síður í vandræðum. Ef um kökuveislu er að ræða er gott að hafa nokkrar hitakönnur fullar af kaffi þegar fyrstu gestir koma og meira í lögun. Ef stór uppáhellingarkanna er fengin að láni þarf að hafa í huga að kaupa grófmalað kaffi. Það fer betur í hana. ■ Fermingin fermingar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.