Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 8
8 2. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ■ Embættisveiting ■ Ferðamál 200 kíló í réttstöðulyftu „Þegar ég heyrði tölurnar þá hugsaði ég með mér: nei – ég get nú snýtt honum þessum.“ Gunnar Sigurjónsson, sterkasti prestur í heimi, Fréttablaðið 1. apríl Gæfumaður á ný „Það var lengi ógæfa mín að þurfa að skrifa um stjórnmál og stjórnmálamenn. Það er miklu skemmtilegra að skrifa um hross.“ Jónas Kristjánsson, ritstjóri Eiðfaxa, DV 1. apríl Auk þess legg ég til.... „Hitt er annað mál að það er virðingarvert af Helgu að skrifa 220 blaðsíðna bók um mig og legg ég til að hún fái fyrir það doktorsnafnbót við heimspeki- deild, enda er hún eini prófessor Háskólans sem ekki hefur lokið doktorsprófi.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson vegna gagnrýni Helgu Kress, Morgunblaðið, 1. apríl Orðrétt RÓM, AP Á fimmta tug manna, sem grunaðir eru um aðild að tyrk- neskum hryðjuverkasamtökum, voru handteknir í samstilltum lögregluaðgerðum víðs vegar í Evrópu. Gerð var húsleit í fjölda íbúða og lagt hald á gögn. Mennirnir eru taldir tengjast tyrknesku marxista-hreyfing- unni DHKP-C sem hefur það að markmiði að steypa ríkisstjórn Tyrklands af stóli. DHKP-C eru skilgreind sem hryðjuverkasam- tök af bandarískum stjórnvöld- um og Evrópusambandinu. Lögreglan í Istanbúl handtók 25 meinta meðlimi samtakanna, en sextán til viðbótar voru hand- teknir á Ítalíu, í Þýskalandi, Belgíu og Hollandi. Fimm voru handteknir í bænum Perugia á Ítalíu en þar býr fjöldi erlendra háskólanema. Að sögn ítalskra yfirvalda var um að ræða ítalska deild samtakanna en ekkert bendir þó til þess að mennirnir hafi verið að undirbúa árásir á Ítalíu. Samtökin, sem stofnuð voru um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, hafa viðurkennt að hafa staðið á bak við tvær sjálfsmorðsárásir í Istanbúl í september árið 2001. Talið er að þau hafi ætlað að láta til sín taka að nýju með því að beita sams konar aðferðum og hryðju- verkasamtökin al-Kaída. ■ ATVINNUMÁL „Við gáfum út fjögur skírteini til staðfestingar réttind- um iðnaðarmanna að Kárahnjúk- um í upphafi. Síðan ekki söguna meir. Það hlýtur að slá í brýnu ef þetta lagast ekkert,“ sagði Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðis- firði, um stöðu í réttindamálum iðnaðarmanna Impregilo hér á landi. Sýslumaður hefur verið í sam- bandi við iðnaðarráðuneytið og fleiri aðila vegna atvinnuréttinda- mála starfsmannanna. Í febrúar síðastliðnum bað Alþýðusamband Íslands sýslumanninn um að kanna stöðu atvinnuréttinda 226 starfandi iðnaðarmanna á svæð- inu. Lárus kvaðst í framhaldi af því hafa óskað upplýsinga frá stjórnendum Impregilo um stöð- una og veitt þeim frest til að svara. Fresturinn rann út í fyrra- dag. Í gær barst svo bréf frá Impregilo, þar sem óskað var eft- ir mánaðarfresti til viðbótar. Lárus sagði, að Impregilo hefði afturkallað þær 54 umsóknir um staðfestingu réttinda iðnaðar- manna sem legið hefðu til af- greiðslu hjá sýslumannsembætt- inu fyrr í vetur, á þeim forsendum að málið væri í heild til athugun- ar. Ýmis gögn hefði vantað með þeim umsóknum, sumir hefðu ekki verið inni á þjóðskrá og svo framvegis. Embættið hefði veitt þeim frest til 1. mars til að svara þeim þætti er varðaði umsóknirn- ar. Lárus sagði, að rétt áður en fresturinn hefði runnið út og hann hefði verið að búa sig undir að úr- skurða „þetta allt handónýtt“ hefðu þeir dregið allar umsókn- irnar með tölu til baka. Í kjölfarið hefði embættið sent fyrirspurn um hversu margir að Kárahnjúk- um væru með iðnréttindi og þá hefðu þeir óskað eftir þeirri mánaðarframlengingu, sem nefnd væri hér að framan. Spurður til hvaða ráða sýslu- mannsembættið gæti tekið sagði Lárus, að sá möguleiki væri fyrir hendi að fulltrúar þess gætu farið upp á virkjunarsvæði og hafist handa við að yfirheyra 700 manns um það hvort þeir væru að vinna að iðnaðarstörfum, hvort þeir hefðu réttindi til þess og sekta þá síðan um 15 þúsund krónur ef ekki reyndist allt eins og vera bæri. Þá væru jafnframt heimild- ir í lögum til að vísa útlendingum, sem væru að starfa ólöglega í landinu, úr landi. „Það er spurning hvað á að ganga langt í svona málum,“ sagði hann. „En nú er ekkert annað en að bíða og sjá hvaða svör berast frá þeim eftir mánuð.“ jss@frettabladid.is BREMER ÁVARPAR LÖGREGLUMENN Bremer fordæmdi árásina í Fallujah þegar hann ávarpaði nýútskrifaða lögreglumenn í Bagdad. Árásin í Fallujah: Ódæðismann- anna leitað ÍRAK L. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjanna í Írak, fordæmir harðlega dráp og limlestingar á fjórum bandarískum verktökum í borginni Fallujah á miðvikudag. Bremer segir að allt kapp verði lagt á að hafa hendur í hári þeirra sem bera ábyrgð á ódæðisverkun- um og refsa þeim fyrir gjörðir sínar. „Atburðirnir í Fallujah eru átakanlegt dæmi um þá baráttu sem á sér stað milli mannvirðing- ar og villimennsku,“ sagði Brem- er þegar hann ávarpaði nýútskrif- aða lögreglumenn í Bagdad í gær. Íbúar Fallujah hafa varað Banda- ríkjamenn við því að fara inn í borgina. „Árásin í gær var til marks um það hvað við hötum Bandaríkjamenn mikið,“ sagði einn íbúanna. ■ ÁHERSLA Á REYNSLU Matthías Kjartansson ferðafrömuður fór mikinn á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fór nýlega. Þar gagnrýnir hann menntahroka ferðamálafræðinga og vill að hamrað verði á að menntun í ferðageiranum sé ekki æðri reynslu eins og raunin virð- ist hafa verið undanfarnin ár. AÐGENGI AÐ UPPLÝSINGUM Matthías segir það höfuðatriði innan geirans að fundin verði önnur leið til að áætla raunveru- legar tekjur ferðaþjónustunnar en talning ferðamanna í Leifs- stöð. Slíkt geti aldrei gefið áreið- anlegar upplýsingar um tekju- möguleika innan geirans. HUGSA STÓRT Andri Már Ingólfs- son, forstjóri Heimsferða, hélt erindi á fundinum og sagði höfuð- atriði að ferðaþjónustuaðilar hættu að hugsa smátt. Slíkt hefði sýnt sig að væri ekki líklegt til stórræða enda flest fyrirtæki innan greinarinnar rekin með tapi ár eftir ár. Þetta væri ástæða þess að Heimsferðir festu kaup á húsnæði Eimskipafélagsins undir hótel. ÞRENGJA ÞARF SJÓNDEILDAR- HRINGINN Hreiðar Már SIgurðs- son, bankastjóri KB banka, fór lauslega yfir fjárfestingar í ferðaþjónustu á Íslandi og taldi þær hvorki óeðlilega litlar né miklar. Hann sagðist hins vegar ekki sannfærður um að unnt væri að setja samasemmerki milli fjölgunar ferðamanna og bættrar afkomu í greininni. Kappkosta þarf að fá hingað efnameiri ferðamenn en verið hefur. – hefur þú séð DV í dag? Byggða- stofnun svelti 400 þúsund bleikjur í hel ALÞINGI Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingunni, gerði athuga- semdir við það á Alþingi að illa hefði verið mætt á fund umhverf- isnefndar þar sem fjallað var um mikilvæg stjórnarfrumvörp. Hún benti á að einungis formaður nefndarinnar og varaþingmaður úr röðum stjórnarliða, sem aldrei áður hefði tekið þátt í störfum nefndarinnar, hefðu setið fundinn ásamt fulltrúum stjórnarandstöð- unnar og gestir hefðu verið kallað- ir til. „Það er ekki sæmandi Alþingi að svona illa sé mætt á nefndar- fundi og eins og verið sé að frið- þægja stjórnarandstöðuna með því að kalla til sérfræðinga og aðra gesti. Nefndin á að vera fullskipuð til að fara vandlega yfir hvert einasta atriði sem varðar frum- vörpin,“ sagði Rannveig og bætti því við að algengt væri að þegar aukafundir væru boðaðir í hádeg- inu, þá væru þingmenn oft búnir að binda sig yfir öðrum hlutum. Meðferð þingmannamála í þing- nefndum hefur verið gagnrýnd á Alþingi því þau mæti jafnan af- gangi í vinnslu nefnda, á meðan mál framkvæmdavaldsins hljóti skjóta meðferð. Rannveig hefur ásamt Bryndísi Hlöðversdóttir lagt fram frumvarp um breyttan starfstíma Alþingis, frá 15. sept- ember til 15. júní. „Þingmönnum er ætlaður alltof stuttur starfstími eins og nú er,“ segir Rannveig. ■ RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Þingmaður Samfylkingarinnar segir það ekki sæmandi Alþingi að illa sé mætt á nefndarfundi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Gagnaflutningar Símans: Helmings verðlækkun FJARSKIPTI Síminn lækkaði í gær verð á háhraðagagnaflutningi um allt að helming. Framvegis verður eitt verð á þeim 40 stöðum þar sem ADSL-búnaður hefur verið settur upp. Verðbreytingin er mismikil eftir því um hvaða hraða er að ræða, allt frá 12% upp í rúm 40%. Markmiðið er að koma til móts við fyrirtæki með dreifða starfsemi á landinu um gagna- flutninga á sama verði og höfuð- borgarsvæðið hefur átt kost á. Til- gangurinn er einnig að einfalda verðskrá. Breytingarnar munu almennt leiða til lækkunar á reikningum viðskiptavina. ■ Samstilltar lögregluaðgerðir í fimm Evrópulöndum: Meintir hryðjuverkamenn handteknir BLAÐAMANNAFUNDUR Ítalski saksóknarinn Nicola Miriano ávarpar blaðamenn í bænum Perugia. Fimm manns voru handteknir í bænum grunaðir um aðild að hryðjuverkasamtökum. Stefnir í stríð við Impregilo Impregilo hefur dregið allar umsóknir um staðfestingu atvinnuréttinda iðnaðarmanna til baka. Það hlýtur að slá í brýnu ef atvinnuréttindamál að Kárahnjúkum skýrast ekki, segir sýslumaðurinn á Seyðisfirði. HOFSÓSS- OG HÓLAPRESTAKALL Valnefnd Hofsóss- og Hólapresta- kalls hefur valið Gunnar Jóhann- esson guðfræðing í sóknarprests- embætti í Hofsóss- og Hóla- prestakalli. Frestur til að sækja um embættið rann út 22. mars síðastliðinn og voru umsækjend- ur níu talsins. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið frá 1. júní næstkomandi. IMPREGILO Staða atvinnuréttinda iðnaðarmanna að Kárahnjúkum, skattgreiðslur og öryggismál – öllu þessu er talið ábótavant hjá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo hér á landi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TÍ N B O G AD Ó TT IR Störf Alþingis gagnrýnd: Illa mætt á nefndarfundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.