Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 54

Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 54
Hrósið 38 2. apríl 2004 FÖSTUDAGUR Rocky ... fær Sigríður Árnadóttir, frétta- stjóri á Stöð 2, og hennar fólk fyrir að sýna djörfung og hug og færa kvöldfréttatíma sinn aftur til 18.30 fréttafíklum til ánægju og yndisauka. Gleði, glens og gaman í allt sumarUpplýsingar í síma 588 8899 og á www.kfum.isNON N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 7 0 3 • s ia .i s Gleði, glens og gaman – í sumarbúðum KFUM og KFUK í sumar! Hólavatn Kaldársel Vatnaskógur Vindáshlíð Ölver Skráning er hafin! Þetta verður sannkallaðurljóðaslagur, því skáldin munu etja kappi hvert við annað á síð- um Fréttablaðsins 16. til 23. apr- íl,“ segir Kristján B. Jónasson, sem hefur lesið mörg ljóðin um ævina og er einn dómnefndar- manna í ljóðasamkeppninni. Aðrir dómarar verða Kolbrún Bergþórsdóttir, sem þekkt er fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum, og hinn fjölhæfi lista- maður, Þorvaldur Þorsteinsson sem hefur sýnt að hann getur verið bæði ljóðrænn og ögrandi. „Allir sem eru undir þrítugu geta sent inn ljóð og dómnefndin mun fara yfir þau í rólegheitunum og velja átta skáld úr þeim hópi. Fréttablaðið birtir svo tvö ljóð, ásamt kynningu á skáldunum og stuttri umsögn dómara daglega frá 16. apríl. Þá hefst hinn eiginlegi ljóðaslagur því hverju ljóði fylgir símanúmer sem lesendur geta hringt í og valið sitt ljóð. Þetta verður því eins konar ljóða-idol. Fjögurra ljóða úrslit hefjast svo 19. apríl. Þann 23. apríl, á afmælisdegi Nóbelskáldsins, verður sigurskáld- ið svo kynnt með pompi og prakt í Fréttablaðinu.“ Verðlaunin verða ekki af verri endanum, því allir þeir sem komast í átta ljóða úrslit fá vegleg bókaverðlaun og Edda út- gáfa mun vinna með sigurskáldinu í að gefa út ljóðabók eða efni í öðru formi. „Við munum vinna áfram í að þróa og þroska þá ljóðrödd.“ Þegar Kristján er inntur eftir því hvers vegna keppnin sé einung- is fyrir yngri ljóðskáld segir Krist- ján að það sé verið að hampa sér- staklega fólki sem hefur ekki gefið út ljóðabækur. „Þau eru mörg á þessum aldri sem eru að skrifa en það er enginn vettvangur fyrir þau að birta sín ljóð, það er til dæmis ekkert ljóðatímarit til þannig að það er bara tölvan og netið eftir. Það þarf því að hleypa fútti í þetta þannig að fólk viti hvað er að gerast í þessum bransa því það er mikil gróska í yngri hópnum. Þau eru mörg hver að yrkja í stíl sem hent- ar þessu formi vel, bæði pólitískt og beinskeytt sem hentar betur en þessi innhverfu miðleitnu ljóð sem fæst yngri skáldanna eru að fást við í dag. Þau er að reyna að segja sem mest í sem skemmtilegustu formi.“ Tekið er á móti öllum ljóðum, rímuðum, stuðluðum, fríum eða frjálsum, hlekkjuðum eða lausum á netfangið ljod@edda.is eða í um- slagi merktu Sigurskáldið, Suður- landsbraut 12, 108 Reykjavík til 6. apríl. ■ Ljóðasamkeppni LJÓÐASLAGUR EDDU ÚTGÁFU OG FRÉTTABLAÐSINS ■ Leitin að sigurskáldinu er að hefjast. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ljóða-idolið fundið KRISTJÁN B. JÓNASSON, KOLBRÚN BERGÞÓRS- DÓTTIR OG ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Dómnefnd Ljóðaslags Eddu útgáfu og Fréttablaðsins sem er ljóðasamkeppni fyrir ung ljóðskáld, þrjátíu ára og yngri. Hvers vegna í andskotan- um var Magni að sparka mér út fyrir þessa dræsu sem allir í hópnum hafa sódómerað!?! Það eina sem er gott við að þau séu saman er að maður sleppur við það að velta því fyrir sér hvernig sé að sofa hjá kærustu besta vínar síns! Skömm af því hvað ég var lé- legur í rúminu það kvöldið! Það hefði verið kúl að vera minnst sem Rocky „hinn rosalegi“... í stað „hinn rotaði“. Ó, Magni, jörðin skalf! Æi, góða þegiðu!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.