Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 37

Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 37
FÖSTUDAGUR 2. apríl 2004 fermingar Eftirminnilegasta fermingargjöfin LAUGAVEGI 87, SÍMI 511 2004 Sængur og koddar FERMINGARGJÖFIN Í ÁR Borgaraleg ferming á sunnudag: Tvö börn sýna skylmingar Tvö fermingarbörn munu sýnanokkur skylmingaratriði með höggsverðum í borgaralegri fermingarathöfn sem fram fer í Háskólabíói á sunnudaginn, 4. apríl klukkan 11. Fleiri taka virk- an þátt í athöfninni með því að flytja ljóð og tónlist. Í þetta sinn fermast áttatíu og fimm ung- menni borgaralegri fermingu. Ræðumenn eru Hörður Torfason, söngvaskáld og leikstjóri, og Sig- urður Hólm Gunnarsson, blaða- maður og varaformaður Sið- menntar. Fermingarstjóri að þessu sinni er Sigurður Skúlason leikari. ■ Ég á ennþá fermingargjöfina sem ég fékkfrá bróður mínum. Það er vasareiknir sem kemur að þvílíkt góðum notum. Ég man ekki eftir mörgu öðru.“ Rut Magnúsdóttir Fyrir ferminguna: Terta með púðursykur- marens 2 egg 60 g sykur 30 g hveiti 30 g kartöflumjöl 1-2 tsk. lyftiduft Egg og sykur þeytt, þurrefnunum blandað varlega út í. Deigið sett í mót og bakað við 180˚C hita í ca 20 mínútur. Marens 3 eggjahvítur 150 g púðursykur 1/2 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. edik Þeytið hvíturnar vel með sykrinum og bætið lyftiduftinu og edikinu við. Bakið í jafnstóru formi og botninn er bakaður. Baksturinn tekur um klukkutíma á 100- 150 gráðum. Súkkulaðikrem: 2 eggjarauður 2 msk. sykur 3 msk. þeyttur rjómi 100 g rjómasúkkulaði Eggjarauðum og sykri er þeytt vel saman. Rjómasúkkulaðið brætt í vatnsbaði og því ásamt rjómanum er bætt út í eggja- hræruna. Tertan er sett þannig saman: Neðst er botninn, súkkulaðikrem sett á hann, þá þeyttur rjómi, marensinn, þeytt- ur rjómi, efst er súkkulaðikrem og utan með kökunni er þeyttur rjómi. ÁSTA GUÐRÚN HELGADÓTTIR OG SÆVAR BALDUR LÚÐVÍKSSON Þau eru bæði í fremstu röð skylmingafólks hér á landi. Eftirminnilegasta fermingargjöfin Eftirminnilegasta gjöfin er líklega svefn-poki sem ég notaði mikið.“ Arnþór Guðmundsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.